Ísafold - 29.06.1882, Síða 1

Ísafold - 29.06.1882, Síða 1
Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ISAFOLD. Pöntun er bindandi lynr ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir h-verja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 14. Reykjavík, miðvikudaginn 29. júnímán. 18 8 2. Útlendar frjettir. Khöfn 16. júní 1882. Garibaldi er dáinn, 2. þ. m., á heim- ili sínu eynni Caprera við Sardiníu. Hann varð hálfáttræður, fæddur 1807, 4. júlí í Nizza. Utför hans var haldin þar á eynni 8. þ. m., til bráðabirgða, í viðurvist mikils fjölmennis af ýmsum þjóðum. Líkið verður síðar fiutt til Róms og jarðsett þar á ríkiskostnað, líklega í Kapitólíum. Hann hafði mælt svo fyrir í erfðaskrá sinni frá því í fyrra sumar, að líkama sinn skyldi brenna á báli á tilteknum stað á Cap- rera, og hafði sjálfur höggvið viðinn í bálið og hlaðið bálköstinn. En ættingj- arnir ljetu það að óskum trúaðrar eða klerkhollrar alþýðu, að bregða út af svo heiðinglegri ráðstöfun. þ»egar lát- ið frjettist til Róms, frestaði þingið þar fundum um hálfan mánuð í saknaðar- skyni eptir kappann, er leyst hafði þjóð- ina úr langvinnri ánauð, en samþykkti áður samdægurs lagafrumvarp frástjórn- inni um að útför hans skyldi gerð á ríkiskostnað og honum minningarmark í Róm, og ekkja Garibaldi hafa 10,000 franka styrk úr ríkissjóði um árið og börn hans 5 jafnmikið hvert um sig. þúngið í París gerði og fundarfall í sama skyni. Viku síðar var haldin sorgarhátíð í Róm að ráðstöfun bæjar- stjórnarinnar; meðal annars gengið í prósessíu um höfuðstræti borgarinnar með líkneski Garibaldi upp á Kapi- tólíum og krýnt þar. Sama dag minn- ingarhátíð í París í sama skyni. Víða annarsstaðar ýmisleg viðhöfn í svipaða átt, bæði utanlands og innan. Meðal annars hjer í Danmörku samtök um að safna fje í silfursveig á kistu hans. Á Egiptalandi mesti voði á ferðum. Soldán sendi þangað erindreka af sinni hálfu, Dervish hershöfðingja, að skipa þar málum og koma aptur lagi á stjórn- ina; var vesturríkjunum, Frakklandi og Englandi, það raunar miður ljúft, þau vildu heldur vera ein um hituna, en urðu að láta svo vera vegna hinna stórveldanna. Dervish kom til Cairo og hugðist að hrinda þar öllu í annað horf í snöggu bragði. En fám dögum síðar sneru þeir burt þaðan sviplega, hann og jarlinn, Tewfik, og norður í Alexandríu, til að forða fjörvi, að flest- ir halda. Hafði jarlinn verið milli heims og helju um langan tíma að undan- anförnu, fyrir þeim Arabi ráðgjafa hans og hans fylgismönnum, fyrir þá sök, að þeim þótti jarlinn of háður ogleiði- tamur útlendum ráðanautum, einkum erindrekum vesturríkjanna, en Arabi er oddviti fyrir þeim flokk þarlendra manna, er vilja gera landið óháð Norð- urálfumönnum og jafnvel Tyrkjasoldáni með. Eptir að herskipafloti vesturríkj- anna var kominn til Alexandríu, 20. f. m., heimtuðu erindrekar þeirra að jarlinn viki Arabi frá völdum. Hann gerði það; en þá gerði herinn í Cairo sig svo ygldan, líklega að undirlagi Arabi sjálfs, að jarli var sá einn kost- ur nauðugur að taka hann í sátt aptur og fá honum sömu völd og áður, og þó meiri, með því líka allur þorri meiri háttar manna í borginni tók í sama streng, var hótað ella afarkostum af hernum, að sumir segja. þ>etta var á hvítasunnudag, og hefir Arabi haft síð- an fullkomin alræðisvöld í landinu. En sunnudaginn að var, 11. þ. m., urðu