Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.05.1885, Blaðsíða 3
91 rangurinn verður svo lítill, minni en vænta mætti, þó á miklu sje ekki von ? Eflaust því, að þingið hefir enga tryggingu heimtað fyrir, að því fje, sem það veitir, sje vel og skynsamlega varið. Einhvern tíma mun reyndar hafa verið sett skilyrði fyrir því, að skólar gætu orðið fjárstyrksins aðnjót- andi, og mun aðalskilyrðið hafa verið það, að til væri skúlahíis. En þó að þessa skil- yrðis hefði nú ávallt verið gætt með tilliti til úthlutunar fjárins — sem vitanlega hefir ekki verið gert — hvað var svo unnið ? Alls ekkert, því að það er hvergi heimtað, að skólahúsin sjeu svo til búin og svo úr garði gerð, að þau megi með rjettu heita skólahús, að þau sjeu óskaðleg lífi og heilsu barn- anna, auk heldur meira. þó að börnunum væri skipað á hænsnatrje, þar sem svo væri lágt til lopts, að þau yrðu að sitja hálfbog- in, og þó að andrúmsloptið í þessum kumb- öldum væri svo slæmt, að það legði á stutt- um tíma grundvöll til dauðameins barn- anna, þá er slíkt hús því ekki til fyrirstöðu, að styrkur fáist úr landsjóði til að halda uppi kennslu í þvf, ef hreppsnefndin vill kalla það skólahús og veita fje úr hreppssjóði til að láta kenna börnum þar. jpessu verður eflaust af sumum svarað svo, að engin hætta sje við því búin, að börnin verði látin sitja í óhollu húsi við nám, því að skólinn standi undir nefnd, sem hafi umsjón með honum. En til þess liggja ýmsar orsakir, að nefndirnar veita opt litla tryggingu; þær eru hjer stundum svo gott sem dómarar í sjálfs síns sök, og hættir því til að sjást yfir einhvern smá- gallann til að spara fje; og þar við bætist, að nefndin er, ef til vill, ekki ávallt svo kunnug skólamálum, að hún hafi vit á, hvað til þess heyrir, að skólinn sje forsvaranlega úr garði gerður, og getur því komið fyrir, að það, sem í nefndarinnar augum eru að eins smá-annmarkar, geti verið stórhneyxli í augum þeirra, sem betur hafa vit á. Sje þessi skoðun á rökum byggð, þá er auðsætt, að nefndin veitir enga tryggingu fyrir, að fjenu sje forsvaranlega varið, þar sem ekki er einu sinni féngin trygging fyrir því, að lífi og heilsu þeirra barna, sem í skólann ganga, sje ekki stofnað í beinan voða. En tryggingu fyrir þessu ber að heimta. Annað aðalatriði er það, að skólarnir sjeu skipaðir góðum kennurum. Engin skóla- lög, engin húsakynni og engin kennsluáhöld bæta upp ónytjungsskap kennarans; skól- inn stendur og fellur með honum ; ber ept- ir því góðan ávöxt, sem kennarinn er dug- legur. J>ví er það nauðsynlegt, að sjá svo um, þegar fje er veitt til barnakennslu eða alþýðumenntunar yfir höfuð, að sem beztir menn og duglegastir fáist til að kenna íyrir það, að þeir sjeu nægilega menntaðir, gangi að sínu ábyrgðarmikla starfi, ekki með hangandi hendi aðeins til að fá borgunina fyrir það, heldur með lífi og sál og með löngun til að sjá góðan árangur. — Én til þess að svo geti orðið, þarf að mennta þá sem barnakennara, eða alþýðukennara. Sú skoðun hefir komið fram í blöðunum optar en einu sinni, að stúdentar frá latínu- skólanum og gagnfræðaskólanum væru svo sem sjálfkjörnir alþýðuskólakennarar og barnakennarar. Sú skoðun getur ekki ver- ið rjett, nema svo sje, að skólar handa em- bættismannaefnum og gagnfræðaskólar veiti einmitt þá þekkingu og þá hæfilegleika, sem alþýðuskólakennarinn sjerstaklega þarfnast til að standa vel í stöðu sinni sem skólakennari. f>egar vjer þá lítum til þeirr- ar þekkingar, sem latínuskólinn í Reykjavík veitir sínum nemendum, þá er ekki vanda- samt að sjá, að hún er nokkuð á annan veg en sú þekking, sem alþýðuskólakennara kæmi að beztu haldi. En hitt atriðið hefir ekki minni þýðingu, hvern áhuga kennarinn hefir á starfi sínu. Margur hefir með lftilli kunnáttu en góðum vilja og miklum áhuga komið miklu til leiðar, þar sem mikill lær- dómur hefir einkis megnað, sakir þess að á- hugann vantaði. Nú er