Ísafold - 18.03.1885, Síða 3

Ísafold - 18.03.1885, Síða 3
47 til öldungaráðsins vann þjóðveldið góðan sigur, er tala þjóðveldissinna óx um 24. Af 87 náðu að eins 20 kosningu úr hinna liði. Frökkum vegnar vel eystra á móti Sín- lendingum. þeir hafa náð fastari tökum á eynni Formósu og rekið Slnlendinga frá Langson og öðrum kastala við landamæri Tonkins. Kalla landið nú hreinsað að mestu. Courbet, aðmlráll Frakka, koin flota Síu- lendinga nokkuð á óvart á höfninni við Sjeipó, og gat sökkt tveimur skipum þeirra með aðsókn sprengibáta. A annari frei- gátunni voru 600 manna, á hinni 150. Italía. Italir komust yfir vík og bæ við Kauðahaf, sem Assab heitir. I haust eða í sumar leið var unnið á ítölskum mönnum til bana á þeim stöðum. þetta hafa þeir haft til saka, og lagt fleiri bæi uudir sig. Massóvat er einn bærinn, sem þeir hafa tekið hervaldi, án þess að gefa nokkurn gaum að mótmælum hinna tyrk- nesku yfirvalda. Hvað þeir ætla meira að vinna, vita menn ekki, en allmikið lið, 3200 manna, er þegar komið til þeirra stranda. Mælt er, að þeir hafi hugað til bandalags eða fulltingis við Englendinga þar syðra, en að hinir hafi mælzt undan, þegar ófarirnar heyrðust frá Khartum, og að þeir yrðu ein- ir að rjetta hlut sæmdar sinnar. fiý z kaland. Alríkisþingið situr nú við toll-lagabreytingar, og gengur það flest fram, sem Bismarck vill. Drjúgur tollur lagður á aðflutt korn og fleiri vörur. Grannar f>jóð- verja og fleiri lönd segjast verða að taka þetta eptir, að minnsta kosti þar sem þýzkaland á í hlut. Fyrir skörungsskap og atfylgi Bismarcks eru málin á Kongófundinu til lykta leidd, ogsvo, að fléstum mun líka. Lönd Kongó- fjelagsins eru gerð að ríki sjer—konungs- ríki, segja blöðin sem bezt þykjast vita—, og mun Belgíukonungur ætlaður til höfð- ingja. Yfirstjórnin verður að minnsta kosti í Bryssel, en umboðsstjórnin þar syðra í höndum landstjóra. Menn ætla, að Stan- ley verði það embætti á hendur falið. Skotlandi 7. marz 1885. Út af hinum hraparlegu tíðindum frá Súdan : falli Gordons o. 8. frv., tóku þeir sig til, andvígismenn Gladstones í parla- mentinu, og báru þar fram tillögu um að þingið lýsti yfir því, að það hefði ótrú á hon- um og sessunautum hans í ráðaneytinu. Eptir margra daga rimmu urðu þau mála- lok, að tillagan var felld í néðri deildinni 27. f. m.,með 302 atkv. gegn 288, en sam- þykkt í lávarðadeildinni með 189 atkv. gegn 68. Gladstone átti ráðstefnu við sessu- nauta sína daginn eptir, og var það að ráði gert, að hyggja ekki áannað en standa við stýri jafnt sem áður, til hausts að minnsta kosti, en þá eru ráðgerðar nýjar kosningar. þetta þykir vel ráðið flestum nema Tory- mönnum og Parnells-liðum. Frá Súdan engin ný týðindi. Englend- ingar búast við að geta þar ekkert að hafzt nú í þrjá mánuði, fyrir hita sakir. Ymsný- lenduríki Breta, þar á meðal Kanadamenn í Vesturheimi, hafa boðið þeim ótilkvaddir liðskost nokkurn á sjálfs síns kostnað í hern- aðinn í Súdan, og þykir það drengskap- arbragð. Yiðsjár nokkrar með Bretum og Rússum austur í Asíu. Hafa Kússar gengið fyrir skömmu heldur nær Afgönum, skjólstæðing- um Breta, og spá sumir, að þeir ætli að sæta því færi, að Bretar eiga í þessum kröggum í Súdan. Fjörutíu manna týndu lífi í kolanámueldi nærri Newcastle 2. þ. m. Bavdaríkin í Ve s t ur h e i m i. Rík- isforsetinn nýi,Cleveland, var setturinn í em- bættiðá. þ. m., einsog lög standa til. Hann kom við það helzt í innsetningarræðu sinni, hvér nauðsyn til þess bæriað varðveitastjórn- arlög ríkisins og kvað sjer mundi hugarhaldið að hafa frið við allar þjóðir, en sneiða hjá bandalagi við útlend ríki. Hann sagði að samvizka þjóðarinnar krefðist sómasamlegr- ar meðferðar á Indíönum.og þess annars, að