Ísafold - 01.04.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.04.1885, Blaðsíða 4
60 gjald í ómakslaun. feir höfðu yerðlagsskrá yfir mesta fjölda af titlum og krossum. Barúns- nafnbót kostaði 30,000 franka (um 22,000 kr.), riddarakross Kristsorðunnar frá Portúgal 3000, offísérakross sömu orðu 4000, kommandörkross- inn 6000 o. s. frv. Sem nærri má geta, fengu hlutaðeigendur aldrei það sem þeir keyptu, en yar haldið við trúna með eintómum yífilengjnm. Ymsir meiri háttar menn höfðu verið hafðir að ginningarfíflum með þessum hætti, en kynokað sjer við að kæra, til þess að verða ekki að athlægi. tíreifi nokkur Ambais að nafni, langaði í kross og leitaði þeirra fjelaga í því skyni. Jeir lofuðu að útvega honum sendiför austur í Asíu í stjórnarerindum og þá mundi hann fá krossinn er hann kæmi heim aptur. Hann galt 2000 franka, og ferðaðist austur, með meðmælingar- brjef til franskra konsúla þar, er þeir fjelagar höfðu útvegað honum. Hann kom aptur, en bíður enn eftir orðunni. Auðugur kaupmaður einn hafði borgað 5000 franka fyrir að útvega handa sjer riddarakross heiðursfylkingarinnar. Einn þeirra fjelaga, er Soudray heitir, sagði frómlega frá því fyrir rjettinum, að peningar þessir hefðu verið ætlaðir til að múta þing- manni einum til þess að útvega orðuna hjá hlutaðeigandi stjórnarherra. Bankamaður einn nafnkenndur og stórauðugur, er Ephroussi heitir, átti að greiða 100,000 fr. fyrir að fá kommand- örkross heiðursfylkingarinnar. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (Jakkaráv. 3a.) hvert orí 15 staía frekast m. öðru letri eía aetninj 1 kr. tjrir tyunlung dálks-lenjdar. Borjun út í höni. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt fjárnámsgjörð eptir sátt verður húseignin No. 1 í Vallarstrœti hjer í bœnum (Lambertsens hús) til skuldalúkningar boðin upp við 3 opínber uppboð, sem haldin verða 25. apríl, 2. maí og 9. maí þ. á. Uppboðin byrja á hádegi og verður 1. og 2. uppboð haldið á skrifstofu bœjarfogetans, en hið 3. við húseignina, er selja á. Skilmálar fyrir sölunm verða til sýnis á skrifstofu bœjarfóget- ans viku á undan 1. uppboði. Skrifstofu bæjarfógetans í Beykjavík 1885 E. Th. Jónassen. Laugarnes. peir, sem œskja þess að fá til ábúðar heimajörðina að Laugarnesi með rjetti til beitar utan túns fyrir sínar skepnur, umbiðj- ast innan sumarmála nœstkomandi að snúa sjer til undirskrifaðs bcejarfógeta þar að lút- andi. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23/s 1885. E. Th. Jonassen. J>ar eð jeghefi áformað að víkjaburt úrþessu plássi á næstkomandi sumri, þá bið jeg hjer með alla, sem jeg á hjá skuldir, að borga mjer þær fyrir þ. á. ágÚBtmánaðar lok til mín. Álfsnesi 19. marz 1885. Bjarni Jónsson. Til almennings! Læknisaðvörun. j>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á Íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er rnjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegieika, sem ágæta inn egta. j>ar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júli 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Hús til sölu eða leigu. Húsið nr. 2 á Arnarholtslóð (á horninu á Bakarastíg og Ingólfsstrceti) er til sölu eða leigu frá 14. maí nœstkomandi. peir, sem vilja kaupa eða leigja, geta snúið sjer til undirskrifaðs. Reykjavík, 28. marz 1885. Kr. Ó. jýorgrímsson. