Ísafold - 21.01.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.01.1885, Blaðsíða 3
og iðjusemi, sparsemi og reglusemi. Sú menntuu, sem mest er eptir sókzt, er hin gamla latínuskólamenntun, ekki af því að mönnum sje ekki fullljóst, að fæstir verða nýtari menn en ella í þjóðfjelaginu fyrir það, þótt þeir kunni latínu og grísku, heldur bæði af því, að á fáu öðru er völ, og svo þykir sá lífsvegur hefðarlegri en aðrir, af gömlum hleypidómum, einkum því, að menn hafa óbeit á eða lítilsvirða líkamlegt erfiði. Svo vjer hverfum aptur að aðalefninu, um þilskipaútveg og sjómannaskóla, þá tökum vjer það upp aptur, að það sem oss skortir mest, er nóg af vel færum og nýtum mönnum til að vera fyrir þilskipum. f>að er enn hinn mesti skortur á slíkum mönn- um, sem við er að búast, svo lítinn kost sem menn eiga hjer á að afla sjer þeirrar þekkingar og þeirrar reynslu, er til þess þarf. Sá þilskipaútvegur, sem hefir slíka menn, hann les sig úr öðrum, svo sem t. d. útvegur Geirs Zoega hjér sunnanlands, og ef til vill 1 eða 2 skip önnur. það ér auðvitað, að menn verða ekki af- bragðsmenn, hvorki í því nje öðru, fyrir þekkinguna eintóma, þótt verkleg sje; — bókleg þekking eingöngu er allsendis ónóg. Náttúrufarið gerir hjer sem optar mjög mik- ið að verkum. En höfuðskilyrðið er þó þekkingin. Og því er það sem vjer þurfum að láta ganga fyrir öllu öðru í þessu efni, að koma hjér upp sjómannaskóla, eins og talað hefir verið um nýlega hjer í blaðinu. það þarf að koma upp hjer í höfuðstaðn- um föstum og reglulegum sjómannaskóla, og það hið allra bráðasta. f>að er raunar stakasta fyrirmunun, að ekki skuli vera búið að því fyrir löngu síðan. f>að er merkilegt, hvað lengi annað eins fyrirtœki hefir verið látið sitja á hakanum. Eptir því sem kunnugir og skynberandi menn hafa lagt niður fyrir sjer, mundi kostnaður til góðrar sjómannakennslu hjer 1 Evík fráleitt þurfa að fara fram úr 2000 kr. á ári, að meðtöldum jafnvel nokkrum ölmusustyrk handa lærisveinum, sem ekki má án vera eptir því sem til hagar hjer á landi, og ekki þarf að vera neinn óhagur, ef vel er á haldið. f>að sjá allir, að þetta er ekki voðalegur kostnaður. Ætti að fara í metnað um það, sem sjávarútvegurinn af sjer gefur í landssjóð á móts við það sem landssjóður lætur í móti koma til efiingar sjávarútvegi, þá mundi engum þykja hjer til of mikils mælzt. Landssjóðsgjöld af sjávarafla skipta mörgum tugum þúsunda á ári, eins og menn vita. Til dæmis að taka var landssjóðsgjald af þilskipaútveg eins manns hjer í Bvík í sumar um 200 kr. f>að ríður minnst á því, að sjómanna- skólinn hjer véiti mönnum, sem þaðan koma, nú þegar jafnrjetti á við útlenda skipstjóra, til að fara með skip hvar sem vill um heim. f>að ér ckki þar, sem þörfin kallar að. f>að á langt í land, að vjer för- um að reka verzlun í önnur lönd á íslenzk- um skipum. f>að sem á liggur, er að fá góða þilskipaformenn hjer við land. Menn sem geta leitað fiskjarins hvar sem er kring um strendur landsins og þótt veðrátta sje misjafnlega hagstæð. Menn sem bæði vilja og geta haft almennilegastjórn á hásetumsín- um og góða reglu á öllum hlutum útvegnum viðkomandi. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög íslenzkum þilskipa- útveg er almennt ábótavant í þeim efnum, reglusemi og þrifnaði sjerstaklega. f>ar frá muDu vera því miður fáar undantekningar, en sem líka lesa sig úr hvað ávöxtinn snertir. f>að er sjálfsagður hlutur, að þeir sem nám stunda í sjómannaskólanum á vetrum, eiga að vera á þilskipum á sumrum og venj- ast sém bezt allri vinnu, sem þar er unnin, smáu og stóru, og það hjá völdum formönn- um, ef auðið er. Að öðrum kosti verður ekki kennslan að hálfum notum. Hvað skyldi nú vera því til fyrirstöðu, að sjómannaskóli yrði stofnaður hjer þegar