Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi lyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 18. Reykjavík, laugardaginn 29. júlimán. 1882. Landsbókasafniö. (Eptir meistara Eirík Magnússon í Cambridge). Landsbókasafnið er ein af íslands mörgu vanhirtu stofnunum. í vísinda- legum skilningi er það eiginlega ekki til. það eru til nokkur þúsund bindi af bókum ; það er allt. Engar reglu- bundnar skrár eru til. Bókavörður er ólaunaður, en er heiglað einhverri ó- veru, sem nefnd er laun. það, sem lagt er fram til safnsins, nægir ekki einu sinni til þess, að fá því helztu nauðsynja-rit um bók- og prentfræði (Bibliographi), sem það sjálft með engu móti getur án verið, ef bókskrár þess, katalógar, eiga að vera í nokkru lagi. Um fje til að kaupa handrit, eða fá- gætar fornprentaðar útgáfur er ekki að tala. — það virðist vera farið með þetta safn eins og það væri einhver tilgangslaus bókahrúga, sem ekkert eiginlegt gagn væri í; en hinum eða þessum gæti orðið til skemmtunar. þetta kemur af því, að menn hafa ekki lagt niður fyrir sjer, hvað bókasafn — einkum landsbókasafn—er í vísindaleg- um skilningi: hver tilgangur sje slíkrar stofnunar. Aðaltilgangur landsbókasafns er þessi: að geyma allar þær bækur, er prentað- ar hafa verið á landsins máli, eða eins margar þeirra og ítrast verður; að draga að sjer sem mest að verður af handritum og handritasöfnum innlend- um; að fá utan að hið merkasta, sem prentað hefur verið, og prentað er í öllum greinum lærdóms og kunnustu, og ¦— að veita hverjum lesara greiðan aðgang að því, og glöggt yfirlit yfir það, sem fært er í letur á bókum safnsins frá fyrsta til síðasta. Um fyrri tvö atriðin þarf jeg eigi að fara neinum orðum hjer, því engum manni vil jeg gjöra þá gersök, að hann skynji ekki, hve áríðandi þau eru. En um hin síðari tvö verð jeg að fara nokkr- um orðum, til að sýna, hvernig því miði verði náð, er þau stefna að. Til þess, að þriðja skilyrðið nái fram, þarf, auk efna, bókavörð, sem kunn- ugur er bókmenntasögu menntunar- þjóðanna, og getur ..fylgt með" bók- menntum líðandi tíðar. því skyldu menn gjöra það að fastri reglu, að hann sje vel fær í þremur aðal-málum heimsmenntunarinnar, þýzku, frakk- nesku, ensku, og geti skrifazt á við bóksala á einhverju þeirra, þegar á liggur ; því bókaverði er nauðsynlegt, að vera svo sjálfbjarga endrum og sinnum, að hann sje ekki alveg kom- inn upp á umboðsmann sinn. það leiðir af sjálfu sjer, að bókavörður verður að vera safninu út um hin helztu ritdóma-tímarit menntunar-þjóð- anna, að minnsta kosti norðan-fjalls. því eptir þeim verður hann að semja bókakaupin. Við hið síðasta atriði í tilgangi lands- bókasafnsins er margt að athuga. það felur í sjer alla stjórn og fyrir- komulag safnsins, sem er fiókið mál að skýra fyrir ókunnugum á pappír. Til þess, að menn skilji mig betur, tek jeg hjer fram að eins megin-atriðin. þegar setja skal reglur fyrir stjórn og fyrirkomulagi bókasafns, verða menn að miða hvert einasta atriði við SPARNAÐ og HANDHÆGÐ. i. Sparnaðurinn er fólginn hvað helzt í því tvennu: a. að hyllurúmi sje ekki eytt að ó- þörfu, er bækur eru settar upp, þ. e. að misháum bókum sje ekki raðað saman (t. a. m. þannig Að störfum sje I I I I I I I I I I I I)- b. Að störfum sje svo skipað, að tví- þrí- eða marg-verknaðr þurfi aldrei fram að koma, eða sem sjaldnast, og sem minnstur. þetta er mjög