Ísafold - 20.05.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.05.1885, Blaðsíða 3
87 laxinn geti hrygnt í þeim, því hin náttúrlega klakning er víst ekki síður nauðsynleg fyrir viðhald laxins, heldur en sú sem fæst undir umsjón manna, eða með íþrótt. Jeg skal nú leyfamjer að benda áfáein at- riði, sem hin núgildandi lög vantar, en jeg álít öldungis nauðsynlegt að þau hafi. f>að er þá: 1., að ekkert laxveiðanet sje látið liggja í ám, sjó eða vötnum og engin veiði fram- in frá miðaptni á laugardagskvöldum til sama tíma á mánudagskvöldum, og allar fastar veiðivjelar látnar standa opnar þann sama tíma, svo laxinn geti þá gengið óhindraður fyrir öllum veiðitil- raunum og umferð, sem af þeim leiðir; 2., að ádrœttir eða fyrirdrœttir, sem lögin nú ekki nefna á nafn, sjeu takmarkaðir svo, að hvergi megi við hafa þá optar en einu sinni í hverjum sólarhring á sama stað, í sjó ám eða vötnum; 3., að ekki megi vitja um sama lagnet opt- ar en einu sinni í hverjum sólarhring, og enga laxveiðitilraun viðhafa fram undan árósum nær landi en fyrir utan mesta fjörumál. Jeg býst við,að sumum, þeim einkum.sem mestan ákafa og yfirgang hafa í frammi við laxveiðina, muni þykja þessar tillögur ó- frjálslegar, og skerða rjett sinn, ef þær yrðu að lögum, og jeg ber heldur ekki á móti því, að svo sje, að þær, eða þeim líkar lagaá- kvarðanir mundu skerða þann rjett, sem þeir sjálfir taka sjer, og þykjast eiga yfir veiðinni. En má jeg spyrja : Er meiri rjett- ur þeirra sem eiga veiði í ám neðarlega, eða nærri sjó, heldur en hinna, sem eiga hana ofar í þeim, eða upp til fjalla, þar sem lax annars getur gengið vegna forsa eða annara torfæra af náttúrunnar völdum, eða ann- ars ásigkomulags ánna? Jeg held rjettur þeirra neðstu geti ekki verið meiri, til að aptra laxinum frá að ganga upp eptir ánum, heldur en hinna sem ofar búa. — Og jeg get ekki sjeð, að þessar tillögur fari fram á nokkurn órjett við einn meira en annan. En sú veiðiaðferð, sem nú er viðhöfð nærri sjó, í nokkrum, og máske mörgum ám, ber vott um, bæði litla jafnrjettismeðvitund hjá þeim sem veiðiaðferðina viðhafa; og einnig mjög óhagkvœm lög,ei veiðiaðferðin erlögmæt. -j- 'pozícij'M ‘pozlcijo^on frá Háeyri. (Undir nafni systra hans). Sa'rí grjetu systur, sátu einmana, vildu eigi að veröldin sœi; himna drottinn þann hjartans trega sá, meðan sjórinn dundi. *Hefir voði, hefir vjelrœði, hefir hending og sjór, ungi og góði elsku-bróðir, tekið þitt Ijúfa lif ? •Kveð ei við kletta, kalda bára, hörð og óguðleg orð; hátt yfir hending, hátt yfir voða, stafa guðlegír geislar. »En hvar er hjartað, hjartað svo viðkvœmt og blítt sem mildustu móður ? Hvar er það geðfar, sem gjörvallt skildi nema auð og eigin hag ? •Og hvar er, bróðir, þitt hvassa auga, og löngun hárrar hyggju ? Hvar sú framtíð, sem frœndur þínir byggðu á gullnum gáfum ? • Vist varstu breyskur og bam í sumu, þó varstu fullorðinn í fleiru; afreksmanns efni barstu innan brjósts bceði góðléiks og gáfna. *Hvar er andinn ? — Okkur þú birtir huliðsmál þíns hjarta: Heimugleg hræðsla við hála veröld hafði