Ísafold - 25.09.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.09.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi ura 3'/, kr., í öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver^ lína : aur_ Ímeð meginletri ...10 með smáletri..... 8 Ímeð meginletri ... 15 með smáletri.....12 f Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 IX 23. Reykjavik, mánudaginn 25. septembermán. 18 8 2. %\KK. EG elska þig, logn, er við ylríka sól hið ilmandi blóm prýðir grænkandi hól þegar speiglandi sjórinn er spenntur og þaninn, og spóinn á heiðinni talar við svaninn. Jeg hata þig, stormur! þvíhvaðerþitt vald? að hrekja til skýin um sólarheims tjald, að brjóta og öskra og hrista og hræða og hugsunarlaust yfir jörðina' að æða. Jeg elska þig, logn, er í döggvuðum dal draumnjórun vekur upp fornaldar tal, og lækurinn dreymandi leikur við steina, er langt burtu fossar við hamra sig reyna. Jeg hata þig, stormur ! sem hristir og ber— jeg hef ekki virðingar ögn fyrir þjer þó drembinn þú öxlunum yptir og keisir, og úfinn til skýjanna hvirfilinn reisir. Jeg elska þig, logn, og jeg óska að þú ætíð mjer tækir í hjartanu bú— þareroptast nær stormurogfreistingafjöldi, sem fer ekki burt nema lygni með kvöldi. X. RANNSÓKNIR Á VESTFJÖRDUM 1882. (Eptir Sigurð Vigfússon). (Goðhóll, húsatóptir frá Sæbóli í heiðni. Fundið fylgsni Gísla Súrssonar með leffum af áreptinu). Fornleifafjelagið ljet í fyrra sumar rannsaka á Breiðafirði og T?órsnesi. I Breiðafjarðardölum fundust meðal annars tvær hoftóptir, önnur í I.járskóg- um ákaflega stór 88 fet á lengd og 51 fet á breidd, og önnur á Rútsstöðum 60 fet á lengd 20 fet á breidd, báðar með afhúsi; hið forna Haugsnes var og rannsakað, og hjeraðsþingið í T?órs- nesi. Haugur Arnkels goða var og að nokkru leyti kannaður, og nokkur fleiri dys, o. s. frv. Frá þessu verður ná- kvæmlega skýrt í árbók fjelagsins, sem nú er verið að prenta. I sumar hafði fornleifafjelagið ákveð- ið, að láta rannsaka Vestfirði, einkan- lega Gísla sögu Súrssonar, skal jeg nú í fám orðum skýra frá helzta árangri þessarar ferðar. 2. júli fór jeg með gufuskipinu vestur á ísafjörð og þaðan til Önundarfjarðar til að kanna betur Goðhól; ljet jeg grafa í hólinn 2 skurði mikla; fann jeg að þar hafði staðið kringlótt tópt 11 fet í þvermál, og virt- ist mjer tóptin hafa verið eyðilögð á þann hátt, að rutt hafði verið veggjun- um ofan í tóptina með grjóti og öllu saman (ekki brend). T?annig var nær orðið sljett yfir; gólf tóptarinnar var glöggt, á því miðju fann jeg ösku og hrosstennur, mjög fúnar og fleira; jeg skal nú að þessu sinni ekkert fullyrða, að tópt þessi hafi verið goðahús, en hitt er vist, að hjer fundust hin sömu kennimerki, og í blóthúsinu á T?yrli og hofinu á Ljárskógum, nefnilega askan og hrosstennurnar; nafnið Goðhóll er og hjer til styrkingar í sambandi við þetta; en þeir sem ekki vilja fallast á að goðahús hjer hafi getað verið þannig löguð stundum, verða þá að fœra til fleiri og sterkari sannanir fyrir því mót- setta. þegar jeg fór fráFlateyri, kann- aði jeg veginn, sem Vesteinn reið, er hann fór síðast til Dýrafjarðar, og reynd- ist þar svo rjett sagt frá í Gísla sögu, sem bezt má verða, síðan fór jeg til Dýrafjarðar, á T?ingeyri, og þaðan inn á Valseyri, sem er innarlega í firðinum að austanverðu, eyrin er stór og hefir fallið yfir hana miðja ákaflega