Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 3
7i honum að koma reglufastri skipun á, svo að eptirmenn þurfi ekki annað en að halda fram starfi hans eptir sínum föstu reglum, þá má hann vera há- launaður til þess, að starf hans verði of launað. þegar eitt sinn er komin á stjórnfesta (Tradition) i safninu, þá skap- ar hún bókaverði komandi tima, og fyrir það er mikið gefandi. Jeg get þess hjer þó, að ekkert veitir af io—■ 15 þúsund krónum árlega til bóka- kaupa, bókbands, skápagjörðar, bóka- skrár, fyrirkomulags og annara uppá- komandi útgjalda. Mönnum kann nú að blöskra þetta; og þó virðist mjer það ekkert öfgamál. Menn eru að hlaða upp varasjóði, sem bráðum nær million króna. þegar menn hafa efni á að leggja svo mikið fyrir til einskis, þá segi jeg að vel sje varið af þeim „luxus“ svo sem 20,000 kr. á ári til jafn nauðsynlegs hlutar og bókasafn er. Annars leyfi jeg mjer að láta það álit mittíljósi um varasjóð skuldlauss lands, eins og ísland er, að samanhrúgun hans er ekki af fjárhagslegum vísdómi runn- in. Fyrir hvað er ísland aðpælaþessu krónubákni upp? Jeg hefi spurt þing- menn og aðra að þessu og enginn hefir getað svarað öðru en að það sje gott að eiga fje í sjóði. f>að er nú aldrei nema satt. En betra getur þó verið að verja því fje þeim til menntunar og menningar sem á það, þegar hann þarf hvorstveggja við fremur öllu öðru. Nú á Island svo mikið í sjóði, að það get- ur vel sett upp bókasafn eptir því sem jeg hefi bent á. J>að getur þaraðauki sett upp öfiugan banka1 með 300,000 kr. málmfestu og 3,000,000 kr. seðil- veltu, og ekkert í húfi, því að málm- urinn liggur fastur fyrir og bankanum bætast nægir aðrir harðir peningar til verzlunar sinnar. f>að getur stofnað góðan háskóla með því að leggja fram nokkrar tylftir þjóðjarða — allt þetta getur það gjört án þess að íþyngja skattgreiðendum svo að nokkrum hlut muni —mjer er nær að halda, án þess að þurfa að íþyngja þeim að nokkru. Jeg ætla enda, að hagurinn af bánk- anum einum ætti að geta vegið upp allt hitt, og miklu meira. Fel jeg svo málið landsmönnum og þingi til íhug- unar, með þeirri aðvörun, að betra er að láta óhreift við safninu en að byrja að koma því í lag með smámannlegu káki, því það verður landinu dýrast á endanum og sómaminnst. (Aðsent). Dílasóttin (Mislingaveikin). Hennar er fyrst getið í Annálum Bjarnar á Skarðsá, II. p. bls. 268, er flutzt hafði inn með Eyrarbakka skipi 1644. J>ar i) I ritgjörð minni í Norðlingi, VI, 37—38, bls. 73, fyrra dálki, er auk margs annars illa mis- prentað lán fyrir land í setningunni : að hafa lán fyrir undirstöðu eða stofnfje 0. s. frv. segir svo: ' „Sumar þetta kom út sótt á Eyrarbakka, þá óvenjuleg hjer á landi, hverja Danskir kalla Misling, og gekk vfir alt landið og varð mjög mannskæð“. Espólín getur hennar í VI. d. Árbók- anna, bls. 112, með þessum orðum: „Sumar þetta kom út mislinga sótt, hún hafði eigi komið hjer fyrri, ogvar þung og mannskæð, og gekk yfir allt land, dóu 106 í Skagafirði. Næsta sinn, kom inn veiki þessi með Stykkishólmsskipi 1791 ; um hana fara Espól. árbækur þessum orðum í XI. d. bls. 65 (við árið 1791 og bls. 67—68 (við árin 1792—93). „f>á kom út tak- sótt mikil á Stykkishólmsskipi, og gekk síðan vestra og norður og suður um land, önduðust 52 menn í Helgafells- sveit“. . . . „Sóttin sú er kom út um sumarið, gekk þá yfir og dóu margir menn, og mest í kringum Jökul. en börn af andarteppu, sóttin gekk vestur um Dali og dóu 30 menn í sóknum Ol. próf. Einarssonar (Skarðsþingum)11 . . .. „og gekk sóttin hið þriðja ár fyrir norð- an“. Hennar geta og eptirmæli 18. aldar á bls. 34. ióvo1. þriðja sinn kom inn veiki þessi, með Vestmannaeyjaskipi 1797, (Eptirmæli 18. aldar, bls. 33 ióvo), er henni lýst greinilega í „Minnisv. tíð.