Ísafold - 28.01.1885, Side 1

Ísafold - 28.01.1885, Side 1
íemur ít á miSvihidassmorpa. íerl árjangsins (55-63 arka) 4kr.: eríend.s 5 kr. Borgist Ijrir miðjan júllmánuð. ÍSAFOLD. Uppaögn (skrifl.) bandin tiÍ ánmólí- jild nema komin sje iil dtj. Ijrir L atL AisreiHstastoia i isaioldarprenlsm. L sal. XII 4. Reykjavík, miðvikudaginn 28. janúarmán. 1885. 13. Innlendar frjettir ra. m. Um sveitarstjórn og fátsekralöggjöf. 14. Viðvörun gegn Brama-lífselixír. 15. Othello. Hitt Og þetta. 16. Auglýsingar. Forngripasafmð opið hvern ravd. og ld. kl. X 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útián md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd, og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr J. Jónassen Jan. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 21. 1 + 5 29.4 29,3 Na h d Sa hv d F. 22. + 4 + 5 29.4 29,2 Sa h d Sa hv d F. 23. + 3 + 1 29.3 29,9 Sa h d Sv h b L. 24. -r- 2 +- 1 29,9 29,8 Na li b 0 h b S. 25. -r- 2 + 5 29,5 29,3 Na hv b A hv d M. 26. -r- I + 1 29.5 29,6 A h b A h b í>. 27. O + 2 29,6 29.5 Na h b Na h d Fyrri part vikunnar var landsynningar (Sa) með talsverðri rigningu; síðan optast við austurátt; lít- ið föl fjell hjer á auða jörð aðfaranólt h. 26. með vægu frosti. í dag 27. hægur landnorðan, dimm- ur, snjór í lopti. Við jaröskjálfta varð hjer vart á sunnudagskvöldið 25.; tveir litlir kippir kl. 8s/4 og kl. 9'li- Reykjavík 28. jan. 1885. Lauds-yfirrjettardómur. Síra Snorra Norðfjörð í Hítarnesþingum hafði verið stefnt haustið 1881 fyrir gamla kaupstaðarskuld við Búða-verzlun, sem þá stóðu eptir af rúmar 100 kr. Snorri prestur þóttist eigi skyldur að borga, af því að Holger kaup- maður Clausen, meðeigandi verzlunarinnar, hefði ekki skilað sjer kíki, er prestur hafði átt í hans vörzlum um mörg ár, en það hafði prestur að skilyrði í munnlegum samn- ingi þeirra á milli haustið áður um greiðslu skuldarinnar í sumarkauptíð 1881. Prestur sendi eptir kíkinum þá um vorið, en fjekk þau svör hjá kaupmanni (H. Clausen), að hann fengi hann ekki fyr en skuldin væri greidd. Prestur var dæmdur af sýslumanni 28. nóv. 1881 til að greiða skuldina með vöxtum skilmálalaust, ásamt aföllnum máls- kostnaði, er -nam 200 kr. Arið eptir, 6. sept. 1882, var síðan gert fjárnám hjá presti í öllum ixtistandandi og væntanlegum em- bættistekjum hans fyrir skuldinni og máls- kostnaði, sem þá var orðinn 355 kr., eða alls fyrir rúmum 460 kr. Málið kom fyrir yfirdóm í haust, með uppreisn og gjafsókn o. s. frv. Krafðist prestur þar sýknu af skuldakröfunni og ónýt- ingar á fjárnámsgjörðinni og 1400 kr. í skaðabætur, auk málskostnaðar. Lands- yfirrjettur veitti þetta með dómi 19. þ. m., nema hvað skaðabæturnar voru færðar nið- ur í rúmar 700 kr. og málskostnaður í hjer- aði látinn falla niður. J>ess er getið í dóminum, sem hjer er að éins tekið ágrip af,að frásögn prests um samn- ing hans við Holger kaupmann haustið 1880 hafi ekki verið löglega mótmælt af hans hálfu eða umboðsmanns hans ; að því hafi heldur eigi verið mótmælt, að H. kaupmaður hafi þá verið orðinn meðeigandi (associé) Búða- verzlunar og því hær um að semja um skuld- ina að fornspurðum verzlunarstjóranum þar, er málið höfðaði, og loks hafi skaðabóta- reikningi prests ekki verið mótmælt öðruvísi en af því að hann væri »óáreiðanlegur«, en slík mótmæli sjeu of óákveðin. Tíðarfiir er sagt ágætt að norðan. Beztu hagar lengst af í allan vetur og mjög frostalítið. Nú er hlákunni nýljett hjer syðra, en þó er ágætt veður. Slys varð hjer f Bvík 22. þ. m.: vinnukona hjeðan úr bænum drukknaði í Fúlutjarn- arlæk á heimleið með þvotta