Ísafold - 03.06.1885, Side 1

Ísafold - 03.06.1885, Side 1
?eiu iíl á miívikuJagsmorjna. Verí árjangsins (55-GQ arhi 4kr.; erlendis 5 kr. Borgist [jrir miðjan júlímánnð. ISAFOLD. Uppsögm (skrifl.) bundin við áramót, 6- jilá nema komin sje lil ólj. fyrir I. atí. Afgreiðsiustola i Isafoidarprentsm. i. sal. XII 24. Reykjavik, miðvikudaginn 3. junímán. 1885. 93. Innlendar frjettir. Frá útlöndum. Nokk- ur orð um fátækramálefni og framfarir landsine. 95. Prestakosningar og prestaskortur. Um ýsulóðabrúkun í Arnessýslu. 96. Hitt og þetta. Auglýsingar._____________ Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kt. 2—3 Sparisjóður Kvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5 Veðurathugamr í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Maí Júní Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. M. 27. I + 8 29.9 29,9 N h b N h b F. 28. 0 + 4 29,8 29,8 N hv b N hv b F. 29. + 3 + 9 29,6 29,6 N hv b 0 d L. 30. + 4 + 13 29,8 3° Na h b 0 d S- 31- + 6 + 9 30,2 30+ Sv h d 0 d M. ,. + 5 + 10 30,1 3° U d S h d í>. 2. + 4 + 7 29,8 29,8 N h b N h b Eptir að norðanáttin hætti 30. f. m. hefir still- ing verið á veðri með hlýindum og síðustu dag- ana með hægri lognrigningu af suðri (31. 1.). t dag 2. er hann aptur genginn til norðurs, bálhvass til djúpanna, hægri hjer innfjarðar. Reykjavík 3. júní 1885. Strandferðaskipið Thyra fór á tilsettum tíma 1. þ. m. vestur fyrir land og norður, og vonandi hún komist tálmunarlaust, því hajíslaust var að sjá fyrir öllu norðurlandi að sögn ný- kominna ferðamanna landveg norðan að. Fiskiveiðasamþykktarmálið hjer við Paxa- flóa sunnanverðan er nú komið það áleiðis, að ný samþykkt um netalagnir er fullbúin undir staðfestingu amtmanns, og önnur um ýsulóða- brúkun nýiega samin af sýslunefndinni i fxuli- bringu- og Kjósarsýslu, að tilkvöddum 3 mönn- um úr bæjarstjórn Reykjavíkur, og skal leggj- ast fyrir hjeraðsfund 14. júlí. Áðalinntak þeirr- ar samþykktar er að banna að leggja ýsulóð í allri sýslunni að Grindavík undanskilinni, og í Reykjavik, frá 1. sept. til 11. maí ár hvert; enn fremur má aldrei leggja ýsulóð á Böðvarsmið, sem kallað er. Brot móti þessu varðar allt að 100 kr. sektum, er renna hálfar til þess sveitar- íjelags, er sá rær frá, er brotið hefir, en hálfar til tilsjónarmannanna þar, en þá skipar sýslu- maður eptir uppástungu svoitarstjórnarinnar og gefur þeim erindisbrjef. Skipstrand. Frönsk fisldskúta strandaði við Mýrdalssand 30. apríl; menn björguðust á land nauðulega og eru hingað koninir til Keykj.ivíkur. Frá útlöndum. Dönsk blöð hafa borizt hing- að með kaupskipi til 13. maí. Á þeim má sjá, að stjórnin danska hefir gefið út bráðabirgðalög gegn skotmannafjelögunum, eptir því sem við var búizt, og að misklíðin með Kússum og Englendingtim var að heyra útkljáð ófriðarlaust. Nokkur orð um fátækramálefni og framfarir landsins. Eptir landlækni Schierbeek. Mjer þótti mikið varið í að lesa greinar tvær um fátækramálefni í blöðunum hjer í vetur : «Um sveitarstjórn og fátækralöggjöf, eptir H.« í ísafold 28. og 80. janúar, og »Nokkur orð um sveitarþyngsli eptir síra Ólaf Ólafsson í Guttormshaga« í þjóðólfi 31. jan. og 9. febr. Jeg er nefnilega þeirrar skoðunar, að haganlegt fyrirkomulag á fátækramálefnum hljóti að hafa mjög mikil áhrif á framfarir landsins að efnahag til, og ímynda jeg mjer, að þá skoðun muni annars allir hafa, sem bera sanna velferð Iandsins fyrir brjósti. Haganlegt fyrirkomulag á fátækramálefn- um hjer á landi eða rjettasa sagt það, að fátækralöggjöfinni sje sem dyggilegast og skörulegast framfylgt, er