Ísafold - 30.12.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.12.1882, Blaðsíða 1
fr Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi nm 3'/, kr., í öðium löndum 4 kr. Borgisti júlim. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur, Jmeð meginletri ... 10 \með smáletri..... 8 !með meginletri ... 15 með smáletri.....12 -^; <3-Rf Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. ^ 1X31. Reykjavík, laugardaginn 30. desembermán. 1882. Strandferðir póstgufuskipanna. Eins og sjá má á ferðaáætlun póst- skipanna fyrir næstkomandi ár, þá eru hinar ráðgjörðu ferðir þeirra nú komn- ar í betra horf en nokkru sinni fyr, með því að nú eiga bæði að verða þær tvær sumarferðir beint á milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, sem bætt var við í fyrra og þess utan janúarferð- in, sem sleppt var í fyrra. Ferðaáætl- unin er þannig yfir höíuð komin í það horf, sem alþingi 1881 óskaði eptir, og þykir oss, að vel megi við það una; vjer látum ósagt, hvort hagfelldara væri, að sjerstakt gufuskip gengi frá Reykjavík kringum landið eins og haldið er fram í pjóð. 27. bl. þ. á.; og áður en ástæða gæti verið til að óska eptir breytingu í þá átt á því fyrirkomulagi sem er, þá yrði mönnum eigi að eins að vera ljóst, að það væri hagfelldara í sjálfu sjer, heldur og að því yrði kom- ið við, án þess að það yrði kostnaðar- samara, en þetta verðum vjer, sem stendur, að skoða eigi að eins sem ó- víst heldur og sem mjög ólíklegt. En það eru aptur önnur atriði við- víkjandi gufuskipaferðunum, er oss þykja þýðingarmeiri. pað sem gjörir gufuskipaferðirnar kringum landið svo þýðingarmiklar er það, að samgöng- urnar landveg eru svo fjarska erfiðar, en þess vegna verða skipin einnig að koma á sem flesta staði að unnt er. Hjer eru engir slíkir aðalstaðir, sem flutningar sjeu greiðir frá langar leiðir og því er það, að fari skipið fram hjá einum verzlunarstað, þá er það eigi ó- víða að öllum þeim, sem búa í nánd við hann er þá fyrirmunað að hafa að heita má nokkur not af gufuskipaferð- unum. pað er því áríðandi, að gufu- skipin komi sem allra víðast við ein- hverntíma á sumrinu; á hinn bóginn er víða eigi nauðsynlegt, að það komi opt við; þó eigi væri nema einu sinni, þá væri það mikill munur; það væri þá t. d. mögulegt að koma þangað hlut, sem eigi væri kliftækur, sem ómögu- legt gæti verið að öðrum kosti, nema með þvi að láta hann gjöra krók á sig til útlanda. pað sem vjer höfum heyrt, að þessu gæti verið til fyrirstöðu, er sumpart það, að það tefði skipið of mikið, en þetta getur eigi gilt um þær hafnir, sem heita má að sjeu rjett í leið skipsins eins og t. d. Reykjarfjörður í Strandasýslu; sumpart það, að innsigl- ingin sje eigi mæld. petta siðara höfum vjer heyrt, að sje ástæðan til þess, að ferðaáætlunin næsta ár munar í því frá ferðaáætlun alþingis, að skipunum er aldrei ætlað að koma við á Borðeyri; að vísu virð- ist þetta fremur vera viðbára en ástæða hvað hana snertir, því það getur varla þótt í sjálfu sjer ófært að láta póstskip um hásumar fara þar inn, þegar reynzl- an er búin að margsýna, að skip- um, sem þar hafa verið á ferð seint á haustum, hefir aldrei hlekkst á1. En sje hjer um verulega ástæðu að ræða, og hvort heldur er, þá væri mjög á- ríðandi að fá mælda innsiglinguna á tjeðan verzlunarstað2, því næst eptir Akureyri er enginn staður á norðan- verðu landinu, sem jafnmörgum gæti orðið gagn að, að póstskipið kæmi við á sem Borðeyri, og þess utan erhöfnin meðal hinna beztu, sem til eru á land- inu. pað er eigi ólíklegt, að póstskip- ið er það kæmi á Borðeyri, gæti fengið svo mikinn flutning þangað eða þaðan, að flutningsgjaldið mundi að miklu eða öllu leyti borga kostnaðinn