Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 2
90 sum blöð J>jóðverja, t. d. Kölnartíðindi, að þetta sje merki um, að Englendingar láti þegar undan síga, enda hafi þeim aldrei ver- ið alvara að leggja randir saman við Rússa. þetta er þó bezt að láta liggja milli hluta. Frá Egiptalandi eru engin ný tíðindi að segja. Frakkar semja enn við Sínlendinga, og allir fullyrða, að til fulls friðar dragi. f>að mun líka vera satt, að Sínlendingar hafi kvatt á burt sveitir sínar frá norðurhluta Tonkins. í Canada hefir foringi stjórnarhersins unnið sigur á uppreisnarmönnum, en sagt að ófriðnum sje ekki við það lokið. Fáein orð uni barnadauða á Islandi. Eptir Dr. med. J. Jónassen. II. þegar vjer á hinn bóginn lítum á veðráttu- far hjer á landi, á húsakynni manna og að- búnað yfir höfuð, á fáfræði alþýðu um hin helztu atriði heilbrigðisfræðinnar, þá gegn- ir það hinni mestu furðu, að barnadauðinn hjer skuli þó eigi vera meiri en hann er. Strax sem barnið fæðist í heiminn og á að fara að lifa sjálfstæðu lífi, er tvennt, sem því einkum er harla nauðsynlegt, og það er hreint og hlýtt andrúmslopt og hlýindi yfir höfuð að tala; og í öðru lagi, að eigi sje þegar í stað brotið gegn eðli barnsins, að því er snertir næringu þess. Hver sem högum vor- um Islendinga er kunnur, veit bezt, hversu öllu er ábótavant hjá oss í þessu tilliti; hversu mörg börn fæðast eigi í hinum aum- ustu húsakynnum, köldum, saggafullum og fylltum óheilnæmum dömpum, og hversu opt er eigi- lítið fyrir hendi til þess að hlýja að hinum veika og viðkvæma barnslíkama móti áhrifum kalda loptsins ? Hið nýfædda barn þolir ekkert verr en kulda. Meðan bæir vorir og húsakynni til sveita eru eins og víð- ast gjörist og meðan alþýða er svo að segja alveg ófróð um helztu undirstöðuatriði heil- brigðisfræðinnar, þá er lítil eða engin von til þess að veruleg breyting geti orðið á þessu. það hefir opt verið ritað um íslenzku bæ- ina og gjörði það einkum Dr. Hjaltalín, sem kallaði þá nkrabbamein þjóðarinnart. Mjer hefir ávallt fundizt, að hann hafi eigi litið allskostar rjett á alla málavexti. f>að er varla hugsandi til þess, að alþýða hafi efni á að hýsa vel hjá sjer hjer á landi, þar sem allir aðdrættir eru víðast svo afar miklum erfiðleikum og kostnaði bundnir; það hefir verið, er og verður fátækt manna, sem verð- ur versti þrándur í Götu fyrir verulegum framförum í húsabyggingu alþýðu; flestir mundu sannarléga kjósa sjer betri húsakynni en þeir hafa, ef þeir ættu kost á því. Jeg tel því hin Ijelegu og þr 'óngu húsakynni alþýðu sem éina aðalorsök til hins mikla barnadauða hjer á landi. Onnur og án efa helzta aðal- orsökin er röng meðferð ungbarna, sem opt- ast mun sprottin af þekkingarleysi á eðli barnsins og opt líka af hirðuleysi eða af því, að móðurina eða barnfóstruna vantar alla nákvæmni. Náttúran héfir ætlað ungbarn- inu brjóstamjólkina til næringar og á henni þr'ifst barnið langbezt', nú mun það mjög víða tíðkast hjer á landi, að hafa börnin eigi á brjósti, heldur á pela, og er barnið þannig svipt þeirri eðlilegustu og lang-beztu nær- ingu, sem því er ætluð; af þessu leiðir, að barnið þrífst ekki og deyr einmitt af því, að það sem það fær á pelanum, er illa tilbú- in blanda; það er auðvitað, að börn, sem höfð eru á pela, þrífast oft vel, sje hirðu- semi höfð á, að blandan sje hin rjetta og að hún eigi súrni eða skemmist á ymsa aðra vegu, sem hjer yrði of langt mál að fara út í. Sjerhver moðir œtti, að svo miklu leyti, sem þess er nokkur kostur, að hafa barn sitt á brjósti. Hinar svo nefndu dúsur eru með öllu afleitar og skaðlegar, að jeg ekki nefni dúsur fylltar sýrðu, tuggnu