Ísafold - 04.02.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.02.1885, Blaðsíða 2
22 íslenzkar kaupstaðarvörur 1884. Eptir því sein segir í venjulegri árs-skýrslu þeirra Simmelhags & Holms,brakúna 1 Khöfn, um aðflutning á ýmsum varningi frá Nor- vegi, Islandi, Færeyjum og Grænlandi, hefir árið 1883 flutzt frá íslandi til Khafnar hjer um bil þetta: (Til samauburðar eru hjer einnig settar milli sviga samsvarandi tölur úr skýrslunni frá árinu á undan, 1883). Ull 983,000 pd. (1,070,000). Lýsi 8,400 tnr. (9,300). Saltfiskur 14,750 skpd (20,000). Harðfiskur 260 skpd (481). Sauðakjöt saltað 5,200 tnr. (4,200). Tólg 217,000 pd. (164,000). Sauðargærur saltaðar 29,200 (19,600). Æðardúnn hreinsaður 6,900 pd. (6,700). En til Englands: Ull 221,000 pd. (236,000). Saltfiskur 8,000 skpd (7,375). Og til Spánar: Saltfiskur 13,000 skpd. (27,031). Samtals til Khafnar og Englands : Ull 1,204,000 pd. (1,306,000). Samtals til Khafnar, Englands og Spánar: Saltfiskur 35,750 skpd (54,406). Eptir óselt í Khöfn í árslok: Ull 5,000 pd (30,000). Lýsi 500 tnr (1,200). Salt- fiskur 470 skpd (3,437). Saltað sauðakjöt 900 tnr. Tólg 41,000 pd. Saltaðar sauð- argærur 9,200. Mannalát og slysfarir m. m. Hinn 28. des. andaðist óðalsbóndi Benidikt Jóns- son (Ormssonar frá Kleifum í Gilsfirði) á Kirkjubóli í Strandasýslu, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, einn hinn mesti merk- ismaður þar í sýslu. Báturinn, sem getið er um í síðasta blaði að farizt hafi við Isafjarðardjúp með 4 mönnum, var í fiskiróðri. Formaður Jón Kristjánsson frá Barmi í Gufudalssveit. það var um þrettánda, sem hann fórst. Taugaveiki stungið sjer niður hjer og hvar um Skagafjörð í vetur, einkum norður í Fljótum. Skrifað 10. jan.: »1 Glaumbæ er taugaveiki, sem ménn eru hræddir við að útbreiðist, og hefir þó hinn ungi sýslumaður lagt bann fyrir samgöngur við þann bæ, en sem lítill gaumur mun gefinn fremur en vant er, þegar varna á útbreiðslu sjúkdóma«. Tíðarfar. Hjer var vikuna sem leið mesta stórviðri á norðan, frá föstudegi til þriðjudags; á laugardaginn einkum einhver hin mestu aftök, sem hjer koma. Eitthvað 8 manns voru veðurtepptir í póstskipinu úti á höfninni í þrjá daga. Lengra að er Isafold skrifað þetta helzt um tíðarfar. Húnavatnssýslu : Tíð hef- ir nú um langan tíma verið stirð hjer, vegna útsynningshríða. Skagaf. § : Tíðarfar hef- ir verið í vetur óstillt, opt suðvestanvind- ar með blotum. Fljótum ff : þótt snjó- lítið sje og jarðsælt í Skagafirðinum og víðar í sveitum, þá höfum við hjer á út- kjálkanum nóga fannkomu og harðindatfð allt af, alveg jarðlaust síðan litlu eptir jóla- föstubyrjun. þingeyjarsýslu ||: Tíðin hef- ir mátt heita góð það sem af er vetrinum ; fjenaður manna í góðum þrifurn, og hvergi getið um óþrifakláða. Suðurmúlas. T\: Hjeðan er að frjetta beztu tíð síðan um miðjan f. m.; í byrjnn nóv. setti niður mikinn snjó, og gjörði haglaust nokkra daga. Aflabrögð. Aflaleysi enn hið sama hjer sunnanlands. Við Isafjarðardjúp var byrj- aður góður afli um þrettándaleytið. Strönd- um ff: Á Gjögri, aðalveiðistöðunni hjer, hefir aflazt nokkuð í vetur bæði af þorski og heilagfiski. Skagaf. -XT3-: Aflaleysi hefir verið hjer í meira lagi eða jafnvel mesta lagi. Suðurmúlas. T\ : I sumar var hjer mjög lítið um afla, en síðan veturinn kom hefir hann ölnað, og má nú heita að sje góður afli. Skýrsla um búnaðarfjelagið í Svínavatns- hreppi.— Eins og kunnugt er, var búnaðarfje- lagið fyrst stofnað 1842, og má sjá af sögu Jiess í ritinu Húnvetningi, að fjelagið átti mjög erfitt uppdráttar með fyrstu, svo því lá við falli, af því menn vantaði á þeim tíma sannfæringu fyrir nytsemi þess, og jarðabætur voru þá lítt kunnar á Norðurlandi; t. d. hafði engin þúfa verið sljettuð í túni í Svínavatnshreppi fyrir þann tíraa. En fyrir umtölur einstakra manna hjelt þó fjelagið áfram í 4—5 ár; var þá breytt lögum fjelagsins og eru þau prentuð í „Hún- vetn.