Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 2
106 3. hafi harin hesta eða kýr í landar- eigninni, borgi hann plássbóndanum fyrir hvort um sig . . . í beitartoll, og þar að auki, að réttu hlutfalli við aðra, sem i plássinu eru og hross eða kind- ur eiga, kostnað þann, sem plássbónd- inn hefir fyrir að láta vaka á nóttunni og á daginn verja túnið fyrir ágangi af skepnum þeim, er þeir kunna að hafa undir hendi, og skal goldið eptir eitt hross sem tvær kindur. Engan ársins tíma má hann láta hross eða aðrar skepnur sínar ganga á túninu eða í landareigninni fyrir utan ..gil. 4. Má hann hvorki mó verka, rista torf eða strengi eða stinga hnaus, og því síður byggja hjall, hest- fjárhús eða nokkuð annað, án leyfis plássbónda, eða annarsstaðar en hann leyfir.. 5. Auk útróðrarmanna má hann enga manneskju taka til dvalar í búðinni viku lengur, án leyfis plásshónda, og gjörist honum að skyldu að innistanda fyrir . . . króna gjaldi eptir liverja persónu, sem honum er leyft að hafa til veru í búðinni, auk eigin fólks síns, fram yfir ákveðinn tíma. 6. Skyldur skal hann til að vinna að flutningum úr skipi í land, eða frá landi á skip hjer á höfninni, hve nær sem hann er til þess kallaður af verzlunar- stjóranum í ... .2 og lögleg forföll ekki banna, fyrir það dagkaup, sem þá er algengt manna á milli, þó má kaup- ið ekki yfirstíga . ... á dag, að und- antekinni þeirri viðbót, sem þeir er vaða við flutningsskipin eru vanir að fá. 7. Að öðru leyti skal hann skyldur að sýna plássbóndanum alla þátilhliðr- unarsemi og viðfeldni, sem plássbónd- inn í stöðu sinni gegn honum hefir heimtun á. Sömuleiðis er í ábyrgð hans, að útróðrarmenn þeir, sem hann tekur til húsrúms, hegði sjer í orði og verki gegn plássbóndanum, eins og siðuðum mönnum sæmir, að öðrum kosti hefir hann ekki rjett til að halda þá. 8. Svo lengi sem áðurnefndur .... heldur framanskrifaða skilmála, hefir hann rjett til að halda búðinni til íbúð- ar, en sje út af þeim brugðið hefir plássbóndinn rjett til að segja hon- um upp á hvaða ársins tíma sem er, til burtfarar í næstu fardögum eptir að uppsögnin er honum birt. Vilji leiguliði ekki hafa búðina lengur til leigu, skal hann hafa sagt upp innan 20. dags des- embermánaðar“. Vjer teljum sjálfsagt, að eyðublað þetta sje ætlað til þess, að fyllast út og þykir oss það þá vera athugavert, að því líkir skilmálar, sem hjer eru til- færðir, skuli vera settir upp við menn og að menn skuli undirgangast þá. Við 1. tölul. er ekkert sjerlegt að athuga, því um upphæð eptirgjaldsins verður eigi dæmt, nema það að skylda 2) Hjer er nafn á verzlunarstað einum á vestur- landi. menn til að gjalda eptirgjald fyrir hvert fardagaár, áður en svó mikið sem fjórði partur þess er liðinn;- slikt er eigi að- eins öldungis óvanaíegt,^ heldur einnig í alla staði óeðlilegt. Við 2. tölul. er það athugavert, að það getur staðið leiguliðanum á miklu, hvar honum yrði gjört að skyldu, að byggja upp búðina, þegar þess er þörf, og það svo að honum mætti setja full- komna afarkosti í því tilliti, sem hann eigi getur komizt undan á neinn hátt hafi hann eigi í tima sagt býli sinu lausu. Við 4. tölul. er það að athuga, hvernig það er að öllu leyti komið undir geð- þótta plássbóndans, hvort leiguliðinn fær að byggja nokkurt skýli yfir nokkr- ar skepnur, sem þó er gjört ráð fyrir að hann hafi, eða taka nokkurn mó til eldiviðar; en þess utan er það einnig komið undir geðþótta hans, hvort leigu- liðinn fær að rista nokkurt torf eða stinga nokkurn hnaus nema þá með hverjum þeim kostum, er hann kann að setja; þetta er því ósanngjarnara sem leiguliðinn eptir 2. tölul. er skyld- ur að halda búðinni við að moldum á sinn köstnað. Eptir 5. tölulið er leiguliðinn skyldur til, ef hann til dæmis vill lofa ættingja sinum, að vera hjá sjer viku lengur, að eiga það undir góðvild pláss- bóndans og þó hann fái leyfi til þess, þá getur hann eigi komizt hjá að gjalda toll eptir slíka persónu. 