Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 4
80 ið um þá. Sá staðr í riti, sem manni er vafastaðr, er staðr, sem maðr ekki skilr. Séra Matthías skildi því ekki þessa staði; það er hans eigin prentuð játning, og frá henni getr hann á engan veg komizt. Nii dæmdi ég þessa staði; og spurningin er : dæmdi ég þá rétt, og viðrkennir séra Matt- hías að ég hafi dæmt þá rétt ? Fyrri hluti spurningarinnar er sama sem : skildi ég þessa staði rétt? f>essu verð ég að leyfa mér að svara með jái, enda var það annað- hvort, þar sem alt er svo auðvelt, að a tvennu getr með engu móti leikið um þýð- inguna. Síðara hluta spurningarinnar má og að því leíti svara með jai, að séra Matt- hías hefir ekki einu sinni borið við að rengja það, að nokkur þessara staða sé rétt skil- inn, og get ég þó eigi annað ætlað, enn að hann hefði gert það skjótt og sköruglega, ef haun hefði séð sér fært. Enda var það hans bein skylda við sjálfan sig. ]pví hver lætr það ganga af orðalaust, að vera sak- aðr um vanskilning og misskilning, þegar hann er um hvorugt sekr, enu hvorttveggja sök þess er ásakar ? Með þögninni, éða við- burðaleysinu að hrekja dóminn, hefir þvi séra Matthias játað, að ég hafi akilið rétt. Enn þetta er ið sama og að verða að játa, nauðugr viljugr, að dómrinn hafi rettldtr ver- ið. Að hann hefði mátt vera í mýkri orð- um hér og hvar, vil ég gjarna játa. En niðrstaðan hefði orðið ein og in sama fyrir því. Og þessi dómr segir nú prestrinn það sé skylda ritnefndariunar að gefa út á prenti að só ekki svara verðr, og það á að vera (nóg'— nóg til hvers? að ónýta dóm, sem séra M. sjálfr treystist ekki að vefengja í neinu! f>egar nú inu eiginlega sambandi dómsins og séra Matthíasar horfir þannig við, og prestrinn eigi að síðr skírir hann framangreindum nöfnum, þá fylgir því víst minni alvara enn uppi er látið. Og allr (mór- all' prestsins um þá siðaspillingu sem sé fólgin í (ójamaði' í ritdómum, verðr að þeim vendi, í hans éigin hönd, sem hann agar í ógáti sjálfan sig með. |>ví hver sem les gagnritdóma séra Matthíasar um sín eigin rit, les þar engan vafastað um það efni, hjá hvorum kenni mesta ójafnaðarins, honum eða dómurum rita hans. Séra Matthías hefir ekki komið því fyrir sig enn, að eng- inn ritdómr getr skaðað, því síðr (rotað', svo ég hafi nettyrði hans eftir, gott rit og vand- að. f>ví ójafnaðarfyllri sem dómr er um slíkt rit, þess áhrifaminni verðr hann; því ritið sjálft verðr í sama hlutfalli að betri vörn eigin ágætis. Séra Matthías segir að þýðing sín á .Othello' sé sitt (vandaðasta ritsmíði'; getr vel verið, enn það sannar ekki að hún sé vönduð; því engiun hlutr er auð- sannaðri enn að hún er auöug af (vafastöð- um' o: vanskilningi og misskilningi, sem er aðaleinkenni óvandaðra þýðinga. Prestrinn segir sér sé sárt um, að ritið skuli vera rot- að gagnvart lesendum, sem lítið eða ekkert vita um hvað verið er að tala'. Til þessa svara ég: það er tómr hógómaskapr, að láta sig taka sárt til álits slíkra lesenda á riti sínu; því það er einskis virði. Enn fyrst séra Matth. sér svo sárt eftir áliti þess- ara lesenda, og veit að þeir leiðast meira af dómum um ritið enn af ritinu sjálfu, þá hrindi hann dómi mínum með rökum. Fær hann þá líklega það, sem hann sér mest eftir: lof og hollustu þeirra, sem lítið eða ekk.ert vita um hvað verið er að tala, þeg- ar talað er um þýðing hans af Othello — og velbekomme'! Dómr minn er ekki fyrir þetta fólk, heldr þá (sem nú, og einkum síðar meir kunna bezt að meta' ekki einungis, (hvað það hef- ir verið að brjóta fyrst þann fs, að þýða uokkra hina helztu sorgarleiki Shaksperes á ísl. tungu', með annari eins hjálp við hendina eins og Hagberg, Schlegel og Deli- us, heldr og hver frágangr eigi að vera á á slíkum verka, svo að boðleg bókmentafélags- bók verði úr. Cambridge 25. febr., 1885. Eiríkr Magnússon. AUGLYSINGAR i samteldu máli m. smáletri kosta 2 a. (pakkaráv. 