innan úr Laug- um; er það sjálfsagt bagginn, sem hefir valdið því, að hún hefir ekki getað bjargað sjer úr þessari litlu bæjarsprænu. það er eitt skrælingjamarkið á oss Is- lendingum, og það einmitt sjálfum íbúum höfuðstaðarins, til allrar óhamingju, svo að útlendingar reka undir eins í það augun: að kvennfólkið er haft hjer fyrir áburðar- klára, bæði »á eyrinni«, sem kallað er, og eins í þessum Laugaferðum, um verstu vegleysu og hvernig sem veður er. — |>etta slys ætti nú að verða til þess, að loks yrði af þvf að leggja veg inn í Laugarnar; það er sannarlega tími til kominn. Sæluhúsvörðurinii á Kolviðarlióli, Sigurbjörn, er nú búinn að koina því til leiðar, að nábúi hana Jón Jónsson hefir verið kallað- ur fyrir rjett fyrir óleyfilegar veitingar. það er nú svo. Almenningur spáði ekki miklu góðu um komu Sigurbjörns á Kolviðarhól, enda hefir hann ekki orðið vinsæll þar. Jeg hefi gist hjá honum eina nótt, eptir boði hans sjálfs, en án þess að lýsa því frokar, var gistingin á þann hátt, að jeg hef ekki komið til hans optar. En þar á mót hefi jeg ávallt komið til Jóns og þegið hjá honum beina, og hef jeg vel fundið, hvers virði það var að geta flúið til hans, eins opt og jeg þarf að fara yfir Hellisheiði. Enda hefir þar opt verið húsfyllir, þegar jeg hefi ver- ið á ferð, en cnginn maður hjá hiuum. |>að er eitthvað óskiljanlegt við þetta. Jón er ofsóttur fyrir það, að ferðamenn geta fengið hjá honurn flestar nauðsvnjar 3Ínar. En Sig- urbjörn er launaður af almannafje fyrir það að sitja í þjóðbraut, þótt fæstir vilji nje goti neitt við hann skipt. það er kunnugra en frá þurfi af segja, að Jón er sá eini af þeim þremur, sem verið hafa á Kolviðarhól, er hefir áunnið sjer hylli manna, og sanna það bezt hin almennu meðmæli (þó þeim væri ekki gaumur gefinn), er hann fjekk þegar það frjettist að honum væri vísað burt, sem líklega hefir ekki verið af þeirri ástæðu, að koma Softíu dóttur Hallberu þav> en þó sjálfsagt af gildum ástæðum. En-[þetta kom eins og fjandinn úr sauðarleggnum flatt upp á alla, að Sigurbjörn var orðinn sæluhússvörður, en Jón rekinn burt. En yfirvaldinu þykir má ske að mjer og mín- um líkum komi það lítið við, hver er sæluhúss- vörður. En mjer getur ekki verið sama, og jeg álít það heppilegt, bæði fyrir mig og aðra, að Jón fór ekki lengra en hann fór. það mun verða lítið skjól fyrir hesta í vetur í hinu tilvonandi hesthúsi Sigurbjarnar; eða hvar skyldi vera hey það, sem hann gæti selt ferðamönnum? Meðferð hans á gamla sælu- húsinu er ekki góð, og ótrúlegt að hann hafi haft leyfi til þess; en ef það er ekki, þá ætti hann að hafa ábyrgð á því. það lítur svo út, sem nú eigi að fara að neyða menn til að aðhyllast Sigurbjörn með því að lögsækja Jón, og ef það væri mögulegt, þá að flæma hann í burtu. En jeg vona, að Sigur- björn ríki þá ekki lengi. í janúar 1885. ísak Ingimund88on austanpóstur. Um sveitarstjórn og fátækralöggjöf. Eptir H. I. Arið 1874, segir síra Arnljótur í Andvara (VII 49), að öll gjöldin til fdtcekra á landinu hafi verið 248,134 krónur, og telur hann þessa tölu hina voðalegustu og hörmuleg- ustu samtölu, sem til sje í öllum fjárhag vorum og í allri fjúrstjórn vorri. [>að er von, því sama árið er í þjóðvinafjelags-al- manakinu »Um fjárhag íslands# talin öll út- gjöld landsins 164,733 krónur, og hafa þá fátækragjöldin verið þriðjungi meiri en öll önnur gjöld til landsins þarfa. þcssi voða- lega tala er því tilfinnanlegri en hin, sem tekjurnar til að standast hana eru lagðar með niðurjöfnun á alla landsbúa, sem eru

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.