Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.07.1882, Blaðsíða 4
72 hann þá austur fyrir land og svo vest- ur fyrir, og kom hingað 24. þ. m. frá ísafirði; sagt er að ísinn sje nú farinn að greiðast svo í sundur, að von muni vera til, að skipið komist á leiðinni hjeðan norður um land. (Aðsent). Fyrirspurn. í »Stjórnartíðindum fyrir ísland« 1882 A 72. bls. eru birt »Viðaukalög við lög 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og um skipun sóknarnefnda og hjeraðsfunda«, staðfest af konungi 12. dag malmán. 1882. Lög þessi hljóða þannig: »Skylduvinnu þeirri, er sóknarmenn eiga til að leggja, þá er kirkja er byggð eða kirkjugarður, skal sóknarnefndin í sókn- inni jafna niður; hafa skal og nefndin umsjón með því, hvernig verkinu er hag- að«. I 157. tölublaði »Skuldar« skýrir ritstjór- inn frá, að frá því er hann gat síðast um, hafi ýms lög náð staðfestingu konungs, þar á meðal »Viðaukalög við lög 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála 0. s. frv.«; þessi lög segir ritstjórinn sjeu dagsett 15. maí þ. á., og skýrir hann þannig frá efni þeirra: •Skylduvinna við kirkjubyggingar og kirkjugarðahleðslu afnumin; sóknarnefnd jafnar gjaldi á sóknarmenn í pess stað«. Nú er mjer spurn: Er þetta hvor- tveggja sömu lögin, og hefir ritstjóra Skuld- ar, sem er svo »lagið að hugsa ljóstogskipu- lega og klæða hugsun sína í viðeigandi búning« (sbr. Isafold IX. 16), og sem þar að auki er alþingismaður, mistekizt svona hraparlega að segja rjett frá dagsetning og efni þessara viðaukalaga, sem eru svo stutt og ljós? Eða eru þetta tvenn lög, og er hjer þá nýtt dæmi þess, að konungur að alþingi fornspurðu breyti lögum, sem þingið er ný- búið að samþykkja og hann sjálfur er nýbú- inn að staðfesta? X. NY LÖG. Síðan vjer síðast gátum um ný lög hafa þessi lög komið staðfest af kon- ungi 12. maí þ. á. Lög um leysing á sóknarbandi. Lög um umsjón og fjárhald kirkna. Lög um kosningarrjett kvenna. Viðaukalög við lög 14. des. 1877, um ým- isleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opn- um skipum. Viðaukalög við lög 27. febr. 1880, um stjórn safnaðarmála o. fl. STÚDENTSPBÓF við latínuskólann hafa í þessum mánuði tekið þessir stúdentar : Gísli Guðmundsson fjekk 1 einkunn 99 stig Jón Stefánsson — 1 99 — Kristinn Daníelsson — 1 97 — Sveinbjörn Sveinbj.s.— 1 96 — Ólafur Davíðsson — 1 94 — Hafsteinn Pjetursson — 1 93 — Jón Sveinsson — 1 87 — Jón þorkelsson — 2 80 — Sigurður Thoroddsen — 2 80 — Stefán Jónsson — 2 76 — Niels Finsen — 2 73 — Hannes L. þorsteinss.— 2 71 — Hannes Thorsteinson— 2 66 — Haldór Bjarnason fjekk 3. einkunn 59 — Pjetur þorsteinsson — 3.----------51 — Utanskóla: Arni Jónsson fjekk 1 einkunn 95 stig Stefán Gíslason — 1--------93 — Maimalát. 25. f. m. andaðist frú Helga Helgadótt- ir Sivertsen, kona síra Sigurðar Sivertsens á Útskálum, 73 ára að aldri. 30. f. m. andaðist Jón Sigurður Olafsson, hjeraðslæknir í Vestur-Skaptafellssýslu, rúmlega þrítugur. I f. m. andaðist að Hólum 1 Hjaltadal frú póra Gunnarsdóttir, ekkja Halldórs heitins prófasts Bjömssonar, á Sauðanesi. 5. þ.m. drukknaði í Kaupmannahöfn eigi fullt tvítugur Arni stúdent Finsen, sonur landshöfðingja Hilmars Finsens, með þeim atburðum að hann var ásamt eldra bróður sínum og þriðja manni úti á siglingu, en er þeir komu af siglingunni festu þeir bátnum úti á höfninni, og stigu í byttu eina til að róa á henni til lands; en er skammt var komið á leið sökk byttan. Maðurinn sem var með bræðrunum var syndur og komst þegar til lands; eldri bróðirinn kunni og nokkuð til sunds, og leitaðist við að bjarga bróður sínum, en honum heppnaðist það eigi, því Arni var örendur, þegar bátur kom frá landi að bjarga þeim. þessi hryggilegi atburður er eigi að eins mikið sorgarefni fyrir foreldrana, sem eiga eptir mikið efni- legum syni að sjá, þar sem Arni var, og sem þeim má vera því tilfinnanlegra, sem þau höfðu búist við að sjá hann eptir lítinn tíma, og að hann mundi samgleðjast þeim við silf- urbrúðkaup þeirra; en atburður þessi minn- ir menn einnig á, hve nauðsynlegt væri, að meiri stund væri lögð á að kenna ungling- um sund en gjört er; í latínuskólanum ætti sundkennsla að vera sameinuð