einkaráríðandi, bæði vegna þess, hversu fátækraútsvör eru orðin geipilega há í samanburði við efnabag landsbúa, og verður það því tilfinnanlegra sem sveitarþyngslin lenda mestmegnis á þeim, sem verða að fara sjálfir brýnna nauðsynja á mis til þess að geta staðið i í skilum með sveitarútsvar sitt, og í annan stað vegna þess, að það er eina ráðið til að sporna við spillingu þeirri meðal almenn- ings, sem ætíð leiðir af ofgreiðum aðgangi að sveitarsjóðnum fyrir vel vinnandi fóik. f>að geta engum sem um það hugsar dulizt þessir miklu agnúar á fyrirkomulagi fá- tækramálefna hjer á landi, eins og það er orðið nú, fremur vegna þess hvemig lögun- um er beitt, heldur en að það sje svo mjög lögunum sjálfum að kenna. f>að er því mjög gleðilegt, að landsmenn eru farnir að hreyfa þessu máli, og það rjett og skynsamlega að mjer virðist. En málið er of mikilsvert til þess að það megi þar með niður falla; því að í raun og vera er það, sem hjer þarf að gerast, það, að breyta miklum hluta fátækrastyrksins, eins og hann gerist nú, í vinnu, er geti orðið landinu til framfara, og þar með jafn- framt draga úr tilhneiging manna til iðju- leysis og þeim hugsunarhætti, að láta sig nærri því einu gilda, þótt mann beri upp á sveitina, sem nú mun vera helzt til algengur. Jeg vonast því éptir, að þessi litla grein mín gæti orðið til þess, að fleiri færi að gefa sig að þessu máli; því »fellur eigi eik við fyrsta högg«. Fátæktin hjer á landi á að mjer virðist að miklum mun rót sína í því, að það er svo fjarskamikill vinnutími, sem er látinn ónot- aður. það er að skilja, að þó að sumir sjeu sívinnandi árið um kring, eius og á að vera, að helgidögum undanskildum, þá er hjer mesti fjöldi fólks, sem feykimikill vinnu- tími fellur úr fyrir á hverju ári. Allur sá mikli ónotaði vinnutími er samanlagður í- gildi ógrynni fjár, sern þannig er varpað á glæ. Og hversu mikið af frjóvsamri jörð liggur eigi alveg óræktað hjer á landi; hversu mikið land mætti eigi gera að fögr- um engjum, með fremur lítilli fyrirhöfn til þess að gera, og sem gætu framleitt hin mestu firrn af heyi; hversu mikið mætti eigi vinna á ýmsum stöðum að þvf að veita burtu vatni þar sém því er ofaukið; hversu mikið mætti eigi stækka túnin og bæta þau bæði með því að ná úr þeim grjóti og með því að sljetta þau, o. s. frv. Jeg ímynda mjer, að enginn neiti því, að landið geti tek- ið miklum framförum og orðið jafnvel far- sælt og blómlegt, ef því er sómi sýndur, þrátt fyrir allar tálmanir, er stafa af af- stöðu þess, landslagi og óhagkvæmu lopts- lagi. í búnaðarframförum hvers lands hefir það jafnan verið aðalverkefnið, að hagnýta sem rækilegast það sem maður hefir undir, en hafa það heldur minna, hafa yfirferðina þeim mun minni. þá leið væri æskilegt að Island hjeldi líka,og það meðelju og atorku. það er með öðrum orðum, að hjer ætti að leggja sem mesta stund á að græða út tún- in og yrkja þau sem allrabezt, auka kúa- búið o. s. frv., í stuttu máli: að yrkja jorð- ina og rækta sem bezt og vandlegast til þess að láta hana gefa sem mest af sjer, í stað þess að láta sjer eingöngu nægja að hirða það sem náttúran af sjer gefur sjálf- krafa, svo sem grasið í högunum eða á ó- ræktuðum engjum. það er vitaskuld, að eptir því sem hjer hagar til, þá verður þessi hin síðarnefnda hagnýting landsins jafnan mikilsverð; en ekki mun það skémma að hafa það jafnan hugfast, að það má hafa að marki, að þá er búnaður hvers Iand's á framfaraskeiði, er ræktunin fer í vöxt, en í apturför, éf hún fer minnkandi.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.