Ísafold - 25.09.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.09.1882, Blaðsíða 4
92 kost á að vinna bæði til fjár ogfrægð- ar, og það er engin ástæða til að ör- vænta um sigurinn, eða að mæla æðru- orð, þótt illa kunni að horfast á um stund. Svo hart sem landið er, þá sýnir þó bæði margföld reynsla ogskynsam- leg íhugun að hér má eigi að eins bjarga sjer í meðalárum, heldur og að með nægri fyrirhyggju má koma i veg fyrir að menn komist á vonarvöl, þótt óvanaleg harðindi beri að að höndum. Reynzlan sýnir, að hversu erfitt sem menn eiga nú, þá hafa menn þó áður verið ver farnir, þótt um minni harð- indi hafi verið að ræða, og þetta er því að þakka, að þjóð vor hefir ómót- mælanlega tekið töluverðum framförum í skynsamlegri fyrirhyggju hjá því, sem áður var, einkum í einstökum hér- uðum, og lært að færa sjer í nyt þann kost, er menn nú eiga á að ná tilver- aldarmarkaðarins, og bæta með því úr þörfum sinum. En þvi er miður, að þessi fyrirhyggja er langt frá að vera svo almenn sem vera skyldi; sumpart veldur því efnaleysi manna og þó enn fremur skakkur hugsunarháttur, sem er leifar frá fyrri hörmungatímum, þegar við sjálft lá að allur hugur og dáð mundi kyrkjast úr þjóð vorri, sá hugs- unarháttur að það sé eitthvað ótilhlýði- legt í þvi, að vera að búa sig sem bezt undir ókomna tímann, af því að eigi verði við öllu sjeð. Opt og einatt þykir sá, sem hefir hug á að auka efni sin, vera ágjarn, og sá er eigi ósjald- an kallaður nirfill, sem eigi vill að ó- þörfu eyða fje sínu; og þó má öllum vera auðsætt að bærilegur efnahagur er yfir höfuð skilyrði fyrir öllum veru- legum og varanlegum tímanlegum fram- förum, eigi að eins í líkamlegu tilliti, heldur og að því er andann snertir, því að litlar verða framfarirnar með tilliti til hans, ef hugurinn stöðugt kúgast af örbirgð og skorti á lífsins fyrstu nauðsynjum. Stundum tilfæra menn jafnvel kenningu kristindómsins um traustið á forsjón drottins, sem á- stæðu fyrir fyrirhyggjuleysi sínu, og sannast þá, að ekkert er svo blessun- arríkt, að eigi megi því til bölvunar snúa, þegar menn nota það, sem ein- mitt á að varna þvi, að menn nokkurn tíma láti hugfallast eða leggi árar i bát í hverjum vandræðum, sem menn eru staddir, sem ástæðu fyrir því að búa sjer til vandræði, sem hjá verður komizt. En svo að jeg eigi fari lengra út í þetta, vil eg nú víkja að því at- riði, sem fyrirhyggjuleysi manna hér á landi lýsir sjer einna almennast í, og sem jafnframt hefir hinar háskalegustu afleiðingar, bæði fyrir einstaka menn, sveitir, hjeruð og landið í heild sinni, og það er í því að hafa eigi nægar fóðurbirgðir fyrir bjargræðisstofn sinn. þ>að er engin ný kenning, að djarf- ur ásetningur sje skaðlegur og hættu- legur; opt og einatt hefir þetta verið brýnt fyrir mönnum, og opt og einatt hefir reynzlan látið menn tilfinnanlega finna til þess, að þetta er satt, og þó hafa menn, frá því fyrir landsins bygg- ingu að Hrafnaflóki felldi fje sitt og til þessa dags, sett svo á hey sín að ýmsir hafa átt mikinn hluta af eigu sinni og atvinnu undir því, að það hlán- aði eða stillti til þá og þá vikuna. Af hverju kemur þetta? þegar þeir eru taldir frá, sem setja á í hreinu hugs- unarleysi, og þeir eru, sem betur fer eigi mjög margir, þá kemur það eflaust til af því, að menn álíta sjer hag við það að setja djarft á, eða að það eigi svari kostnaði að hafa jafnan nægar heybirgðir. Að fátækt manna valdi því verður eigi sagt beinlínis, því eng- inn er svo fátækur, að hann eigi geti fækkað skepnum sínum, ef hann sæi sjer hag við það, og um