Ísafold - 04.03.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.03.1885, Blaðsíða 3
/ 39 Ný aóferð. I grein minni í síðustu Isafold stendur; «|>ess ber vel að gæta, að það eru íbúar Eosmbvalanesshrepps, Yatnsleysustrandar- hrepps og Garðahrepps, sem á fjölmennum hjeraðsfundi í einu hljóði samþykkja neta- lagnarlínu»—o. s. frv. Hjeraðsfundurinn var fyrirfram boðaður hjer í hreppi; gekk fundarboðið rjetta boð- leið bæja í milli, auglýsingar um hann voru upp festar á venjulegum stöðum, og hann var enn fremur auglýstur á kirkjufundi. Síðan hjeldu Garðhreppingar fjölmennan fund í Hafnarfirði, til undirbúnings undir hjeraðsfundinn, og á þeim fundi var skorað á vissa menn hjer í hreppnum, að fara suð- ur á fundinn, sjálfsagt til að tala máli Garðahrepps; þessir tilkvöddu menn hjeð- an mættu einnig á hjeraðsfundinum. Geta því Garðhreppingar ekki borið það fyrir, að þeim hafi ekki verið fullkunnugt um hjer- aðsfundarhaldið. Annríki verður ekki um kennt, hvers vegna fleiri fóru ekki suður á hjeraðsfundinn, og heldur ekki veðurátt, því bæði færð og veður var í bezta lagi til þeirrar ferðar. A hjeraðsfundinum var ekki greitt eitt einasta atkvœði mót frumvarpi því, sem nú liggur hjá amtmanni frá hjeraðsfundinum, hvorki af hendi Rosmhvalaneshreppsmanna, Yatnsleysustrendinga nje Garðhreppinga. J>etta er hægt að sanpa, og þetta veit amt- maður, því fundargjörðin ber það með sjer. En í fyrra dag út gekk meðal Garðhrepp- inga skjal nokkurt þess efnis, að biðja amt- mann að samþykkja ekki hjeraðsfundar- frumvarpið, af þeirri ástæðu, að frumvarp- ið banni netalagnir í Hafnarfirði. þetta skjal var sent meðal flestra Garðhreppinga, og undirskrifuðu það sumir, en sumir ekki. J>að merkilegasta er, að sumir af þeim, sem undirskrifuðu þetta skjal, voru einmitt þeir, sem voru búnir að samþykkja fundarfrum- varpið á sjálfum hjeraðsfundinum. þannig var aðalinntak skjalsins. Hvort þeir láta af því verða, að senda amtinu það, læt jeg ósagt; en ólíklegt er það. Að tala um það skaðræði, sem þorska- netalagnir opt hafa gjört hjer í Hafnarfirði, ætla jeg ekki að gjöra hjer; vor fornu lög sýna einnig, að forfeður vorir hafa við- urkennt skaðræði þeirra, og það sem jeg í línum þessum vildi benda á, er aðferð þess- ara Garðhreppinga í máli þessu : fyrst að samþykkja frumvarp fundarins á hjeraðs- fundinum, en svo, þegar heim er komið, skrifa skjal, og biðja menn að undirskrifa, að menn biðji amtið að samþykkja ekki það, sem þeir sjálfir, sumpart í eigin per- sónu, sumpart fyrir sína útsendara, voru búnir að samþykkja. Ef Garðhreppingar hefðu viljj,ð sporna við, að frumvarp hjeraðsfundarins næði samþykki amtsins, virðist eðlilegra, að þeir hefðu fjölmennt svo á fundinn, að atkvæði þeirra hefði getað ráðið þeim úrslitum, er þeir óskuðu. En ef nú þessi aðferð þeirra, sém jeg hef bent á, hefir sömu áhrif á úr- slit málsins, þá vil jeg ráða mönnum fram- vegis til að brúka sömu aðferð. J>að ertals- vert næðissamara, að skrifa nafn sitt heima hjá sjer undir það, sem fyrir mann er lagt, heldur en að ganga suður á Tangabúð, og greiða þar atkvæði. Að endingu skal jeg geta þess, að gamla konferenzráðið í Viðey hefði ekki þurft margar vikur til að hugsa sig um, hvort hann ætti að synja eða veita samþykki sitt um þetta netaiagnarmál. J>að er kunnugt, hvaða skoðun hann hafði á þorskanetum. Hafnarfirði 2. marz 1885. p, Egilsson. Heljarför. Smásaga frá Vesturheimi. (Framh.). »Jeg ætla að segja ykkur nokkuðn, mælti doktor O’Hagan, og fleygði sandpoka fyrir borð, til þess að varna því, að loptfarið lækk- aði. »Vjer eigum öll bana vorn fyrir hönd- um, og því skyldum við þá ekki segja hvort öðru af högum vorum og æfikjörum, úr því að forlögin hafa lagt hjer saman leiðir vor- ar í óláninu ?