ró þinni raskað. »Hvar er andinn ? Hjörtu vor svara: Bróðir,þú varst barn þins föður. pegi þú alda — þegi þú veröld—. Hann er í hendi Guðst. /Aatth. jIoch. Sæluhúsið á Kol viðarhól. — það hafa tveir merkismenn, ísak póstur og Guðmundur nokk- ur í Miðengi í Orímsnesi, orðið til þess að veita mjer atgöngu í vetur í blöðunum (ísaf. XII 4 og 16) sem sæluhúsverði á Kolviðarhól. Jeg þarf lítið við að hafa að svara þeim, ef ef það er annars ómaksins vert, þar sem hvor- ugur hefir neinar sannar sakir fram að færa mjer til áfellis, heldur að eins hjegómlegar dylgjur og ónot, sem auðsjáanlega er gert til að þægjast sambýlismanni mínum, sem var sæluhúsvörður á undan mjer, en missti stöðu sína fyrir heimskulega heimtufrekju og situr hjer síðan í trássi og lifir á ólöglegum veit- ingum. Dylgjum ísaks pósts, sem jeg veit ekki bet- ur en að jeg og mínir ætti heldur gott að en hitt, um Ijelega gisting hjá mjer, gæti jeg svarað með nægum vottorðum í gagnstæða átt frá fjölda manna honum miklu merkari, enda er það líka ósatt að hann hafi ekki verið hjá mjer nema einu sinni á Hólnum; hann hefir komið til mín víst þrisvar sinnum, það jeg man, og þegið beina, einu sinni með dóttur sinni. Frásögn Guðmundar um úthýsingu og þar af leiðandi ferðalag í tvísýnu veðri yfir heiðina er og ósönn. það var alfært ferðaveður, bjart en nokkuð kalt, og lítill sem enginn lágaskafrenn- ingur. Og jeg gerði honum heimilt það sem hann bað um, húsaskjól fyrir hesta sina, efhannætl- aði að standa við hjá mjer; annara gesti taldi jeg mjer óviðkomandi, allra helzt er þeir hefðu nægilegt húsaskjól fyrir hesta sinna gesta. Hann svaraði mjer hrakyrðum einum og hótunum, og fór með það aptur inn til Jóns vinar síns og dvaldi þar lengi dags í góðu yfirlæti. Meðan mjer er ekki skipað það af rjettum yfirboðara, að hafa húsrúm það, er jeg hefi um- ráð yfir, á boðstólum handa þeim, sem kjósa sjer heldur annan gistingarstað, og þá ekki þarfnast þess, heldur gengur ef til vill það eitt til að vilja troða illsakir við mig og hafa i frammi svívirðilegan ódámshátt, sem dæmi eru til, — á meðan held jeg uppteknum hætti. í aprílm. 1885. Sigurbjörn Guðleijsson. AUGLÝSINGAR í samlelda máli m. smáletri tala 2 a. (þakkaráv. 3a.) hverl orð 15 staía Irekasl m. óðru lelri eía selninj 1 kr. Ijrir þumlung dálks-lengdar. Borjun út í Mnd. ltcikiiingar yfir tekjur og gjöld alþýðuskólasjóðsins í Hrúta- firði 1879—83. 1. 1879. Tekjur: Kr. a. 1. Eptirstöðvar 1. jan. a, á vöxtum með 4°/0 leigu 2450,00 b, ógoldnir vextir . . . 6,21 c, í peningum .... 40,67 2496 88 2. Goldnir vextir af 2400 kr..... 96 00 3. Ógoldnir vextir af skuldabr. nr. 4 2 00 Samtals 2594 88 Gjöld: Kr. a. 1. Til ritstj. ísafoldar fyrir auglýsingtt samkv. reikn. 20/s 78 ........ 16 50 2. Til sama fyrir augl. á reikningi 1878 2 90 3. Eptirstöðvar 31. des. a, á vöxtum ..... >450,00 b, ógoldnir vextir . . . 8,21 c, í peuingum . . . ■ 117.27 2575 48 Samtals 2594 88 2. 1880. Tekjur: Kr. a. 1. Eptirstöðvar 1. jan. a, á vöxtum með 4°/0 leigú 2450.00

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.