Ísafold - 02.12.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1882, Blaðsíða 1
 Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3^/2 kr., í öðium löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD Auglýs ngar kosta þetta hver lína : 'aur. Ímeð meginletri ... 10 með smáletri..... 8 fmeð meginletri ... 15 '\með smáletri.....12 it Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsógn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3 i)j)niim»mnn»» :¦ ._ __,_ ¦. II ¦. ',___._ i-l. ¦ 1 IX 29. Reykjavík, laugardaginn 2. desembermán. 18 82. Um kvennaskólann í Reykjavík. (Frá forstöðunefnd kvennaskólans). Eins og kunnugt er, var það frú Thora Melsteð, er fyrst hreifði því máli að setja á fót kvennaskóla hjerálandi; eptir áskorun hennar myndaðist nefnd af konum hjer í Reykjavík, er tók að sjer að leitast við ásamt henni að koma því máli til framkvæmdar, og var landshöfðingjafrú O. Finsen frá upphafi forstöðukona hennar. Nefnd þessi samdi því næst árið 1872 áskor- anir um samskot til að koma nefndri stofnun á fót, bæði til almennings hjer á landi og til ýmsra manna í Danmörku, er einstakir meðlimir nefndarinnar þekktu, sem og til nokkurra stofnana þar. Árangurinn af áskorunum þess- um varð eigi mikill hjer á landi, og mun það meðfram hafa valdið því, að þegar farið var að hreifa því, að stofna kvennaskóla hjer í landi, þá komu fram uppástungur um, að hagfelldara væri, að hafa slíkan skóla { sveit heldur en í Reykjavik, sem og að einn kvenna- skóli væri engan veginn nægilegur handa landinu; og þetta hefir einnig síðan gefið tilefni til þess að þrír kvenna- skólar hafa komizt á fót í Norðurlandi. Á hinn bóginn safnaðist allmikið fje í Danmörku til að koma á fót kvenna- skóla hjer í Reykjavík, sumpart í pen- ingum og sumpart í öðrum munum, er komið var í peninga með Basar, er haldinn var hjer í bænum; voru sam- skotþessi mikiðaðþakka framkvæmd og áhuga landshöfðingjafrúarinnar, og hafði faðir hennar jafnan til dauðadags alla fyrirhöfn við að taka á móti þeim og koma þeim til nefndarinnar. pannig myndaðist töluverður sjóður, og fyrirþað varð unnt, að setja skólann á stofn haust- ið 1874, og varðþáfrú Th. Melsteð for- stöðukona hans. I byrjuninni hafði stofnunin eigi annað við að styðjast en vextina af sjóði sínum, og styrk, er henni var veittur af stofnunum tveim i Danmörku, „Vallö Stift" og hinu „Class- enska Fideikommissr'; en þegar al- þingi árið 1875 í fyrsta sinni kom sam- an með fjárveitingarvaldi, þá veitti það skólanum 200 kr. styrk á ári af lands- sjóði fyrir árin 1876 og 1877, og í fjár- lögunum fyrir 1878 og 1879 var styrk- ur þessi hækkaður upp í 400 kr. á ári; styrkur þessi var veittur með því skil- yrði eða að því ráðgjörðu, að skólinn stæði undir umsjón stiptsyfirvaldanna. Árið 1878 fór herra málaflutnings- maður P. Melsteð, þess á leit við for- stöðunefnd kvennaskólans, að hann fengi mestan hlut af sjóði skólans, 8000 kr., að láni, til að byggja nýtt hús handa sjer, og veitti nefndin það móti venjulegri rentu og afborgun í 28 ár. Jafnframt var gjörður við hann leigu- samningur um, að leigja skólanum herbergi með ljósi og hita fyrir 280 kr. á ári. pví sem afgangs var af sjóðinum, var mestöllu varið til að kaupa rúmfatnað og önnur áhöld handastúlk- um þeim, er forstöðukonan hefði í kosti heima í skólahúsinu, en sem forstöðu- konan að öðru leyti hefir til afnota. Jafnframt var sama ár, endurnýjaður samningurinn við frú Th. Melsteð um að