brauði, smjöri, lifur o. s. frv.; dúsumar eyða algjörlega melt- ingarkrapti barnsins. Hina þriðju aðalorsök barnadauðans tel jeg lœknafæðina hjer á landi og örðugleika manna að ná til læknis vegna fjarlægðar og annara annmarka. þegar vjer íhugum, að um 20 börn deyja á fyrsta ári af hverjum 100 börnum, sem fæð- ast, og að um 30 börn deyja1 af 100 börn- um fæddum, áður en þau ná að verða fullra 5 ára, þá sjá allir, að þetta er ógurlegt barna- hrun og ómetanlegur skaði fyrir land vort. það liggur því næst að spyrja: er enginn vegur til þess að ráða einhverja bót á þessu ? Jeg hef áður tekið það fram, að miklu fleiri börn deyja hjer af sjúkdómum, sem kom- ast má hjá, en sem stafa af þekkingarleysi og hirðuleysi þeirra (og þá einkum mæðr- anna og barnfóstranna—hjer opt unglinga). I öðrum löndum.þar sem barnadauði er mik- ill, gjöra menn sjer allt far um að fræða al- þýðu um eðli mannsins og um allt, sem að heilbrigðisfræði lítur, og á Englandi t. a. er meðal annars kvennfjelag, sem nefnist: •Kvennfjelagið til útbreiðslu heilbrigðis- fræðislegrar þekkingu«; þetta fjelag hefir sett sjer það mark og mið, að útbreiða þekk- ingu meðal alþýðu á öllu því, sem miðar til þess að efla og viðhalda heilsunui, með því að gefa árlega út heilbrigðis-smárit, sem út- I) Hjer er itt við timabil er engar stórsóttir ganga. býtt er ókeypis meðal alþýðu. Á þessa leið ættum vjer Islendingar að leitast við að minnka barnadauðann. Fje ætti að veita úr landssjóði til þess að gefa út alþýðleg og auðskilin smárit um hin helztu atriði heil- brigðisfræðirtnar og œtti að útbýta þeim ókeypis út um allt land. |>að er yfir höf- uð að tala aldrei við því að búast, að sú kynslóð, sem nú er á fullorðins árunum, breyti verulega upptekuum hætti, hvorki í þessu efni nje öðrum, en það er hin upp- vaxandi kynslóð, og sjer í lagi ungu stúlk- urnar, sem síðar verða mæður og barnfóstr- ur, það eru þær, sem búast mætti við, að muni ráða bót á því ástandi sem nú er, samkvæmt því, sem þær hefðu fræðzt um af lestri slíkra smárita. f>ar eð þetta málefni ætti í fyllsta máta að vera áhugamál þjóðar vorrar, þá hefi jeg hugsað mjer að fara þess á leit við alþingi að nokkuð fje sje árlega sjerstaklega veitt til þess að gefa ofangreind smárit út og þeim ókeypis býtt út um allt land. f>að er enginn efi á því, að því fræi, sem lands- sjóður þannig sáði, mundi gefa blessunar- ríkan ávöxt fyrir land og lýð. Með þessari grein vildi jeg að eins vekja máls á þessu þýðingarmikla málefni, en skal síðar, ef til vill, fara fleirum orðum um það. Fáein orð enn um alpýðumenntunarmálið. Eptir skólastjóra Jón f>órarinsson. f>að sýnist margt að því lúta, að næsta alþingi geri eitthvað frekara en áður til að bæta úr menntunarþörf alþýðu, sem flest- um kemur saman um, að sje mikil og knýj- andi. En með hverjum hætti mun þingið leit- ast við að bæta úr þessari þörf? Mun það enn, eins og að undanförnu, láta sjer nægja, að veita einhverja lítilfjörlega. fjár- upphæð til þess að halda lffinu í þeim skól- um, sem til eru, eða gefa þeim skólum fyr- irheit um styrk, sem ekki eru til ? Og mun það enn verða á þeirri skoðun, að með því að gera þetta, hafi það sjeð sómasamlega fyrir alþýðumenntuninni, gjört það, sem gera bar, og af því má heimta ? Sjálfsagt ekki! þvert á móti mun óhætt að géra ráð fyrir, að þingið veiti ekki lengur nokkur þúsund krónur út í bláinn, í þvf skyni, að þeim sje varið til alþýðumenntunar, og það af þeirri orsök, að það er búið að sjá af reynsl- unni, að árangurinn af slíkri fjárveiting er ekki svo sem skyldi. En hverju er mest um að kenna, að á-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.