Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 1
?en.Lr ól á miÍTihdajsmorjna. Yerí íijajjjtns (55-60 aikal ttr.; erbndis 5b. Borgist íjrir aiðjan ]úlíinánn5. ÍSAFOLD. Upnsöjn (sM.) bundm vi? iramóU- jid nema komin sje !il útg. Ijrir 1. ±\. Msreiíslustola ; Isaloldarprenlsm. 1. sal. XII 23. Reykjavik. miðvikudaginn 27. maímán. 1885. 89. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir 90. Fáein orð um barnadauða á Islandi II. Fáein orð um alþýðumenntunarmálið. 92. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd, og ld. 4—5 Strandferðaskipið „Thyra" fer frá Rvík 31. þ. m. að kvöldi. Veðurathuganír í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Maí 1 Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. | em. fm. em. M. 20. + 1 + 8 29,9 29,9 N h b N h b F. 21. + 3 + 6 29.9 29,8 Nh b N h b F. 22. + 1 4 6 29,8 29,8 N h b N h b L. 23. + 1 + » 29,9 30 N h b N h b S. 24. + 1 + 8 30 30 N h b N h b M.25. + 2 + 10 JO 29,9 N h b N h b í>. 26. + 3 + 9 30 30 N h b N h b Ekkert varð úr þeirri breyting á voðurátt, er virtist ætla að verða 18.—19. er hann gekk til landsuðurs, því 20. var hanri genginn aptur til norðanáttar og alla vikuna hefur hún haldizt; til djúpa hel'ur optast verið nokkuð hvasst á norðan, en hjer ínnfjarða hægar, opt logn og á degi hverjum hið fegursta sólskinsveður, en legið við að frosið hafi á hverri nóttu. I dag 26. bjart veður, hægur á norðan, hvass úti fyrir. Reykjavík 27. maí 1885. Strandferðaskipið Thyra, sem lagði af stað frá Khöfn 5. þ. m., varð að snúa aptur austur fyrir land frá Homströndum 19. fyrir hafísspöng, er þar var fyrir, á hraða reki inn á Húnaflóa, og kom skipið hjer 22. um miðjan dag og hjelt jafnharðan vestur fyr- ir til ísafjarðar, en kom aptur þaðan í gær- morgun. Farþegar voru ýmsir með því hingað, þar á meðal kennararnir tveir frá Möðruvöllum: Benidikt Gröndal og Hall- dór Briem. Tíðarfar ín. m. Vorkulda talsverða er að frjetta úr öllum áttum, sjálfsagt með- fram af hafísnum, einkuin vestanlands, þótt uú sje hann horfinn þaðan á leíð austurmeð landi. Á Austfjörðum hörkufrost og fann- komur fram í miðjan þennan mánuð. ísa- fold skrifað af Bskifirði 13. þ. m.: Snjó- þyngslin hjer hafa tekið út yfir. Sumstað- ar, t. a. m. í innsveit Norðfjarðar, er að eins farið að bóla á melbörðum og hæðum upp úr snjónum; eins má heita í innsveit Beyð- arfjarðar. Sauðfje er líka farið að falla hjá einstöku mönnum. Útlitið er því voðalegt. —Fljótsdalshjeraði 9. maí: Eptir að miðs- vetrardimmviðrunum ljetti, var meinleysis- veður og aðgjörðalítið um hríð, engar veru- legar hlákur, er að haldi kæmi, nema á Upp- Hjeraði; en er dró að aprílmánaðarlokum, gekk til norðaustan- og norðanáttar með frosti og snjóhreytingi; undanfarna daga hefir verið (að morgni) frá 4—8° frost á C. Margir á Út-Hjeraði og í Fjörðum eru í voða staddir, einkum haldi þessu fram um hríð. Snjóflóðið á Seyðisfirði. Áskorun er í Austra um samskot til bjargar þeim, er urðu fyrir tjóni af snjóflóðinu í vetur. Forstöðunefnd hallærissamskotanna íslenzku í Khöfn sendi 10,000 kr. virði af þeim til Seyðisfjarðar nú með Thyra. íslenzkt garðyrkjufjelag var stofn- að á fundi hjer í Beykjavík í gær, fyrir forgöngu landlæknis Schierbecks, er var kos- ínn forseti fjelagsins í einu hljóði, — eptir að samþykkt voru lóg fyrir fjelagið—, en