Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 2
78 Herskipið franska annað, sem ætlað er tiJ strandgæzlu hjer, Endre, kom hingað í fyrra dag. Fór 29. f. m. frá Granton, og segir enn sama tvíveðrung í lopti um frið eða ófrið með Rússum og Englendingum. Bókiiieiiiitafjelagsftindur var haldinn í fyrra dag í Rvíkurdeildinni. Forseti skýrði frá, að sakir fjeleysis gæti deildin hjer eigi gefið út þetta ár annað en Tímaritið VI. árg. og Frjettir frá Islandi 1884. Frá Hafnardeildinni væri von á þetta ár: Skírni, Skýrslum og reikningum, Handritaskrá Bókmenntafjelagsins II. bindi, og Kvæðum Stefáns Olafssonar I. hepti. Sjö nýir fjelagar bættust í fjelagið á þess- um fundi. f>á voru þessir þrír menn gerðir að heið- ursfjelögum : Jón porkelsson, dr. phil., r. af dbr.,rektor í Reykjavík. Páll Melsteð, yfirrjettarmálaflutningsmað- ur í Reykjavík. /. C. Poestkm, r. af dbr. rithöfundur í Wién. Uppástungu um að leggja niður Frjettir frá Islandi sem sjerstakt rit, en hafa í þess stað stutt yfirlit yfir helztu viðburði hvers árs í næsta árgangi Tímaritsins, var frestað til næsta fundar. Sömuleiðis uppástungu um að greiða jafnmiklaþóknun fyrirþýddar ritgjörðir í Tímaritið sem frumritaðar. Hafnardeildin hafði tilkynnt Rvíkurdeild- inni, að »heimflutningsmálið«, sem kallað er, væri eigi lengra komið en svo, að nefndin, er sett var þar í málið í fyrra votur, hafði eigi verið búin að ljúka sjer af fyrir ársfund- inn 23. marz síðastl. Ráðgert var með sam- huga fylgi fundarmanna að skora fastlega á forseta Hafnardeildarinnar að láta útkljá mál þetta þar hið allra-bráðasta, svo fljótt, að Rvíkurdeildin gæti orðið búin að fá vitn- eskju um úrslitin fyrir ársfund hennar 8. júlí í sumar. Verðlagsskýrsla frá Kköfn, dags. 17. apríl.—Saltfiskur. Aflabrögð í Noregi ágæt til þessa. Fiskurinn stór og feitur, með mikilli lifurog hrognum. Um sölu til Spán- ar er enn of snemmt að gjöra sjer greinilega hugmynd, en allt bendir á, að verðið muni verða Iágt þar, vegna samkeppninnar við fiskinn frá Frakklandi. par við bætist, að kólera er farin að gera vart víð sig aptur á Spáni sunnan til, og er hún vön að spilla fyrir sölunni, með því að minna er borðað af fiski þegar slík sótt gengur. Innkaupsvérðið á Islandi ætti því ekki að fara fram úr 30 til 35 kr. Hjer í Khöfn er ekkert eptir ó- selt af gömlum fiski. Verðið er hjer í orði kveðnu 50kr. skppdið af stórum fiski, 36 kr. fyrir smáfisk og 30 kr. fyrir ýsu. — UU hvít vorull er sem stendur á Engl. í 52—56 a.(7— 7f d.), en er lítið keypt. Óþvegin haustull hefir selzt hjer fyrir 56£ a. síðast,- en kemst líklegast ofan í 45 til 50 a.— Lýsi. Hjer eru óseldar 200 tunnur. Hákarlslýsi tæru er hald- ið í 45 kr. (210 pd.), en selst ekki; og 34 kr. gefnar fyrir dökkt lýsi síðast. Tólg 30 a. Kjöt 45—58 kr. tunnan. Sauðagærur 5— 5Jkr. vöndullinn (2 gærur). Æðardúnn selst sem stendur á 17 til 18 kr. Mannslát. Andazt hefir 17. f. m. fyrrum prófastur síra Olafur Einarsson John- sen á Stað á Reykjanesi, r. af dbr., hátt á áttræðisaldri, fæddur 8. janúar 1809 í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi; þar bjó þá faðir hans, Einar stúdent og kaupmaður Jóns- son, föðurbróðir Jóns sál. Sigurðssonar for- seta. Síra Ólafur nam skólalærdóm hjá Árna stiptprófasti Helgasyni í Görðum, sam- tíða Oddgeiri heitnum Stephensen, Hannesi kaupmanni Johnsen o. fl., og var útskrifað- ur af honum 1831. Tók embættispróf í guðfræði við Khafnar-háskóla 1837 ; vígðist sama ár að Breiðabólsstað á Skógarströnd ; fekk Stað á Reykjanesi 1840, og þjónaði því brauði í 44 ár, til vordaga 1884. Prófastur var hann í Barðastrandarsýslu 1861—1878. Hann var og annar þjóðfundarmaðnr Barð- strendinga 1851. Síra Ólafur prófastur Johnsen var einn með mestu merkisprestum þessa lands. Hann var trúmaður mikill og góður kenni- maður og skörulegur, embættismaður hinn röggsamasti og frjálslyndur framfaramaður alla æfi ;—honum kippti talsvert í kyn Jóns Sigurðssonar. Minning hans mun lengi uppi á Vestfjörðum sem ágæts hjeraðs- höfðingja. Meðal barna Ólafs prófasts, þeirra er á legg komust, eru þeir þorlákur kaupmaður Ó. Johnson og Jóhannes sýslum. Ólafsson. Útlendar frjettir. 