“ og ákveðið að hver fjelagsmaður lofaði að vinna tiltekna dagsvérkatölu á ábýlisjörð sinni eptir leiðbeiningu forstöðunefndarinnar og skipti hún mönnum í flokka og setti verkstjóra fyrir hvern flokk, er skyldi gefa skýrslu um verkið til nefndarinnar. Hjelt nú fjelagið þann- ig áfram til 1852, að Jón sál. Espólín, sem num- ið hafði jarðyrkju í Norvegi, var kominn heim aptur. Fjekk þá fjelagið ungan og líklegan mann, Björn Erlendsson, til að nema verklega og bóklega búnaðarfræði hjá honum, og heppn- aðist það vel. Yorið 1853 byrjaði lærisveinn Espólíns í fjelaginu á plægingu og vatnsveit- ingu með fl., og hófst þá nýtt framfarastig í íjelaginu, og áhugi jókst þegar menn sáu að jarðabætur urðu fljótunnari og hestum varð beitt fyrir haganleg verkfæri, og var skýrsla um jarðabótaverk ljelagsins það ár prentuð í Norðra 1854. þó að fjelagið væri komið á framfarastig, þá fundu menn, að það vantaði sjóð til að styrkja viðleitni fjelagsins og upp- örfa menn með verðlaunaveitingum, svo að sóminn ræki á eptir með nytsemdinni, enda fylgjast þau ætíð að í raun rjettri, því ekk- ert er sannarlega nytsamt, nema það sje sæmilegt. En fjelagsstjórnin sá sjer ekki fært að koma á tjeðum sjóði fyr en fjelags- menn væru komnir lengra áleiðis. þessi árin unnu fjelagsmenn samt miklar jarðabætur og er skýrsla frá fjelaginu prentuð í „Húnvetn11. 1856. —Voru það ár unnin 707 dagsverk, því nú sáu menn, að jarðabætur borguðu sig ríkulega. En eins og kunnugt er, fluttist hinn sóttnæmi útlendi fjárkláði inn í Húnavatnssýslu sumarið 1857, og veturinn eptir var hann hjer upp- rættur með niðurskurði. Dró þetta úr fram- kvæmdum með jarðabætur í fjelaginu. Samt hjeldu nokkrir fjelagsmenn áfram jarðabótum. þegar menn hjer í sýslu höfðu sigrað þann óvin velmegunar og framfara (kláðann) eða nokkrum árum síðar, þá hjelt fjelagsstjórnin fund árið 1864, og skutu þá 9 menn saman 60 kr. til að mynda hinn eptirþráða sjóð fyrir fje- lagið, og var þá enn breytt lögum þess, og á- kveðið að hver fjelagsmaður skyldi árlega greiða 2 kr. í sjóðinn, og auka hann svo og ávaxta þangað til fært sýndist að verja vöxtum hans til framfara fjelaginu. En þann tíma var hinn mesti skortur á jarðyrkjumönnum í landinu, meðan engin stofnun var innanlands, þar sem menn ættu kost á að nema búfræði. þó gat fjelagið einstöku sinnum fengið menn, sem kunnu að plægja, mæla halla með fl. Gekk svo til 1876. þá fjekk fjelagið Pjetur Pjetursson til að sigla til Norvegs til að læra búfræði og styrkti hann til fararinnar. Eptir heimkomu sína vann hann í fjelaginu 2 sumur, þangað til hann rjeðist fyrsti ferðabúfræðingur í Húnavatnssýslu 1 sumar. Nú í 2 seinastliðin sumur hefir fjelagið haft fyrir verkstjóra Sigurð Magnússon búfræðing, sem lærði á stofnuninni í Olafsdal, og hefir fje- lagið haft mann með honum að sumrinu stöðugt, auk þess sem fjelagsmenn hafa vor og haust unnið að jarðabótum með þeim vinnukrapti sem þeir hafa getað. þessar leiðbeiningar búfræðinga hafa unnið fjelaginu mikið gagn, og sýnir þessi reynsla, hvert gagu búfræðingar geta unnið landinu; og bæri því að hlynna að búnaðar- skólum landsins, að efla þá og laga, svo að þeir gætu orðið að tilætluðum notum og þaðan gæti fengizt nægilega margir menntaðir búfræðingar í verklegum og bóklegum greinum. Með stöðugu áframlialdi og fastri stefnu hefir íjelagið unnið miklar jarðabætur síðan það hófst og má bezt sjá þess ljós merki á ábýlisjörðum fjelagsmanna, og töðuafli hefir aukizt á mörgum jörðum um þriðjung til helmings, og hafa marg- ir fjelagsmenn ástundað að eiga jafnan tals- verðar heyfyrningar. Síðastliðið sumar voru unnin í fjelaginu 1405 dagsverk að ýmsum jarðabótum ; þar af unnu búfræðingarnir 202 dagsverk, og kostaði vinna þeirra með hestabrúkun og verkfærum 582 kr. 54 a., auk fæðis, og má geta þess, að tjeð vinna var unnin af 23 fjelagsmönnum, en kostnaður til búfræðingahaldsins var borgaður af fjelagssjóði og fjelagsmönnum í sameiningu. Af vinnunni komu á hvern fjelagsmann að meðaltali 61 dagsverk, og má eigi meta hvert dagsverk minna en 2 kr. 50 a. með fæði, og eptir því alla jarðabótavinnuna í ár 3512 kr. 50 a. Auk þessa hafa nokkrir fjelagsmenn kostað miklu fje til bæjar- og peningshúsa og hey- hlaðna, sem eigi er talið með i jarðabótavinnu. Á fjelagsfundi að Tungunesi í fyrra vetur var gjörð sú ákvörðun við fjelagslögin, að 2 menn skyldu kosnir árlega til að skoða alla ijenaðar og nautgripahirðingu tvisvar að vetr- inum hjá fjelagsmönnum, og heitið 4 verðlaun- um af fjelagssjóði, sem úthlutast skyldi tilþoirra sem sköruðu fram úr öðrum í peningshirðingu, og samdi fjelagsstjórnin erindisbrjef fyrir skoð- unarmenn, og áttu þeir að áminna og líta ept-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.