Ísafold - 27.07.1882, Side 1

Ísafold - 27.07.1882, Side 1
Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ISAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hv erja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. 'T IX 17. Reykjavik, fimmtudaginn 27. júlímán. 18 8 2. Útlendar frjettir. Khöfn 3. júlí 1882. feir sitja nú á ráðstefnu í Mikla- garði, erindrekar stórveldanna þar, um mál Egipta. Soldáni var boðið að vera með, en hann vill ekki. Vesturríkin, England og Frakkland, ætluðust til að málið skyldi eigi til annara taka en sín, en það snerist svo fyrir þeim, fyrir heigulskap þeirra og fylgisleysi, eptir að Gambetta var farinn frá völdum, að málið komst í hendur hinna stórveld- anna og þar með á vald Bismarcks að miklu leyti, en hann er hliðhollur sol- dáni en meinráður vesturríkjunum, sem fremst má verða, einkum Frökkum, svo sem lög gjöra ráð fyrir. Englendingar hafa nú viðbúnað til hernaðar, eigi all- lítinn, og þykjast ætla að taka til sinna ráða, ef þeim líkar ekki úrslit málsins á þessum erindrekafundi í Miklagarði. þeir óttast mest, að Egiptar muni taka það til bragðs, ef í illt fer, að spilla fyrir þeim Súez-skurðinum, hafskipa- leiðinni um grandann milli Miðjarðar- hafs og Rauðahafs. þeir vilja hafa Arabi sviptan öllum ráðum, kenna hon- um mest allan mótþróann og óspektar- umleitun Egipta, en þess mun soldán ófús, með því að alþýða á Egiptalandi og mjög víða annarstaðar um lönd sol- dáns hneigist mjög að Arabi, heldur hann vera spámann og kappa þann, er drottinn hafi þeim sendan að leysa þá undan öllu valdi eða afskiptum „hinna kristnu hunda“, og endurreisa hið forna ríki Múhameðstrúarmanna með miklum veg og prís. Hefir soldán sent honum nýlega hina æðstu orðu, er hann á til í eign sinni, með mestu sæmdarkveðju. þ>að er nú mælt, að skipta muni hundr- uðum tala þeirra, er bana fengu í róst- unum í Alexandríu 11. f. m., þar á með- al innlendir miklu fleiri en útlendir, því að hinir útlendu menn tóku snarplega á móti, er vfgin hófust af hinna hendi, bjuggust um í húsum sínum og skutu þaðan niður á strætin. Síðan hefir verið kyrt að kalla bæði þar og ann- arstaðar á Egiptalandi, en Evrópumenn þó allt af að ryðjast burt þaðan fyrir ótta sakir. Herskip vesturríkjanna liggja enn á höfmnni í Alexandríu, eitt- hvað um tuttugu, og einstöku skip frá hinum stórveldunum að auki, en hafast ekki að. Að hleypa her á land þaðan manndrápsdaginn til að skakka leikinn, þótti of mikið hættuspil; lýðurinn mundi þá hafa orðið með öllu óhemjandi, en hafði á sínu valdi líf Evrópumanna bæði þar og annarstaðar um land svo mörg- um tugum þúsunda skipti. Jarlinn, Tew- fik, situr í Alexandríu, í skjóli hins út- lenda skipaliðs að nokkru leyti, og er hans að litlu getið. þ>að mun soldáni vel lika, að Arabi boli Evrópumenn frá öllum ráðum á Egiptalandi, og mun síðan ætla sjer að koma svo ár sinni fyrir borð, að sín ráð verði meiri eptir en áður þar í landi. Við þeim vjelum eiga stjórnvitringar vesturríkjanna að sjá, en soldán hefir orðið þeim drjúg- ari í því máli til þessa, enda fer all- mikið orð af kænsku hans og ráðleitni. Gladstone er nýbúinn að hafa fram f neðri málstofunni þvingunarlögin handa írum, eptir mikla mæðu. Síðasti þing- fundur um málið stóð 32 klukkustundir samfleytt; það entist þeim málbeinið þingmönnunum frá írlandi. Fyrir