3a.) hverl orð 15 staía frekast ia. óSra letri eía selning 1 kr. Lrir jiumlung dálks-lengdar. Borjun útí hönd. Hjer með boða jeg Arnesingum f u n d að Hraungerði í Flóa (t þinghúsinu) föstudaginn 19. júní nœstkomandi, kl. 12 d hddegi. Hvammkoti, 2. maí 1885. f>. Guðmundsson. pann, sem fengið hefir lánað hjá mjer skrifað kver með smásögum og skrítlum, bið jeg vinsam- legast að skila mjer því sem fyrst aptur. Eyrarbakka, 20. aprfl 1885. Guðmundur Guömundarson, bókbindari. pað auglýsist hjer nieð, eins og jeg hefi áður margopt tekið fram fram, að jeg cptir- leiðis tek ekki gildar „innskriptir" hjá kaupmönnum npp í gjöld þau til landssjóðs, er þjóðjarðaleigidiðum ber aö svara til mín, nema skýlaust leyfi mitt sje áður jengið fyrir því, að borga megi á þenna hátt. IJeir, sem því eptirleiðis án vilja mins og vitundar borga þessi gjöld sín með „innskriptum'', verða eins eptir sem áður að standa mjer skil á þeim. Arnarstapa- og Skógarstrandarumboð Hallbjarnareyri 21. febrúar 1885. Ásmundur Sreinsson. Upwboðsauglýsing. Eptir beiðni hlutaðeigandi eiganda verður bœrinn Veghús í Skuygahverfi með 3 kdlgiirð- um og einum hjalli boðinn upp við uppboð mánud. h. 11. maí og seldur liæstbjóðanda ef viðuiianlegt boð fcest. Uppboðið verður háld- ið hjd bœnum og verða uppboðsskilmálar birt- ir þar d undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í lleykjavík 'J. maí 1885. E. Th. Jónassen. Hinn 14. þ. m. verður byrjað að rífa timburhúsið í Geldinganesi, og verður alít það timbur, er jeg eigi þarf sjálfur á að halda, til sölu við lægsta verði, sem unnt er, þar á staðnum gegn borgun út í hönd, allt frá þeim tíma er byrjað verður að rífa og hjer um bil til hins 20. þ. m. Meðal annars verða þar til sölu allt að 100 stórtrjám og svo borðviður af ýmissi stærð o. fl. En allt það timb- ur, sem eigi selst þar á staðnum, verður þegar flutt til Reykjavikur, og hel'ir Björn organisti Kristj- ánsson umsjón á sölu á því. Artúnum 5. maí 1885. Jón pórðarson. Hjd bókaverði Bókmenntafjelagsdeildar- innar í Beykjavik, bóksala Kr. 0. porgríms- syni, fœst Kennslubók í goðafræði Grikkja og Róm- verja, islemkuð af Stgr. Thorsteinsson, — og Myndir með Goðafræðinni, er kostað hefir hvorttveggja 4 kr. 5 a., eptir- leiðis fyrir 2 kr., samkvœmt fuyidardlyktun 4. þ. m. Reykjavík 6. maí 1885. Fjelagsstjóbnin. IÐ1J1ÍN. Út er komið 4.-6. hepti ann- ars bindis (bindið þar með búið, 20 arkir). Efni : Sumarvísur um Hvalfjörð, eptir Stgr. Thorsteinsson. Um frelsi kvenna, eptir Robert Ingersoll. Ve- mundur drottinskarl, rússnesk frásaga. Steinolía. Stærsta heimsveldið. Kraptameðalið. Sköpun blóm- anna, indversk goðsögn. Skólakennarinn, norsk smásaga. Uppsprettur aflsins og rafmagnið. Dýrt kaup. Björninn og apinn (kvæði). Iðunn kostar 4 kr. um árið (tvö bindi, 40 arkir). Með því að Bímaðarfjelag Suðuramtsins hefir enn þá nokkuð af byygi því, sem því var sent í fyrra frá Norvegi til útsœðis, má hver sá, sem vill reyna, hvort bygg getur vaxið hjer, leita til mín undirskrifaðs um þetta útsæði. Reykjavík 6. maí 1885, H. Kr. Friðriksson. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansjeld-Búllner <fc Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmaima hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir oinkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega eilsnsömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þi'ir verða að pryða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harhoöre vcd I^emvig. Jens Christian Knopper. Tlwmas Stausholm. C. B. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaárd- 1. C. Paulsci). L. Lassen. Laust ('lir. Ovristensen. ('ln: 8ören$en. a.ír.J N. B. Nielsen. N. K. Nörby._________ Ritstjóii Björn Jónsson, cand. phil. Frehtsmiðja Isafoldár.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.