Ísafold - 27.07.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.07.1882, Blaðsíða 4
J 70 ir þó í litlu sje. Breytingartillagan optnefnda var ekki gjörð „upp i þing- húsi eptir fund“ heldur í húsi mad. G. Möller í viðurvist hr. J. O. og síra Arnljóts Olafssonar, rjett áður en geng- ið var á þingfund, 1 kl.stund áður en málið sjálft kom til umræðu, hr. J. O. var ekki beðinn að skrifa nafn sitt, en hann sagði í spaugi eða alvöru, „jeg hefi skrifað undir tvær breytingartillög- ur í dag, því er bezt jeg skrifi undir þá þriðju“. J>etta veit jeg að síra A. O. mun muna; sjálfsagt er þetta smá- ræði, en „sannleikurinn er sagna bezt- ur“. f>ær 30 línur í greininni, sem eru um þetta efni, eru því misminni; hinar 126 línurnar skal jeg ekki minnast á, aðeins vil jeg geta þess að ekki þarf „skarpskyggni“ nje mikinn kunnugleik á þingmálum til að sjá, að ekki þarf að rita nafn sitt á allar breytingartil- lögur, sem maður ætlar að greiða at- kvæði með, eða vill, að fái framgang; og ekki heldur til að sjá, að annað en það, að breyta skoðun sinni þegar mað- ur sjer að annað er rjettara, heldur en að kannast eigi við nafn sitt og ganga frá þvi, er maður hefir áður gjört. Að endingu vil jeg leyfa mjer að geta þess, sem jeg svo opt hefi sjeð i heimi þessum, að ríkismaðurinn hefir eigi mikið gagn af auð sínum, þegar hann brúkar hann, sjer sjálfum og öðr- um til ergelsis eða ógæfu. Sama á sjer stað með mikið vit og sjálfstæðar skoðanir. Ritað 12. júní 1882. Tryggvi Gunnarsson. Um fiskiveiðar íslands. (niðurlag frá bls. 56). þegar vjer nú tökum til skoðunar hrjef ráðgjafans fyrir Island til utanríkisráðgjaf- ans, dags. 7. febr. þ. á. og til landshöfðingja dags. s. d., þá er það fyrst merkilegt að í brjefunum sjálfum er gefið í skyn, að helzta tilefni til þeirra, sje skýrsla frá Trolle nokkr- um, en eigi frá nokkrum manni á Islandi, þ. e. frá engum þeim, sem málið sjerstak- lega varðaði. þar sem þannig eigi er sjáan- legt að nokkur umkvörtun hafi átt sjer stað frá þeirra hálfu, sem sjerstaklega áttu hlut að máli, yfir því að eigi væri farið eptir hin- um gildandi lögum um fiskiveiðar hjer við land, eða ósk um að eptirlitið með því væri aukið, þá virtist hreinn óþarfi að fara á óvenjulegan hátt að brýna lög þessi fyrir mönnum, og þetta gat jafnvel verið bein- línis skaðlegt, því það gat vakið ótta hjá mönnum, sem höfðu í hyggju að nota fiski- veiðamar hjer við land á löglegan hátt og landinu til gagns, fyrir því að þeir yrðu fyrir lögsóknum, hve nær sem einhver ef til vill vafasamur lagastaður gæfi nokkra átyllu til þess, svo að þeir þess vegna slepptu fyrir- ætlun sinni. I annan stað hafði ráðgjafinn fulla ástæðu til þess, áður en hann fór að skrifa nefnd brjef, að kynna sjer sem bezt alla málavöxtu, og draga í lengstu lög að leggja áherzlu á þau atriði og þann skilning hinna gildandi ákvarðana, sem Islandi, ept- ir því sem ástóð, kynni að vera ógagn að; það getur komið fyrir að stjórnin þurfi að framfylgja óheppilegum og meinlegum laga- ákvörðunum, en hver góð og dugleg stjórn hlífist þó við það í lengstu lög og á því getur verið mikill munur, hvernig stjómirn- ar koma fram í þessu tilliti; til þess að geta gjört það svo vel fari, þá þurfa þær ekki að eins að þekkja sem bezt hin gildandi lög.heldur einnig, hvernig þau eiga við það ástand sem er, og hafa hliðsjón af því. Að nota einhverja átyllu, sem lögin gefa til að bæla niður með lögsóknum nytsamar framkvæmdir manna, er engu betra eu að sýna dáðleysi í, að fram- fylga þeim ákvörðunum sem gagnlegar og nauðsynlegar eru. Báðgjafinn leggur enn fremur þann skilning í hin gildandi lög um fiskiveiðar hjer við land, sem eigi að eins er Islendingum meinlegur, heldur og sem vafasamt er að geti staðist fyrir dómstólun- um og sem að minnsta kosti engin þörf var á að framfylgja; nefnum vjer í því tilliti það, að íslenzk fjelög megi eigi veiða fisk í landhelgi Islands, ef nokkur utanríkismaður, ef til vill án vitundar fjelagsstjórnarinnar, á nokkurn hlut í því; á brjefi ráðgjafans 14. apr. þ. á. má sjá að landshöfðinginn hefir óskað eptir, að þurfa