Ísafold - 20.03.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.03.1885, Blaðsíða 1
tour ái á miívMajMiorpa. I«5 írjanjsins (55-Bö arka) 4kr.: eriendis 5 kr. Borjisl frá micjan jnl;mánn3. ISAFOLD. öppsöjn (stail.) trandm vio áramót, ó- »ild nema komín sje iil úlg. ívnr 1. itL Mjreiísinstota i Isatoldarprentsm. i. sai. XII 13. Reykjavik, föstudaginn 20. marzmán. 1885. 49. Innlendar frjettir m. m. Ferðapistlar frá pýzkalandi. 50. Enn ura fiskiveiðamálið. 52. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12-2 útlán md., ir.vd. og ld. kl. 2 — 3 Póstar fara 24. marz (v.), 25. (n ) og 26. (a.). Póstskip fer 22. marz. Sparisjóður Rvikur opinn hvern mvd og Id. 4 5 Reykjavik 20. marz 1885. Tíðarí'ar. Vetrarfar með strangasta móti á Vesturlandi; sífellt fjúk og frost- hörkur. Allar skepnur á gjöf frá því nieð jólaföstu eða því sem næst. Isalög á Isafjarðardjúpi einhver hin mestu er menn muna. Póstur reið á ísum beina leið úr Ögri í Vatnsfjorð og þaðan aptur beint að Arngerðareyri (yfir Eeykjarfjörð og lsafjörð þveran). Sömuleiðis var Hvammsfjörður allur lagð- ur, svo fara mátti á ís beint frá Dagverðar- nesi í Stykkishólm. Yfir 100 fjár fórust í kafaldsbyl á einum bæ á Langadalsströnd, Skjaldfönn, í fyrstu viku Góu ; það hrakti þar í á. Sömu harðindatíð er að frjetta að norðam Látlausar stórhríðar vikunum saman. I Fljótum og Hjeðinsfirði óminnileg snjó- þyngsli; bæir sumir alveg í kafi. Við hafis hvergi vart. Mamitjón af' slysföruin m. m. Bát- ur fórst með 4 mönnum í fiskróðri frá Hnífsdal við Isafjörð í fyrstu viku Góu; formaður Halldór Sigurðsson af Isafirði, ættaður úr Skagafirði. I sama bylnum urðu tveir menn úti milli bæja frá Hraundal á Langadalsströnd að Melgraseyri. Um sama leyti lágu 3 menn úti í 7 dægur í eyðifirðinum Lónafirði í Jökulfjörðum. f>eir voru þar á bát að veiða fugla. þeir gérðu sjer skýli af bátnum, en veðrið braut það. þ/á kól mjög, einn svo, að hætt er við að missi báða fætur. Tvo fugla gátu þeir veitt sjer til næringar; annað höfðu þeir ekki. Maður drukknaði í Ulfsdölum norður 31. jan.; var að setja bát undan sjó við á. mann ; kom þá ólag og tók þá alla út, en brimið skolaði hinum á land aptur. I'óstgöngur. pær hafa gengið æði- skrykkjótt hjer í vetur sumstaðar, og veldur því bæði ótíðin, og annars vegar hver slysn- in eptir aðra af hendi póststjórnar og póst- afgreiðslumauua. Póststjórnin sjálf rennur á vaðið með því, að gefa ekki út póstáætlunina fyr en svo seint, að hún gat ekki komizt í tæka tíð til Austfjarða. Póstafgreiðendur þar standa svo uppi áætlunarlausir á nýjárinu. Bn í stað þess að taka það ráð að senda pósta af stað í tæka tíð samt sem áður, t. d. eptir fyrra árs áætlun, sem ekki virðist hefði þurft nema meðalráðdeild til, þá taka þeir þann kost að senda alls engan póst,fyren nýja áætl- unin kæmi, hvort sem það yrði fyr eða síðar. Fyrir þessa samvöldu fyrirhyggju og ráð- deild póststjórnar og póstafgreiðslumanna á Austfjörðum koma nú fyrst, í þriðju póstferð á árinu, pdstbrjef hingaðþaðan síðan á nýjári. A öðru leytinu tók póstafgreiðslumaður- inn í Arnarholti upp á því, að tína úr og láta skilja eptir af báðum póstum (vestan- og norðan-) í janúarferðinni hjeðan alla inn- lenda blaðaböggla, þótt búið væri um sem krossbandssendingar (þ. e. ólokaðir), en slík- ar sendingar hafa að lögum jafnrjetti til