Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 2
Um ábyrgð á pilskipum eptir Edílon Grímsson. |>að er eins og mönnum hjer á landi sje ekki almennt ljóst, hve þýðingarmikil og gagnleg eignatrygging er. Menn eiga og þora að eiga hjer stórfje alveg ábyrgðarlaust. J>ó að þilskipa-útvegur sje hjer ekki mikill, standa samt í honum miklir pening- ar, og þeir allir í hættu, þar sem engin á- byrgð er á skipunum til skaðabóta, ef þau farast. þetta er það sem líka kippir mest úr framförum þilskipaútvegsins, því, eins og eðlilegt er, þykir mönnum mikið í ráð- izt og hika við að kaupa heil þilskip, sem kosta frá 5 til 14 þúsundir króna, þegar menn verða að hafa þessa peninga trygg- ingarlausa og í hættu. |>ví sje skipin ekki í ábyrgð, þá eru þau engin veruleg trygg- ing fyrir verði sínu. f>au eru allt af sömu hættu undirorpin og geta orðið henni að herfangi á hverri stundu, eins og dæmin sýna. Eæstir eru líka svo efnaðir, að þeir geti lagt út úr eigin vasa hálf eða heil skips- verð, heldur þurfa þeir að fá lán meir eða minna; standa svo fjelitlir eða jafnvel stórskuldugir eptir, ef slys vill til og skipið tapast. Og einmitt þetta tvennt aptrar mest fjölgun þilskipa : þeir sem peninga hafa, vilja ekki leggja þá í þessa óvissu og fall- völtu eign, en hinir fátækari, sem hafa hug og vilja til þess að eiga skip, geta ekki náð sjer í peningalán til að kaupa þau, þegar skipin eru ekki veðbær sjálf, en þeir hafa ekki annað veðbært fje að setja til trygging- ar fyrir peningaláni. Til að bæta mikið úr þessu, er sá eini vegur, að tryggja sjer skipaeignina og hafa þau í ábyrgð. Og til að koma ábyrgð fyrir þilskip á, þarf ekki nema samtök og hyggi- lega stjórn þilskipaéigenda sjálfra. Til þess að gera mönnum þetta dálítið ljósara, ætla jeg stuttlega að skýra frá stofn- un og fyrirkomulagi hins eyfirzka skipa- ábyrgðarfjelags, og því gagni, sem það hefir unnið, með því jeg veit, að það er ekki öll- um kunnugt. Skipa-ábyrgðarfjelag Eyfirðingavar stofn- að veturinn 1868. Voru fyrsta árið í því 37 skipaeigendur með 17 skip og skipaeign þessi metin rúml. 83,000 kr. þar af var í ábyrgð fjelagsins nær 39,000 kr. virði með ’/. í ábyrgðargjald og 2\ j° sem inngöngu- eyrir hið fyrsta ár, og urðu þá tekjur til sjóðsins um 2,700 kr. Síðan hafa verið í fjelaginu árlega frá 20 til 33 skip og ábyrgð- arupphæð þeirra frá 80 til 110 þúsund krónur. Síðan fjelagið var stofnað hefir það 1., bætt níu algjörða skipskaða með nálægt.........................kr. 30000,00 2., borgað fjelagsmönnum út innstæðu þeirra þegar þeir hafa endurbætt skip sín mikið, keypt ný skip eða gengið algjörlega úr fjelaginu...................kr. 25817,09 3., síðan 1873 hafa fjelags- mönnum verið borgaðir vextir af innstæðu þeirra; hafa þeir numið að meðaltali á ári tæp- um 1000 kr. eður samtals í þessi 11 ár....................kr. 10651,77 4., og í sjóði áttu fjelags- menn við síðastareikningsárslokkr. 26566,68 Sjóðurinn hefir orðið mest rúm 30 þús- und krónur ; hefir hann heldur farið minnk- andi hin síðari árin, ekki svo mjög vegna skipskaða, er hann hefir orðið að bæta, sem hins, að margir fjelagsmenn hafa hin und- anfarandi bágu ár orðið að selja skipseign sína og þá um leið fengið útborgaða inn- stæðuna. A þessari stuttu skýrslu má sjá, hve mik- ið gagn þilskipaábyrgðin gjörir, og það er víst, að hefði ekki þessi ábyrgðarsjóður ver- ið á Eyjafirði, mundi þilskipa-útvegur vera orðinn þar mikið minni en nú er. því sjóð- urinn hefir ekki eingöngu verið skaðabóta- sjóður, heldur líka hjálparsjóður og spari- sjóður útvegsins. Og þetta vona jeg sanni það, sem jeg þeg- ar hefi tekið fram, að