Ísafold - 18.02.1885, Síða 1

Ísafold - 18.02.1885, Síða 1
SeniiiT St á miSviMajsmopjna. íer! árjanjsins (55-60 arka') 4kr.; erlendis 5 kr. Borgist fjrir micjan júlímínuð. ISAFOLD. Oppsögn (skrifl.) iundin viJ áramótj- jild nema komin sje til útj. fjrir L oLL ifjreiJslustota i Isaíoldarprenlsm. L sal. XII 8. Reykjavík, miðvikudaginn 18. febrúarmán. 1885. 29. Innlendar frjettir. Almennar varúðarreglur gegn kóleru. 30. Nokkur orð um húsagerð á sveitabæjum og úttektir jarða (niðurlag). ■ 31. Heljarför, smásaga. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurath.uganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Febr. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 11. - ó - 4 29,9 29.9 N hv d N hv d F. 12. - 6 - 3 29.9 29.9 N hv b N hv d F. M. - 3 - 1 30 30,1 N hv b N hv d L. 14. - t - 7 30.3 30,2 N hv d N hv d S. 15. - 8 - 7 30,1 30,1 N hv b N hv b M. 16. - 7 - 4 30 29,9 N hv b N hv b í*. 17- - 5 - 3 30,1 30,1 N h b N h b Alla vikuna betir verið norðanbál með nokkru frosti; síðustu dagana hefir sjóinn lagt, og hefir ísinn náð út undir skipalegu hjer á höfninni; sjóharkan hefir verið tiltölulega meiri. Hjer er alveg auð jörð. í dag 17. er norðanveðrið heldur vægara, þó mjög hvass til djúpanna. Reykjavík 18. febr. 1885. Tíðarfar. Nú er búin að ganga hjer stöðug norðanátt í fullar þrjár vikur, og það ofsaleg meiri partinn, og með talsverðu frosti, en nálega engri fannkomu. Harð- indi manna á milli talsverð í sjóplássunum, með því að engin skepna fæst úr sjó, og eins íaustursveitunum,þar sem er sumstaðar bæði heylaust eða heylítið, bjargarlaust og eldivið- arlaust. þar á ofan bætist, að ýms nauð- synjavara er þrotin í kaupstöðunum ; lítið um mjöl t. a. m., og kol og steinolía ófáan- leg hjá kaupmönnum hjer í höfuðstaðnum. Yesturfarir. Einn kaflinn í landshags- skýrslum Stjórnartíðindanna 1884, sem nú eru nýkomnar út,er um fólksflutninga frá ís- landi til Vesturheims árin 1873—1880, ept- , ir Indriða Einarsson. |>að var ekki byrj- að að safna slíkum skýrslum fyr en 1873, enda ætlar höf. að vesturfarir hjeðan af landi fyrir þann tíma hafi eigi munað svo miklu, að þess hafi gætt verulega í fólkstöl- unni eða öðrum högum Iandsins. Alls hafa á þessu tímabili 2713 íslending- ar, karlar konur, ungir og gamlir, flutzt vestur um haf til bólfestu í hinum nýja beimi. Hver áraskipti hafa verið að þessum mannflutningum, sjest á þessu yfirliti: 1873 291 1874 389 1775 35 1876 1115 1877 44 1878 432 1879 341 1880 66 Samtals 2713 Af þessari tölu voru 811 börn, yngri en 10 ára, 601 milli tvítugs og þrítugs, og 165 yfir fimmtugt. Höf. ætlast á, að ferðin vestur muni hafa kostað þennan hóp allan samtals 450 þús. kr. f>að verða nálægt 163 kr. á mann. |>ar við bætist nauðsynlegur aukakostnaður, á- samt fatnaði og farangri, á að gizka 70 kr. á mann. Hafi nú vesturfarar þessir haft með sjer þar fram yfir 177 kr. virði hver, upp og niður, ibörn og fullorðnir, þá hafa þeir farið með sinn skerf af þjóðaraleigunni, sem var 410 kr. á mann 1880 eða um 30 milj. kr. alls, eptir lauslegri áætlun höf. Hafi það verið minna, þá hafa þeir verið efnaðri að meðaltali, sem eptir voru, heldur en þeir sem fóru, og eins þvert á móti, hafi það verið meira, og er það raunar ólíklegra en hitt. Búiiaðarskýrslurhafa þessi Stjórnart. einnig meðferðis um árin 1880 og 1881. Hjer eru nokkur helztu atriðin úr þessari skýrslu fyrir allt landið: 1880 1881 Nautpeningur, tals . . 