Ísafold - 11.02.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.02.1885, Blaðsíða 2
Harðfiskur var í háu verði þetta ár í Khöfn : 122, 130, 135, 137J og jafnvel 140 kr. Saltað sauðakjöt, sem kom til Khafnar með vorinu, frá því haustið fyrir, eitthvað um 600 tunnur, seldist á 63, 62 og 61 kr. tunnan (224 pd. auk íláts). Hið nýja kjöt seldist í haust fyrst á 53 kr., 52þ og 51þ. f>að sem kom í nóvember, seldist á 51J kr., og var það megin-aðflutningurinn, nema úr- vals-vara fyrir 52 til 55 kr. Tólgarverðið var 34 til 32 a. pundið, nema það lítið sem eptir var frá f. á., og sem kom í febrúar og marz ; fyrir það feng- ust 39 til 40 a. Saltaðar sauðargœrur. I Maí og júní komu til Khafnar um 1100 vöndlar af sölt- uðum sauðargærum frá f. á., og seldust á 6 kr. 10 a., 6 kr., 5 kr. 88 a. og 5 kr. 65 a. vöndullinn (2 gærur). I haust seldust þær á 5 kr. 30 a. vöndullinn fyrst, í nóvbr., en fóru síðan lækkandi, allt ofan í 4 kr. 25 a., eptir gæðum. Æðardúnn var í góðu gengi þetta ár og fór hækkandi í verði frá 17J kr. í júlímán- uði upp í 19þ kr. undir árslokin. — I norskum blöðum er mikið talað um, hvern óbærilegan hnekkir fiskiverzlunin á Spáni frá Norðurlöndum hafi beðið 2 árin ' síðustu af viðurkeppni Frakka, sem hafa; tekið upp á að verka saltfisk á sama hátt eða líkan því sem gerist á Norðurlöndum, en eiga miklu hægra með það veðráttunnar vegna, og fá verðlaun fyrir að selja saltfisk til annara landa og hafa hinn spænska markað í nágrenni við sig. Búast Norð- menn jafnvel við að neyðast til að hætta að selja fisk til Spánar. Kvað jafnvel svo rammt að í vor sem leið, að margir farmar af norskum saltfiski (upsa) voru sendir heim aptur frá Spání, eptir að búið var að greiða fyrir hann flutningskaup og toll á Spáni og án þess að tollurinn fengist endur- goldinn. Afleiðing þessa m. fl. urðu gjald- þrot 9—10 kaupmanna í einum bæ í Nor- vegi, Christianssund, og hinar mestu verzl- unarkröggur þar í manna minnum. Um fjárhald kirkna. Eptir f>. Bjarnason. Á hjeraðsfuudi í Kjalarnesprófastsdæmi, sem haldinn var 10. sept. f. ár, hreifði full- trúinn fyrir Njarðvíkursókn, Ásbjörn Ólafs- son, sama máli, sem hann flutti á hjeraðs- fundi 1882, um þá nauðsyn, að ljetta vísitaz- íulaunum af kirkjum, en útvega próföstum laun úr landssjóði. Færði hann sem ástæð- ur fyrir þessu hina miklu fátækt kirknanna og gagn það, er almenningur mundi hafa af breytingu þessari. Jeg var þá, eins og 26 I. jeg er enn, á því máli, að annar vegur væri betri til að auka efni kirknanna, nefnil. sá, | að söfnuðirnir samkv. lögum 12. maí 1882 um umsjón og fjárhald kirkna, fengju í hendur fjárráð þéirra, því að eptir 4. gr. í þessara laga á sóknarnefndin, er söfnuður- , inn hefir tekið að sjer fjárhaldið, að koma i kirkjusjóðnum á vöxtu. Eins og til hefir hagað og hagar viðast enn, hafa prestar og éigendur kirkna sjóð þeirra undir hönd- um vaxtalausan, enda hvílir og sú skylda á Iþeim, sem opt verður erfið, að byggja kirkj- una, er með þarf, og leggja til þess fjeð, að svo miklu leyti sjóður hennar hrökkur eigi. það vita nú raunar allir, að fje vex, er það er á vöxtum, en ekki er víst, að allir hafi gjört sjer grein fyrir, hverjum fjarska kirkj- urnar tapa, þá er fje þeirra liggur vaxta- laust, og vil jeg nú reyna að skýra frá því með fám orðum. Setjum svo, að timbrkirkja standi í 50 ár þangað til þarf að byggja hana aptur, og að hún hafi í tekjur 100 kr. á ári, auk viðhalds og aðgjörðar. þessar árlegu tekjur vaxta- lausar verða, eins og gefur að skilja, eptir 50 ár, 5000 kr., en sjeu þær nú ávaxtaðar með 4°/° og vextirnir allt af lagðir við höfuð- stólinn, þá eru þær að 50 árum liðnum orðnar 15,266 kr. 70 aur., eða meira en tvö- falt hærri. Að