“ I. B. bls. 437. „Fluttist hún í land frá Vest- mannaeyjum í Landeyjar, og dreifðist þaðan út um land, var hún sögð skæð- ust í Vestur-Skaptafellssýslu og á Sel- tjarnarnesi“. Árið eptir (1798) geis- aði veikin um alt landið, og dó fjöldi ungbarna úr henni, einkum í Vaðla- sýslu (110) Jnngeyjarsýlu (96) og Suður- Múlasýslu, 60 börn. („Minnisv. tíð“. II. B. bls. 118—119). Fjórða sinn kom inn dílasóttin í Hafn- arfirði, vorið 18462 3, „og fór síðan um alt land, og varð mörgum að bana“, (Reykjav. póst. 1. ár 1846, bls. 3). J>ess er og getið og veikinni lýst, í „Gesti Vestfirð.“ 1. árg. 1847, bls. 6—7. „Varð hún mjög mannskæð, og dáið 5—6 af hundraði í sumum sveitum, en mjög fátt í nokkrum“. Enn kom dílaveikin inn með frakk- nesku fiskiskipi á Langanesi, haustið i868s, dreifðist hún þegar út þaðan (Gangleri 1. ár 1870, 3. h. bls. 23), um norðurhluta Júngeyjarsýslu, Múlasýslur og allt suður á Síðu í Skaptafellssýslu4 * * *. 1) Espólín kallar veiki þessa taksótt, en Eptirraælin: „taksótt og mislingasótt til sarnans11. 2) Dr. Jón Thorsteinsson landlæknir, segir að veik- in hafi komið inn snemma i aprílmánuði. (Stutt- ur leiðarvísir um meðferð á mislingasóttinni. Reykjavík, 1846. bls. 1). I „Skýrslu Bessastaðaskóla11 1845—46, bls. 93—94 er sagt: „að veikinni hafi verið leynt“, en þá voru eigi nýju hegningarlögin komin, því annars hefði þá verið fylgt 293. gr. þeirra. 3) Nerðanfari 8. ár 1869, bls. 15. og 57, J>jóðólf- ur 21. ár 1868 bls. 33. 4) Gangleri: Ak. 1870., I. ár, t. h., bls. 47, og i J>jóðólfi 22. árg. 1870, bls. 34. Um útbreiðslu hennar má og frekar lesa i þjóðólfi 21. ár 1869, bls, 87 og 123. Eigi var hún mjög mannskæð í þetta sinn, þó dóu úr henni 30 börn í Vopna- firði, og hægfara var hún frá því um haustið 1868 til þess í janúar 1870, því síðar er hennar eigi getið. J>órður Tómasson hjeraðslækni á Akureyri, skráði varnarrit gegn veikinni. Ak. 1868. Til varnar frekari útbreiðslu hennar, gaf Havstein amtmaður út strangt „Erindisbrjef til heilbrigðisnefndanna í Norður- og Austur-amtinu, gegn henni“, Ak. 1869, ogerþað tekið fram í Gang- lera 1. ár 3. h. 1870, bls. 22, að henn- ar hafi orðið vart á Grund í Eyjafirði, en með stöðugu eptirliti heilbrigðis- nefndanna, hafi hún eigi náð að útbreið- ast. — Einnig skráði Dr. Jón Hjaltalín landlæknir, lýsing á dílaveikinni, og um „Meðferð hennar“ í J>jóðólfi 21. ár 1869, 61—63 bls. Nú í vor fluttist dílaveikin inn, með Helga Helgasyni snikkara, er kom inn frá Kmh. með póstskipinu Valdemar. 2. maí n. 1. pá er hún kom í Ijós í húsi hans, var þegar vörður settur kringum það af heilbrigðisnefndinni, og Dr. J. Jónassen hjeraðslæknir, skráði þegar rit, til meðferðar og varnar sýkinni: Rvík 1882, en þetta kom fyrir ekki; veikin breiddist út, um allt land, og varð brátt mannskæð, einkum í Reykja- víkur bæ, dó mest úr henni ungbörn og fólk á unga aldri. Arferði. Síðan um jónsmessu hefir mátt heita hlýindatíð á Suðurlandi og vætur nokkrar; á grasvexti hafa þar þyí orðið fljót og góð umskipti, svo að hann mun víðasthvar á suðurlandi vera orðinn í fullu meðallagi; tún í Borgar- firði nokkru miður, en engjar sumstað- ar austanfjalls aptur á móti betri en i meðallagi; er þess einkum að geta um sveitir þær í Rangárvallasýslu, sem fyrir mestu áfalli urðu af sandrokinu í vor, að furðu þykir gegna, hvað sand- urinn hefir gróið upp. Oðru máli er aptur að gegna um vesturland og norðurland; þar hafa kuldanæðingarnir af ísnum náð til að spilla gróðrinum, svo að grasvöxtur mun vera þar yfir höfuð með minnsta móti einkum á tún- um og gagnsmunir af skepnum að því skapi. Skástir eru sagðir að sínu leyti flóar fram til fjalla og á hálsum uppi, og fyrir því búast menn við að afrétt- arpeningur verði þó í haust vonum betri. Einna bágastur mun grasvöxt- urinn vera umhverfis Húnaflóa sjer í lagi vestan til; enda voru þar fram yfir miðjan þenna mánuð sífelldar þokur og kuldanæðingar á stundum með snjó- komu og frosti. Maður er fór um HrútaQörð 22. þ. m. sagði, að á sum- um túnum þar hefði hinn græni litur verið horfinn og eigi útlit fyrir að þau tún yrðu ljáborin nokkurntíma í sumar. Póstskipið Arkturus komst eptir ferða- áætluninni til Eyjafjarðar, en þar varð hann að nema staðar við Hrísey; hjelt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.