Ísafold - 29.04.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.04.1885, Blaðsíða 1
íeiuur ál 3 miðTitudijsmrjni. íer! irgangsins (55-60 artai 4kr.: eríendis 5kr. Borgisl tjnr micjan júl’inánaJ. r öppsögn (sknO.) bundin við áramóti- gild nema komin sje íil úlg. fjrir L akL itjreiísluslota i Isafoldarprenlsm. i. sal. XII 19 Reykjavik, miðvikudaginn 29. aprilmán 1885. 73. Iimlendar frjettir. Fyrrum og nú (nokkur orð um sjávarútveg við Faxaflóa sunnan- verðan). 75. Hin fornu fiskivötn (niðurlag). 76. Auglýsingar. •___________________ Korngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2 útián md., mvd. og ld. ld. 2 — 3 Sparisjðður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 — 5 Póstar eiga að fara í’rá Rvík 7. og 8. maí. Póstskip á að fara frá Rvík 6. maf. Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen Apríl Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. frii. em. M. 22. 2 + 4 29.5 29,6 N h b 0 b F. 23. -r 2 + 1 29,6 29.5 A h d A h d F. 24. 0 + 3 29,5 29.4 A h b A h b L. 23. O + 6 29.2 N hv b N hv b S. 26. + 1 + 6 29 29,1 N h b N h b M. 27. + 5 + 10 29 29 A h b A h b j>. 28. + 3 + 9 29 29.3 A hv b A hv b Umliðna vikn helir optast blásið vindur af norðri hvass til djúpanna en optast hægur hjer; 25. var hjer norðanrok epiir hádegi; sumardaginn fyrsta (23.) fjell hjer öklasnjór; síðustu dagana henr hlýn- að að mun i veðri. í dag austanvindur, nokkuð hvass. Reykjnvík 29. apríl 1885. Herskipið Diana kom hjer 24. (t. m., hafði farið 9. frá Khöfn. Tíðarfar, aflabrögð o. fl. Á helginni sem leið brá til hlýrrar vorveðráttu, og hefir leyst vel upp snjó síðau. Hafði fallið mikill snjór á sum- ardaginn fyrsta, 23. |>. m. Að öðru leyti kemur nú aldrei dropi úr lopti. Kaupskip kom hingað í gær, sem ætlaði til vestfjarða, en varð frá að hverfa fyrir hafís. Aflalaust austanfjalls að heita má siðan á páskum. í (iarðsjó og Leiru farið að verða mjög tregt um fisk. Dálítill reytingur í net á Sviði, en meira ekki. En þilskipin afla prýðis- vel hjer í flóanum,fyrir utan allar venjulegar fiski- leitir á opnum skipum ; og þeir fáu, sem hafa lagt á tvær hættur þessa dagana að leita svo langt á opnum skipum, 6—7 vikur undan landi, hafa líka fengið þar góðan afla við rek. Búnaðarfjelag suðuramtsins. Á sumar- dagin fyrsta, fimmtudaginn 23. þ. m, var hald- inn fundur í búnaðarfjelagi suðuramtsins. 1. Forseti (H. Kr. Friðriksson yfirkennari) skýrði þá fyrst frá fjárhag fjelagsins, og var hann þannig við nýárið í vetur, að fjelagið átti: a, í skuldabrjefum . . . 15,986 kr. 80 au. b, í útistandandi skuldum (ógreiddum tillögum og leigum)................ 1,074 — 72 — c, i peningum hjá gjaldkera 299 — 15 — samtais 17,360 — 67 — Utgjöldin hið síðasta árið voru hin helztu kaup Sveins búfræðings Sveinssonar, 720 kr.; var Sveinn í fyrra sumar í Borgarfjarðarsýslu og vann þar að jarðabótum. 2. J>á skýrði forseti frá því, að Sveinn væri enn ráðinn í þjónustu fjeiagsins þetta árið, og mundi hann ferðast um Borgarfjarðar- sýslu, að minnsta kosti fyrst iraman af sumr- inu, og vinna þar að jarðabótum. 3. En auk hans var samþykkt á fundinum að taka Sæmund Eyjólfsson jarðyrkjumann í þjónustu fjelagsins nú í sumar, og láta hann ferðast um meiri eða minni hluta Skapta- fellssýslu, eptir því sem verkast vildi, þegar hann kæmi þar austur, og hann sæi, hversu ástatt væri, og að hve mikiu leyti sýslubúar vildu nota aðstoð hans ; en ferð sína getur hann eigi byrjað fyr en síðast í júnim. 4. {>á var sú uppástunga borin fram, að fje- lagið styrkti hin minni búnaðarfjelög í suð- uramtinu, og var fjelagsstjórninni veitt heim- ild til að verja þetta árið allt að 400 kr. til sliks styrks, ef hans væri beiðzt, eptir því sem stjórninni þætti hvert fjelag vinna til samkvæmt vottorðum fulltrúa búnaðarfjelags suðuramtsins í hlutaðeigandi hreppi. 