flutnings á við lausabrjef. I næstu ferð fengu þær að leggja af stað yfir fjallið, en þá tók við póstafgreiðandinn í Hjarðarholti í Dölum og kyrsetur þær þar, sem vestur áttu að fara. Með þessu ráðlagi hafa Vestfirðingar eng- in blöð fengið tvær póstferðir samfleytt, og Norðlendingar og Austfirðingar eina að minnsta kosti. það er naumast til þess ætlandi, að blaða menn eða aðrir hlutaðeigendur þoli þessa lögleysu bóta- eða átölulaust. þeirra ský- laus rjettur er að fá blöð sín send meðpóst- unum skilmálalaust jafnt lausabrjefum, hvað sem það kann að kosta landsjóð, svo framarlega sem þau eru í hinum lögboðnu svo nefndu krossbandsumbúðum, þ. e. hvort heldur í eiginlegu krossbandi eða í límdum hólkum o. s. frv., ef böggullinn fer ekki fram úr 5pundum. Feróapistlar frá Þýzkalandi. Eptir ^owaid &hoiodc>5e,n. Leipzig 15. febrúar 1885. Um kvöldið 13. febrúar fór eg frá Höfn sem leið liggur til Korsör. Á þeim vegi er ekki margt að sjá, sízt á vetrardegi og í hfilf- dimmu. Frá Korsör fór eg um nóttina á gufuskipi til Kiel. Veður var hvasst, en skipið stöðugt og gott hjólskip og haggaðist lítið, þó ókyrrt væri. f>að var bálhvasst á þilfarinu og kolsvarta myrkur, ekkert sást nema hvítgræn glampandi froðan undan hjólunum og gneistaflugið úr reykháfnum. A einstaka stað sáust rauð ljós á skipunum kringum oss, eins og glóandi kattarglyrnur í náttmyrkrinu. Kl. í um morguninn vor- um við komtiir til Kiel og fótum í land kl. 5. þá var þó enn alldimmt, en samt var fólk farið að ganga til vinnu. Eins og kunnugt er liggur Kílarbær við botninn á löngum firði. þar er eitt hið helzta herskipalægi Prússa; hafa þeir nú á seinni árum byggt þar stórkostlegar hervarn- ir, skipakvíar, kastala og virki, og hafa búið sem bezt um sig; hefðu þeir líklega seint getað komið svo góðum fótum undir skipa- stól sinn, hefðu þeir eigi náð Kiel frá Dön- um, því þar er hin bezta höfn. í Kiel er háskóli, ýms vísindasöfn o. fl.; en ekki var tími til að skoða það. f>að er auðfundið, að maður nú er kominn til Jiýzkalands. |>að er auðheyrt á malinu og auðsjeð á hermanna-einkennisbúningun- um þýzku. Alstaðar er fullt af hermönnum, lögreglum og öðrum þjónustumönnum stjórnarinnar ; þar eru broddhjálmar prúss- neskir og borðalagðar húfur með breiðum kolli á hverju strái. Alstaðar eru auglýs- ingar frá lögreglustjóminni, er segja og fyr- irskipa, hvernig menn eigi að haga sjer hvað sem fyrirkemur,hugsanlegt eða óhugsanlegt. A járnbrautarstöðvunum í London rekur maður fyrst augun í risavaxnar auglýsingar um mustarð, kynjalyf og annað því um líkt; á býzkalandi blasa alstaðar við forboð og fyrirskipanir stjórnarinnar. Stjórnin fer með þegnana eins og börn, sem hún þarf að leiða svo þau detti ekki og meiði sig. Eáð- legast er fyrir hvern þann.er ferðast a f>ýzka- landi að hafa passa, því lögreglustjórnin er mjög forvitin um hagi manna, enda hefir eptirlit með útlendingum mjög aukizt síðan gjóreyðendur, óstjórnarmenn og aðrir þess konar þegnar fóru að fara eins og logi yfir akur um öll lönd og pota sprengitólum sínum inn í hverja smugu. Frá Kíl fórum við til Neumiinster. par eru aðalvegamót járnbrautanua í Holstein. þar eru vefstaðir töluverðir og 12000 íbúar. Bæði þessi bær og aðrir hæir í Holstein eru likir smábæjum í Danmörku, húsin lág með rauðum þökum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.