Ísafold - 05.08.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.08.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi ura3'/j kr., í öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSÁFOLD. ft Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. :J Auglýsingar kosta þetta hver lina : aur_ Ímeð meginletri ... 10 með smáletri..... 8 Ímeð meginletri ... 15 með smáletri.....12 1« IX 19. Reykjavík, laugardaginn 5. ágústmán. 18 8 2. Útlendar frjettir. Khöfn 19. júlí 1882. -h-mglendingar hafa orðið röggsamari í egipzka málinu en flestir hugðu. f>eir ljetust sem aðrir ekki mundu hreyfa sig meðan þingað væri um málið á erindrekastefnunni í Mikla- garði. En er friðarhjalið þar var sem værast, dundi allt í einu yfir hin voða- legasta feigðarhríð frá bryndrekum Englendinga úti fyrir Alexandríu. Alexandría var fyrir fám dögum ein með fríðustu og blómlegustu borgum í heimi, með 200,000 ibúa. Nú stendur þar varla steinn yfir steini. Allt í rústum og ösku eða því nær. Eptir að leiðangursfioti Frakka og Englendinga var komínn á höfnina í Alexandríu nú fyrir tveimur mánuðum, tók stjórnin egipzka eða rjettara sagt þeir Arabi og hans fjelagar að láta bæta og auka varnarvirki borgarinnar hafnar megin. J>að líkaði þeim ekki, hinum útlendu friðarhöfðingjum, og báðu húsbóndann, Miklagarðskeisara, að banna það. Hann gerði það, og svaraði Arabi vel um, en hjelt þó á- fram verkinu öðru hvoru svo lítið bar á. Við rósturnar og manndrápin í Alexandríu sunnudaginn 11. júní rann leiðangursmönnum oghúsbændum þeirra svo í skap, að Arabi sýndist ráð að hætta virkjagerðinni að sinni. En er frá leið og engar komu hefndir fyrir illvirkin, óx honum svo hugur, að hann tók til verka aptur. 5>að var í önd- verðum þessum mánuði. Nú stóðust hinir ekki mátið, og krafðist admíráll Englendinga, Seymour lávarður, að virkjasmíðinni væri hætt þegar í stað, ef Egiptar vildu eigi að ver færi. Arabi hjet því viðstöðulaust. Eng- lendinga grunaði, að hann mundi eigi um heilt búa. J>eir brugðu rafmagns- ljósi yfir virkin á náttarþeli frá hæstu siglutrjám á skipum sínum. Sást þá að Egiptar stóðu að vinnu við virkin hópum saman, og stukku frá ótta- slegnir, er yfir þá brá hinni sviplegu töfrabirtu. Fyrir þessa pretti krafðist Seymour aðmíráll að virkin væri seld sjer í hendur áður sólarhringur væri liðinn. Að öðrum kosti kvaðst hann mundi hefja skothrið á virkin og borg- ina áður liðinn væri annar sólarhringur þaðan frá. ]pví var engu svarað. Leið svo fresturinn, og hófst sóknin þriðju- dagsmorguninn u. þ. m. Englendingar höfðu 13 skip, 8 brynjubarða mikla og volduga, og 5 minni skip. Frá skottólum þeirra er það sagt meðal annars, að fallbyss urnar á stærsta drekanum, Infiexible, vega 81 smálest hver (16,200 fjórðunga og kúlurnar úr þeim 150 fjórðunga hver. Virki Egipta voru mörg og traust, en miklu lakar útbúin að vopn- um en skipin. Egiptar svöruðu kveðju bryndrek- anna viðstöðulaust, og hjeldu uppi vörninni hinn íyrsta dag allan til kvölds. 