vera forstöðukona skólans framveg- is, og var ákveðið að hún skyldi hafa fyrir umsjón með 2 bekkjum skólans 300 kr. á ári, og þess utan sem styrk til að halda námstúlkur heima í skól- anum 100—200 kr. eptir tölu þeirra ; (borgunin frá stúlkunum sjálfum hefir verið i kr. um daginn); seinna hefir henni verið lofað, að borgun sú, er hún fær, skyldi vera 100 kr. meiri á ári, svo lengi sem stofnunin er fær um það. Kennslu var henni eigi ætlað að hafa neina á hendi, og tímakennara við skól- ann skyldi hún velja. Á alþingi 1879 voru kvennaskólan- um í Rvík veittar 1000 kr. á ári úr landssjóði fyrir 2 eptirfarandi ár, en sú ákvörðun var gjörð um fjárveitingar til allra kvennaskólanna, að fjeð væri veitt með því skilyrði að hlutaðeigandi amts- ráð, sýslunefndir og bæjarstjórnir veiti fyrir sitt leyti að minnsta kosti helm- ing fjár á móts við þá upphæð, er veitt er úr landssjóði, sem og að skólar þessir stæðu undir umsjón amtsráðanna. Með fjárlögunum fyrir árin 1882 og 1883 eru enn fremur í einu lagi veittar 3000 kr. til kvennaskóla og tjeð skil- yrði eigi nefnt, en eptir ummælum í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar 1881 hefir verið álitið, að fjárveitingin væri þó bundin tjeðu skilyrði. Samkvæmt þessu hefir kvennaskólinn í Reykjavík fengið úr landssjóði fyrir árin 1880 og 1881 900 kr. á ári á móts við 200 kr. af jafnaðarsjóði suðuramtsins, 150 kr. af jafnaðarsjóði Vesturamtsins og 100 kr. af bæjarsjóði Reykjavíkur. Ákvörðun fjárlaganna um aðkvenna- skólarnir skyldu standa undir umsjón amtsráðanna, gaf tilefni til þess, að á- greiningur nokkur varð milli forstöðu- nefndar kvennaskólans og amtsráðsins í Suðuramtinu um, hversu mikil umráð amtsráðið skyldi hafa yfir skólanum. Meðan á ágreiningi þessum stóð, neit- aði amtsráðið að útborga styrk til skól- ans; en ágreiningi þessum hefir verið ráðið til lykta með reglugjörð, er gildir fyrst um sinn, sem oddviti amtsráðsins hefir samþykkt í næstl. sept. Framanaf var aðeins einn bekkur i skólanum, en síðan 1878 hafa þar ver- ið 2 bekkir ; kennsla hef ir verið jafn- aðarlega veitt þar í þessum greinum : skript, reikningi, rjettritun, dönsku.sögu, landafræði, teikning, söngfræði, klæða- saum, ljereptasaum, skattering, baldýr- ing, hekling, bródering, prjónaskap. pess utan hafa næstliðna vetur verið kenndar líkamaæfingar. Skólinn hefir frá upphafi mátt yfir höfuð heitavel sóttur af stúlkum úr öllum hjeruðum landsins; hin síðustu ár hefir tala þeirra verið þessi: haustið 1880: 24, haustið 1881: 36 og nú í haust 22. Eptir síðasta reikningi skólans var eign hans 31. ág. næstl. í peningum 8952 kr, 61.; tekjur hans fyrir næstlið- ið ár voru þessar: krónur Vextir af sjóði skólans......362,14 Styrkur úr landssjóði.......900,00 ------—jafnaðars. suðuramsins 200,00 ------—------vesturamtsins 150,00 ------— bæjarsjóði R.víkur 100,00 ------frá Vallö Stift og Class. Fideikomm.......400,00 Gjöf frá hr. M. Smitt...... 20,00 Aðrar tekjur............ 15,00 Samtals kr.: 2147,14 Útgjöld skólans fyrir næstliðið skólaár hafa verið þessi: krónur Húsaleiga til hr. P. Melsteds 280,00 Borgun til forstöðukonunnar 600,00 Borgun fyrir kennslu á skólanum 739,15 Fyrir auglýsing ......¦ . . i,6o Samtalskr 1620,75 Eptir felli þann, sem varð í Vestur- amtinu næstliðið vor, hefir amtsráð Vesturamtsins eigi viljað á ný veita kvennaskólanum sama styrk sem að undanförnu og minnkar þá að tiltölu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.