eigi aðframfylgjaþess- um skilningi laganna, og sýnir það, að hann hefir álitið að annar skilningur gæti staðizt, og vel getur verið að dómstólamir verði á sama máli; fari svo þá hefir röggsemi ráð- gjafans í þessu efni eigi að eins þá afleið- ingu að hindra að Islendingar geti fengið styrk, sem þeir eiga kost á, til að nota einn helzta bjargræðis veg sinn, heldur hefir hún og í för með sjer þarfiaus útgjöld fyrir lands- sjóðinn; það er því engan veginn ástæðulaust að umrædd ráðgjafabrjef hafavakið óánægju manna hjer á landi, eigi af því að þar sje farið með beinar lögleysur, heldur af því að ákvörðunum laganna^ sje þar haldið fram á þann hátt, sem sú stjórn mundi eigi gjöra, sem eigi væri síður praktisk en góðviljuð. Beynslan er búin að sýna, að eptir því sem nú er komið þurfa hinar hundrað ára gömlu lagaákvarðanir um fiskiveiðar í land- helgi lslands umbóta við. þessar umbæt- ur ættu að lvita að því, að gjöra Jslending- um hægra fyrir að nota sem bezt þeir geta greindan atvinnuveg sinn, og að fá sjer til þess hvar sem bezt er, þann styrk sem þeir hafa gagn af, og enn fremur að fiskiveiðun- um verði eigi spillt fyrir íslendingum af öðrum, sem eigi eiga tilkall til þeirra, hvort sem þeir eru frá Færeyjum eða lengra að. I þessu tilliti virðist oss þörf á, að það væri skýrt tekið fram, að fjelög þau sem heimili hafa á Islandi og íslenzkir menn stjórna, hafi fullan veiðirjett, þótt útlendir menn ættu hluti í þeim, að þeir sem rjett hafa til að veiða í landhelgi Islands mættu við það nota utanríkismenn og utanríkisskip, með þeim nákvæmari skilyrðum sem þörf kynni að vera á, og að aðrir innanríkismenn en Islendingar mættu svo að eins veiða í land- helgi Islands, að það kæmi eigi í bága við veiði Islendinga. (Aðsent). Ur brjefi frá Kaupmaunaliöfn. Hið danska landlæknisefni Islend- inga, herra Schierbeck, gekk 26. dag júnímánaðar síðastl. undir próf í íslenzku, en stóðst ekki prófið. Fjórum dögum síðar hjelt hinn setti landlæknir, herra Jónas Jónassen, vörn- um uppi fyrir ritgjörð þeirri, sem hann hefir skrifað til þess að öðlast doktors- nafnbót af háskólanum, og heitir: „Sullaveikin, skýrð af reynslu íslenzkra lækna“. þeir prófessorarnir With og Saxtorph hjeldu uppi svörum af háskól- ans hálfu, en lektor dr. med. Harald Krabbe var einn andmælandi úr áheyr- anda flokki. Luku allir þessir nafn- frægu vísindamenn miklu lofsorði á rit- gjörð Jónasar Jónassens, og meðal ann- ars komst prófessor Saxtorph svo að orði í lok ræðu sinnar : ..það' er sómi fyrir háskðla vorn, aff hafa fengið svo ágæta ritgjörð frá íslandi11. Landlæknisembættið var óveitt þegar síðast frjettist, en líklegt er, að eigi verði farið að taka útlendan mann fram yfir hæfan innlendan mann, og það því síður, þegar hinn útlendi mað- ur hefir sýnt, að hann þykist þá full- hæfur handa oss, (hvað kunnáttu í mál- inu snertir), þegar hann reynist þó ó- hæfur, en hinn innlendi maður hefir á- unnið sjer vísindalegan heiður. Auglýsingar. Étnwr safnaðarMur í Beykjavík, sem vegna veikindanna varð ekki haldinn á lögboðnum tíma, verður hald- inn næstkomandi mánudag 31. júlí klukkan 12, í þingstofu bæjarins, og þau málefni þar tekin til umræðu, sem upp kunna að verða borin, og sem heyra undir verkahring fundarins. Bg vil biðja menn, að sækja fundinn sem bezt. Kallcjzírwuæ ScemoooH. GIPS OBNAMBNT. Gesims og roset á (stáss-)stofulopt fást keypt hjá Sigm. Guð- mundssyni.—Yerð : um 30 kr. ~ LEIÐBJETTING. I Isafold 10. þ. m. kemst B. Gröndal þannig að orði: »Arið 1860 var Svava gefin útogvar jeg fyrsturfrumhvöðull þess«. þetta síðara, að B. Gröndal hafi verið fyrstur frum- kvöðull þess að Svava var gefin út, er ekki rjett hermt, og get jeg borið um það, sem einn af þeim þremur útgefendum ritsins. þó það nú í sjálfu sjer sje lítilsvarðandi, hver í þessu efni hafi verið fyrstur frum- kvöðull, þá kann eg þó bezt við að ekki sje farið með annað en það sem satt er, og vil eg því ekki leiða hjá mjer að mótmæla því sem hjer er mishermt. Beykjavík 15. júlí 1882. Steingr. Thorsteinson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.