Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.11.1882, Blaðsíða 4
108 bóndi hefir við það, að setja ætíð svo á, að hann hafi jafnan nægar fóður- birgðir. Áður en eg fer nákvæmar að skoða það gagn, sem hafa má af tilkostnaði þessum vil eg svara tveimur mótbárum, er eg get búist við að gjörðar verði móti reikningi mínum; að hann hljóti að breytast að tölunum til og verða öðruvísi þar sem öðru vísi stendur á en á jörð þeirri, sem jeg bjó á, er sjálf- sagður hlutur; en á hinn bóginn ætla eg, að það sje víða að eigi standi mjög ólíkt á í því efni, er hjer ræðirum, og þar sem svo er, þar mun eigi með rök- um verða sagt, að reikningnum skakki að mun. |>ær mótbárur, er eg gat um að jeg byggist við, eru þessar: fyrst sú, að það sje eigi rjett að reikna arð- missinn af verði heyjanna, heldur arð- missinn við að setja eigi þær skepnur á vetur, sem fóðra mætti á heyinu í hverju meðalári; en þetta er eigi rjett. Eins og allan tilkostnað verður að reikna til peninga, eptir því verði sem hann hefir yfir höfuð, svo verður einnig aðreikna hvern arðmissi af einum hlut með því að miða við þann arð, sem yfir höfuð hefðimátt hafa af því verði sem lá í hlutnum ; þannig er og rjett að reikna arðinn af þeim kostnaði, sem varið er til að afla þeirra fóðurbirgða, sem nauð- synlegar eru til tryggingar fyrir felli, umfram það sem að meðaltali eyðist, eptir þeim arði sem almennt má gjöra ráð fyrir, að hefði mátt hafa af jafn- mikilli upphæð. Á hinn bóginn hefi jeg talið þennan arð 6%, og er það þriðj- ungi meira en lögákveðnir vextir af láni móti fasteignarveði; til þessa þótti mjer ástæða með tilliti til þess, að menn geta einatt haft þennan arð af fje sínu, þó að menn eigi verji því, svo að því fylgi nein sjerleg hætta eða þó að hún sje tekin til greina. Ef aptur á móti arðurinn af verði heysins beinlínis væri reiknaður eptir arðinum af skepnum þeim, er á því mætti fóðra, þá væri þó ávallt nauðsynlegt að taka, auk alls annars, fyllilega til greina þá hættu, sem því er samfara að hafa eigi næg- ar fóðurbirgðir fyrir þær, og þá er ó- víst, hvort arður þessi yrði öllu meira en 6%. (Framhald síðar). f Cruðmundur prófastur Einarsson prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd andaðist 31. f. mán. eptir stutta legu; hann var fæddur í Skáleyjum á Breiða- firði árið 1816; 22 ára gamall útskrif- aðist hann úr Bessastaðaskóla og fjór- um árum síðar 1842 vígðist hann til að vera aðstoðarprestur Olafs prófasts Sivertsens í Flatey ; 1848 var honum veitt Kvennabrekka í Dalasýslu og þaðan flutti hann 1868 að Breiðabóls- stað. Hann var prófastur i Dalasýslu 1864—68 og alþingismaður Dalamanna var hann langa hríð. Árið 1842 gekk hann að eiga Katrínu dóttur síra Ólafs Sivertsens í Flatey; af börnum þeirra lifa þrjú: Ólafur stúdent á læknaskól- anum. Ásthildur, kona Pjeturs kaup- manns á Bíldudal, og Theodora. Síra Guðmundur heitinn var meðal hinna merkustu manna stjettar sinnar hjer á landi; hann var gáfumaður góður, iðjumaður mesti og hinn vandaðasti og samvizkusamasti maður í öllu. þ>að var því eðlilegt, að hann leysti em- bættisstörf sín svo af hendi, að það var honum til sóma og öðrum til gagns. Búmaður var hann sjerlega góður og öll heimilisstjórn hans var sannarleg fyrirmynd. Á alþingi kom hann fram með þeirri sömu alúð, sam- vizkusemi og hyggindum, sem lýsti sjer annarstaðar í lífi hans. Hann hefir samið ýmsar merkilegar ritgjörðir, sjer í lagi um kvikfjárrækt, og sálmasafn eigi alllítið er til eptir hann. í viðkynningu allri var síra Guð- mundur heitinn hinn elskuverðasti maður, og allir, sem kynni höfðu haft af honum munu ávallt minnast hans með virðingu og ltærleika. Cand. Schierbeck lauk hjer prófi í íslenzku 30. f, m. og daginn eptir var hann af landshöfðingjanum settur land- læknir og forstöðumaður læknaskólans. YEÐRÁTTUFAR í REYKJAVÍK í októbermánuði. í þessum mánuði hefir veður verið óvenjulega hlýtt og optast blásið frá landsuðri; rigningar hafa verið fjarska miklar, um tíma mátti kalla að rigndi stöðugt dag og nótt. 1. hægur á austan, bjartur; 2. hvass á norðan að morgni, lygndi og gekk til. útsuðurs; 3. hægur á austan ; 4. — 21. landsynningur opt bráðhvass (t. a. m. 4. 