Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 3
87 í/ er því eigi hægt að segja fóðurgæði þess, því að þau er alls undir því kom- in af hverjum korntegundum þetta mjöl er samsett. þ>etta fóðurmjöl, sem herra Eggert Gunnarsson flutti hingað í fyrra sumar, reyndi jeg að nokkru, og reynd- ist mjer það heldur gott handa kúm til mjólkur, en eigi þori jeg þó að telja fóðurgæði þess meiri en fjórða hluta minni en rúgs. 7. Úrsigti (Klid). Úrsigti er hrat- ið eða hýðið af ýmsum korntegundum möluðum, er það því mjög misjafnt að gæðum, bæði eptir því, af hverjum korn- tegundum það er, og hversu mikið er af kjarnanum í. Verður því eigi sagt með neinni vissu, hversu mikið þarf af því til fóðurs á móts við korntegundirn- ar sjálfar eða töðu. Björn búfræðing- ur Bjarnarson hefur ritað grein urn fóðuriæti, og er hún prentuð i ísafold VIII, 20, 5. dag ágústmánaðar 1881. þ>ar talar hann um þetta úrsigti (Klid), en mjer virðist hann eigi taka það ljóst fram, hversu mikil fóðurgæði úrsigtis- ins er á móts við hey ; en það gefur hverjum einum að skilja, að þau eru miklu minni, en kornsins sjálfs, sjálf- sagt þriðjungi minni, ef eigi meir; en ef einhver vill kaupa úrsigti til fóðurs, verður sá hinn sami, að finna hlutfallið við reynsluna, enda þarf eigi langan tíma til þess, einkum ef úrsigtið er notað til fóðurs handa kúm, því að þá segir mjólkin fljótt til. Um olíukökur þarf víst lítið að ræða að þessu sinni; því að þeirra mun lítill kostur nú í haust. Björn búfræð- ingur Bjarnarson hefur um þær talað i grein sinni, sem jeg þegar gat um. En þó vil jeg taka það fram, að ef olíu- kökur eru hafðar til fóðurs, sem helzt mundi verða handa kúm, má eigi gefa mikið af þeim í senn eða í hvert mál; því að annars verður olíubragð af mjólk- inni, og þykir það eigi gott. Mörgum þykir það að mikilli korngjöf, að skepnurnar verði kviðlitl- ar, og eru hræddir við, að skepnurnar t. a. m. sauðfje, kviði sig eigi eins vel á eptir og taki eigi eins sumarbata, en slíkt eru hjegiljur einar. Eins og' eg gat um áður, hef jeg ávallt gefið kúm þeim, sem jeg hef átt, helming fóðurs í korni, og hefur eigi borið á því, að þær hafi eigi kviðað sig á sumrum, eða eigi þrifizt eins vel fyrir það. Kindur þær, sem jeg hef átt, hafa ein- att verið talsvert strengdar á vorum eptir veturinn, og hefur eigi heldur bor- ið á því, að slíkt hafi komið þeim að neinu meini, enda hafa þær verið feit- ari og þriflegri en flestar aðrar kind- ur, sem gengið hafa í sama hagkvisti, og að eins haft hey eitt að fóðri að vetrinum til. Jeg veit þess og dæmi, að 60 ám var um 3 vikur gefið að eins korn (ertur), og ekkert hey, og bar ekkert á, að þeim yrði það að nokkru meini. þ>að er sjálfsagt, að grasbítum öll- um er það eðlilegra, að fá talsvert af heyi til fóðurs; en þegar sagt er, að sauðkindin t. a. m. þurfi eitthvað til jórturs, þá jórtrar hún eigi af því, að jórtrið sje nauðsynlegt, heldur af því, að fæðan er þannig, að hún þarf að tiggja hana betur, en hún gjörði að upp- hafi, ef hún á að koma skepnunni að full- um notum. Jeg segi þetta eigi í því skyni, að jeg vilji ráða neinum til að ala skepnur sínar á korni einu, heldur til þess, að bændur skuli eigi vera hræddir við, að gefa skepnum sínum talsvert af korni og lítið af heyi, ef svo stendur á. En hitt er athugandi, að ef kindur fá lítið annað en korn til fóðurs í innistöðum, getur hæglega svo farið, að þær venjist á, að jeta ullina hver af annari; því að það ereðlijórt- urdýranna, að jeta opt, og verður því fyrir, þegar maginn er orðinn tómur, að narta í hvað eina, sem fyrir verður. SAMSKOT HANDA fSLENDINGUM, ERLENDIS. Oss er skrifað frá Khöfn, að undir eins og landshöfðingi Hilmar Finsen kom þang- að, hafi ýmsir stórhöfðingjar og merkismenn þar leitað fundar við hann til að ráðgast um hjálp handa Islendingum. Gengu menn síðan í nefnd og rituðu áskorun til sam- skota um allt land í því skyni. Er landsh. einn 1 nefndinni, og etasráð H. A. Clausen, gjaldkeri. Er búist við miklum árangri þar af, með því að mjög mikið orð fer af harðærinu hjer í dönskum blöðum, sem má, en þar í landi er veltuár, uppskera t. a. m. hin bezta Samskotin voru að eins nýbyrj- uð, og höfðu konungur og drottning gefið 2000 kr., og krónprinsinn og krónprinsessan 1000 kr.; auk þeirra höfðu þessir gefið mest: kaupmennirnir H. A. Clausen, J. P. T. Bryde, F. T. Adolphs Enke, G. Halkjer & Co., L. P. Holmblad, Jakob Holm & Sönner, J. P. Suhr & Sön og E. Nobel 500 kr. hver, Bille Brahe greifi 400 kr., Krag-Juel-Yind-Frus greifi og Georg Peter- sen kaupmaður 300 kr. hvor.