Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 3
52 að gefa janúar ferðina eptir þetta eina ár og slá föstu um leið, að þriðja skipið fengist með vissu framvegis. þó þriðji kosturinn hefði verið tek- inn, að segja öllum samningum upp við gufuskipafj elagið, og reyna að semja við annað fjelag, þá var mjög óvíst hvort aðrir hefðu fengist til, gegn sömu borgun, að senda þrjú skip, sem landinu voru hentugri, og auðsjeð var að tíminn var orðinn of stuttur til þess, að skip yrði útbúið til að fara 14. jan- úar, þó nýtt fjelag hefði tekið að sjer póstferðirnar. Jeg veit ekki hvern kostinn brjef- ritari þjóðólfs hefði kosið, en hyggn- ari menn mundu hafa valið þann er stjórn- in tók. Hefði miðsvetrarferðin verið val- in en þriðja skipinu sleppt, þá hefði komið miklu meiri breyting á ferða- áætlun þingsins en nú er framkomin ; það sem var fram yfir samninginn varð að vinnast með góðu ; þvingunar- meðöl, sem reynd voru, voru gagnslaus. þessi saga, sem er sönn, sýnir að enginn einstakur maður hefir „grautað í gjörðum þingsins, af skammsýni eða vegna eigin hagsmuna, aðrar öflugar ástæður hafa ráðið úrslitum. Mig hefir furðað á, að menn sunnanlands skyldu svo mjög fárast yfir nefndri miðs- vetrarferð, því henni var sleppt að miklu leyti til þess að þriðja skipið fengist, sem heita má þeim einum til gagns; nú fá þeir sjö ferðir beinar milli Isl. og Danmerkur, sem svo mjög hefir verið saknað síðan skip- in fóru að fara norður fyrir landið.— Nú verður því minni ástæða til að kvarta, þó menn austan-, norðan- og vestanlands fái viðunanlegar samgöngur og póstsendingar með póstskipunum. Flestir af hinum eldri og hyggnari íslenzku kaupmönnum í Khöfn, hafa andæft í móti, eða síst stutt að því, að gufuskipin kæmu á þær hafnir, sem þeir reka verzlun sína á; þeim hefir þótt, sem satt er, að þeir þá ekki vera lengur einir um hituna; því hvar sem gufuskipið kemur eiga bændur kost á, að senda og kaupa vörur frá útlöndum og eru þá ekki lengur bundnir á klafa hjá kaup- mönnum. Jeg skil því ekki, hvað meint er með grein í þjóðólfi f. á. nr. 30. að nráðstafanir í gufuskipamálinu sjeufarnar að verða nokk- uð gránulegar«. Til að sýna hugsunargang brjefritarans að norðan skal jeg til gamans nefna hjer eitt dæmi. Fyrsta umtal um miðsvetrarferðina kom fram á alþingi 1879, fyrir breytingar- tillögu, sem jeg og síra þórarinn Böðvarsson gjörðum við ferðaáætlunina, sem þá lá fyrir; tillagan var samþykkt af þinginu, og ferðin komst á á næsta ári. Fyrst brjefritarinn gefur mjer einum sök á, að landið missti 30,000 kr. fyrir breytingartillöguna við út- flutningslögin 1881, þá er eptir sömu hugs- unarreglu, mjer að þakka að miðsvetrarferð- in komst á fyrir breytingartillögu mína 1879, en þá hefði hann átt að segja í þolinmæði: »hann gaf og hann aftók«. það má á sama standa hver brjefritarinn er, en engan þekki jeg, sem getur sktífað langar greinir, jafnlangt frá sannleika og heilbrigðri skynsemi, eins og verzlunarstjóri einn við Eyjafjörð. Sje hann brjefritarinn þá get jeg frætt á þvi, að hann er viðriðinn eina verzlun og eitt síldarfjelag. Jeg er viðriðinn fjóra fasta verzlunarstaði, fjögur síldarfjelög—þar af formaður þriggja—og fæ víst fjórum sinnum fleiri brjef og póstsend- ingar með hverri ferð en hann, svo eptir því ætti jeg að líða ekki minni skaða en hann við ferðaleysið í vetur. Segi brjefritarinn satt að miðs-vetrarferðin hafi fallið niður af mínum völdum, þá hefi jeg líklega eigi gjört það vegna »eigin hagsmuna«. Eg vil leyfa mjer að bæta því við, að jeg hefi nú á síðustu fjórum þingum búið til ferðaáætlun þá, er þingið hefir samþykkt að mestu leyti óbreytta, einnig hefi jeg í hvert skipti haft framsöguna í málinu eins og sjá má af þingtíðindunum, og stutt stefnu ferða- áætlunarinnar eftir efnum; er þá ekki nokk- uð ólíklegt, að sá áburður sje sannur, að jeg spilli fyrir málinu hjá stjórninni, með því að leggja í móti gjörðum alþingis, og þá um leið, því sem jeg sjálfur hefi barist fyrir. Jeg þori ekki að ráða þjóðólfi til að gjöra ekki með jafnaði öðrum eins rangt til, eins og hann hefir gjört