6. 13. 18. 19.) með óhemju rign- ingu; 22. norðan; 23. hægur á austan; 24. — 27. logn og optast bjart veður ; 28. austan-lands hægur; 29. hvass á landnorðan, dimmur; 30. 31. logn, bjart veður. Hitamælir hæstur (um hád.) 7. -f- 8°R. —— lægstur (— — °°- Meðaltal um hádegi..........+5>°5°" ---- á nóttu............-J-2,090 - Mestur kuldi á nóttu (að.f.n. h. 27- 3°- 31-)....................l0' Loptþyngdamælir hæztur (7). . . 30,30 -------— lægstur(2). . .28,80 Að meðaltali......................29,65 Rvík í/,1-82. J. Jónassen. Auglýsingar. Medicinal ægte Tokayer (m.3269). (den mest nærende og styrkende Vin) samt mine övrige allerede i 17 Aar til Norden direkte impor- terede ungarske röde, hvide og Dessertvine anbefales og garanteres med mit Navn i Lakken : J, Bauer, Tordenskjoldsgade 19. KjöbenhavnK. En solid og dygtig Forhandler for íteykja- vík söges mod höj Rabat. E P i L E P S grundig Helbredelse af Nervesygdomme ved AuxiLium orientis af Dr. Boas, 5. Avenue de la grande armée, Paris. Dr. Boas Brochure gratis og franco paa Forlangende. Consultationer dag- lig fra 12 til 2 i alle Sprog. Med Udlandet pr. Correspondance. Kur- honorar betales efter Helbredelse. Eg undirskrifaður fátækur fjölskyldu- maður, votta hjer með mitt innilegasta hjartans þakklæti, öllum þeim nábúum mínum, og öðrum, sem á margan hátt hafa veitt mjer ýmislegar velgjörðir, en einkanlega finn jeg mjer skylt, að minn- ast sjerstaklega heiðursbóndans Sigurð- ar Ólafssonar frá Sandi, og hans góðu barna Guðmundar og Vigdísar, sem auk margra annara velgjörða, við mig og heimili mitt, hafa nú í nærfellt 4 ár hafa fóstrað eitt af börnum mínum, og veitt því alla þá umönnun og for- sorgun, sem gott uppeldi útheimtir, þar til hann (Sigurður) brá búi á nl. vori. En þá ljet velnefnd ungfrú Vigdís, eigi góðverk þetta endasleppt verða, þar eð hún ljet þetta áminnsta barn mitt flytj- ast með sjer að Álfsnesi, hvar hún þá byrjaði búskap. í þeirri von og trú, að mega teljast einn af frelsarans minnstu bræðrum, bið jeg þess og vona, að hann umbuni þessi gjörðu mannelsku- verk, af ríkdómi sinnar náðar, eptir því sem hans alvizka sjer hentast, velgjörða- mönnum mínum. Eyhól í Kjós, 20. ágúst 1882. þórður Ingjaldsson. Ný útkomið er: Brjef Páls postula til Kólossaborgarmanna og til Filemons, þýdd af Sigurði Melsteð, lector theol. Fæst til kaups hjá Ó. Finsen, Kristjáni þor- grímssyni og Einari þórðarsyni. í júlí næstliðnum týndust hjeðan úr Reykjavík 3 tryppi: leirljós foli 4 vetra mark sýlt hægra, hvatt vinstra, illa gjört, með mikið fax; brún meri 3. v., m. hangandi fjöður apt. v., hálfgróin saman, skorinn lokkur ofarlega úr tagli hægra megin ; bleikrauður foli 3. vetra ógeltur, lítill með hvíta stjörnu í enni, marklaus, en skorinn lokkur hægra megin úr tagli. Hver, sem kynni að hitta þessi tryppi, er beðinn að gjöra mjer aðvart um eða koma þeim hingað. Reykjavík 30. okt. 1882. Símon Bjarnason. í næstliðnum Flóarjettum hvarf af hesti mínum ný og vönduð vaxkápa og voru í vösum hennar hálsnet, vetl- ingar og snítuklútur. Hver tekið hefir þetta er mjer nú að vísu þegar ljóst, en það ræð jeg manninum, að hann sendi eða færi mjer þessa muni það bráðasta, og bíði þess ekki, að seinni villan verði argari hinni fyrri. Gljákoti 28. septbr. 1882. Sigurður Grímsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.