5. f>á var Árna Sigurðssyni jarðyrkjumanni i Rangárvallasýslu veitt ókeypis nokkur verk- færi, sem hann hafði beðið um. 6. fvínæst var samkvæmt lögum fjelagsins kosin 3 manna nefnd, til að íhuga og segja álit sitt um verðlaunabeiðslur, sem komnar væru eða kynnu að koma til fjelagsins til næsta aðalfundar i byrjun júlímánaðar. 7. Til fulltrúa fjelagsins í Rosmhvalaneshreppi, þar sem enginn fulltrúi var sem stendur, voru kosnir Helgi Sigurösson á Utskálum og Magnús Bergmann á Brekku. 8. Til að endurskoða reikninga Qelagsins hin síðustu 2 árin voru kosnir assessor Magnús Stephensen og prestaskólakennari Eiríkur Briem. 9. J>rír menn gengu í fjelagið á fundi þessum, sem allir eiga heima njer í Reykjavík. J>es8 skal getið, að aðalfundur hefir eigi orðið haldinn fyr í búnaðarfjelaginu siðan í júlí 1883, sökum þess, að í ekkert skipti hafa komið svo margir á fund, að fundarfœrt hafi orðið, og þarf þó eigi nema 7 menn til þess að lögmætur fundur sje; og sýnir slíkt, hversu annt fjelagsmenn láta sjer um að- gjörðir fjelags þessa. Fjelag þetta er, eins og kunnugt er, stofnað beinlinis og einungis í þeim tilgangi að styðja bændur til búnaðarframfara og búsældar; en það er sárt til þess að vita, hversu lítt bændur hirða um að styðja fjelagið; þvi að þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans í blöðunum eru nú sem stendur t. a. m. að eins 5 Qelagsmenn í Skaptafellssýslu, 11 í Rangárvallasýslu og svo sem 20 í Árnessýslu. Fyrrum og nú. Nokkur orð um sjáarútveg við Faxaflóa sunnanverðan. Eptir f>órð hreppstjóra Guómundsaon frá Hálsl. Um og eptir 1860 voru fiskiveiðar við sunnanverðan Faxafióa að mestu leyti stund- aðar á bátum, tveggja manna förum. Var ! þá orðið almennt að hafa á þeim Engeyjar- lag, sem kallað er, hið sama, sem enn tíðk- ast á bátum og skipum. Var það og er miklu betra en það sem áður var notað, einkanlega til siglinga. Bátar þessir með öllum áhöldum, en án veiðarfæra, munu þá hafa kostað um 50 til 60 rd. (100—120 kr.). Á vetrarvertíðinni, ( þ. e. frá því í marz og til 12. maí, var bát- um þessum almennast róið af tveimur mönnum, opt einungis með haldfæri og hrognkelsanet. Hrognkelsanetin voru mest höfð til þess að afla beitu fyrir þorsk, því einmitt um það leyti var til alkar óham- ingju verið að hætta við að beita þorsk- hrognum og sömuleiðis að bera þau niður; þau voru þá orðin verzlunarvara. Eins og öllum sjómönnum frá þeim tíma er kunnugt, var útgjörð þessi mjög kostn- aðarlítil, 15—20 rd. (30—40 kr.), en opt ( aflasæl mjög, þá fiskur gekk á grunn, sem ekki brást, væri annars nokkur fiskigengd í flóanum. Hjer í netaveiðistöðunum, sem þá voru kallaðar; Vogum, Njarðvíkum og Keflavík, sömuleiðis í Hafnarfirði, voru þorskanet höfð með bátum þessum, 3—6 net með ( hverjum bát; voru þau þá aldrei lögð nema á blágrunn, og þurftu því eigi að vera nærri því eins sterk og vönduð og eptir að farið var að leggja þau á djúpmið. Hvort þorska- net, sem þá var notað, og dugði vel, mun eigi hafa kostað meir með flotholti, en 10 til 12 rd. (20—24 kr.); geri inaður t. a. m. 4£ net með bát, sem var talin fullkomnasta útgjörð, þá verður það með duflfærum og duflum, sem sömuleiðis þurftu eigi nærri því eins vöndum og nú, nálægt 60 rd. (120 kr.), eður bátur með allri útgerð hjer um bil 140 rd. (280 kr.). Meðalafli á bát, þá allgóð vertíð var, var talinn 12—1500 á skip, eða 4—500 til hlutar, og aflaðist allur sá fiskur á grunnmiðum; bátuuum var eigi annað róið. Om 1870 votu bátár þessir því nær horfn- f

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.