Ísafold - 29.06.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1882, Blaðsíða 2
 frá Ameríku fróðleg skýrsla um þetta efni, og vil jeg setja hjer dálítinn út- drátt úr henni: „Vjer minnumst þess ekki, að nokk- urn tíma hafi verið jafn mikið af ís 1 Atlantshafinu, eins og á þessum vetri, eður ísinn hafi komizt jafnlangt suður. Lengst af hafa strendur Newfoundlands verið innilokaðar af ís, svo hvergi hef- ir sjezt í auðann sjó. Snemma í febr- úarmán. byrjaði ísinn að reka suður í Atlantshafið á vanalegar skipaleiðir. Gufuskipið „Australía“ frá Hamborg, silgdi 19. febr. á leið til New York fram hjá miklum ís á 46. gr. 30*. N. B. 45- g’r- 3o‘. V. Lg. Fjögur önnur skip komust nokkuru seinna inn í ísinn á 45- gr- 4°‘- N. B. 44. gr. 32.* V. Lg. 8. apríl. á leið frá Havre til New York missti danska gufuskipið „Hermod“ skrúfuna, og brotnaði að framan í ísn- um, þetta skeði á 43. gr. 40“ N. B. 49. gr. 30*. V. Lg. Framendi skips- ins fylltist af sjó en skipið sökk þó ekki, þvi vatnsþjett hólf voru í því; í marga daga sást ekki út fyrir ísinn, ýmist stórar íshellur, sem náðu yfir margar mílur, ellegar stór ísfjöll sem voru 500 til 600 fóta? há og yfir 1000 fet að ummáli. Skipið flæktist marga daga í ísnum, en skipverjar máttu þola miklar mannraunir af frosti og sjóvolki; um síðir komst skipið til New York fyrir framúrskarandi dugnað skipstjóra ok skipverja, eptir að hafa farið 270 mílur, með stórt gat á bógnum og fullann framendann af sjó. — Annað skip ætlaði inn í Louisburghöfn, sem optast er islaus, en það varð að hverfa þar frá vegna íss og hleypa til Halifax í „Limosa“ frá Aberdin í Skotlandi, rakst á ís á 46. gr. 30.“ N. B. 47. gr. 30/ V. Lg., stórt gat kom á skipið svo framendi þess fyltist af sjó upp að þilfari, en járnskilrúmið hjelt, svo sjór fjell ekki lengra aptur, og skipinu varð bjargað til lands; fyrst á 43. gr. 30'. N. Br. komst það út úr ísnum. — Tvö stór vöruflutninga gufuskip hafa farizt í ísnum, og mörg bilað að meira og minna leyti. Talsvert af sel hefir sjezt á þessum ís, en hætt er við, að hann uni hag sínum illa í sumar, þegar bú- staður hans er bráðnaður, en langt er að fara til átthaganna aptur. Selveiða- skipin við New foundland og Grænland hafa veitt lítið í vetur vegna óvanalega mikils íss“. Greinin endar með þeim ályktarorð- um, að árið 1882 verði fyrir langan tíma merkilegt ísa ár fyrir sjófarendur í Atlantshafinu; ísinn hafði náð yfir mörg hundruð mílna svæði á vanalegum skipaleiðum milli Evrópu og Ameríku. í byrjun aprílmán. hafi fsinn verið kominn suður á 43. gr. 20*. N. B. og 44. gr. 32“. V. Lg., og mikil Hkindi væru fyrir því, að ísinn ræki enn lengra suður. Spádómurinn rættist, í apr. varð ís- inn þjettari og rak lengra suður. í skýrslu er kom í dag (6. maí) er þess getið, að gufuskipið „Donau“ fráBremen á leið til New York fór 9. apríl inn í ís — stóran borgar-ís — á 42% gr. 44.' N. B. f>að er á sömu breiddargráðu sem Portúgal og suðurendi Ítalíu, ná- lægt því jafnlangt fyrir suðvestan ís- land eins og Spisbergen er fyrir norð austan það, eða 6 sinnum lengra fyrir suðvestan ísl. en vegalengdin er á milli ísl. ogGrænlands. þetta er mjög merkilegur viðburður. 18. spríl brotn- aði gat, í ís, á gufuskip við st. Frangfis höfða, sem þó lcomst af. Mörg fleiri dæmi eru tilfærð, en svo virðist sem ísinn hafi farið að minnka eptir 20. apríl. 26. s. m. er telegraferað frá Newfoundland að isinn sje á förum, og annar telegram frá Quebeþ 23. apr. skýrir frá því sama. J>ótt íshafið sje ótæmandi ísforðabúr, þá er þó líklegt að dálítið rýmist til, þegar slík ógrynni af ís, sem í vet- ur, rekur suður ísuðurhöf og bráðn- ar þar. Enda þó líklegt sje, að það geti enga verulega breytingu gjört, að landsins versti óvinur ísinn villist afvega suður í höf, og hverfur þar, þá getum vjer íslendingar samt ekki látið vera, að gleðjast af því. Jeg hefi því sett þennan útdrátt hjer, auk þess sem hann er að mörgu leyti merkileg- ur. Skyldi svo vera, að Gólfstraumur- sje