mikil skriða; innan til á eyrinni þar sem skrið- an hafði ekki fallið, fannjeg 15 búðar- tóptir fornar, sem jeg gat flestar mælt; þar sem dyr sáust, voru þær út úr hlið- inni; allar voru þessar tóptir einar þær fornlegustu, er jeg hefi sjeð, nema ein sem var kringlótt; hún var stærri og leit út fyrir að vera nýrri, enda hlaðin ofan á aðra tópt, líkast er til að hjer sjeu fleiri tóptir undir skriðunni. T?að er því víst, að hjer hefir verið hinn forni þingstaður Dýrfirðinga. Ein tópt- in var nær ferskeytt að lögun, 44 fet á annan veg, en á hinn 42 íet. T?essi tópt hefir ekki verið búðartópt, því hún er svo ólík öllum slikum að lögun. Hún mun miklu heldur hafa verið höfð fyrir einhvern samkomustað, eða nokkurs konar lögrjettu. T?að er því hjer utan til á framanverðri eyrinni, semþeirristu upp jarðarmenið, og sórust í fóstbræðra- lag. Utan og ofan til á eyrinni hefir og verið bær, þar sást fyrir túngarði og tóptum. Síðan fór jeg út í Hauka- dal, fann þar í stuttu máli að segja, allt með þeim sömu einkennum, sem sagan lýsir, nema T?orgrímshaug; er það auð- sjeð, að söguritarinn hefir verið þar nákunnugur. Seftjörnin liggur strand- lengis með sjónum; í innri enda henn- ar er allt af vatn; þar voru knattleik- arnir haldnir; þar upp frá er brekkan, sem konurnar sátu í. Rjett fyrir innan Seftjörnina er Haukadalsárós. Skammt upp frá vestra parti tjarnarinnar er Sæ- ból; túnið liggur hjer um bil marflatt, hefir verið sljett, en nú líttt dregið á þýfi; fyrir öllum túngarðinum sjest greinilega, það snýr upp og ofan. T?að merkilega er, að telja má víst að aldrei hefir verið byggt i hinum fornu tópt- um á Sæbóli, síðan Börkur fór þaðan; það má sjá á tóptunum sjálfum; undir þeim er ekki hin minnsta upphækkun af mold, og þær koma öldungis heim við þá húsaskipun, sem sjá má af sög- unni að var á Sæbóli, þegar T?orgrím- ur bjó þar; fyrir engum nýrri túngarði sjest heldur. Nú standa þó 2 smákot þar, annað í syðri enda túnsins, en hitt i þeim nyrðri; hafi þar haldizt með nafninu nokkurt verulegt býli, eptir að Börkur fór þaðan, þá hefir það verið uppi í túninu, þar sem syðra kotið stend- ur. Vestan til í miðju túninu eru þrjár tóptir fornar, er snúa í norður og suð- ur; vestasta tóptin er 64 fet á lengd, og 36 fet á breidd; þjett við norðurhorn þessarar tóptar, er önnur tópt, sem þannig er varið, að þær ganga litið á misvíxl; þessi tópt er ioofeta löng, og 28 fet á breidd, að því er sjeð verður, því vestri veggur hennar hefir verið rif- inn upp, og þar byggt fjárhús; höfuð- dyr á þessari tópt eru á hinum eystri hliðvegg, nær hinu nyrðra horni, rjett fyrir austan þessa tópt er ferhyrnd girðing, mjög regluleg 49 fet á hvern veg; innan í þessari girðingu er lítil tópt og ferhyrnd, líka mjög regluleg, 21 % fet á annan veg, en 21 á hinn (utanmáls). Dyr þessarar tóptar eru á miðjum þeim hliðvegg, er snýr að hinni stóru tópt, veggurinn á móti dyrunum er 6 fet á þykkt, allar eru þessar tóptir mjög fornlegar, og upp úr öðrum hlið- vegg stóru tóptarinnar höfðu verið grafn- ir stórir undirstöðusteinar, til að nota þá til annars. Jeg rannsakaði allar þessar tóptir nákvæmlega, og fann þar glögg kennimerki (en sem of langt verður að lýsa hjer), sem sýna, að vest- asta tóptin hefir verið fjósið, en stærsta tóptin skálinn; þetta getur naumast

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.