fjölkvæni væri niðurbælt með öllu. Um ýsulóðarbrúkun í Árnessýslu. það hefir verið farið nokkrum orðum í blöðunum um ýsulóðarbrúkun; skal jeg því einnig skýra frá hvernig hún komst á hjer í Arnessýslu, og hvaða áhrif hún hefir haft á aflabrögð manna í þau hjer um bil 30 ár, sem hún hefir verið hjer tfðkuð. það var Gísli bóndi Magnússon, á Vestri-1 Móhúsum í Stokkseyrarhverfi, sem fyrstur tók hjer upp ýsulóð; mig rninnir það væri vorið 1854. Brá svo við,að hann fjekk dag- lega, þegar á sjó gaf, frá 40 til 100 í hlut; en á haldfæri fengust þá—viðlíka og fyrir- farandi hafði verið—frá 20 til 40 í hlut á dag. En það var heldur ekki nema þetta eina ár, sem Gísli var einn um hituna með lóðina: vorið eptir var hún almennt tekin upp í Loptstaðasandi, Stokkseyri og Eyr- arbakka; féngust þá 5 til 12 hundraða hlut- ir, og var það meira en venjulegt hafði ver- ið áður. Nú fóru menn að brúka lóðina vor og haust, og enda síðari hluta vetrarvertíð- ar; en framan af vetrarvertíð þótti, fyrst í stað, vissara að hafa hana ekki, því sumir voru hræddir um, að það kynni að spilla aflabrögðum. En 1870 var hún samt tekin upp þegar með vértíðarkomu, og hefir hún síðan verið tíðkuð árið um kring f fyrnefnd- um veiðistöðum. Hefir það gefizt vel. Vetrarvertíðarhlutir hafa t. a. m. síðan ver- ið að meðaltölu frá 600 til 1400, eða þar ná- lægt. Að vísu hefir meiri hluti aflans, eða nærfellt f hans, verið ýsa; en þorskaflinn hefir samt verið fyllilega eins mikill og áð- ur fjekkst á haldfæri. þó er þess að geta: að feitur fiskur, sem er í göngu og með síl- ferð, tekur ekki lóðina eins vel og sá, sem er ætislaus og megri; en fæst betur á hald- færi í þorlákshöfn vat lóðin ekki tekin upp á vetrarvertíð fyr en 1877; hefir það gefizt svo, að síðan hefir aflazt talsvert betur en áður. A þeim tfma sem síðan er liðinn hefir þar verið lægst hlutarupphæð á 4. hundraði—þar telja menn tólfræð hundr- uð;— talsvert af því var ýsa, en þó svo mikill þorskur, að nam 2 skpd., úr hlutn- um, af saltfiski. Hæst hlutarupphæð þar, á þessu tímabili, mun hafa verið á 9. hundr- raði. Eigi hefir þó lóð verið tekin upp í þorlákshöfn fyrr en 10. aprílm. þessi árin; menn hafa komið sjer saman um að stunda haldfæri frá vertíðarbyrjun — sem er með Góukomu—, og til þess tima; hefir þetta gef- ixt vel, því eins og fyr er getið, fæst göngu- fiskur betur á á haldfæri en lóðir. Beitan, sem í öllum þessum fjórum veiði- stöðum er höfð á lóðina um vetrarvertíð, er næstum eingöngu hrognin úr fiskinum. þau eru bézt ný; þó má líka salta þau hæfilega í ílát; en ekki má saltið vera meira en svo, að hrognin sjeu lin og ekki þurfi að bleyta þaú út. það þykist jeg mega fullyrða, að fiskur egnist að, þar sem lóð er brúkuð, og skal jeg skýra frá þeim rökum, sem jeg hefi fyr- ir því. þegar menn höfðu tekið upp lóðir f Loptstaðasandi, Stokkseyri og Eyrarbakka, þá brá svo við í þorlákshöfn, að fiskur hætti að fást á haldfæri á venjulegum grunnmið- um, nema hann væri í göngu; menn urðu að leita hans á djúpmiðum vestur í Vogar- sjó (opinn Selvog); en hinir, sem lóðina höfðu, fiskuðu þá á grunnmiðum sínum. þegar lóðin var tekin upp í þorlákshöfn, fiskaðist einnig á hana á grunnmiðum þar; þó ekki mjög grunnt fyrstu árin; en síðan hefir fiskurinn gengið grynnra og grynnra, svo að næstliðið ár mátti svo segja, að lóðin væri lögð rjett fyrir utan varirnar, og tekin aptur seiluð af fiski. Lóðin er, ef til vill, hið eina veiðarfæri, sem dálítið hamlar því, að útlendir fiski- menn dragi fiskinn frá landinu; því beiti menn hrognum á hana, verður talsverður niðurburður, og hann kemur því til leiðar að fiskurinn staðnæmist á grunnmiðunum

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.