að breytast um nokkurn ára kafla, þá gæti sá viðburður haft skaðlega verkun á veðuráttufar áíslandi, en von- andi er að þetta sje hugarburður einn, og að orsakirnar til þessa mikla ísreks sje óvanalega sterkur Norðanstraumur, en ekki að svo sje, að Gólfstrauminum sje farið að förlast. — Furðanlegt er það, að ekki skyldi vera ísalög mikil í vetur á íslandi allt fram í miðjan aprílmánuð, þegar svo mikið norðan- rek hefir verið annarstaðar snemma í febrúarmánuði, en þetta má ske jafn- ast upp í vor. það er eitt með öðru eptirtektavert við þessa sögu, hversu fá skip hafa farizt í ísn- um í vetur, af öllum þeim fjölda er fer og kemur vestan um haf, og að þeim hefir orðið bjargað til lands þó þau hafi lask- azt stórlega í ísnum, en það er mikið að þakka byggingarlagi þeirra, flest þeirra eru stór skip, byggð eingöngu úr járni, með vatnsheldum hólfum, sem sterk járnskilrúm eru á milli, eins og að framan er á vikið. A eitt skipið í vetur er sagt að brotnað hafi í ísnum 6 álna langt gat, en þó komst skipið til lands, því að eins fremsta hólfið fylltist af sjó upp að neðra þilfari. J>etta er sönnun fyrir því, hvernig hentugast er að hafa skip þau, sem höfð eru til póstferða norður fyrir ís- land á vorin. Mjer er það í fersku minni, að þeg- ar talað var um, fyrir 3 árum, þá ný- breytni, að láta bæði póstskipin fara á sumrum norður fyrir land, þá var sú tillaga nær því fallin, fyrir skýrslu, er skipstjórarnir á Díönu sendu stjórninni, hvar í stóð, að það væri óforsvaranlegt að voga manna lífi og vörum norður fyrir ísland á járnskipi. Gufuskipafje- lagið danska, sem hafði boðizt til, að senda bæði skipin norður, átti ekki önnur skip en úr járni, en „Díana“ var trjeskip. Framantöld dæmi sýna þó, að sterk og vel byggð járnskip, eru betri i ís að leggja, en trjeskip, nema þau sje því rammgjörvari, einkum er það vegna þess, að eigi er hægt að koma fyrir vatnsheldum hólfum í trjeskipum. Selveiða skipin sem byggð erutil þess að eiga við ís alla sina daga, eru nú flest orðin úr járni. Jeg gat þess í framanprentaðri grein, er rituð var 6. maí um hafstrauma og isrek, að þegar seinast frjettist frá Ameríku, hefði ísinn verið að reka frá ströndum Newfoundlands, en það varaði ekki lengi, því epfir síðustu frjettum láu mikil haf- þök 20. maí, meira en nokkur hefir áður þekkt, yfir fiskimiðum þar, og og fyrir sunnan vanalega skipaleið frá Englandi til New York. þ>að var bæði heliuís í stórum spöngum sem náðu yfir mílu vegar, og borgarís svo hár, að sumir jakar voru sagðir allt að 1000 feta háir og sáust á 40 enskra mílna fjarlægð, hætt er við, að hjer sje nokk- uru við aukið og ýkt. ísfjöll þessi áttu að vera sjeð suður á 43.0 N. B. og 47°. V. Lg., sem er enn þá ólíklegra, þar sáust á ísnum selir og ísbirnir, ýmist dauðir eða lifandi. Suðurrek hefir allt af verið í ísnum, sem sýnir jafnan og harðan norðanstraum, þegar þar kemur suður bráðnar ísinnfljótlega, ekki er það svo ótrúlegt, að Gólfstraum- urinn kólni nokkuð á því svæði þar sem öll þau ógrynni af ís bráðna. Skipið „Magdelene" mætti daglega ís á 43.0 N. B. frá 7. til 17. maí. 20. maí var isinn nær því landfastur við Nýa Skot- land og suðurenda Newfoundlands, láu þá nálægt 100 skip föst þar í ísnum, þar á meðal 2 stór gufuskip ; 2 önnur gufuskip skrúfaði ísinn 20 áln. upp á þurt land. „Víðar er pottur brotinn“ en á ís- landi. Ár þetta er sorglegt ísaár, og gjörir fjölda manna ómetanlegt tjón. Merkilegt er það, að ísinn byrjaði í febrúarmán. að reka suður meðströnd- um Ameríku, langt sunnar en ísland liggur, en gjörði fyrst hafþök hjer við land í miðjum april. Fyrstu dagana af júni lá 15 til 20 mílna breið hafís- spíldá fyrir austan landið, en mjókkaði suður allt að Ingólfshöfða, eptir því sem ýmsir skipstjórar segja, fjöldi skipa urðu því frá að hverfa, ýmist vestur fyrir land eða til Færeyja. Frá 7. til 10. júní fór ísspildan að mjókka, og 12. júní var hafið austan við landið orðið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.