5>á voru virki þeirra fiestöll orðin að fiagi, en skipin hafði lítið sakað, og ekki nema 5 menn fallnir af Englendingum. Dagir eptir, mið vikudag 12., var orustunni haldið á- fram, við þau fáu virki, sem uppi stóðu. En eptir fáar stundir sást brugðið upp friðarblæju í liði Egipta og ljet aðmírállinn þá ljetta sókninni. Var síðan tekið að semja um vopna- hlje og urðu á því einhverjir vafhingar af völdum Egipta. Daginn eptir, fimmtudaginn, er komið var í land frá skipunum, komst það upp, að Arabi hafði brugðið fyrir sig friðarblæjunni til að vjela Englendinga og haft sig á burt úr bænum með lið sitt í skjóli hennar, en látið menn sína kveikja í borginni áður og hleypt lausum gal- eiðuþrælum til þess að halda áfram þeim spillvirkjum ásamt skrílnum. Stóð borgin þá mestöll í björtu báli, en út- lendir menn, þeir er þar voru eptir er ófriðurinn hófst, fiestallir myrtir, á að gizka um 500 manns. Hafði þeim raunar verið gert við vart áður, en þeir ekki gefið því gaum nógu fljótt allir. Að nokkru leyti mun þó eldur- inn í borginni hafa stafað frá skipun- um, þótt þeim væri miðað eingöngu á virkin. J>eir Tewfik jarl og Dervish hers- höfðingi, erindreki soldáns, höfðu látið fyrirberast í hallarkastala í borginni meðan skothríðin stóð, en verið í mesta háska staddir. Segir sagan, að Arabi hafi sent fiokk manna að drepa jarl, en hann keypt af þeim líf eða Englendingar komið til sögunnar áður en því yrði fram gengt og hinir þá flúið. Englendingar höfðu eigi nægan liðs- kost til að veita Arabi eptirför þegar í stað, og er mælt að hann hafi tekið sjer stöðvar hálfa þingmannaleið fyrir sunnan Alexandríu og dragi þar lið að sjer. Jarl hefir lýst hann varg í vje- um og upphlaupsmann. Englendingar munu og ekki þykjast mega vel fara lengra í sakirnar að sinni nema í um- boði hinna stórveldanna eða þá Tyrkja- soldáns og þá í fjelagi við eitthvert þeirra. Er þeim ella vandstýrt fyrir ríg af þeirra hendi. J>eir kallast hafa átt hendur sínar að verja það sem af er. Munu raunar aðrir tregir aðkann- ast við það, og ætla að þeim hafi held- ur gengið hitt til, að reka af sjer slyðruorð og sýna Egiptum í tvo heim- ana og þar með öðrum Múhameðs- trúarmönnum, einkum þeim, sem eru þegnar þeirra, en þeir skipta hundruð- um miljóna, sem kunnugt er, í Austur- heimi, og mun öllum þorra þeirra manna svo farið, að hentast sje að þeir hafi ótta af drottnum sinum; rjeni sá ótti, mun hollustan völt. Um það leyti sem skip Englendinga bjuggust til atlögu, lögðu Frakkar sínum skipum burt frá Alexandríu. Höfðu flestir búizt við, að þeir fjelagar mundu hafa eitt ráð með höndum, og kom það tiltæki því óvart. Orsökin er varfæmi hinnar frönsku stjórnar, eða heigulskapur, sem sumir kalla; hún er alstaðar með hálfum hug fyrir Bismark. Nú er talað um samdrátt með þeim aptur, Frökkum og Eng- lendingum, til frekari framkvæmda, með því að Frakkar eiga mjög mikið í húfi þar syðra, eins og Englending- ar, og almenningur á Frakklandi unir því miðlungi vei að vera hornreka fyrir þeim. Verður mörgum að orði, að öðru vísi mundi hafa til tekizt, ef Gambetta hefði staðið við stýrið. Englendingar halda áfram herbúnaði og liðsafnaði af fullu kappi, bæði heim- an frá Englandi og frá Indíalöndum. Er vandsjeð, til hverra tíðinda dregur um þennan þátt hins austræna máls, þótt vonandi sje, að afstýrt verði miklum stórtíðindum hjer í álfu. John Bright sagði sig úr ráðaneyti Gladstones, er ráðin var atförin að Egiptum. Nauðungarlögin gegn írum eru nú komin í kring, og gera ýmsir sjer góðar vonir um mikinn árangur af þeim. Rússar eiga að sjá á bak þjóðhetju sinni og átrúnaðargoði, Skóbeleff hers-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.