áríðandi atriði, og þýðir það, að höfð sje við frá öndverðu, þegar fyrirkomulag safns er sett í reglubundið horf, sú framsýni, að fyrirkomulagið aldrei komi í bága við sjálft sig, og að stjórn safnsins breyti aldrei slíku fyrirkomulagi, með- an safnið er innan sömu veggja. Menn geta aldrei verið of fastheldnir á þess- ari reglu í stjórn bókasafns. Engum bókaverði skyldi heimilað frelsi að víkja frá henni, að minnsta kosti ekki fyrr, en stjórnendr safnsins væru búnir að hnitmiða niður þá eyðslu tíma, vinnu, fjár, sem af breytingunni kynni standa, við þann hag, er sannað yrði að hún byggi safninu og þeim er nota það. þetta skal eg nú skýra með dæmi. Mörgum bókavörðum þykir það „ein hjartkær happasjón", að sjá fiuttar sam- an og settar upp í sömu stofu eða klefa, eða hvað menn nú vilja nefna það, í bóksafninu allar bækur, er um eitt og sama efni hljóða; og því verð- ur ekki neitað, að það er eitthvað girni- legt til fróðleiks í slíkum samrakstri skyldra rita. En hjer er nú margur snúningur á, áður en öll kurl koma til grafar, og þegar starfinu er lokið — sem aldrei verðr — hvað er þá unnið ? Tökum til dæmis guðfræði og skylda bókfræði. Nú fer bókavörðr að tína þetta saman og setja upp í guðfræðis- klefanum. Hann veit ekkert hvað mörg bindi eru í safninu af þessu tagi. Hann verður fyrst að hrúga öllu inn í guð- fræðistofuna, sem fundið verður á hyll- um safnsins. Hann verður að trúa þjón- um sínum fyrir þessu starfi, því hann hefir sjálfur engan tíma til að vera að rogast með skruddur fram og aptur, og enn síður til þess, að rannsaka allt safnið, hvort öll guðfræði þess hafi verið tæmd inn í tilsettan klefa. Með- an á þessu stendur, eru öll rit, er þess- ari fræðigrein heyra til, í þeirri óreglu, er bókavörður fær engu við ráðið. Nú kemur að því að skipa niður þessum sæg á hyllur í guðfræðisklefanum, hverjum fiokki eptir sinni tegund. Hvað eftir annað verður að umhverfa því, er þegar var gjört, því hver fiokkurinn ríður í bág við annan, með því enginn getur ætlazt til fyrirfram, hvað mikið heyrir hverjum flokki til í aðalhrúg- unni. Engum sparnaði á hyllu-rúmi verðr við komið með þessari bókaskip- un. En þegar lokið er þessum marg- verknaði, rekr að því, sem fyrirfram hefði átt að vera sjeð, að hinn nýi salur er fullur, eða að sumir flokkar hafa fyllt allt það rúm í honum sem til er, að aðrir hafa fyllt það, að fimmta, fjórða, þriðja hluta o. s. frv., að flokkaskipun þessari verður með engu móti haldið áfram í nýjum innkomandi bókum, inn- an sama sals ; verður því að reyna að koma henni fram annarstaðar í samtýni við alsendis óskyld efni — að úr öllu verður rugl, sem margfaldast í reglu- bundnum hlutföllum við vöxt safnsins. Hin versta afleiðing af þessu er það, að hinar eldri bækur, sem varla nokk- ur maður hirðir um, fá svo sem eins og höldsrjett og öndvegistign, en nýj- ari bækur verða á eins konar jarð- næðislausri ringulreið um safnið, tyllt þar, sem öldungarnir ekki sitja fyrir. þegar nú að þrengir í safninu — því þar að rekur í öllum söfnum — neyðist bókavörður að setja bækur inn þar, sem rúm er fyrir þær, án tillits til efnis, og er hans fagra dýrkeypta hugmynd þá orðin að barnaglingri. Menn geta sjeð, að hugmyndin, sem vakir undir slíku bókabusli, er sú, að almenningur skuli hafa frjálsan aðgang að hyllum safnsins. Mörgum bóka-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.