Ísafold - 30.01.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.01.1885, Blaðsíða 3
19 hann 6 skotum. |>au urðu manninum að bana. Konunni var fundið margt til máls- bóta, sem von var, en það er kallað tákn tímanna á Frakklandi, er dómurinn kvað ekki annað á en útlát 2000 franka. Frá Spáni. Á aðfangadagskvöld jóla kenndi fyrsta kipps af þeim jarðskjálftum, sem síðan hjeldust með litlum millibilum til 4. janúar, og hafa orðið að rniklu mann- tjóni og fjenaðartjóni, borga spellum og byggða. Vjer vitum eigi neitt nákvæmt að greina um tölu þeirra, sem líflát eða lemstra hafa hlotið, en af sögnum blaðanna má ráða, að hjer muni þúsundum mega telja. Mest hefir að kveðið í fylkjunum Malaga og Granada, og sumstaðar hafa heilir bæir hrunið niður. Alhama er einn nefndur (í Granada), og þar stóðu tæp 200 hús uppi af 1750. Hjer fórust meira en 300 manna. í borgunum berst fólkið helzt fyrir á torg- um og undir berum himni, og kveikir bál á næturnar sjer til vermsla. Fjöldi manna hefir flúið bústaði sína frá fylkjunum, sem nefnd voru. Blöðin hafa getið um miklar jarðsprungur á sumum stöðum, og í þær hafa hús sokkið, og á einum stað kyrkja, svo að vart sást til turnsins. Ménn geta ekki enn reitt sig á, að þessar hörmungar sje á enda, því stundum verða jarðskjálftar mjög langvinnir á suðurlöndum (hjeldust í Kalabríu fyrir 100 ára í meira en 2£ ár). Frá Yesturlieiuii. Alþjóðasýning ný- lega vígð í New-Orleans, og talin með þeim stórfengilegustu sem haldnar hafa verið. Sýningarhöllin stærri en »Kristallshöllin« f Lundúnum. Grundvöllurinn undir henni 1,300,000 ferh. feta. Orð haft mjög á, að sýnismunir suðurfylkjanna votti tvennt : blómgun og þrifnað fylkjanna í iðnaði og öll- um atvinnugreinum, og þær framfarir svartra manna eptir fengið frelsi, sem gera þá jafn- snjalla hinum hvítu samþegnum sínum. Um sveitarstjórn og fátækralðggjöf. Eptir II. II. það mundi ef til vill þykja nokkuð stór- kostleg breyting á sveitarfestisákvörðuninni, að hver maður ætti þar hreppsframfæri, sem hann hefir síðast dvalið lengst frá 16. aldurs ári þdr til er hann varð þurfandi1; 1) T. d.: I. Hver maður á þar hreppsframfperi, er hann hefir verið lengst síðast áður hann varð þurfandi,—2. Sá sem þarf meðlags undir eins eptir 16. aldurs ár, á það af sínum fæðingarhreppi. — 3. Gipt kona fylgir manni sínum til hreppsframfæris og börn þeirra, þar til þau eru 16 ára.— 4. Stjúp- börn fylgja að lielmingi hreppi hins látna, en að með því lenti engitin á sínum fæðingar- hrepp, sem aldrei er heldur sanngjarnt og líkist því mest sem sögurnar segja »að vera í álögum« og komast ekki úr þeim fyr en....; nema þeir einir, sem aldrei komast af með- lagi (sveitarstyrk) eptir 16. ár, yrðu að vera 1 álögunum, því eins og hefir verið ætti börn til 16 ára að fylgja foreldranna átthög- um en lengur ekki. En sú breyting ætla jeg að væri hægri viðfangs og hagfeldari. Hversu opt er ekki ýmist með vjelum eða ofríki verið að ýta við sumum, hvort held- ur eru fjölskylduhjón eða einhleypingar, ef þeir sýnast miður efnilegir eða fátækir, til þess að ekki fylli þeir 10. árið þar í sveit ? Og hversu mikil rekistefna verður ekki stundum til að finna sveitfesti einhvers ?; og loks lendir hann á sínum fæðingarhreppi, sem hann hefir margopt ekkert til að segja og ekkert til þess unnið að eiga þar fram- færslu skilið, og vildi ef til vill sízt kjósa að verða fluttur þangað. Hið fyrsta skilyrði til að veita sveitar- styrk, er það, að þeim sem þiggur, sje það ljóst, að svo lengi sem hann ekki endur- gjaldi þeginn sveitarstyrk, sje hann ekki fjár síns ráðandi, og að því sje örugglega framfylgt af hreppsnefndunum að taka af honum öll ráð til að verzla með afla sinn. En þá út heimtist eitthvert ráð til að geta bent þurfalingnum á einhverja atvinnu, þar sem hann gæti fengið nokkurt kaup ; og það væri sannarlega hin