þá, sem lifa á því að fóðra fje fyrir aðra, er hjer eigi að ræða. Vjer skulum nú virða fyrir oss í hverju greindur kostnaður er fólginn. Um það, hvað geti heitið nægar fóðurbirgðir, geta verið mjög misjafn- ar skoðanir; en það, sem jeg skil hjer við nægar fóðurbirgðir, er svo mikið, sem nægilegt er til að geta staðizt hvern harðindavetur, er menn mega búast við að kunni að koma, án þess að eiga á hættu að fella skepnur sínar. Mörgum kann að þykja þetta óþarf- lega mikið til tekið, en það er svo mik- ið, sem liggur við, ef fóðurbirgðirnar eru minni, að þær geta þá enganveg- inn heitið nægar. Nokkrum kann apt- ur á mót að þykja þetta heldur lítið til tekið; þeir kunna að segja: það er eigi nóg að hafa fóður til þess að eins að verja fjenað sinn fyrir að falla, ef stórkostleg harðindi bera að höndum; menn verða að hafa svo mikið fóður, að menn geti haft meðferðina á fjen- aðinum, eins og menn vilja, hvernig sem tíðarfarið kann að verða; þá fyrst eru menn að vísu fullkomlega óháðir veðuráttufarinu, en á hinn bóginn er sá skaði, sem menn geta beðið við, að geta eigi í hinum mestu harðindum haft fjenað sinn í sem beztu standi, eigi svo mikill, að menn eigi geti átt hann á hættu, þegar ræða er um að hafa að vísu nægar fóðurbirgðir, en leggja þó sem minnst í kostnað til þess að verða má; sömuleiðis kunna menn að segja, að það sje þörf á að hafa svo miklar fóðurbirgðir, að menn eigi að eins sjeu óháðir harðindum að vetr- inum heldur og harðindum að sumrinu, þannig að menn eigi að leitast við að hafa svo miklar fyrningar, jafnvel eptir harðan vetur, að menn eigi þurfi að fækka mjög mikið bjargræðisstofni sín- um, þótt heyskapurinn kunni að bregð- ast um sumarið, en af sömu ástæðu, sem áður er getið, þá á eg hjer eigi við svo miklar fóðurbirgðir. Niðurl. síðar). Auglýsingar. Umburóarbréf og kort yfir Eauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til Islands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R. St. Paul. Minn. America. EPILEPSIE grundig Helbredelse af Nervesygdomme ved Auxilium orientis af Dr. Boas, 5. Avenue de la grande armée, Paris. Dr. Boas Brochure gratis og franco paa Forlangende. Consultationer dag- lig fra 12 til 2 i alle Sprog. Med Udlandet pr. Correspondance. Kur- honorar betales efter Helbredelse. Briuiabótafjelag Björgvinar (Tryggingarsjóður 2,000,000 kr.) tekur að sjer móti i% um árið, að á- byrgjast fyrir eldsvoða hús (hvort sem eru timburhús eða torfbœir), búshluti, vörur o. fl. Umboðsmaður þess er Reykjavík 16. ág. 1882. M. Jóhannessen. Alls konar leður og skinn handa skómiðum og söðlasmiðum, ásamt öðru fleiru er selt með bezta verði; einnig ýmislegt til skósmíðis. Ollu sem um er beðið er gengt skilvíslega. Frí- merktum brjefum er svarað. J. F. F. Lilljequist. Sútunar og saffiansgjörð. Garveri og Saffiansfabrik. Gothersgade nr. II, Kjöbenhavn. Úr Mýraþinga prestakalli hefir síra Jón Jónsson sent mjer til minnisvarða yfir Hallgrím Pjetursson 18 kr. 39 a. Bessastöðum Grímur Thomsen. Frá 25. í. m. til 3. þ. m. töpuðast 3 stór þorskanetadufl af skötulóð, sem var hjer fyrir framan „brún“; við 2 þeirra voru nýleg stráhampsfæri, við 1 nokkrir faðmar af 3. punda línu; uppstandararnir voru málaðir svartir merktir hvítum stöfum A. P. N. Hverjir, sem finna þau eða hafa fund- ið, eru vinsamlega beðnir að kunn- gjöra undirskrifuðum það mót nógum fundarlaunum. Narfakoti í Njarðvíkum 8. ágúst 1882. Á. Pálsson Útgefandi: B;örn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð i ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.