Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 1
II Brjef til bæjarstjórnarinnar í Reykjavík út af bæjarfulltrúakosningunni 3. jan. 1885. Jeg álítj að bæjarfulltrúakjörstjórnin hafi ekki farið rjett að við kosningamar 3. þ. m., þar sem hún afsagði að taka á móti atkvæði mínu, þótt jeg kæmi góðri stundu fyrir fundarlok, góðri stundu áður en komið væri að því að kveða upp kosningarúrslitin, en hafði tekið á móti atkvæðum ýmissa kjósenda annara rjett fram að þeim tíma, og löngu eptir að liðin var sú halfa klukkustund, er kjörstjórnin er skyld að bíða frá því að allir kjósendur eru kallaðir fram. f>að er auðsjeð á þvf sem stendur í 8. gr. bæjarstjórnarlaganna: »skal kjörstjórnin bíða hálfa stundu áður en hún slítur kosningarfundinum, til þess að þeir, sem þá eru eptir, með þessu móti fái tækifæri til að neyta kosningarrjattar sínst, —það er auðsjeð á þessum fyrirmælum, að lögin ætlast til, að tekið sje a móti atkvæðum þeirra kjósenda, sem þannig koma eptir á, allt fram að fundarlokum, allt fram að þeim tíma, að ekki er annað eptir en að kveða upp kosningarúrslitin og slíta fundi. f>au gera beinlínis ráð fyrir, að kjósendur geti neytt kosningarrjettar síns allt fram að fundarlokum. Einungis segja þau, að kjörstjórnin sje ekki skyld að bíða þeirra hluta vegna lengur en hálfa stundu. f>að er með öðr- um orðum, að sje hún búin að ljúka sjer af, búin að leggja atkvæðin saman o. s. frv., þegar þessi hálfa stund er liðin, þá má hún slíta fundi og þarf ekki að bíða framar eptir ókomnum kjósendum. En sje hún ekki búin að ljúka sjer af á þeim tíma, þá virðist hún líka eiga að halda áfram að taka á móti atkvæðum ; það 6r ekki að bíða eptir nýjum kjósend- um, þótt hún, úr því fundurinn heldur áfram á annað borð, taki enn á móti atkvæðum jafnframt því sem hún heldur öðrum störfum sínum áfram. En undir eins og hún er búin að Ijúka sjer af að öðru leyti og þá verður hið minnsta hlje á, svo að enginn kjósandi gefur sig fram, þá á hún og þá fyrst getur hún kveðið upp kosningarúrslitin og slitið fundi. |>etta er auðsjáanlega hugsun hjer að lútandi fyrirmæla, og hinn eini skilningur þeirra, er getur samrýmzt orðum og anda laganna: að gera kjósendum sem allra greiðast fyrir, að neyta kosningarrjettar síns, en skylda hins vegar ekki kjör- stjórnina til að bíða beinlínis eptir kjósendum, ef hún er búir. að ljúka sjer af á annað borð,—lengur en þessa hálfu stund. Að fundurinn geti orðið óhæíilega langur með þessu móti eða jafnvel að honum verði ekki slitið fyr en allir, sem á kjörskrá standa, eru komnir og búnir að greiða atkvæði, er hinn mesti hjegómi að ímynda sjer. Flestallir, sem ætla sjer að mæta á annað borð, hafa komið í aðalfioðinu í upphafi fundarins eða fyrri part hans; hinir, sem koma þar a eptir, eru ekki nema maður og maður á stangli. Og þar sem kjörstjórnin þó getur slitið fundi hvenær sem hið minnsta hlje verður á, sjer hver maður, að hún þarf ekkert að óttast, hvað þetta snertir. Auk þess sem hvergi eru nein fyrirmæli um það, hvað er hæfilega eða óhæfilega langur kjörfundur. Menn vita, að í Khöfn t. d. standa kjörfundir opt frá morgni dags og langt fram á nótt. En sem sagt, hjer er engu slíku til að dreifa og ekkert að óttast. Kjósendur koma aldrei svo ótt, þegar líður á kjörfund og komið er t. d. langt fram yfir hina lögboðnu hálfu stund, að ekki fáist nóg hlje þess á milli til að kveða upp kosningarúrslitin og shta fundi. Svo óyggjandi sem þetta virðist vera, er nú héfir sagt verið, þá er svo að sjá, sem kjörstjórnin, eða rjettara sagt meiri hluti hennar, sje eða hafi verið annarar skoðunar. Eptir aðferð hennar að dæma virðist skoðun hennar vera sú, að kjörstjórnin sje ekki skyld að taka á móti atkvæðum lengur en hina optnefndu hálfú stundu eptir framköllun kjósenda hvað lengi sem fundurinn svo stendur. Haldi hún áfram að taka á móti atkvæðum eptir þann tíma, þá er það bara af náð, og þeirri náð getur hún svipt kjósendur rjett þegar henni þóknast, fyr eða síðar eptir kringumstæðum. Hún getur hætt og hún getur haldið áfram. Hún getur dregið fundinn svo lengi sem henni sýnist, tekið á móti atkvæðuin svo lengi sem henni sýnist, og hætt því þegar henni sýnist: þegar henni þykir heutugur tími. Kjósendur hafa þar ekkert um að segja. Kjörstjórnin er húsbóndinn; þeir eiga að hlýða; þiggja það sem þeim er veitt af náð, og lúta henni möglunar- laust, ef henni þóknast að svipta þá þessari náð þegar minnst vonum varir, — þótt hvergi nærri sje komið að fundar- lokum. |>etta virðist vera skoðun kjörstjórnarinnar, eptir því hvernig hún kom fram um daginn. f>að sjá nú allir, hvað þetta hefir að þýða. Væri það rjett, þá væri í stuttu máli úrslit kosninganna lögð d vald kjör- stjómarinnar. Kjörstjórnin væri þá með öðrum orðum nokkurs konar yfirkjósandi, kjörstjórarnir yfirkjósendur. Með því móti, sem nú tíðkast, að þeir greiða atkvæði síðastir, geta þeir haft meiri áhrif en aðrir á kosningarnar, með því að þeir einir vita gjörla, hvað atkvæðunum líöur, og geta hagað sjer eptir því, riðið baggamuninn milli þeirra sem í kjöri eru, þar sem ekki munar meiru en svo. En svo þegar þar við bætist, að þeir geta þar á ofan ef til vill skammtað sjer at- kvæði enn í viðbót eptir sínum geðþótta, haldið áfram að taka á móti atkvæðum í viðbót, ef ske kynni að þar með fylltist mælirinn, sá mælir, sem þeir kunna nú að vilja fá fullan, — því þeir hafa sinn vilja og mega hafa sinn vilja um það, hverjir fyrir kosningu verða, eins og aðrir kjósendur, — og hætt síðan allt í einu, þegar sá mælir er einmitt fullur og komist þannig hjá, að hlutfallið raskist aptur, þá er það að fá þeim í hendur ólöglegt vald og óleyfilegt með öllu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.