bezta úrlausn, er hrepps- nefndin gæti gert beiðandanum. Og trú mjer til, að þá yrðu færri til að kvarta, ef þeir ættu helzt von á að fá þá úrlausn. f>að mundi því vera eitt af þeim nauðsyn- legu fjárveitingum, að hvert sýslufjelag fengi árlega töluverða fjárupphæð af landsjóði til þess að vinna að einhverju þarflegu fyrir- tæki, sem hentugast væri fyrir hvert byggð- arlag og helzt í almennar þarfir, svo sem vegabótum, sem aldrei yrðu of miklar eða of vel gerðar, eða jarðabótum á opinberum eignum, sem víðast eru í hverri sókn, því að kirkjujarðir tel jeg opinbera eign; og þó að landssjóður legði fje til að endurbæta slíkar eignir, þá hefir hann þar bæði tögl og hagldir til að ná sínu aptur. Sýslunefndir ættu að úthluta fjenu til hreppanna og á- kveða eptir tillögum hreppsnefnda, hvað starfa ætti það árið í hverjum hrepp, en hreppsnefndir aptur að skipa sínum þurfa- lingum fyrst og fremst til vinnunnar og gera þeim skil fyrir kaupinu. Verkið, sem fram- kvæmt ætti að vera undir einhvers manns stjórn, er sýslunefndin þar til kýs, skyldi skoðað og matið til verðhæðar. Ef einhver öðrum helmingi föður eða móður, sem á lifi eru. — 5. Oskilgetin börn fylgja báðum foreldrum sín- um og þeirra hreppum. bóndi eða hver einstakur maður æskti eptir að fá slíkt fjárlán til einhvérs fyrirtækis, er hann vildi framkvæma, og til að geta veitt fátæklingum atvinnu, ætti sízt að synja honum þess, heldur veita það með vægum kjörum. f>að er ekki altjend, þótt vetrar- dagur sje og frosin jörð, að eitthvað verði ekki starfað að vegavinnu eða jarðabótum með forsjálegri fyrirhyggju, svo optast mundi mega finna eitthvað til að gera sem gagn væri f. það er víst, að af atvinnuleysinu kemur iðjuleysið, og iðjuleysið gerið út af við okkur. Eitt er enn til mikillar fyrirstöðu góðri sveitarstjórn og til að koma mörgum óspil- sömum á knjen, og það er hið ljúfa lán, sem kaupmenn eru svo fúsir á að láta í tje, við hvern sem biður, ekki sízt ef það er munaðarvara eða einhver búðarvarningur, sem kaupmaðurinn þolir að skaðast á, ef skuldin ekki gelzt. J>að væri því vel gert af kaupmönnum og þeim líklega hagurinn meiri, að lána ekki neinum neitt, nema mót veði eða áreiðanlegri ábyrgð. þó að sumir skoði það miskunnarverk af kaupmanninum að lána og líða aumingja manninn, þá er það í reyndinni ekki meiri velgjörð en ef hann að eins selur honum þarfavöru með vægu verði, en lánar ekki neitt. það eru nokkur dæmi þess, að þegar einhver vill byrja búskap og ganga í hjúskap, fær hann ótæpt lán hjá kaupmanni, sem þá álítur þetta efnilegan nýjan reikningsmann; en reynslan hefir orðið sú, að sá efnilegi hefir aldrei getað borgað veizlukostinn, auk held- ur meir, og naumast það sem árlega þarf á að halda, svo hin fyrsta skuld hefir aldrei minnkað, en heldur aukizt. þetta er nú til að greiða veginn fyrir öreigagiptingunum. Eigi að síður vil jeg ekki hamla neinna þeirra manna giptingum, sem hafa rjett til þess að lögum; það er skerðing á náttúr- legu frelsi, og enginn veit, að hvaða barni gagn verður. Jeg vil að hver maður hafi fullan rjett en líka strangar skyldur, þær skyldur, að annast sig og sína svo lengi sem heilsan endist og jafnvel þó lífið þrjóti, sje eitthvað til sem kona og börn komist af með án mikillar sveitarhjálpar. Yæri það f lög tekið, að hver maður sem ætlar að fá hjónaband, þyrfti til að sýna það og sanna, að haun hefði keypt sjer lifs- dbyrgð, þá væri nokkuð til þess gjört, að hans eptirlifendur hefðu dálítið við að styðj- ast. Tillagið til ábyrgðarinnar mætti vera eptir því sem hver einn kýs sjer, þó mjer þyki ein króna á mánuði eða 12 kr. um ár- ið vera hvað minnst tilfinnanlegt. En þó að einhver geti sýnt ábyrgð sína á giftingar- degi, nægir það ekki til endurborgunarinn- ar, ef ekki er borgað ábyrgðargjaldið æíin-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.