til að koma skipa- ábyrgð á, þarf ekki nema fjelagsskap og hyggilegt fyrirkomulag. Menn geta það auk heldur með tvénnu móti. Onnur aðferðin sú, að ganga í fjelag og skuldbinda sig til að borga í sameiningu hvert það skip, sem ferst í fjelaginu, þann- ig, að jafna niður að rjettu hlutfalli eptir verði skipanna, sem í fjelaginu eru, hinum áfallna skaða það og það árið. Og vildi menn þessa aðferð, þarf náttúrléga engan sjóð að hafa. Eða þá að gjalda árlega svo og svo mikið af hundraði af ábyrgðarverði skipanna og koma með því móti á legg föst- um sjóði til skaðabóta líkt og Eyfirðingar hafa gert ; og er sú aðferð sjálfsagt mikið rjettari og á tryggari grundvelli byggð. Jeg ætla nú að taka til dæmis, að ef ef Sunnleudingar vildu stofna ábyrgðarfje- lag fyrir þilskipin, þá er það vel hægt; það eru orðin svo mörg skip við Faxaflóa, eink- um í Reykjavík og Hafnarfirði, að fljótt gæti myndazt nokkur sjóður, ef ekki vildu I til tjón strax fyrstu árin; það er líka áreið- j anlégt, að ef ábyrgð á skipum kæmist hjer á, ( mundi þeim fljótt fjölga. Jeg ætla nú að gera dálitla áætlun um ábyrgðargjald það, sem ! gæti mest orðið á fyrsta ári hjer; en jeg bið menn aðgæta, að ekki getur hún vérið alveg áreiðanleg, en sem næst vona jeg hún fari. I Reykjavík og Hafnarfirði eru nú 16 þil- skip, og væru þau öll ábyrgðartæk, gjöri jeg 4 fyrsta flokks skip, 7 annars flokks og 5 þriðja flokks. Jeg ætla að miða við ábyrgð- arlög þau, sem voru samin hjer veturinn 1882, að tilhlutun herra Eggérts Gunnars- sonar, bæði með ábyrgðargjald og ábyrgð- arupphæð ; því með litlum breytingum eru þau miklu haganlegri og eiga betur við hjer heldur en ábyrgðarlög Eyfirðinga : Áb.gjald. Áb.upph. Fyrsta flokks skip 4, metin kr. a. kr. 80000 kr. hvert: ábyrgðarupphæð 9/10 ... „ „ 28,800 ábyrgðargjald frá 1. marz til 31. ágúst 3'/j°/o • • 1,008 „ „ Annars flokks skip 7 metin 4,500 hvert: ábyrgðarupphæð 9/10 . . „ „ 28,350 ábyrgðargjald frá 1 apríl til 31. ágúst 3% . . 850 50 „ þriðja flokks skip 5, metin 3000 hvert: ábyrgðarupphæð 9/10 . . „ „ 13,500 ábyrgðargjald frá 14. maí til 31. ágúst 2*/j9/0 . . 337 50 „ Inngöngueyrir af 70,650kr. l'/j0/o 1059 70 „ Renta af inngöngueyrir 4°/0 (sem ætti að borgast áður skip leggja út) reiknist lijer frá 1. júni til ársloka . . 24 73 „ Rentur af ábyrgðargjaldi 4°/0 i þrjá mánuði, þ. e.frá l.okt. 21 96 „ Tekjur samtals 3,302 39 70,650 þetta mun nú nokkuð hátt reiknað; því skeð gæti, að nokkuð af skipunum hjeldi ekki eins lengi út eins og hjer er ráðgert. Svo koma dálítil útgjöld, svo sem virðingar- og skoðunargjörð á skipunum, dagbækur og prentun á lögum fjelagsins. En þessi kostn- aður ætti ekki að yfirstíga 100 kr. En hefðu allir skip sín í fyllstu ábyrgð eptir þessum reikningi, þá hefðu menn hjer full- um 500 kr. meira að byrja með en Eyfirð- ingar, ábyrgðargjaldið þó mikið lægra en þar, og samt meiri ábyrgð ; því að á Eyja- firði fæst ekki ábyrgð nema á f í fyrsta flokks skipum, f í annars flokks, og \ í þriðja flokks. Jeg þykist nú hafa skýrt þetta mál svo vel, að allir geti gengið úr vafa um gagn- semi þess, og sjeð, að það er stórt velferð- armál, ekki einungis fyrir hvern einstakan, heldur útveginn yfir höfuð. Og það væri gleðilegt, ef Sunnlendingar vildu mynda þennan fjelagsskap. Jeg skal vera fús að styðja að því, það sem jeg get. Mjer er það fullkomið áhugamál. Að öðru leyti þarf mjer ekki að vera það neitt kappsmál, því ekki er jeg þilskipseigandi sjálfur, svo hjer getur ekki verið til að dreifa neinum hagnaði fyrir sjálfan mig. Ritað á gamlárskvöld 1884. ' 9 .

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.