við að koma þar við, og hvað sem því líður, þá er hjer um svo mikið gagn svo margra manna að ræða, að brýn nauðsyn ber til, að skipið verði eigi framvegis látið fara fram hjá tjeðum stað. Að því er ferðaáætlun póstskip- anna næsta ár að öðru leyti snertir, þá þykir oss eigi ástæða til að óska eptir breytingum á henni nema að því leyti, að 10. ferðin ætti að vera fullum hálf- um mánuði síðar, svo að skipið gæti 1) Hið enska skip, sem hr. Eiríkur Magnússon frá Cambridge var á í haust, hikaði eigi við að leggja inn á Hrútafjörð hafnsögumannslaust þó komið væri fram í nóvember og norðanveður væri allmikið með kafaldi. 2) Úr því að vjer minnumst á mælingar á skipa- leiðum, þá viljum vjer einnig taka fram, að þetta þarf að hugsa um eigi að eins viðvíkjandi öllum verzlunarstöðunum heldur og fleiri stöðum og hið danska herskip, sem venjulega er hjer við land á sumrin, gjörði varla annað þarfara, en að eiga við mælingar þessar. Að þvi er verzlunarstaðina snertir, þá yrði innsiglingin á þá óhultari og að því er aðra staði snertir, þá eru allar líkur til, að til sjeu víðar góð skipalægi, sem nota mætti í viðlögum, eða sem lægju svo vel, að ástæða væri til að haf- skip færu þangað með vörur, t. d. í Hvammsfirði ef það reyndist hættulítið fyrir skip að komast þar inn; það iiggur í augum uppi, að það er mjögmik- ils vert lyrir menn, að þurfa sem skemmst að sækja nauðsynjar sínar. verið á ferð sinni til Reykjavíkur norð- an um land að afliðandi fyrstu rjettum og komið til Reykjavíkur um það bil að skólarnir eru settir þar ; skólapiltar og aðrir, sem við þá eru bundnir, mundu þá geta notað ferð skipsins án þess að þurfa að fara hálfum mánuði of snemma að heiman og bíða svoapt- ur í Reykjavík. pá mætti og nota skipið til að senda til Reykjavíkur kjöt af sláturfje að norðan eða austan, sem ómögulegt er eins og nú stendur, og þess vegna þyrftu sveitamenn, sem nokkru vildu koma með skipinu, eigi að tefja sig frá heyskap við að flytja það á komustað skipsins; að hættu- meira væri fyrir skipið að vera á ferð hálfum mánuði síðar, ætlum vjer óvíst, því þótt dagarnir væru dálítið styttri, þá eru aptur einatt meiri stillingar fyrri hlutann í október en í september. En eitt er það, sem sjerlega er á- ríðandi, og það er að skipstjórarnir kosti kapps um að fara eptir áætlun- inni sem auðið er, sem og að þvi sam sent er með skipunum sje óhætt, svo að það hvorki skemmist nje týnist. A hvorutveggja þessu hefir reynst svo mikill misbrestur að undanförnu, að það er meiri furða, hvað skipaferðirnar hafa verið mikið notaðar heldur en hitt, að þær hafa eigi gjört það gagn, semefa- laust má að þeim verða þegar gott lag væri komið á þær. Að misfellur verði á, þegar ís eða annað slíkt gjörir far- artáima er hjer eigi um að ræða; það getur hver metið við sjálfan sig, hvað hann vill eiga undir þeim óhöppum.er verða kunna af völdum náttúrunnar, en þegar geðþótti skipstjórans og hirðu- skortur þeirra, sem um flutningínn eiga að sjá, á að takast með í reikninginn, þá vandast málið. pað hefir komið fyrir að skipstjórar hafa leyft sjer, að fara fram hjá ákveðnum komustað, þó veð- ur hafi þar verið hið bezta, eða þá að fara þaðan, áður en fyrsti fardagur ept- ir áætluninni hefir verið kominn. peg- ar um flutning er að ræða, þá bætist það við, að hann hefir stundum glat- ast með öllu, eða þó það hafi eigi orð- ið, að hann hefir verið látinn á land, þar sem verst gegndi, og sá er sendi, sízt vildi, og þó hann hafi komist áleið- is, að hann hefir verið meir eða minna skemmdur. Stundum hefir því verið barið við sem afsökun fyrir vanskilun- um á flutningi, að flutningurinn hafi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.