Ísafold


Ísafold - 28.10.1882, Qupperneq 1

Ísafold - 28.10.1882, Qupperneq 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en i Danm., Sviþjóð og Norvegi um 3'/3 kr., í öðimn löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hverj línaj: “"“aurl ímeð meginletri ... io \með smáletri.... 8 j, ímeð meginletri ... 15 '\með smáletri....12 Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara IX 26. Reykjavik, laugardaginn 28. októbermán. 18 8 2. Bókafregn. Skáldið Carl Andersen hefir nýlega gefið út skáldsögu eina á dönsku, sem nefnist „ Over Skjær og Brænding‘l („Yfir sker og brimgarð11) og fer hún fram á íslandi. Höfundurinn er alinn upp hjer á landi og hefir opt áður valið sjer yrkisefni hjeðan, og jafnan sýnt það í ritum sínum, að hann ann íslandi og skoðar sig í raun og veru sem íslending. Sagan lýsir ungri stúlku, þuríði að nafni. Hún er alin upp á sveitabæ í hrauni einu. Hún vex þar upp í ein- veru náttúrunnar fjarri öllum glaumi og gleði og drekkur á barnsaldri í sig sögur þær, sem vant er að segja börn- um; eins og eðlilegt er, dregur skap- lyndi hennar keim af þessu; hún lifir f nokkurs konar draumaheimi, sem hún skapar sjer sjálf; hún talar lítið, en hugsar meira. fegar hún er orðin stálpuð, fær hún ást á ungum manni Gunnari að nafni, sem þá er í alla staði vænn og óspilltur. Aptur á móti eru foreldrar þessa manns verstu mann- fýlur, einkum móðir hans. J>uríður hirðir samt sem áður ekkert um það, þó að illt orð fari af foreldrum Gunn- ars. Fundum þeirra ber saman og þau heita hvort öðru tryggðum. Frá þeim fundi fer Gunnar heim til sín, hlýðir þar á tal foreldra sinna og fær við það tækifæri að vita þá hluti, sem valda því, að hann þykist ekki framar vera þ>uríði boðlegur og finnst það vera skylda sin, að afsala sjer heitmey sinni. En við það hugarstríð slitna einnig þau bönd, sem hjeldu honum við hið góða; verður hann æ spilltari og spilltari og gjörist loks óbótamaður og er dæmdur til æfilangrar betrunarhússvinnu, og á að flytja hann af landi burt til að láta hann faka út hegninguna. þuríður reynir að koma honum undan, en það mistekst. Gunnar er þá sendur utan á betrunarhúsið. En frá þrnríði er það að segja, að hún dregst meira og meira að hafinu og þykir það helzt vera sjer raunaljettir, að vera á sjó og stýra báti og verður hún formaður fyrir skipi einu og gjörist hin mesta sjó- hetja. Nokkrum árum síðar er Gunn- ari gefin upp hegning. Hann kemur hingað til lands aptur á hafskipi einu, og vill svo til, að f>uríður er þar fyrir. Skammt frá landi berst skipi því á í ofviðri, sem Gunnar er á; jpurfður fer út til að bjarga skipshöfninni, en við það tækifæri drukkna þau bæði, purfður og Gunnar. J>annig endar sagan. í skáldsögu þessari hefir höf. eigi að eins gefið Danmörku heldur og íslandi fagra gjöf. Viðburðunum er lýst með fjöri og sannri fegurðartilfinningu, en þó trútt; þá leiðir eðlilega hvern af öðr- um. Lunderni persónanna er allstaðar sjálfu sjer samkvæmt og skapast eðli- lega við þau áhrif, sem viðburðirnir hafa á það. Konur eins og f>uríður eru fáar á íslandi, en til eru þær þó. Sumstaðar bregður fyrir meinlausri kýmni, og víða er skotið inn yndis- fögrum náttúrulýsingum. Lffinu við sjóinn er allstaðar vel lýst og kunnug- lega; aptur á móti sjest það á einstaka stað, að höf. er ekki eins nákunnugur sveitalífinu, en þetta kemur að eins fram í