í þessu máli, því eptir þeirri setningu að sá sje »ráðgjafi«, sem öðr- um gefur ráð, þá get jeg átt á hættu, að hann kalli mig ráðgjafa þjóðólfs, en það nafn er mjer sárnauðugt að bera. Bitað 3. júní 1882. Tryggvi Gunnarsson. Landlæknir Jón Hjaltalín, er vjer gátum um í síðasta blaði að andast hefði 8. þ. m., var fæddur 21. apríl 1807 að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, þar sem faðir hans síra Jón Hjaltalin var prestur; hann tók stúdents- próf á Bessastöðum 1830 og sigldi seinna til háskólans í Kaupmannahöfn; þar tók hann próf 1837 með fyrstu einkunn í handlæknisfræði; árið eptir fór hann ferð til þýzkalands og vorið 1839 tók hann við háskólann í Kíel próf í annari grein læknisfræðinnar með afbragðs- einkunn og s. á. veitti háskólinn þar honum Doctors nafnbót; 1839 varð hann enn fremur herlæknir í liði Dana og árið eptir fór hann ferð hingað til lands til að kynna sjer holdsveikina hjer; 1841 fór hann á ný ferð til þýzkalands að kynna sjer vatnslækninga-aðferð þá, er þar var farin að tíðkast og 1844 fjekk hann leyfi til að setja á fót stofnun til vatnslækninga við Klampenborg í nánd við Kaupmannahöfn; varð hann 1846 læknir við stofnun þessa. Árið 1851 sendi stjórnin hann hingað til lands til að rannsaka brennisteinsnámurnar hjer. Landlæknisembættið var honum veitt 18. sept. 1855 og hafði hann það á hendi þangað til næstliðið ár. í þess- ari stöðu sinni kom hann eigi að eins fram sem góður læknir heldur lagði hann og mjög mikinn áhuga á að bæta læknaskipun landsins; var honum það manna mest að þakka, að hjer komst á innlend læknakennsla, sem var hinn eini vegur til að fá nógu mörg lækna- efni handa landinu og hann studdi einn- ig mjög að þvi að læknaembættunum var Qölgað; hann átti einnig mjög mik- inn þátt í því að sjúkrahúsið í Reykja- vík komst á fót. Jón Hjaltalín var ein- hver hinn Qölfróðasti maður og með mörgum ritum hefir hann bæði sýnt hina margbreyttu þekkingu sína og þá ást, er hann hafði á fósturjörð sinni og áhuga á að efla framfarir hennar. Hann var konungkjörinn alþingismaður 1859— 1879, en það dró úr þeirri þýðingu, er hann hafði í þeirri stöðu, að hugurinn fór stundum með hann of langt, enda leit hann mest á, hvað hann ætlaði að yfir höfuð mundi vera til framfara, en honum var síður lagið að íhuga hin sjer- staklegu atriði einstakra mála. Heiðursmerki hafði hann fengið mörg; hann var riddari af Dannebroge, danne- brogsmaður, riddari af heiðursfylking- unni og hafði verið veitt etazráðsnafnbót. Á hinum síðustu æfidögum hans var honum að vísu farið að fara mjög aptur, en hann var þó lengst af nokk- urnveginn hress og síðasta daginn sem hann lifði var hann á gangi hjer í bæn- um; hann andaðist þjáningalaust í svefni aðfaranótt hins 8. þ. m. hálf áttræður að aldri. Utför hans var 17. þ. m. Hann hafði kvongast 1840 Jakobinu Baagöe, dóttur Baagöes verzlunarstjóra á Húsavík, en hún andaðist frá honum barnlaus eptir 26 ára sambúð árið 1866. Eins og menn eigi munu gleyma því, er hann hefir unnið þjóð vorri til gagns, syo munu og allir, er við hann kynnt- ust, ávallt minnast með virðingu þessa fjörmikla, glaðlynda og góðviljaða manns. Um hafstrauma og ísrek. Eptir Tr. Gunnarsson. (Ritað 6. mai 1882). Til þessa tíma hefir verið mjög lítið hirt um að rannsaka straumana kring- um ísland. Sjómenn, sem liggja út í hafi vikunum saman, ættu þó hægt með að veita þessu eptirtekt; þeir ættu að skriía nákvæmlega hjá sjer, hvernig hafsstraumarnir haga sjer, í hvaða átt þeir stefna, og með hvað miklum hraða þeir fara á ýmsum tímum ársins; skýrsla um það efni í blöðunum gæti orðið mikið fróðleg. Straumarnir hafa mikla verkun á tíðarfar á íslandi, ekki sízt þegar þeir flytja hafís og harðindi upp að landinu. í útlöndum gjöra menn sjer mjög mikið far um, að rann- saka sem nákvæmlegast, bæði hafs- strauma og loptstrauma. Menn hafa nýlega þózt taka eptir því, að Gólfstraumurinn sje að breyt- ast, en slíkt gæti haft mikil áhrif á ísland. í næstliðnum mánuði var þetta gjört að umtalsefni á fundi í Frakkland

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.