leikfimis- kennslunni, og þegar hver stúdent kynni að synda, þá myndi það styðja að því, að þessi nauðsynlega kunnátta smámsaman útbreidd- ist meir og meir og slíkir hryggilegir atburð- ir, sem að menn drukkni fáa faðma frá landi, varla koma fyrir. LEIÐRJETTING við þ.v.fjel. almanakið. Bitstjóri Skuldar, herra Jón Ólafsson, hefir í blaði sínu tekið fram að í leiðbein- ing þeirri um póstgjöld á Islandi, sem stend- ur almanaki þjóðvinafjelagsins fyrirl883 sje tvent rangt, og er leiðrjetting hans á þessa leið : 1. Burðareyrir undir krossbandssending innanlands (sem mest má vega 5 pd.) er 3 a. undir hver 10 kvint. [I alma- nakinu stendur 10 a. undir hvert pund, sem er alveg rangt]. 2. Burðareyrir undir lokaðan böggul segir almanakið að sje 30 a. undir pd. bæði á sjó og landi, og megi böggull vega 5 pd. með landpóstum, en 10 pd. með póstskipum; en þetta er og rangt.— Lokuð böggulsending má vega 10 pd., ef hún er send með strandferða-póst- skipinu og þarf ekkert að sendast með landpóstum; undir þessar sendingar skal borga að eins 10 aur. fyrir hvert pund. Með landpóstum mega böggl- ar vega allt að 5 pd. frá 1. marz til 1.' nóv., en eigi yfir 1 pd. frá 1. nóvbr. til 1. marz. Burðareyrir undir böggla með landpóstum, er ávalt 30 aur. und- ir pund. Skekkja sú, sem er í almanakinu, segir hann að muni koma af því, að farið hafi verið eptir alþ.tíð., en þar sjeu lögin misprentuð. Auglýsingar. Mig undirskifaðan vantar ljósan hest full- orðinn, hringeygðan átti að vera járnaður á framfótum, óafrakaður, mig minnirmeðfjöð- ur eða bita en heileyrðan að öðru leyti, heldur stór og þykkur hestur. Hvern sem kynni að hitta þennan hest bið jeg vinsaru lega að láta mig vita það sem fyrst mót sanngjarnri borgun. Yestra-Miðfelli 13. júlí 1882. Jón Guðmundsson. Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna les- endum þessa blaðs, að jeg hef orðið veik- inda minna vegna að skjóta skyldu minni á frest, þvert á móti vilja mínum allt fram á þessa tíð í því efni, sem hjer skal frá greint: þar eð jeg dvaldi hjú hjá skólakennara B. Ólsen yfir nokkra mánuði á síðastliðn- um vetri, leyfi jeg mjer gildra ástæðna vegna að tilkynna allan viðurgjörning á mjer yfir þann tíma frá Ólsens slðu og í því efni veit jeg og vona, að sjálfs míns eigin reynsla getur vottað viðurgjörning á mjer algjörlega gagnstæðan þeim, er Yigfús Ólafsson hefir gefið út í 11. blaði þjóðólfs, og ætla jeg því hjermeð að reyna til að sýna lit á, að unna Ólsen þess sannmælis, sem hann frekast á af mjer skilið; jeg leyfi mjer því, samkvæmt óbrigðulum sannleika að tilkynna, að trauðlega mun hægð til þess að fá annan eins húsbónda að gæðum sem Ólsen er og því síður betri, og sömu leiðis er eigi hægt að fá betri húsmóður en Maddömu Ingunni móður hans, sem ætíð kemur fram til að rjettlæta hjú sín, ef þeim kann yfir að sjást sem og líka B. Olsen, verði hann var við yfirsjón hjúa sinna, því bæði Maddama Ingunn og börn hennar styðja öll að því eina, að efla vel- ferð hjúa sinna og láta ætíð skynsemi sína og menntun stjórna dagfari sínu til sóma og lítillætis, sjálfu sjer og öðrum til fagurrar fyrirmyndar; jeg leyfi mjer að taka það fram, að fæði hjá B. Ólsen er yfrið nóg bæði að vöxtum og gæðum og viðmótið að- dáanlegt að gæðum líka; hjer skal enn frernur tekið fram, að B. Ólsen hefir gefið mjer upp 22. kr. 67 aura auk útborgaðra umsamdra launa minna og þar með veitt mjer meðul reikningslaust úr apótekinu þegar jeg lá í vor, hvar með hann líka vitj- að mín þangað sem jeg lá, og lýsti það bæði hjartagæðum og lítillæti af öðrum eins höfð- ingja sem Ólsen er; af áður nefndum hús- bændum hefi eg veitt móttöku mjólk handa barni mínu í 4 mánuði. Fyrir þessar höfð- inglegu gjafir get eg ekkert í tje látið sem beri það nafn að vera í endurgjaldsskini fyr- ir slíkar gjafir; að endingu bið eg algóðan einan og þríeinan guð, að endurgjalda þess- um mínum áður nefndu húsbændum gjafir sínar af ríkdómi sinnar náðar. Til rjettrar staðfestu að hjer sje ekkert ofhermt á neina vegu, vitnar eigin reynsla mín samkvæmt samvizku minni, að eg hefi eptir vitund minni rjett frá sagt. Bergi 16. júh 1882. Olafur Olafsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.