fáeinum smámunum og spillir ekki fyrir sögunni f heild sinni, sem oss finnst fagurt íþróttarverk. Vjer skulum að lokum að eins þakka höf. fyrir þessa fögru sögu og þá ást á landi voru og þjóð, sem lýsir sjer í henni. Vjer viljum ráða löndum vor- um, þeim sem dönsku skilja, að kaupa og lesa bókina, en helzt viljum vjer óska, að einhver yrði til að íslenzka hana. b. Nokkur orð urn SYeitastjórn og f'átækra framfæri. Eptir Jakob Guðmundsson. (Framh. frá bls. IOO). Fari þeim að verða örðugt um sjálfs- mennskustaðinn, þá er ekki annað en reyna að komast í hjónaband, og fer þá að líkindum, þó lfkur sæki líkan heim, þegar f hjónabandið er komið og börnin fara að hlaðast á þau, þá þurfa þau ekki lengur að sjá sjer fyrir samastað sjálf, því þá er ekki annað en að fara til hreppsnefndarinnar og segja við hana: útvegaðu mjer jarðar- part með kúgildum og dálítinn styrk til að reisa búhokur, svo jeg geti reynt að hafa ofan af fyrir krökkunum eitt eða tvö ár, og fer þá allt á sömu leið fyrir þeim, eins og feðrum þeirra og forfeðrum. J>annig myndast smátt og smátt heilir ættbálkar af óráðsmönnum og ónytjungum, sem að sveitarfjelög- unum vaxa yfir höfuð og verða þeim loksins að óþolandi byrði.—þegar fram í sækir verður báðum lífið leitt bæði hinum þurfandi og veitandi—hinn þurf- andi vill losast með allt sitt hyski undan svo meintri harðstjórn sveitar- stjórnarinnar, bændurnir vilja á ein- hvern hátt losast við hina þungbæru byrði sfna, óráðsmaðurinn segir þvf við hreppsnefndina: útvegaðu mjer farar- ejrri fyrir mig og allt hyski mitt til að komast til Vesturheims, en þið verðið að sjá um, að jeg hafi svo sem ómagafúlgu fyrir hvern einstakan þeg- ar þangað kemur til að byrja með; til farareyris þarf jeg 800 kr. og fái jeg þess utan 400 kr. að byrja með f Ameríku eða alls 1200 kr., þá skal jeg fara. — Hreppsnefndin og beztu sveitarbændur setjast á rökstóla og ráða það af að reyna til að kría sam- an fje þetta hjá búendum sveitarinnar bæði efnuðum og fátækum, til þess að losast við hyski þetta, sem hrepps- nefndin treystist ekki til að stjórna; og hvað er svo unnið ? Ef menn gjörðu ráð fyrir, að börnin væru fjögur, 2, 4, 7 og 11 vetra og hjónin f vinnu- mennsku gætu unnið fyrir yngsta barn- inu þá mætti meir en ala upp hin 3 börnin fyrir þær 1200 kr., sem kostað er til siglingarinnar. Eptir áætlunum Vesturheimsmanna, þykir þeim hver vel upp alinn ungling- ur, þegar hann er upp kominn, 2 til 3 þúsund kr. virði, eptir því gjörir hin heiðraða hreppsnefnd landi sínu 8 til 12 þúsund kr. skaða með því að verða af með þessi 4 börn í stað þess að reyna að ala þau vel upp fyrir föðurland sitt. Hjer er að eins bent til þess arðs af hverjum einstökum, sem ætlast má til í meðallagi, en þeir menn, sem verða afbragð að dugnaði og ráðdeild eru metfje, sem jómögulegt er að meta í krónu tali. f>að er sannreynt, að ung- lingar, sem fram færast á sveitarfje, sjeu þeir upp aldir á ráðdeildar- og reglu heimilum, geta orðið og verða opt hinir nýtustu menn, bæði sem hjú og búendur, það er því enginn aðal ógæfa þó ala þurfi upp stöku unglinga á sveitarfje ef þeir fá gott uppeldi í góðum samastöðum, heldur er það eitt af aðal meinsemdum þjóðlffs vors, að óhófs- og óreglumenn og ónytjung- ar skuli búa og ala sjálfir upp börn sín og verða þess utan opt og einatt

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.