Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 1
 Árgangurinn, 32 blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í'Danm., Svíþjóð og Norvegi um3'/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgistí júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD Auglýsingar kosta þetta fmeð meginletri ... 10 \með smáletri..... 8 |með meginletri ... 15 \með smáletri.....12 nmSÍV. <y|t Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 IX 27. Reykjavík, mánudaginn 20. nóvembermán. 18 8 2. í „pjóðólfi", er út kom g. þ. m. og í „Skuld", er út kom io. þ. m., er rit- gjörð með yfirskript: „Um harðærið vestra og ummæli ísafoldar". Fyrri hlutinn af ritgjörð þessari eru athuga- semdir viðvíkjandi harðærinu í Snæ- fellsness og Dalasýslum og sumstaðar í Barðastrandarsýslu. par er sagt, að ritstjóri ísafoldar hafi í ísafold IX. árg. bls. 84 sagt, að það væri „hreint eigi satt", sem sagt væri um hungursneyð á vesturlandi, en einmitt það er hreint eigi satt að jeg hafi haft þessi ummæli, því það, sem jeg á nefndum stað sagði að væri hreint eigi satt, var það, að nokkurstaðar á vesturlandi væri sú hungursneyð, að fólk mundi eigi geta þolað venjulegan mat. pví næst er í nefndum athugasemdum sagt frá harðærinu, en að því leyti sem það snertir ummæli ísafoldar því viðvíkjandi, þá vil jeg taka það fram, að það hefir aldrei í því blaði verið með einu orði dregið úr neinu því, sem um það hefir verið sagt, að því undanteknu, að jeg sagði á nefndum stað, að þeir Vest- firðingar, sem í sumar hefðu skrifað hr. Eiríki Magnússyni á þá leið, að það hefði gefið honum tilefni til að tala um, að þörf mundi vera á að kaupa frá útlöndum (fyrirlán úr lands- sjóði) mikið niðursoðið kjöt og niðurflóaða mjólk, mundu án efa hafa meira gjört úr þeim vandræðum, sem þar áttu sjer stað, en ástæða væri til. A hinn bóg- inn lagði jeg einmitt í hinni sömu grein áherzlu á, að nauðsyn bæri til, að sýslunefndir og aðrir, sem hlut ættu að hjeraðsmálum, hefðu vakandi auga á ástandinu og leiddu eigi hjá sjer í tæka tíð að gjöra það, semþörfværi á og þær geta, til að afstýra hættulegum afieiðingum af því. pað er því öldungis út í hött, að vera í sambandi við um- mæli ísafoldar að færa rök fyrir því, að ástæða hafi verið til bráðra aðgjörða til að bæta úr vandræðunum o. s. frv. Jafnframt því sem jeg hafði umgetin ummæli, þá sýndi jeg að jeg vissi vel að á vesturlandi var mikil neyð, en neyðin var eigi í því fólgin að eigi væri neinn „fyrirsjáanlegur vegur til að fyrirbyggja mannfelli úr hor og hungri í vetur", heldur í því að óttast mátti fyrir, að til þess að gjöra það mundi verða nauðsynlegt að grípa til þeirra óyndisúrræða, sem mundu hafa í för með sjer eymd og bágindi fram- vegis. Einmitt það, sem sagt er í nefndum athugasemdum sjálfum, sann- ar þetta til fullrar hlítar, því það, að talað er um, hversu mikil vandræði sjeu að heyskaparbrestinum, getur eigi byggzt á öðru en að skepnur sjeu til, sem hey þurfi fyrir, og svo lengi sem skepnurnar eru til, þá er þó vegur til að seðja hungur sitt í bráð. pví er miður, að afleiðingum harðærisins er eigi lokið með því, þó vissulega hafi verið vegur til að forða mannfelli úr hungri í vetur, ef þeir, sem hlut eiga að máli, gæta skyldu sinnar þar að lútandi. Nefndar athugasemdir, segir svo enn fremur frá, að á frjálsum fundi í Stykk- ishólmi 22. f. m. hafi verið álitnar sannleikanum samkvæmar; því næst er sagt, að