fám dögum, 29. f. m., voru enn myrtir 2 menn þar á írlandi, af sömu rökum sem fyr, annar ármaður landeiganda eins göfugs og hinn umboðsmaður hans. Fyrir skömmu fundust vopnabirgðir miklar á einum stað í Lundúnum, ætl- aðar til írlands, og var allt gjört upp- tækt. Haft er eptir einhverjum illvirkja úr liði óaldarseggjanna írsku, að Glad- stone sje bani fyrirhugaður af þeirra hendi, og eru síðan hafðir lögreglu- menn á verði hvar sem hann fer. Par- nell hefir og beðizt sjerstaklegrar varð- veizlu lögreglumanna sakir heitinga, er honum hafa borizt hrönnum saman síðan hann var laus látinn úr varðhaldi, og tók að láta líklega um samkomulag við Gladstone. Ofundnir eru enn banamenn þeirra Cavendish lávarðar og Bourkes landritara, og eins aðrir þeir er morð hafa framið á írlandi í vor og í sumar. Guiteau, morðingi Garfields forseta, var loks hengdur 30. f. m. Hann hafði gjört sjer von um lífgjöf í síðustu lög, og bar sig því vel; en fjell allur ketill í eld, er þrotin var öll von um það, eitthvað hálfum mánuði fyrir líflátið. Stórþingi Norðmanna var slitið 21. f. m., af konungi sjálfum, með ræðu, er flestum mun þykja ganga hneyxli næst og mjög hefir spillt hans málstað. J>að voru ávítur til þingsins fyrir ein- þykkni þess, er hann kallar svo eða þar um bil, og óþægð við sig, svo sem ætti hann yfir því að bjóða. Hann fullyrðir og, að stjórnarskrá Norð- manna heimili konungi fullt neikvæðis- vald við stjórnlagabreytingum. En slíkt eru hrein og bein ósannindi, til- búin á síðustu tímum af nokkrum fylgismönnum konungs. Nú eiga að fara fram almennar þingkosningar í Noregi á áliðnu sumri, og má ganga að því vísu, að þá verði svarað þessari heimsku og rangsleitni með þeim hætti, að þinglið stjórnarsinna fækki drjúgum, og er það þó allfátt undir. J>að eru ráðgjafar konungs, er hafa teymt hann út í þá ófæru, er hann hefir nú stofnað sjer í og vel má verða konungsvaldinu til falls og foráttu of bráðlega. Nýútkomin bók, með svo látandi titilblaði: „Hjer er önnur LITIL FERÐA SAGA Eiríks Olafssonar. er var á Brúnum í Rangárvallasýslu, nú í Ameríku, Utah í Spanishfork, árið 1881—82. Bókinn segir frá, um ferðina frá ís- landi til Utah í Ameriku, og um ymislegt er hann sá og heyrði á þeirri leið, og um mart veraldlegt hjá Mor- mónum og þeirra trúarbrögð. Prentað á minn eiginn kostnað í Kaup- mannahöfn, i prentsmiðju S. I.. Möllers 1882“. í bók þessari skýrir höfundurinn frá því, hvernig það hafi atvikazt að hann tók mormónatrú, segir frá ferð sinni hjeðan til Utah og ýmsum háttum trúarbræðra sinna þar, bæði að því, er snertir trúarbrögð og veraldleg efni. Hann skýrir og frá því, að hann hafi í vetur verið „útvalinn af þeim 12 æztu“ til þess að boða trú hjer, og mun hans því bráðum von hingað. Meðal annars minnist hann i bókinni biskups vors, síra Helga Hálfdánar- sonar og síra Sveinbjarnar Guðmunds- sonar í Holti, sem honum þykir hafa verið helzt til óþarfir mótstöðumenn mormónatrúar, og er honum gramt í geði við þá. Bók þessi er svo löguð, að eigi er ástæða til að kveða upp yfir henni neinn ritdóm, en að eins skulum vjer leyfa oss að vara alla við, að eyða fje til að kaupa hana, og afnframt setja hjer sem sýnishorn af efni og frágangi bókarinnar útdrætti úr nokkrum greinum hennar, stafrjett prentaða.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.