skrifari síra Hallgrímur Sveinsson, fjehirðir landfógeti A. Thorsteinson, og fulltrúar H. Kr. Friðriksson yfirkennari, A. Thorstein- son landfóg., Björn Jónssnn ritstjóri og M. Stephensen yfirdómari. Tilgangur fjelags- ins er að styðja og efla garðyrkju hjer á landi. Fjelagstillag er 1 kr. á ári eða 20 kr. í eitt skipti fyrir öll. Sex skrifuðu síg fyrir 20 kr. tillagi hver á fundinum. Hæstarjettardómur. Hæstirjettur dæmdi 22. f. m. í svonefndu skjalafalsmáli, er höfðað var í haust gegn þeim Jóni rit- stjóra Ólafssyní og cand. juris Guðlaugi Guðmundssyni. þeir voru sýknaðir að vísu bæði í undirrjetti og fyrir yfirdómi, en dæmd- ir í málskostnað ; er hæstirjettur dæmdi þá eigi einungis sýkna, heldur losaði þá líka við málskostnað (hann skyldi greiðast af almannafje). Stjómarráðið fyrir ísland. í embætti Odd- geirs heitins Stephensens þar er nú skij)- aður Hilmar Stephensen, er áður var þar skrif- stofustjóri, en það embætti aptur veitt öðrum dönskum manni, Dybdal að nafni, og John Fin- sen (landshöfðingja) orðinn annar assistent (1. assistent er Ólafur Halldórsson, eini íslending- ur í stjórnardeildinni). Dánir nýlega prestarnir síra Sveinbjörn Gnð- mundsson sóknarprestur að Holti undir Eyja- fjöllum, og síra Hákon Espólín, uppgjafaprest- ur frá Kolfreyjustað. Utlendar frjettir. Khöfn 4. maí 1885. Jeg sendi þetta ágrip útlendra frjetta til bráðabyrgða. Valdboðsstjórn Dana gerist djörf um deildan, verð og tekur svo til fjárins sem hún hafði til tekið í frumvarpi sínu til fjárhagslaganna. Einbeitt í fleiru og hvergi smeik. Víkur frá embætti og hótar hörðu þeim sem ógætilega tala og rita, hendir á skotspónum það sem mönnum hefir óvirðu- lega hiotið af munni um konunginn, þó fyrir löugu hafi til viljað, hvort sem sögu- mennirnir hafa borið það á tánum frá borðum þeirra eða frá mannfundum. Bannsóknir og mál höfðuð ! Danir hafa að dæmi Norðmanna stofnað skotmannafjelög, og gera nú meira að enn fyr. Stjórnin hefir nú bannað öllum sem & hennar vegum eru, t. d. kennurum alþýðu- skóla, að taka þátt í þeim fjelagsskap, og hitt talið víst, að hún leggi bann fyrir rifla- kaup og geri þær sendingar upptækar sem til fjelaganna koma. Mikið um fundahöld vinstri manna, og þeir ítreka það á öllum mótum, að þeir Kstrup skuli sjálfa sig fyrir finna, og biðja fólkið að bíða með öruggum móð betri tíma. Seinustu dagana hafa Danir misst þrjá ágætismenn, skáldin H. V. Kaalund og J. P. Jacobsen, og hinn nafntogaða líffæra- fræðing og prófessor við háskólann P. L. Panum; að honum er hinn mesti mann- skaði. A öllum norðurlöndum er nú haft meira um herbúnað og herskipaútgerð enn vant er, sökum þess ófriðar, sem menn ugga með Bússum og Englendingum. Talað um sammæli með Svíum, Norðmönnum og Dönum, að halda ófriðinum frá sínum endi- merkjum, en hitt ekki ólíkt, sem og hefir verið tieygt, að bendingar hjer að lútandi hafi komið frá þýzkalandi. Um misklíðirnar sjálfar með Englending- um og Bússum er ekki hægt annað áreið- anlegt að segja að svo komnu, enn að úr þeim er ekki greitt. Sagt er, að Englend ingar hafi boðið að leggja málið í gerð — og menn geta undir eins til Vilhjálms keisara—, en á því veit eg ekki hverjar reiður eru að henda. Annars virðist sem Englendíngar leiti rækilegar eptir sættum enn hinir, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.