það kunnugt, að í flestum lítt menntuðum löndum er meira eða minna djúp staðfest milli embættismanna og alþýðu, og ekki laust við, að embættis- mannaefni skoði sig talsvert hafin yfir sauð- svartan almúgann, þegar á sínum fyrstu skóla-árum; og þó að þessi heimskulegi hroka- andihverfi hjá mörgummeð vaxandi mennt- un, þá vill opt eima eptir af honum, jafn- vel fram yfir stúdentsárið. Og það er varla ástæða til að halda, að okkar skóli handa embættÍ8mannaefnum geri svo algerða und- antekningu undan aðalreglunni, að vjerein- mitt frá honum getum átt von á hentugum barnakennurum, að hann fremur öllum öðr- um klassiskum skólum veki og glæði þá hæfi- legleika nemandans, sem honum eru nauð- synlegir til þess, að skilja rjett stöðu sína sem alþýðukennari og þá ábyrgð, sem henni fylgir. Sama má eflaust segja um gagn- fræðaskólann. En ættu stúdentar frá þessum skólum kost á að mennta sig sem kennara, ganga á kennaraskóla, þó að ekki væri nema einn vetrartíma, þá gætu þeir orðið miklum mun hæfari til þess starfs; en eins og þeir gerast almennt, þegar þeir »útskrifast«, verður það ekki af þeim heimtað. þegar vjer hugsum um, hverjar kröfur aðrar þjóðir gera til sinnar kennarastjettar, og hverjar kröfur að sjálfsögðu verður að gera til hennar, þá er eðlilegt, að vjer spyrj- um: Hvað útheimtist nú til þess að vera barnakennari á íslandi ? En þegar maður svo hugsar til sumra þeirra, sem verið hafa barnakennarar, þá veit jeg eiginlega ekki hverju á að svara. Nefndin á að ráða kenn- ann, og hún má heimta af honum svo mikið eða lítið sem hún vill. Hæfilegleikar kenn- arans sýnast sjaldnar vera ágreiningsatriði, heldur hitt, hvað maðurinn vill gera það fyrir lítið. Nefndin vill auðvitað sameina það tvennt, sem allajafna er torsótt, að fá þann bezta og ódýrasta. það er freisting fyrir nefndina að ráða hinn ódýra, og hún gerir það ef til vill í þeirri von, að hann muni þó duga, að minnsta kosti vera betri en enginn. En það er aðgætandi, að hann getur verið verri en enginn, og því fje, sem honum er goldið, ver varið, heldur en ef því hefði verið kastað bara beinlínis í sjóinn. Mönnum þykir, sem vonlegt er, ekki mikil heill eða framfarir standa af presti, sem fyrir óreglu sakir eða ónytjungskapar lætur illa gerð eða ógerð embættisverk sín, og ef- laust er betri enginn prestur en slíkur. En þetta gildir eigi síður um skólakennarann. Menn þurfa ekki að fara í kirkju og geta opt kotnizt hjá að hneixlast á prestinum, en unglingarnir eru neyddir til að hafa dag- lega umgengni við skólakennarann, hversu mikið eitur sem það kann að vera fyrir þeirra ungu sálir. |>ar á móti er beztur grundvöllur lagður undir alþýðumenntunina og hin bezta trygg- ing fengin fyrir góðum árangri með þvf að útvega skólunum sem bezta kennara; en þó að barnaskóli, eða ungmennaskóli, eða al- þýðuskóli verði reistur á annari hvorri þúfu á landinu, þá er alþýðumenntuninni ekki borgnara, ef kennararnir eru ónýtir. það verður ekki síður nauðsynlegt hjer á landi en annarstaðar, að kennarastjettin verði sem traustust, þar sem svo verulegur örðug- leiki er á að hafa stöðugt og nákvæmt eptir- lit með skólunum sakir strjálbýlisins, og menn verða því að geta treyst kennaranum sem bezt. En engurn manni getur komið til hugar, að láta skóla, sem njóta styrks af landsjóði, með öllu eptirlitslausa af hálfu hins opinbera, hversu dugandi sem kenn- arastjettin væri. En nú er þó svo, að ekkert er gert af hdlfu hins opinbera til að tryggja skólunum góða kennslukrapta, og ekkert eptirlit boðið að hafa með skólunum, sem nokkur trygging sé í. Er það þá hyggilegt eða jafnvel forsvar- anlegt af þinginu, að veita fje þannig út í bláinn, þó að í smáskömmtum sje? Engum skynsömum manni dettur í hug, að það með þessu káki þvoi höndur sínar. |>að þarf að gera miklu meira; það þarf að taka þetta velferðarmál landsins frá rótum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.