Ísafold - 30.12.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.12.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3V2 kr., í oðium löndum 4 kr. Borgist í júlim. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD <0jlfcPöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara.3 Auglýsingar kosta þetta hverf lína : aur. þneð meginletri ... 10 \með smáletri..... 8 , jmeð meginletri ... 15 '\með smáletri.....12 HIIMÍ IX 32. Reykjavík, laugardaginn 30. desembermán. 18 8 2. Almenn sýning í Reykjavik 1883. í fyrra vor kom iðnaðarmannafjelag- inu í Reykjavík til hugar að gangast fyrir almennri sýningu fyrir ísland hjer í Reykjavík næstkomandi sumar; boðs- brjef um þetta var sent út víðsvegar um land í sumar sem leið og var það svo- hljóðandi: »það er orðið viðurkennt með öllum þjóð- um, hve góð áhrif að síjningar hafi á verkn- að og alla framleiðslu (production). Sýn- ingin gefur þeim, sem annaðhvort eru sér- lega hagir menn, eða hafa fuudið eitthvað nýtt upp, tækifæri til að gjöra handbragð sitt öðrum kunnugt; hún gefur öðrum kost á að sjá, á hverju stigi hver iðngrein er á þeim stöðum, sem munir eru frá sendir, og hún veitir færi á að kynna sjer aðferðir og annað, sem menn ættu torveldlega kost á með öðru móti. Sýningarnar eru spegill, þar sem bóndastéttin eða iðnarstjettin eða lista- mennirnir o. s. frv. geta skoðað sig sjálfa í. Viðurkenningin um nytsemi sýninga virð- ist enda að vera farin að ryðja sér til rúms hjer á voru landi, sem annarstaðar, og hafa Norðlendingar orðið fyrstir til að ríða á vað- ið með að byrja dalitlar sýningar. Iðnaðarmannafjelaginu í Reykjavík hefir nú þótt æskilegt, að á gæti komizt almenn sijning fyrir allt land á smíðisgripum alls konar, tóskap, hannyrðum, verkfærum, veiðarfærum og jafnvel matvælategundum, —að svo miklu leyti, sem þær eru lagaðar til að koma fram á sýningu—og yfir höfuð á öllum þeim hlutum, sem með handafli eða vjelum eru gjörvir eða tilreiddir, og hagleik- ur eða hugvit er í fólgið, og að öðru leyti svo lagaðir, að þeir með hægu móti verði sendir hingað og sýndir hjer. Af hlutum, sem ofstórir þykja til að senda, þykir æski- legt að fá eptirlíki í minni stíl, en að öllu eins, bæði að lögun og stærðarhlutföllum. Sýning þessa hefir fjelagið hugsað sjer að halda í Eeykjavík, um þingtímann 1883, og í því skyni hefir það valið oss, sem hjer ritum nöfn vor undir, í nefnd til að annast uœ sýninguna, veita móttöku gripum þeim, sem sendir verða, raða þeim niður, og yfir hófuð að sjá um allt, er að sýningunni lýtur. Svo er til ætlað, að þeir gjörendur hlut- anna, sem þess eru verðir, samkvæmt áliti sjerstakrar nefndar, sem til þess verður val- in, verði eptir maklegleikum sæmdir heið- urspeningi úr silfri, og úr málmblendingi (bronce), og prentuðu heiðursskjali. Hvað snertir fyrirkomulag með sending- ar á munum þeim, er nefndin væntir eptir, að Islendingar muni senda til sýningarinn- ar, þá hefur hún hugsað sjer það þannig, að sá, sem sendir hluti til sýningarinn- ar, borgi flutningseyrinn til Beykjavíkur, en nefndin aptur á móti borgi flutnings- eyrinn frá Beykjavík, fyrir þá hluti sem kynnu að verða endursendir af sýningunni Með hverjum hlut, sem sendur er til sýn- ingarinnar, þarf aðfylgja fullt nafn og heim- ili sendanda, og sömuleiðis nafn og heimili þess sem hlutinn hefir gjört, sj'e það eigi sendandi sjálfur. Einnig ætti að fylgja ná- kvæm lýsing á notkun þeirra hluta, sem nýir eru eða með öllu óþekktir, og einnig þeim hluium, sem endurbœttir væru, og al- þýðu því ekki kunnir. Enn fremur verður hver sá, sem muni sendir til sýningarinnar, að gefa nefndinni til vitundar hina lægstu verðhæð er hann geti selt þá fyrir, hvort sem þeir eru falir eða ekki. Nefndin áskilur sjer fullan rjett frá eig- endum hlutanna, að mega selja muni þá, sem til kaups eru falir, og sýninguna verða sendir, með því verði sem á þá er sett um leið og þeir eru sendir, og einnig að taka 6f« af andvirði þess er selzt