6. töluliður tiltekur að hvernig sem á stendur fyrir leiguliðanum, þá er hann skyldur til að vera við uppskip- un eða útskipun, hvenær sem hann er kallaður; hann má þannig varla fara ferð frá heimili sínu, þegar búast má við að um slíka vinnu sje að ræða; og hann getur aldrei á þeim tíma byggt upp á, að hafa ráð á sjálfum sjer, frem- ur en verkast vill; fyrir þá daga sem hann vinnur á hann að vísu að fá kaup, en hvort það er nærri því eins mikið, eins og hann gæti á sama tíma unnið sjer inn á annan hátt fer eptir atvikum. í 7. tölulið er það eigi ljóst, hvað meint er með þeirri viðfeldni sem pláss- bóndinn hefir heimtun á, og þeirri hegðun gegn honum sem siðuðum mönnum sæmir. Sje hjer eigi átt við annað en þá viðfeldni og þá hegðun, sem skylda væri til að lögum, þá er ákvörðun þessi þýðingarlítil, en sje sú meiningin að sýna plássbóndanum þá auðmýkt og undirgefni, sem honum kann að þykja tilhlýðilegt, þá er það að bæta gráu ofan á svart. að gjöra það að útbyggingarsök að einhver brestur kynni að verða á því. 8, töluliður tekur að vísu fram, að leiguliðanum er leigð búðin til fram- búðar, en þegar leiguskilmálarnir eru svo, að gjöra má hvenær sem vill leiguliðanum þá afarkosti, að hann geti eigi haldizt við, þá á leiguliði það í raun rjettri jafnan undir góðvild lands- drottins, hve lengi hann situr að bygg- ingunni. Svo kemur það að leigulið- anum má segja upp á hvaða árs tíma, sem er; þó það eigi sje gjört fyrri en viku fyrir fardaga, þá er leiguliði þó skyldur að víkja burt í fardögunum. þess er ennfremur að gæta, að leigu- liðanum er aðeins heimiluð íbúð í búð- inni, en eigi neitt annað er hann geti haft sjer til atvinnu; honum er eigi veittur rjettur til að hafa skipsuppsátur, búa sjer til kálgarð eða rækta blett þótt hann vildi; hann hefir eigi eptir leiguskilmálunum kröfu til svo mikils sem að nota stein fyirir utan búðina til að þurka á einn þyrskling. þ>að getur verið, að ætlazt sje til að leiguliða aum- inginn rói á vegum plássbóndans eða verzlunarstjórans og afhendi honum upp í skuldaskipti þeirra afla sinn, jafn- óðum og hann kemur upp úr sjónum, að því leyti sem hann eigi þarf hann jafn- skjótt í soðið. Vjer höfum aldrei fyrri sjeð eða heyrt getið um líka leiguskilmála; upphæð eptirgjaldsins er eigi nefnd, en það væri eptir öðru að hún gengi afarkost- um næst; verið getur að leiguliðanum í framkvæmdinni [eigi sjeu sýndir þeir afarkostir, sem leiguskilmálarnir heim- ila, en það er þá komið undir því hver maðurinn er, sem hlut á að máli, og þá væri tilgangslaust að búa þá til, ef eigi væri haft í huga að nota þá. það er sannarlega hryggilegt, að slíkir leiguskilmálar sjeu settir, að leiguliðar geti verið ofurseldir gjörræði annara og eigi atvinnu sína og framfæri undir geðþótta þeirra, i staðinn fyrir undir framkvæmd og dugnaði sjálfra sín ; það er hryggilegt að nokkur skuli fá sig til að setja slíka skilmála og því hryggi- legra er að nokkrir skuli þurfa að neyð- ast til að ganga að þeim; það má nærri því geta, hversu mjög kjarkur þeirra og hugur á að bjarga sjer hlýt- ur að kúgast; og það er eigi að undra þótt tilfinning þeirra fyrir að vera sjálfstæðir menn sljófgist innanskamms; að þær sveitir þar sem slíkt á sjer stað beri vott um þann eymdarskap í andlegu og líkamlegu tiliti, sem er eðlileg afleiðing af ánauð og kúgun, er heldur engin furða. En því nauð- synlegra er að allir góðir menn, sem til kynnu að þekkja þar sem þannig stend- ur á, leituðust við að finna ráð til að bæta úr því, sem er undirót til svo mikils volæðis. Fjársala. þegar eins stendur á eins og nú, að menn eru knúðir til svo víða um land að lóga óvanalega miklu af fje sínu, þá er það eigi lítils vert, hversu mikið fje kaupmaður R. & D. Slimon Leíth hefir keypt hjer á landi; sum- part af því, að menn hefðu víða eigi getað gjört sjer fullt verð úr fje sínu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.