Ísafold - 28.10.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.10.1882, Blaðsíða 2
102 eins konar skálkaskjól öðrum óreglu- mönnum, sem hvorki eyra nje þrífast á ráðdeildar- og regluheimilum. Frá þessari þjóðar meinsemd stafa hin til- finnanlegustu sveitarþyngsli um land allt og mörg önnur óregla, sem ollir hinum óhappasælustu vanþrifum þjóðar vorrar. Við þetta eru margir farnir að kannast í orði kveðnu og löggjafarþing vort hefir reynt til að styðja að meiri menntun unglinganna með því að gjöra prestum og hreppsnefndum það að laga- skyldu, að sjá um að öllum unglingum sem til þess eru hæfir sje kennt að skrifa og reikna, hvort sem þeir alast upp á sveit eða ekki; þetta er nú ó- neitanlega vel meint, en hjer er sem optar farið feti of skammt, þar sem að eins er talað um þessa einstaklegu bóklegu menntun, skript og reikning en ekkert um það verklega, sem engu síður er þó áríðandi til þeirra þjóðþrifa sem af góðu uppeldi leiðir, það væri þó engu síður áríðandi að unglingar 14 til 16 ára gamlir, væru reyndir í kunn- áttu almennrar búvinnu og að þeir fengju þá vitnisburð fyrir þá reglu og ráðdeild, sem ætlast má til að þeir sjeu búnir að ná á þessum aldri; það væri og veltil fallið,að ungt fólk væri optar reynt í þessu tilliti áður en það gengur í hjónaband. Hin fyrri reynslan á aldrinum 14 til 16 ára er þeim til vitnisburðar sem börn- in ala upp, en hin síðari reynslan er þeim ungu sjálfum til vitnisburðar um, hvernig þeir hafa haldið áfram að mennta sig sjálf- ir til undirbúnings undir hina þýðingar- miklustöðu, hjónabandið og búskapinn. þ>að væri nú mikið æskilegt að lög- gjöf vorri þokaði áfram til fullkomnun- ar í þessa átt, en það er ekki einhlitt þó lög sjeu til, sem gjöra foreldrum og hússbændum, prestum og hreppsnefnd- um það að skyldu, að sjá um sæmilegt uppeldi barna og unglinga og að þeim sje kennt bæði bóklega og verklega það sem til þess útheimtist að þeir geti orðið nýtir menn i kristilegu og borg- aralegu fjelagi, löggjöfin og landsstjórn- in verða líka að reyna til að sjá um, að það sje mögulegt fyrir foreldra og hússbændur, presta og hreppsnefndir að framfylgja slíkum lagaákvörðunum. Lög þau, sem ekki er mögulegt að framfylgja, eru í sjálfu sjer ósanngjörn og verða því jafnan bæði vanvirt og vanrækt og eru í sjálfu sjer verri en engin lög, því að vanvirða og van- rækja lög er tilefni til hinnar stærstu siðaspillingar hjá hverri þjóð. Tökum dæmi af hinum nýju fræðslu- lögum vorum, eptir þeim á prestur og sóknarnefnd að grenzlast eptir því, hvort fræðslu barna og unglinga sje löglega framfylgt á hverju heimili, og sje það ekki, þá sjálfsagt að áminna hlutaðeigendur; ef þær áminningar ekki duga, skal hreppsnefndin taka ungling- ana jafnvel með valdi frá foreldrum og húsbændum og útvega þeim góða kennslustaði, kostnaðinn til þessa má taka lögtaki hjá megandi foreldrum og húsbændum, meðgjöfina með sveitar- börnum skal greiða af sveitarsjóði. — Setjum svo, að 2/3 hlutir unglinga í ein- hverjum hrepp væru vanræktir í þessu tilliti og að hlutaðeigendur skipuðust ekkert til batnaðar við neinar áminn- ingar annaðhvort af getuleysi eða hirðu- leysi — þeir fáu, sem ekki þættu átelj- anlegir fyrir vanrækt á fræðslu þeirra unglinga, sem þeir ættu um að sjá, mundu fæstir hvorki geta nje vilja taka unglinga til kennslu, enda er engin lagaheimild til að þröngva neinum til þess. — þ>að vantar því auðsjáanlega, að til sjeu, að tilhlutun hins opinbera, kennslustaðir, þar sem unglingar geti fengið lögboðna fræðslu fyrir sann- gjarna borgun, þá fyrst væri mögulegt fyrir presta og hreppsnefndir að fram- fylgja fyrirmælum fræðslulaganna. f>ó það væri nú enn fremur gjört að lagaskyldu að sjá um nokkra verklega menntun unglinganna i algengri bú- vinnu eins og áður er á vikið, að æski- legt væri, þá yrði þeirri löggjöf ekki heldur framfylgt til hlítar, nema það opinbera sjái um, að til sjeu atvinnu- staðir, sem skyldir sjeu til að taka ámóti unglingum á vissum aldri til að kenna þeim reglulega algenga búnaðarvinnu. Við þetta eru nú hinar menntuðu