1. Khöfn 17. apríl 1885. Danmörk. jpinginu er slitið og lykt- irnar urðu þær sem lengi var við búizt: valdboðin fjárhagslög. þegar lógin komu til »landsþingsins«, svo úr garði gerð frá hinni deildinni, sem síðast var á vikið, voru þar allir með byrstara bragði en vandi er til, nema vinstrimenn, og einstöku eldri menn sem sáu hvað sök horfði, og vildu firra þing og þjóð þéim vandræðum sem nú er í rekið. |>eir menn voru : Krieger, Ussing og Bro- berg. Matzen prófessor hafði helzt forustu fyrir hægrimönnum og að hans ráði höfðu þeir vísað aptur í snatri millibils-lögunum í sniði fólksdeildarinnar. Inn í aðallögin hleyptu þeir aptur því flestu, sem hinir höf$u úr dregið. f>eir sátu við sinn keip, og svo fóru lögin á það kringsól, sem ráð er fyrir gért í ríkislögunum, eða til deildanefndar- innar. Hjer tóku menn að miðla málum, og slökuðu vinstrimenn mest til. |>ar kom, að ekki stóð meira á milli en lakar 2 mil- jónir, eða lf, en á þeim strandaði samkomu- lagið. Nokkru áður (21. marz) höfðu for- menn beggja deilda, og með þeim til valdir menn, fært konungi ávörp þeirra. |>ar var svo á konungs vitsmuni og forsjá heitið, sem hvorir um sig stóðu að málum. Fólksdeild- in bað konung að taka sjer aðra menn til ráðaneytis ; hin lýsti yfir trausti til Estrúps. Konungur svaraði báðum í einu, kvartaði yfir afrekaleysi þingsins og ósamþykki deild- anna, en kvaðst ekki sjá, að ráðherrar sínir væru samkomulagi þeirra til fyrirstöðu. Hann sagði sjer einráðið, að halda þeirri stöð, sem ríkislögín hefðu konunginum helg- að, og hann ljeti ekki setja sjer kosti til reglulegra fjárhagslaga, en bað segja fólks- deildinni, að sjer væru grundvallarlögin ekki ókærri en henni, og hann vildi ekki reynast þeim ótrúrri. Landsdeildinni voru þakkir goldnar fyrir sína frammistöðu, og það sjer í lagi, að hún vildi halda »rjetti konungsins« og »frelsi fólksins« innan lögsettra tak- marka. þingslitadaginn, 1. apríl, gengu vinstri- menu út úr þingsalnum áður þinglausnaboð- an konungs var upp lesin. þann dag voru birt fjárlögin valdboðnu. þeir Estrúp hafa búizt við óspektum í höfuðborginni, því bæði þann dag og lengi á eptir var mikið um varðskipun hjei' og hvar um borgina, og í hermannaskálunum hiifðu menn bissurnar hlaðnar og allt til taks, ef á róstum skyldi bera. Hreinn óþarfi! Danir þola þaufið, og munu berjast lengi með gómasverðum, áður til annara verður tekið. Fundahöld byrjuð víða, en tíðust í Kaupmannahöfn. Sumstað- ar stofnuð skotmannafjelög með ungum mönnum af vinstra liði. »Mjór mikils vísir«, kynnu menn að segja, og hver veit, hvað úr rætist,—með tímanum ? Sumstaðar er líka talað um skattaneitun, en lítill rómur að henni gerður. »Bíðum haustsins, bíðum þinggöngu ! þá skulum við sjá!« Svo huggast sumir. Hægrimenn glotta. Nýlega manntal haft í Danmörk. íbúar Hafnar og úthvería hennar 329,460. E v gl and . I fornöld sáu menn undur fyrir stórtíðindum, og svo má kalla, að enn hafi orðið á Englandi. Munurinn er sá, að það eru ekki vígahnettir eða vígabrandar eða önnur loptundur, sem fyrir menn bera,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.