á þessu ári, á hausti komanda? Er það ekki búið að dragast nógu lengi ? Er það hugsanlegt að alþingi muni horfa í lítilfjör- legan kostnað til jafnnytsamlegs fyrirtækis ? f>ar á ofan vill svo vel til, að hjer er nú sem stendur völ á manni til að standa fyrir skólanum, sem þeir, er til þekkja, munu hafa bezta traust á til þeirra hluta. f>að er Markús Bjarnason skipstjóri. Hann mun hafa fylliléga næga bóklega kunnáttu til þess, og í annan stað er alkunnugt, að hann er fyrirtak að stjórnsemi og reglu- semi; hans skip, annað af þilskipum Geirs Zoéga, er talið fyrirmynd í þeim efnum. f>etta er mjög mikilsvert. Enn fremur get- ur hann kennt seglasaum, og er heldur ekki iítið í það varið. f>að er ekki lítið framfaramál, þilskipa- útvegsmálið. Til dæmis fyrir Eeykjavík. Af hverju getur Eeykjavík helzt vænt sjer vaxtar og viðgangs? Ekki af verzlun, svo nokkru nemi; verzlun getur því að eins vaxið, að eitthvað sje að verzla með, en vörumegnið vex ekki sjálfkrafa; auk þess eru smákaupstaðir allt af að spretta upp í kringum hana og draga frá henni verzl- uriina. Ekki heldur af iðnaði; hjer vantar flest skilyrði fyrir því, að stórgerður iðnaður geti myndast og þróast. f>að er einmitt þilskipaútvegurinn, sem Eeykjavík getur laughelzt vænt sjer af mik- illa þrifa. Sjórinn er nógur, og björg nóg í honum og stöðug, ef menn bera sig eptir henni með skynsamlegri atorku, útsjón og fyrirhyggju. Ef Eeykjavík t. d. ætti og hjeldi út til fiskiveiða svo sem 30 til 40 þil- skipum,—og eru það þó engin ósköp—, þá mundi mega sjá þess margar menjar og þær góðar. Svo vjer tökum enn til dæmis þilskipaútveg G. Zoéga, því hann er elztur hjer og lengst á veg kominn,—þá nam aflinn á honum í sumar, að eins á 2 skipum, um 26 000 kr., og fóru þar af 12 000 f kaup handa skipshöfnunum, rúmum 20 manns. f>að væri minni bágindin hjer í vetur og minni sveitarvandræði, ef fjöldi heimila hefðu annað eins sjer til bjargar og heim- ili þessara 20 manna. Og þó þótti þetta ekki neitt sjerlegt fiskiár. Auk þess er svo margvísleg önnur at- vinna, sem þilskipaútvegurinn dregur á ept- ir sjer og efiir á margan veg. An þilskipaútvegs verður Eeykjavík aldr- ei annað en það sem hún er: ómerkilegt fiskimannaþorp og embættismannaklaustur. Með öflugum þilskipaútvég getur Eeykja- vík orðið að stórri borg og blómlegri, álíka og gerist f öðrum löndum. En þess nýtur allt landið, beinlínis og óbeinlínis. Fyrirspurn. Er ekki hægt ad gjöra neitt til þess, að Brama- kaupmanninum með tannlœkni Melchior í broddi fylkingar eigi lengur takizt að narra alþýðu hjer á landi með Bitter sínum? Ætti alþingi ekki að reyna að taka í taumana, svo 25—30 þúsundir króna færu ekki árlega í vasa kaup- mannsins fyrir þvílíka heimsku? J. Hitt og þetta. Bíræfni eða skarpleiki ? — Á bæjarstjórn- arfundinum 15. þ. m. út af kosningarkærunni fræddi Magnús Stephensen áheyrendurna á hinni alkunnu sögu um það, þegar Bille fólks- þingismaður í Kliöfn og kjörstjórnin með hon- um varð að ffýja út um glugga bak við ræðu- pallinn uudan ókyrleik í mannsöfnuðinum í fundarsalnum. Yfirdómarinn var að reyna að hrekja það atriði i kærunni, að það væri siður hjer og annarstaðar, að kjörstjórnir væri kurt- eisar við kjósendur. Hann kann nú enga sögu um ókurteisi o/ kjörstjórnar hálfu, en gerir sjer þá lítið fyrir og kemur í þess stað með sögu um hina megnustu ókurteisi af kjóscnda hálju eða þó öllu heldur af hálfu skríls, sem ekki hafði kosningarrjett. Hjer er nú ekki nema tvennu til að dreifa: annaðhvort er þetta harla einkennilegur skarpleiki, samkynja skarpleiki og það, ef einhver færi að reyna að sanna ó- kurtcisi manns, ekki með því að hann liefði sleg- izt upi> á aðra, heldur með þvi, að aðrir hefðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.