frá hverjum einum. Vonumst vjer þess, að menn eigi setji meir en sanngjarnt verð á hluti sína, því það gæti orðið skaði þeim er eiga að setja það svo hátt, að enginn vildi eiga þá sökum verð- hæðar; og loks áskiljum vjer oss heimild til að senda til baka aptur þá muni, sem ekki ganga út meðan á sýningunni stendur. Vjer leyfum oss að taka það fram, að vjer óskum að fá að vita með marzpóstum 18 8 3, hverju vjer eigum von á, og enn fremur að hlutirnir komi með sírandferða- skipinu, og með póstum eigi seinna en með júníferðinni s. á., sökum þess að undirbún- ingur sýningarinnar hlýtur að hafa töluverð- an tíma og umsvif í för með sjer. En fyrirtæki þetta getur því að eins komizt á, og náð tilætluðum notum, að þér heiðruðu landar ! hver um sig og allir í serm eptir hvers vilja og hæfilegleikum, bregðizt vel við þessu, og styrkið oss á þann hátt er að framan er getið. Efumst vér alls eigi um, að þjer í þessu efni gjörið allt sem í yðar valdi stendur til þess að sýningin geti orðið hlutaðeigendum og þjóð vorri til gagns og sóma«. (Nöfnunum er hjer sleppt). Fyrir hið erfiða árferði hjóta að vísu undirtektir manna undir þetta efni að hafa orðið daufari en þær mundu að öðrum kosti hafa orðið, en eigi að síð- ur er mælt, að svo margir málsmetandi menn hafi lofað að styrkja fyrirtæki þetta, að búast megi við, að því muni framgengt verða; og þykir oss gott að vita það, því að sýningum má gagn verða á margan hátt. Hver, sem nokkuð getur búið til betra eða ódýr- ara en aðrir, á þar kost á að gjöra það alkunnugt, og almenningur getur þar best sjeð til hverra helzt á að snúa sjer, er menn vilja fá eitthvað inn- lent smíði búið til eða einhvern innlend- an varning, |>að sem á einhvern hátt tekur öðru fram verður og öðrum til fyrirmyndar og eptirsókn eptir því knýr menn til að keppast eptir að geta búið annað til jafngott eða betra eða ódýrara eptir gæðum. Vjer viljum því leggja vor beztu meðmæli með fyrir- tæki þessu, og skora á menn að styrkja það á allan hátt. Hið íslenzka l^)ókluelllltafljelag•. (Niðurlag frá bls. 124). Jeg ætla nú í stuttu máli að geta um hinar helztu bækur, er fjelagið hefir gefið út síðan árið 1879. Tel jeg þá fyrst Sýslumannaæfir eptir Boga á Staðarfelli með skýringum og viðaukum eptir Jón Pjetursson jústitiaríus ; er komið út af þeim 1. hepti, sem nær yfir fúngeyjar- og Eyja- fjarðarsýslur, og verið að prenta annað heptið, sem á að ná yfir Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur. f>að getur enginn neitað því, að rit þetta er mjög fróðlegt og þýð- ingarmikið fyrir sögu landsins, enda eru skýringarnar mjög mikilsverðar og samdar með mikilli nákvæmni og fróðleik, því Jón Pjetursson er allra manna fróðastur að því er viðvíkur fornum og nýjum ættartölum, og sjer í lagi í öllum dómum og gömlum brjefum, og hefir hann í riti þessu rannsak- að margt um ættir manna á miðöldunum og getið margs til, er hann hefir leitt út af rannsóknum sínum, og það væri því æski- Iegt, að honum entist aldur til að Ijúka við verk þetta, því til þess mun enginn vera færari hjer á landi en hann, svo að í fagi sje. |>á eru Islenzkar Fornsögur, er fjelagið byrjaði að gefa út 1879, og eru nú komin út af þeim 2 hepti, og vonumst vjer til að fjelagið haldi áfram með að gefa þær út. Arið 1880 gaf fjelagið út Auðfræði eptir síra Arnljót Ólafsson og er hún laglega rituð, því að höfundurinn er eflaust hinn bezti hagfræðingur, sem vjer eigum völ á. Sama ár (1880) tók fjelagið að gefa út Tímarit, og eru komnir út af því 2 árgangar; eru í það teknar ritgjörðir ýmislegs efnis bæði að því er snertir sögu landsins, búnað og fleira, og verður rit þetta að öllum líkindum fræðandi og uppbyggilegt fyrir almenniug þegar fram líða stundir. Náttúrufræðis- bækur þær, sem fjelagið gaf út áríu 1879 og 1880 ætla jeg ekki að dæma um; þær bera sjálfar með sjer, hvernig þær eru af hendi leystar. Arið 1882 gaf fjelagið út

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.