þau tíðindi í Alexandríu, að innlendur lýður þar veittist að útlendum mönn- um, sem þar eru fjöldamargir í borg- inni, og börðu til bana 50—70 manns, sumir segja 100, en særðu hálfu fleiri, þar á meðal konsúla Frakka og Eng- lendinga, og rændi búðir kaupmanna o. s. frv. Lögreglumenn horfðu aðgerð- arlausir á viðureign þessa, og herinn innlendi slíkt hið sama, þangað til skip- un kom um kvöldið frá Cairo að skakka leikinn. Síðan hefir verið kyrrt að kalla. En útlent fólk flýr sem óðast úr landi, hver sem betur getur. þ>að er mesti sægur, 60—-70000 manns, og óttast menn að fæstu verði undan- komu auðið nógu fljótt, ef aptur kyikn- ar í kolunum. Soldán ráðgerir nú að senda her manns til landsins að halda lýðnum í skefjum. Ekki ljettir enn manndrápum og öðr- um illvirkjum á írlandi. Hinn 8. þ. m. myrtur á förnum vegi skammt frá Galway landsdrottinn einn Walter Bourke að nafni og hermaður einn með honum, er fenginn hafði verið honum til verndar. Rússakeisari hefir látið Ignatieff skila af sjer stjórnarherravöldum n.þ. m. og fengið þau manni, er Tolstoi heitir til bráðabirgða, að haldið er; Loris Meli- koff muni síðan eiga að taka við. Igna- tieff fær lítið lof fyrir sína frammistöðu þessa 13 mánuði, sem hann var við völd. Hann ætlaði að yfirstíga öll bylt- ingarráð með grimmd og harðneskju, en gjöreyðendur hafa sýnt greinilega, að þeir eru engu ómagnaðri nú en þegar hann tók við. Nýfrjett er hing- að að keisari hafi látið hengja í einu fyr- ir fám dögum 30 varðmanna, er höfðu hjálpað fangelsuðum gjöreyðendum til aðhafabrjefaskiptiviðfjelagasína; enóoo voru sendir til Síberíu fyrir sömu sakir. Gyðingar flýja úr landi þúsundum sam- an undan ofsóknum hins kristna skríls á Rússlandi. Hafði Ignatieff látið sjer eigi mjög annt um að afstýra þeim ó- sköpum. Ríkisþingið þýzka hefir hrundið fyrir fám dögum með miklum atkvæðafjölda tóbakseinokunarfrumvarpi Bismarcks, er hann hefir haft á prjónunum hin síð- ustu árin. þ>að sem af er þessum mánuði hefir verið verkfall meðal eitthvað 100,000 járnnema og járnsmiða í Pennsylvaníu í Ameríku. Fádæma-mikið hafísrek um Atlanz- haf norðanvert þetta vor. Mörg skip komizt í mesta háska af því á leiðinni milli Norðurálfu og Ameríku. Dáinn hjer í Khöfn 1. þ. m. Caspar Paludan-Múller háskólakennari, góður sagnafræðingur, 77 ára. EMBÆTTISPRÓF við háskólann, Hinn 2. júní, Ólafur Halldórsson í lög- um með 1. einkunn. Hinn 5. s. m. Franz Siemsen í lögum með 2. einkunn. Hinn 15. s. m. Móritz Halldórson Frið- rikssonar í læknisfræði með 2. einkunn lakari (haud II). Um hafstrauma og ísrek. Eptir Tr. Gunnarsson. (Niðurlag). Fyrir því að hafstraumarnir sjeu tals- vert breyttir í ár, virðist sú sönnun sterkari, að ekki hefir í manna minni jafnmikið borizt af ís suður með Ame- ríku eins og í vetur; daglega hefir verið skýrt frá því í blöðunum að skip, sem fara milli Evrópu og Ameríku hafi rekizt á ís og þurft að krækja iangt suður fyrir vanalega skipaleið, til þess að komast suður fyrir hann. Annað hvort hlýtur því að vera, að Gólfstraumurinn sje óvanalega linur, eða Norðurhafsstraumurinn óvanalega strangur. í febrúar varð fyrst vart við ís á vanalegri skipaleið til Ameríku, en eptir það færðist hann lengra og lengra suður, skipunum til mikils farartálma. Fyrir nokkurum dögum stóð í blaði

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.