lagt hafi verið fram brjef, er tveir menn þar höfðu skrifað hr. Eiríki Magnússyni og lýstu fundarmenn yfir því, að þeir álitu það sannleikanum samkvæmt. Menn geta opt haft mis- jafnar skoðanir um, hvað sje sannleik- anum samkvæmt, en hver sem gætir sín, verður þó að viðurkenna, að það er eigi sannleikanum samkvæmt að segja að einn hafi sagt það, sem hann eigi hefir sagt; það er og, að eigi getur það, sem sannleikanum er sam- kvæmt, verið í mótsögn við sjálft sig; nú getur það, sem segir í nefndu brjefi um óumflýjanlegan mannfelli í vetur, eins og áður er bent á, ómögulega samrýmst því, sem stendur í athuga- semdunum og þarf þá eigi einu sinni minnsta „kunnugleika" til að sjá, að það er eitthvað málum blandað. pað er annars undarlegt, hvernig umrædd grein mín viðvíkjandi nauðsyn á hallærisláni úr landssjóði hefir optar en einu sinni (sbr. ísaf. 23. bl.) gefið tilefni til misskilnings og mótmæla ; að það sje beinlínis því að kenna, hvernig jeg hafi hagað orðum mínum, get jeg eigi kannazt við, enda má sjá, að orsökin er önnur á því, að mótbárum móti orðum mínum hefir eigi orðið komið við, nema með því að rangherma eða rangfæra þau eða lenda í mótsagnir við sjálfa sig. pegar haldinn verður í næsta sinn frjáls fundur í Stykkishólmi, þá vil jeg sannarlega óska þess, að hann taki sjer eitthvað þarfara fyrir fundarefni en að vera að búa til slíkar sannleiks- yfirlýsingar, sem þær, er áður er get- ið. Jeg vil til dæmis benda á, að ef svo væri, að það væri nokkurstaðar þar í nánd, að mönnum væru settir líkir leiguskilmálar eins og þeir, sem getið er um hjer siðar í blaðinu, þá væri full þörf á að íhuga, hver ráð væru til að bæta úr því. Annað þarf- legt fundarefni væri það, að gjöra sjálfum sjer ljóst, hve skynsamlegur á- setningur er nauðsynlegur og brýna það fyrir mönnum í hjeruðunum þar í kring, svo að menn fari eigi optar að eins og í fyrra haust, þegar Coghill kom þar og falaði að þeim fje fyrir fullkomið verð (mun meira en í Húna- vatnssýslu) í peningum eða kornvöru handa mönnum eða skepnum með ó- vanalega góðum kjörum; Coghill varð þá svo frá að hverfa, að hann vantaði þriðjunginn af því fje, sem hann ætlaði að fá þar, en fyrir það, að þeir höfn- uðu kaupunum, lentu þeir í mesta bjargarskorti fyrir sjálfa sig og þeim fóðurskorti fyrir skepnur sínar, sem hefir haft hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir þá. Eiríkur Briem. Leiguskilmálar. Fyrir stuttu höfum vjer sjeð eyðu- blað fyrir leiguskilmála á búðum við sjó, og með því að oss þykir það að ýmsu leyti eptirtektavert, þá viljum vjer setja hjer skilmálana sem þar eru til- teknir og eru þeir þannig: „1. Gjaldi hann1 eptir búðina hvert fardagaár, sem hann í henni býr . . . kr. í peningum eða góðum og gildum verzl- unarvörum, og sje leigunni lokið að fullu innan útgöngu ágústmánaðar ár hvert. 2. Haldi hann búðinni forsvaranlega við að moldum á sinn eigin kostnað, og þurfi hann að byggja að veggjum eða eða tyrfa, skal hann ávallt hafa lokið því verki að fullu fyrir slátt. Við þann, sem nauðsynlegur er til viðurhalds búð- inni, leggur verzlunin honum kostnað- arlaust til ásamt smíði við grind og súð eða upprepti. purfi að byggja búðina að mestu eða öllu leyti upp að nýju, skal hann skyldur til að byggja hana á öðrum stað, en hún nú er, ef lands- drottinn heimtar, og þar sem hann ákveður. ') Leiguliðinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.