« »J>að sýnist mjer ætti mikið vel við« anz- aði Crutter; »og jeg ætla.að renna á vaðið, ef þið heitið mjer því, að koma á eptir«. J>au samsinntu því öll fjögur. »Jæja þá«, tók Crutter til máls. »Af mjer er fátt að segja. Svo er mál með vexti, að jeg hefi haft alla æfi nóg fje til þess að geta lifað í iðjuleysi og allsnægtum, og það hefi jeg líka gert dyggilega. Jeg hefi notið allra unaðsemda, sem hugsazt geta í þessu lífi og falar eru fyrir fje, og er nú kominn í það á- stand, að jeg er orðinn ofsaddur af þeim og get ekki meiru á móti tekið. En það er þessa verst, að meltingin er alveg ónýt orð- in í mjer, og nú þjáist jeg allt af af ólækn- andi súr í maganum. Er mjer því lífið ein- tómur byrðarauki. Mig langar sáran til að losast við það.—J>ar með lýkur minni sögu«. J>e8su næst tók doktor O’Hagan til máls: »J>á er ólíku saman að jafna, er til mín kem- ur«, mælti hann. »Jeg hefi í mörg ár verið önnum kafinn við læknisstörf; jeg er nú alveg uppgefinn og af mjer genginn af of- þreytu. Jeg er úttaugaður og ónýtur til alls ; en jeg hefi enga eirð á mjer— jeg má til að vera annaðhvort eitthvað að bjástra eða þá jeg verð að deyja«. »J>að er nokkuð líkt með mig« segir ung- frú Dermott. »Jeg á engan að og er blá- fátæk. Jeg get ekki haft ofan af fyrir mjer með saumum mínum og gét ekki risið lengur undir eymd þeirri og volæði, er jeg hefi átt við aðbúa í mörg ár. Jeg kýsþúsund sinnum heldur að deyja«. »Og jeg«, mælti Jarnville, »jeg er giptu- snauður hugvitsmaður. Jeg hefi árum sam- an verið að fást við að hugsa upp og búa til I reykjar-eyðsluvjel; en nú, þegar jeg er loksins búinn að því, þá vantar mig fje til að kaupa mjer einkaleyfi fyrir henni, og verð að svelta f þokkabót. Jeg hefi leitað fyrir mjer um kostnaðarmann hvar sem mjer hefir til hug- ar komið, en ekki tekizt. Fyrir því hefi jeg nú ráðið það af, að hætta við allt saman og leita mjer hvíldar í gröfinni«. Nú var 'Winden eptir. Hann ræskti sig hvað eptir annað, áður en hann hóf upp sína æfisögu, eins og hann væri hálf-feiminn. »Ef jeg á segja söguna eins og hún er« mælti hann, »þá fekk jeg í gær hryggbrot hjá ungri stúlku, sem mjer lízt á, og nú er jeg búinn að sjá, að lífið er einskisvirði fyr- ir mig án hennar«. Nú varð þögn um hríð. J>á tók doktor O’Hagan aptur til máls. »Loptfarið heldur niður á við« mælti hann, »og jeg held það væri betra fyrir okkur að fleygja ekki út meiru af sandinum, heldur lofa því að síga niður á jörðu og tylla flugbelgnum þar við eik ; bæta síðan í hann og fara upp aptur á morgun í nýjan áfanga«. Hinir fjellust á þetta, og varpaði O’Hagan akkeri. J>að festist í eikartoppi; eptir nokkurt basl tókst að binda flugbelginn við trjeð og stje ferðafólkið síðan niður úr bátn- um. J>að var brjóstugt og eyðilegt umhverfis, þar sem þau voru niður komin. Karlmönn- unum- tókst að kveikja upp eld innan skamms, og tneðan þeir Winden og Jam- ville bjuggu kveldverð, fóru hinir, doktor O’Hagan og Crutter, að búa ungfrú Dermott hvílu til næturinnar. Eptir að ferðafólkið hafði matazt, hneppti það sig allt umhverfis eldinn, og var eins og farið væri að brá af því dálítið. Crutter tók fyrst til máls, og kveðst hafa verið að hugsa um, hvað hörmulegt það væri, að vesalings-barnið það arna (hann benti á ungfrú Dermott) skyldi skorta föng til við- urværis sjer, en hann hafa miklu meira en hann þyrfti á að halda. »Jeg skal segja yður nokkuð, ungfrú Dermott* mælti hann : »ef þjer viljið nú fallast á að snúa aptur, þá skuluð þjer eignast allan minn auð. Jeg hefi lagt hann til guðsþakka, en nú skal jeg búa til nýja erfðaskrá, og segja yður, hvar þjer getið fundið hina, svo þjer getið brennt hana». »Jeg vil ekki snúa aptur«, mælti ungfrú Dermott. »1 yðar stað mundi jeg gera það« mælti Winden. »það er synd, að þjer skulið leggja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.