nágrannaþjóðir vorar að kannast æ bet- ur og betur, því ár frá ári eru þær að fjölga meir og meir alþýðuskólum þeim, hvar læra megi meir eða minna af þeirri bóklegu menntun, sem alþýða manna má ekki án vera. Allt af eru þær að fjölga vinnuhúsum, atvinnubú- um og búnaðarskólum, þar sem menn eigi kost á að læra meira eða minna af hinu verklega. J>ó að hjá öðrum þjóðum slíkar stofnanir sjeu margbreyttar og þannig lagaðar, að beinast liggi við að læra nokkuð sjerstakt á hverri stofnun fyrir sig, ýmist bóklega eða verklega, þá er það sannfæring mln, að vjer íslend- ingar verðum samkvæmt vorum efna- hag og ýmsum þjóðernisháttum, að læra þá íþrótt að sameina sem flest og sem bezt bæði bóklega og verklega alþýðumenntun á sem fæstum stofnun- um. Slík sameiningarstefna í allri þjóðmenntun til þjóðmenningar virðist vera mark og mið hinnar mestu fram- faraþjóðar heimsins, Vesturheimsmanna; þessi sameiginlega menntun f hinu bóklega og verklega er líka frá alda öðli þjóðleg hjá oss. Vjer höfum ekki haft neina alþýðuskóla nema hin sjer- staklegu heimili í hverri sveit um land allt, það eina, sem flestir unglingar hafa lært bæði bóklega og verklega, hafa þeir orðið að læra í þessum skól- um, þetta hafa verið þær einu uppeld- isstofnanir fyrir svo að segja alla unglinga á landinu. f>að er eðlilegt, að þessar mörgu uppeldis- og fræðslu- stofnanir á hinum mörgu heimilum hafi verið næsta ólíkar og misgóðar, enda hefir líka uppeldi unglinganna verið næsta misjafnt. Á flestum öldum hafa verið til einstök framúrskarandi fyrirmyndarheimili að reglusemi, ráð- deild og stjórnsemi, og á þeim heimil- um hafa margir unglingar fengið ágætt uppeldi og góða tilsögn bæði í bók- námi og vinnubrögðum, sem siðan hafa orðið dugandi menn í stöðu sinni, en eins og eðlilegt er, hafa slík heimili ætíð verið allt of fá, og það virðist máske eins og þeim hafi því miður á seinni árum heldur verið að fækka en fjölga, og er það líklega eðlileg af- leiðing þess sjálfræðisanda, sem allt af hefir verið að fara í vöxt. Reglusemi sú og stjórnsemi, sem á fyrri öldum átti sjer stað á hinum einstöku hefðar- heimilum, mundi nú á dögum verða af sumum álitin nokkurskonar harðstjórn, Hinir beztu og skynsömustu búhöldar fyrri alda innrættu börnum sínum, fósturbörnum og hjúum þann sannleika: sá, sem aldrei lærir að hlýða, lærir aldrei að stjórna, sá, sem aldrei er reglusamur sjálfur, getur aldrei kennt öðrum reglusemi; þá voru líka lög þau, er einkum snertu daglega hátt- semi manna, í heiðri höfð; það var á- litið eins og sjálfsagt, að hinir undir- gefnu kynnu lög þessi ekki síður en hinir yfirboðnu, allt eins og tíu laga- boðorðin, t. a. m. helgidaga fororðn- ingin og húsaga fororðningin voru á sumum regluheimilum lesnar í heyranda hljóði á hverju sunnudagskveldi alltár- ið — svo var það í Njarðvík ytri hjá hinum nafnfræga búhöldi og reglu- manni Jóni sál. Sighvatssyni og fleirum. þ>egar menn lesa hið ágæta rit Atla eptir síra Björn sál. Halldórsson, sjá menn, hvað hann leggur ríkt á við Atla bóndaefni, að kynna sjer sem bezt hin- ar helztu löggjafir er snertu daglega breytni manna, og hin tíðustu viðskipti allra stjetta í landinu. þ>egar menn án hlutdrægni bera sam- an liðnar aldir og núlægan tíma, þá verða menn að játa að hver öld hefir sína kosti og ókosti, mörgu hefir þok- að áfram til framfara og fullkomnunar, en sumu góðu hefir líka verið gleymt og glatað í tímans straumi. — J>að er ekki svo auðgjört fyrir þjóðirnar að reyna og prófa alla hluti þannig, að þær ávallt haldi hinu góða en yfirgefi hið ófullkomna, en þetta á þó að vera þjóðanna mark og mið. þ>ó vjer sökn- um einstöku aðalkosta fyrri alda, þá ætla jeg þó, að þjóð vor sje betur bú- in undir sannarlega fram för og þjóð- menningu nú heldur en fyrir hundrað árum síðan, ef hyggilega væri að farið. Einhver hin bezta og þjóðlegasta byr- jun til almennra framfara og þjóðmenn- ingar mundi það, ef löggjöfin og lands- stjórnin stuðluðu til þess að koma á fót einstökum fieiri eða færri fyrirmynd-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.