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 11. næsta mánaðar, verður eptír beiðni herra konsúls W. G. Spence Patersons, haldið opinbert uppboð í Hafna/rfirði, og þá selt ýmislegt góz, tilheyr- andi hinu íslenzka brennisteins- og kopar- feLagi, svo sem—múrsteinn (bœði eldfastur og almennur), sement, sprengipúður, blý, járn- þráður, steðji, 2 lausasmiðjur, ýmisleg smíða- tól, stór bátur, timbur, 2 húsgrindur (til höggnar), nýir pokar, vinduspil, þakfelt, gufuvjel og ketill, pottar, katlar, 0. fl. verk- fœri til að hreínsa brennistein, aktygi, reið- tygi, skóflur, íshögg, þurkaðar matarjurtir í dósum, skrijfœri, 0. fl. — Uppboðið verður haldið i geymsluhúsum fjelagsins, og byrjar kl. 11 fyrir hádegi. Skilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Kjósar og Gullbr.s. 28. marz 1885. Kristján Jónsson. Óskilakindur i Villingaholts-hreppi haustið I884, seldar.—Tvær ær hvitar, veturgl., önnur með blaðst. fr. h„ en sneiðrifað og gagnbitað vinstra; hin sneiðr. fr. h„ en hvatt biti fr. v. Ennfremur fimm lömb hvít, eitt með stýft í helming fr. og biti aft. h„ en tvístíft apt. v.; annað sneitt fr. h„ en sýlt hnifsbragð apt. v.; þríðja sýlt lögg apt. h., blaðst. apt. v.; fjórða stýft boðbýlt h„ óglöggt vinstra ; fimmta með kalin bæði eyru. Villingaholti 4. marz 1885. llelgi Eiríksson. Óskilakindur í Miðdalahreppi haustið 1884, seldar. — Ejögur lömb, eitt með sýlt bita apt. h. og heilrifað v.; annað geirstúfrifað h. og sýlt í hvatt v.; þriðja sýlt fjöður fr. biti apt. h. og heilrifað v.; fjórða hamrað hægra og heilrifað, fjöður apt. vinstra. Andvirðisins má vitja til undirskrifaðs hrepp- stjóra fyrir septemberlok þ. á.; annars rennur það í sveitarsjóð. Fellsenda 6. marz 1885. Ásmundur porsteinsson. Verzlun W/^ TIERNEY í Edinburgh Reykjavík hefir nú fengið með póstskipinu ýmsar sortir af þeim vörum, er hjer segir: Kjólatau blátt, svart, grátt. Silkitau af fleiri sortum. Silki slips og silki klúta. Náttserki og náttskirtur. Dömuhatta fína með punti. Regnhlífar. Sirz af morgum sortum. do. möbel. Flonel rautt. Millumpils fín úr silki. do. klæði. Dömu yfirhafnir. do. fyrir yngri. Karlmannsfataefni af ýmsum sortum. Hatta harða og lina. Vetrar og sumar húfur. Vetrar yfirfrakka. do. jakka og vesti. Alklæðnaður fyrir eldri og yngri. Olíuföt af öllum sortum. Vatnstígvjel ágæt. Einnig mjög mikiá af alls konar dömu- karl- manna- og barnastígvjelum; allt þetta selt með. mjög góðu verði fyrir hátiðina. Enn fremur matvöru: Ost. Smjör. Hv.sykur. Flesk og niðursoðið kjöt Komið og skoðið, þá munuð þjer kaupa, því jeg sel mjög billega til að rýmka fyrir þeim vörum, er jeg vonast eptir með næsta póstskipi. Edinburgh-hús, Reykjavík 27. marz 1885. Charles Stuart. Til skólaballsins. Hjá undirskrifuáum fæst með innkaups- verði tvíbreitt fínt Cashmere hvítt í ball- eður brúðarkjól; ein fröken hér í bænum pantaði sama efni í fyrra vor í brúðarkjól, en efnið varð of mikið. R.vík 30. marz 1885. þorlákur O. Johnson. Nýprentuð : Kirkjusöngsbók með fjórum röddum eptir Jónas Helgason, organista við dómkirkjuna i Reykjavík. Kostar hept 4 kr. Fæst hjá höfundinum. I. F. F. Lillieqvist Gothersgade II Kjöbenhavn selur alls konar leður og skinn meðj bezta verði til skósmíðis, söðlasmíðis, ibókbands og töíflugjörðar. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.