Ísafold - 25.02.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.02.1885, Blaðsíða 4
36 mjög mikla bót frá því sem nú er; jeg treysti því einnig, að tíminn frá 30. jan. til 14. marz reynist nógur til að fá annað- hvort já eða nei um það efni. Jeg fæ ekki skilið að nokkur geti kallað það þröngvun á atvinnufrelsi, þótt reglur og lagatilskipanir yrðu gjörðar um fiskiveið- ar vorar. það eru skýr lög og strangar reglur fyrir veiðinni í hverri sprænu, þar sem von er á laxi; þar má ekki þvergirða, ekki hafa nema vissa möskvastærð á net- um o. s. frv. Mætti þá ekki kalla þetta eins þröngvan á atvinnuveg? »Ain er svo mjó og það fiskisvæði svo þröngt» munt þú svara. þar til svara jeg: Netasvæðið í Faxa- flóa sunnanverðum er ekki breiðara en hver meðal á í samanburði við þann áragrúa af netum, sem því svæði er ætlað; það má skoða Garðsjó og Leirusjó sem mynni á breiðu fiskivatni, og þurfi að gefa lög fyrir veiði í ármynnum, þá þarf þess ekki síður fyrir veiði í Faxaflóa, sem er aðalatvinnu- vegur margra þúsunda manna. Að heimila einum svo mikið atvinnufrelsi, að sá eini þar með megi skemma og spilla atvinnu- vegi margra, væri misskilningur á frelsi. Hafnarfirði 25. febr. 1885. Heljarför. Smásaga frá Vesturheimi. Framhald. »En«, mælti kapteinninn; »jeg er hrædd- ur um að flugbelgurinn beri ekki svo marga«. »Jeg fer með hvað sem tautar«, kallar hinn ungi maður og stökk upp í bátinn. Cowgill kapteinn stundi við og mælti: »Jæja þá; en þjer ábyrgist hvernig fer«. Nú segir hinn ókunni maður til nafns síns og kveðst heita John Winden. »Jeg get þess«, sagði hann, »ef einhver kynni að spyrja eptir mjer, sem jeg gjöri þó naum- ast ráð fyrir«. Síðan kvaddi Cogwill kapteinn ferðafólkið, og hleypti landfestum. Skaut þá loptfarinu í háa lopt að vörmu spori, og hreppti það skjótt bezta leiði á útsunnan; miðaði því þá drjúgum ófram í lárjetta stefnu. Allir voru hljóðir í bátnum langa hríð. Ferðafólkið leit varla hvort á annað og ekk- ert af því var svo forvitið, að það gæti verið að hafa fyrir því að gægjast út fyrir borð- stokkinn ofan á hið fagra land, er blasti við lengst niður undan þeim. Loks tók Crut- ter til máls, og horfði ó ungfrú Dermott: »Eruð þjer einráðnar í að svipta yður lífi?« »Já«, svaraði hún. »Jeg líka«, mælti Crutter. »Jeg líka«, mælti Winden. »Sömuleiðis«, mælti Jarnville. »Og jeg líka«, bætti doktor O’Hagan við. I Síðan varð aptur þögn, í hálfa stund eða þar um bil. Crutter varð til að slíta þögninni aptur, og mælti: »A jeg að segja ykkur nokkuð: mjer finnst nærri því tilvalið að líða svona um loptið langt upp yfir ysinum og þysinum niðri á jörðinni. Væri jeg ekki eins aumur og jeg er, held jeg nærri því að mjer þætti gaman að því«. j »Jeg er mæddari en svo, að jeg geti haft gaman af nokkrum hlut« mælti ungfrú Der- mott; »en jeg ber ekki á móti, að þetta er ekki svo afleitt«. »það væri ekki svo afleitt, ef það lægi bet- ur á manni«, sagði Winden. »það hafði jeg enga hugmynd um, að maður gæti haft nokkurn hlut sjer til af- þreyingar hjer uppi í hæðunum« mælti doktor O’Hagan, hálfglaðlega næstum því. »Mjer finnst nærri því eins og það ætli að fara að brá af mjer dálitla ögn«, mælti Jarnville. »það er merkilegt« mælti Crutter og sneri sjer að ungfrú Dermott, að ungu fólki, eins og yður og honum Winden þarna, skuli leiðast lífið. Að gamlan karl eins og mig langi til að deyja, það er hægt að skilja í því. En af hverju viljið þið deyja? Hvorugt svaraði neinu, hvorki Winder nje ungfrú Dermott. (Niðurl.). Til aliuennings! Læknisaðvörun. þess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lifs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að seg;ja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. J>ar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-ljfs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lifs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [415r. Pyrirspurn. það mun vera bæði löglegt og laglegt, að veita presti brauð, sem liefir verið alræmdur drykkjumaður og verið látinn segja af sjer til þess að hlífa honum við af- setningu og þar af leiðandi eptirlaunamissi fyrir stórhneyxlanlega liáttsemi við messugjörð vegna ofdrykkju? — Svar: það er tilgangslaust að koma með þessa spurningu, nema spyrjandi viti þessa dæmi með fullum rökum, og ætti hann þá að tilgreina það. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m, smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) iiverl ori 15 stala frekast m, öðru lelri efia setuing 1 kr. Ijrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Að þar til gefnu tilefni skal bríjnt fyrir mönnum, að ly ng og mo s a má ekki taka i landareign bœjarins. Sá, er verður uppvís að þessu, má búast við að verða sektaður. Bæjarfógetinn í Beykjavík, h. 24. febr. 1885. E. Tli. Jónassen. Heilræði! Gleymið ekki uppboðinu hjá kaupmanni þorl. O. Johnson á föstudag og laugardag kemur hinn 27. og 28. þar verða seldar ýmsar góðar vörur, svo sem ljerept, svuntutau, borðdúkatau, hálfklæði, sirz, flóneli, sængurdúkar, o. fl.; nokkuð af hinum á- gætú smíðatólum frá Sheffield. Uppboðið byrjar | kl. 10. Gjaldfresturinn er langur. Jórunn þorgilsdóttir á Vælugerði veitir hjer eptir engum óviðkomandi ferðamanni beina nema fyrir borgun. Seldar óskilakindur í Akraneshreppi haust- ið 1884. — 1., sauður, mark: sneitt fr., gagnbit- að hægra; stýft vinstra og brennimark óljóst: J. A. — 2., lamb, mark: hvatt hægra, sneitt apt. fjöður framan v.—Verð þessara kinda geta rjettir eigendur fengið, að frádregnumkostnaði, ef þeir vitja þess fyrir næstu fardaga, hjálirepp- stjóranum í Akraneshreppi. I ð u 11 II. Annar árgangur. 1885. Útkomið 1.—3. hefti (12 arkir). Innihald : Gull. Brjefstuldurinn. Smávegis. — Hag- nýting náttúrukraptanna. Sögukorn frá Svart- fjallalandi. Gyðingurinn í Kúdnía. Smávegis.— Gletni lífsins (íslenzk smásaga, frumrituð). Viltur í skógi. Konungshirðin í Síam. Spak- mæli. Kvæði (Flosi og Kári). Iðunn kostar 4 kr. um árið (40 arkir, i 2 bindum). Útgefendur: Björn Jónsson og Kr. Ó. þorgrímsson. 1'lrimerki kaupir, býttar og selur G. Zechmeyer J Niirnberg (Baiern). Brjefaviðskipti á þýzku frönsku, ensku og ítölsku. (H 13486 b). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.