—Til þess að koma sem mestu með af gjafakorni var Romny, sem er stærra skip en Arcturus, látið fara síðustu strandferðina í hans stað frá Kh. 28. ágúst, og Arcturus var þar að auki látinn fara nýja aukaferð hingað til Rvíkur daginn eptir, 29. ágúst, og kom hann hjer 12. þ. m. Vegna óvissunnar um ísinn nyrðra átti ekki að senda neitt gjafakorn með Romny til norðurlands, heldur að eins á vesturhafnirnar Isafjörð, Patriksfjörð og Stykkishólm. Sagt er að áformað sje að leigja seglskip í haust með gjafakorn til norðurlandsins. það er og skrifað að lands- höfðingja muni falið á hendur að sjá um útbýtingu gjafanna. Frá Englandi er oss skrifað, að útaf á- skorun þeirri, er auglýst var í síðasta blaði Isafoldar, hefir þar myndast nefnd manna til að standa fyrir samskotunum ; borgar- stjórinn (Lord Mayor) í Lundúnum er for- maður nefndarinnar, en sendiherra Dana í forföllum hans ; meðal þeirra annara sem í nefndinni eru, er einkum getið um, að Morris, frú Sigríður, kona Eiríks meistara Magnússonar, og F. S. Ellis, bróðir borgar- stjórans leggi mikið kapp og alúð á að safna samskotunum, enda var þegar búið að safna allmiklu fje um lok fyrra mánaðar; barón Hombro hafði gefið £ 100 (1800 kr.); það hafði og verið ráðið að senda fóðurbjörg til Borðeyrar frá Englandi, um miðjan mán- uðinn. Enn fremur er von á samskotum frá Norvegi og Svíþjóð, og sömuleiðis frá Ame- ríku, en um þau er oss að öðru leyti ó- kunnugt. Með sjerlegu þakklæti megum vjer taka á móti þeim mikla styrk, sem þannig er von á, og viðurkenna bæði rausn og góðvild gefendanna og alúð þeirra manna, er gjöra sjer fyrirhöfn fyrir, að safna samskotunum ; að vísu höfum vjer það álit á framförum þeim sem orðnar eru hjá þjóð vorri og ber- um það traust til fyrirhyggju manna, menn- ingar og framkvæmdarsemi í sambandi við aðstoð af hálfu hins opinbera, að þótt gjafir þessar hefðu eigi komið, þá mundu menn hafa getað sjeð ráð til að kljúfa fram úr vandræðum þeim sem harðærið veldur, án þess að þau hefðu haft sömu hörmungar í för með sjer eins og harðindin á næstliðinni öld, eða að menn beinlínis hefðu orðið hung- urmorða. En oss þykir einmitt því gleði- legra að frjetta samskot þessi, sem vjer treystum því, að þau verði eigi aðeins til að seðja hungur manna í bráð heldur styrk- ur til þess, að menn til frambúðar eigi lendi í þeirri örbyrgð, sem annars væri viðbiuð af harðindunum, sem eru svo mikil í sumum hjeruðum, að önnur slík hafa naumast verið þar nokkru sinni fyr, svo að menn hafi glöggar eða áreiðanlegar sagnir um. — Eptir undirlagi amtmanns Bergs Thor- bergs, er gegnir landshöfðingjastörfum í fjar- veru landshöfðingja Hilmars Finsens, birt- um vjer eptirfylgjandi grein um gjafiríDan- mörku og Noregi til að afstýra hallæri hjer á landi, er vjer meðtókum eptir að framan- prentuð grein var skrifuð. Með póstskipi því, er kom til Reykjavík- ur 15. þ. m. bárust hingað skýrslur um að safnað hafi verið í Danmörku gjöfum til að afstýra hallæri hjer á landi, fyrir forgöngu nefndar nokkurrar í Kaupmannahöfn. J>að er eigi kunnugt hversu miklar gjafirnar hafi verið orðnar, en nú voru hingað sendar 20,000 kr. og þar að auki 2000 kr., er konungur og drottning hafa gefið. Um þær 20,000 kr., er nefndin hefir sent, hafa af henni verið gjörðar þær ákvarðanir, að þessu fje megi einungis verja til þess að styrkjá til fjenað- arkaupa þá menn, er hafa fellt fjenað sinn í harðindunum, en ekki hafa efni á að kaupa sjer aptur bjargrœðisstofn, og að sveitarlim- ir og þeir er þiggja af fátækra fje, megi ekki fá hlutdeild í gjöfinni. Enn fremur var í ráði að senda nú í haust til Isafjarðar, Stykkishólms og Reykjavíkur kornvörur (0: 1300 tunnur) fyrir nokkuð af því fje, er nefndin hefir safnað, en nefndin var eigi bú- in að ákveða, á hvern hátt hjálp yrði veitt norður og austurlandi. J>að hafa þegar ver-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.