21,006 20,923 Sauðfjenaðnr, tals . . . 501,251 524,516 Hross, tals............. 38,019 38,627 Kálgarðar, ferh.faðmar . 268,231 284,121 Vatnsv.skurðir grafnir f. 34,209 35,941 Túngarðar hlaðir faðmar 16,872 13,089 þúfnasljettun, ferh. faðm. 103,300 79,898 Vegna þess, hvað framtal bænda er óá- reiðanlegt, eins og alkunnugt er, þá er lítið að reiða sig á þessar skýrslur. En eptir þeim hefir þó sauðfjenaður aldrei verið jafn margur á landinu sem árið 1881; áður kom- izt lengst upp í 517 þús. (1853). Almennar varúðarreglur gegn kóleru. Eptir landlæknir Schierbeck. Méð því að hingað kemur til landsins á hverju vori fjöldi fiskiskipa frá Frakklandi, eins og kunnugt er, en þar hefir nú geng- ið kólera fram undir ár, þá getur svo farið, að sótt þessi flytjist hingað með fiskimönn- um. Að kólera mundi eigi geta þrifizt hjer á Islandi vegna kulda, er fjarri því að nokkur vissa sje fyrir; hún hefir þvert á móti gert vart við sig erlendis á vetrardag í talsverðum kulda, og því er síður en eigi fortakandi að hún geti látið fyrirberast á Islandi einn sumartíma; það væri að minnsta kosti æði-djarft, að vera alveg ugg- laus um það og fyrirhyggjulaus. Ef svo illa á þá til að takast, að kólera flytjist hingað með frönskum fiskiskipum í vor eða sumar, þá verður að ganga að því með hinu mesta fylgi, að varna öllum sam- göngum við hina frönsku fiskimenn, svo freklega sem við verður komið með nokkru móti. En komist hún á land samt sem áður, þá verður að reyna af fremsta megni að stía heilbrigðu fólki frá þeim sem fengið hafa sóttina, og gæta þéss vandlega, að fötunum af veiku fólki, rúmfatnaði eða öðr- um munum sje haldið öllu út af fyrir sig og síðan hreinsað rækilega eða brennt, til þess að sóttin nái ékki að festa rætur í landinu. Til þess að varna því, að sóttin dreifist út um landið, ríður um fram allt á miklu hreinlæti. Sjer í lagi ríður á, að láta ekki mannasaur safnast fyrir í forum eða salernum, heldur hreinsa allt þess- konar jafnóðum og með stöðugri reglu og vandvirkni. Sömu varúðar verður og að gæta með skólp, hauga o. þ. h., því reynsl- an hefir sýnt það fyllilega, að kóleran dafn- ar hvergi betur og er hvergi skæðari en þar sem jarðvegurinn er óhreinn af saurind- um, skólpi og úrgangi frá hýbýlum rnanna. Enn fremur er ákaflega mikið undir því komið, þegar kólera gengur, að neyzluvatnið sje verulega gott, laust við alls konar rotn- unarefni, því að það hefir sannazt, að kól- erusóttarefnið berst mjög með neyzluvatni. I skýrslu þeirri, sem parlamentið enska gaf út 1856 um kólerusóttina og útbreiðslu hennar, er sagt frá merkilegu dæmi úr Lundúnum fyrir því, hversu mikils neyzlu- vatnið getur valdið um útbreiðslu kólerunn- ar. Nokkuð af þeim hluta borgarinnar, sem liggur fyrir sunnan Tempsá.fjekk neyzlu- vatn sitt frá tveimur stórum vatnsaflafje- lögum, er annað var kennt við Lambeth, en hitt við Southwork & Vauxhall. Yatnsveit-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.