vísu á sóknarnefndin að hafa 6 af 100 af árstekjum kirkjunnar fyrir ómak sitt—og það ætti nú að vera meira— og verður það um 50 ár af 100 kr. á ári, 916 kr., en samt eru eptir 14,350 kr. 61 aur. f>á er þar frá éru dregnar 5000 kr., þá sjá menn, að hver sú kirkja missir á 50 árum, sem árlega leggur fyrir 100 kr., ef fje henn- ar er vaxtalaust, 9,350 kr. 69 a.; eða með öðrum orðum : slík kirkja græðir við það að fjárhaldhennar komist í hendur safnaðarins á hverjum 50 árum 9,350 kr. 69 a. Ar 1877 vóru 299 kirkjur á landinu, og setjum svo, að þær sjeu jafnmargar enn. Nú vil jeg enn fremur setja svo, að 149 kirkjur hafi 100 kr., en 150 kirkjur 50 kr. í árstekjur, sem lagðar éru fyrir, og græddu eptir því allar kirkjur landsins að eins á þvi að fá vöxtu og vaxta vöxtu af fje sínu á 50 árum — 2,094,553 kr. þessi reikningur er nú raunar auðvitað áætlaður og tekinn sem dæmi. Kirkjur leggja að líkindum minni árstekjur fyrir, : enda ekki víst, að fje þeirra yrði jafnan ávaxtað með 4 af 100, enda er álitligr hagr þó minni sje. En reikningur þessi gefr að minni ætlun nokkra hugmynd um það, hverju kirkjurnar tapa við tilhögun þá á fjárhaldinu, sem verið hefir, og má undur heita, að svona skuli hafa gengið til öld 1 eptir öld. Eg ætla það hjer um bil full- komlegavíst, að sárfáar kirkjur þyrftu sök- um fátæktar að vera hrörlegar, væri farið rjett með tekjur þeirra. En nú munu menn segja: mikið græða prestar og eigendr kirkna á því, að hafa sjóð þeirra vaxtalausan. En því miður mun gróðinn ekki eins mikill og hann mætti vera. Tekjurnar, sem koma einatt inn í öðru en peningum, renna venjulega inn í bú fjárhaldsmannsins, verða eyðslueyrir, en skuldin fyrir þeitn stendur eptir. Með fó það, sem maður hefir undir höndum vaxta- laust og um ótiltekinn tíma, eru fáir eins var- kárir og með vaxtafje. Jeg held því, að það væri í flestum tilfellum bæði prestum og kirkjueigendum eins skaðlaust eins og það er í sjálfu sjer eðlilegt, að söfnuðirnir tæki við fjárhaldinu. Söfnuðirnir geta nú að vísu samkvæmt lögum 12. maí 1882 eigi fengið fjárráð bændakirkna, nema eigendur vilji, og sjaldnast fjárhald ljenskirkna, nema prest- ur sje því samþykkur, enda væri það nú ef til vill bæði óviðkunnanlegt og enda ó- rjett, að taka fjárráðin af þeim, sem væri búinn að fá þau í hendur, meðan hann vildi halda þeim og væri borgunarmaður fyrir. En við presta og eigenda skipti á kirkjum mundi söfnuðunum optast í lófa lagið að fá fjárhaldið, því þá er tíminn vanalega hent- ugur til þess; enda mætti og breyta lögun- um, ef þurfa þætti, i þá átt, að söfnuðirnir hefðu heimtingu á, að taka að sjer fjár- haldið, ef þeir vildu, þá er nýr prestur fengi brauðið eða eiganda skipti yrðu á kirkjunni. Nokkur orö um húsagerð á sveitabæjum og úttektir jarðarhúsa. Eptir p. Mjer líkaði vel greinin í Isafold í fyrra (13. febr.) »Um húsaskipun á sveitabæjum ofl.« eptir Gesthinn gætna, að þvíleyti sem þar er lýst hinu hörmulega ástandi lands- manna í þessu efni, einkanlega hjer sunnan- lands. J>að verður seint ofsögum af því sagt. J>eir sem hafa fengizt til lengdar við hin- ar svo nefndu jarða-úttektir, geta bezt bor- ið um ástand þjóðarinnar í þessu efni. Og með því að jeg er einn af þeim, sem við það hafa fengizt, nú á milli 10 og 20 ár, þá skal jeg leyfa mjer að skýra nokkuð nákvæmara frá ástandi bæjarhúsa í sveit þeirri sem jeg bý í, það er að segja eins og þau eiga að vera eptir hinuin opt 100 ára gömlu úttektum, sem svo er frá jarðareig- andanna sjónarmiði helgað af ellinni, að eigi má hænufet frá þeim vikja, án þeirra góða leyfis ; og þó jeg eigi í þessu efni sje kunnugur nema í nokkrum sveitum, þá mun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.