Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 1
^eiuif II í alWteiijsnoijna. íst! irjaajsifis (55-63 mfa) 4h.; srieniis íb. 3orjisl [jrii iiiojan júi'manu3. ISAFOLD. öirosögp. (staiíl.) tnmdin viJ SrantóU- jiid nema komir. sje íil úlj. fji , Mjreiflstastola i Isalolriamrenlsm. 1. sal. XII 26. Reykjavík, miðvikudaginn 17. júnimán. 1885. 101. Innlendar frjettir (fiskiveiðasamþykkt o. fl.). Sundkunnáttuleysi. 102. Hin fornu Fiskjvötn. 103 Ferðapistlar eptir þorvald Thoroddsen. IV-V. 104. Auglýsingar, Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4.-5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen í Hiti (Cels.) | Lþmælir 1 Veðurátt. Júní |ánóttu|umhád.| fm. | em. | fm. | em. + 6 + » 29.9 29,5 + 7+9 29,1 29,2 + 41 + 8 29,2 29.5 + 3 + 8 29,4 29.5 + 2 + 5 29,5 29,7 + 4 + 9 29,7 29,8 + 7 + 11 29,0 29.5 Sa hv d IA hv d Sa hv d Sa hv d S hv d |S h d Sv hv d iS hv d Sv hv d jSv hv d S h b ;Sa hv d Sa hv d Sa hv d M. 10. F. 11. F. 12. 1- 13. S. 14. M. 15. p. 16. Skýringar: „Á nóttu" þ.e. minnstur hiti um nótt- ina. Lþmælir = loptþyngdarmælir.í enskum þuml- ungum og tugabrotum úr þumlungum. S = sunnan. Sv=suðvestan. 0 = logn. d=dimmur. V =vestan. Sa=suðaustan. h=hægur. r=regn. N=norðan. Nv=norðvestan. hv=hvass. sn=snjókom. A__austan. Na=norðaustan. b=bjartur. þ=þoka. Um kveldið hinn 9. gekk veður til landsunn- anáttar (Sa) og liefir verið við sömu átt þessa viku, optast hvass og með mikilli úrkomu dag og nótt, einkum var úrhellisrigning kveldið 13. Við og við hefir hann gengið í vestur-útnorð- ur (Sv) með haglhryöjum; kalsi hefir verið mikill í loptinu. í dag lbUandsunnan (Sa) hvass með regni. Reykjavík 17. júní 1885. Skipskaði. Fimmtudaginn að var, 11. þ. m., fórst bátur með 6 mönnum á uppsiglingu úr fiskiróðri nærri Gróttutöngum á Seltjarnar- nesi, hvtdfdi í „vendingu". Einum varð bjarg- að af kili, af þórði bónda Jónssyni í Ráðagerði, er var nýlentur, þegar slysið varð, og öðrum náði hann með lífi, hangandi í stýrislykkjunni, en sem ljezt samdægurs. Hinir 4 höfðu aldrei komizt á kjöl: voru allir ósyndir, eins og títt er hjer. Báturinu var frá iNyjabæ á Seltjarnarnesi, og formaður Páll (jruðbrandsson frá Brennu í ttvík, ungur maður efnilegur. Hinir, sem drukknuðu, voru Gestur bóndi Jónsson á Kiðafelli í Kjós > Jón Jlarkússon, vinnumaður á Tindstöðum á Kjalarnesi; (ruðlaugur Sigvaldason, vinnu- maður á Miðfelli á Hvalfjaröarströnd; og Sveinbjörn (íuðmundsson, viunumaður á Nýja- bæ á Seltjarnamesi. En sá sem bjargað var og lifir, heitir þorsteinn Jónsson, viimumaður á þúfu í Kjós. jpjóðjarðasala. Stjórnarherrann hefir með brjefi 23. marz veitt landshöfðingja heimild til að selja hhitaðeigandi ábíieiidiun þessar þjóðj.irðir, snni-v kvæmt loguni íj. nóv, 1ÍIX3: pvera i Kleiíahreppi, (virl a 1820 kr.) fyrir 2027 kr. Hlíð í Leiðvallahr. (virt á2ooo kr.) fyrir 2360 kr. Arnarnes i Eyjafirði ( — - 3000 —) — 3200 — Orrastaði í Húnav.s. ( — - 2500—) — 3000 — Melakirkja i Borgarfirði er lögð niður með landshöíðingjaúrskurði 23. mai og sóknin lögð til Leirár. Hreppaskipting. Með úrskurði 29. maí hefir landshöfðingi skipt Leiðvallarhreppi í Vestur-Skapta- fellssýslu í þrjá hreppa: Leiðvallarhrepp (Meðal- landið), Alptavershrepp og Skaptártunguhrepp. Fiskiveiðasamþykktin fyrir Faxaflóa sunnan- verðan, er getið var um í síðasta blaði að hlotið hefði staðfestingu amtsins 9. þ. m„ gildir frá 14. marz 1886 og hljóðar þannig: 1. gr. Enginn má leggja þorBkanet í sunn- anverðum Faxaflóa utar eða dýpra en svo, að varða sú, sem sett verður á suðausturenda Langholts, beri um Stóra-Hólm í Leiru ; skal því netatakmarki haldið svo lengi, sem þessi mið sjást, en að þeim slepptum skal taka beina stefnu á Hengil, sem þá mun bera um Hval- eyri; skal halda því miði, þangað til Kcilir er kominn um Kúagerði. Eigi skal leggja þorska- net nær landi á svæði þessu en við grynnstu hraunbrúnir. Brot gegn þessum ákvörðunum varða sektum frá 50—100 kr. 2. gr. Tvo fyrstu straumana af hverri vetr- arvertíð eptir 14. marz skulu öll þorskanet á svæði því, er um ræðir í 1. gr., svo og á Hafn- arfirði innan Melshöfða og Hraunsness, tekin upp og fluttíland daginu fyrir tunglkomu-eða tunglfyllingardag eptir almanakinu, og eigi lögð aptur fyr en eptir hádegi daginn eptir tungl- komu- eða tunglfyllingardaginn. Skulu þannig öll þorskanet vera í landi 2 sólarhringa í tvo fyrstu straumana framan af hverri vetrarvertíð. Geti menn ekki vegna veðurs eða annara hindr- ana tekið netin í laud þá daga, sem nefndir eru, skulu þau flutt í land,hvenær sem tækifæri gefst næst á eptir, og þá haldið í landi fulla tvo sól- arhringa tvisvar á vertíð. Hver sá fiskimaður, sem getur, skal skyldugur að flytja þau net í land, sem hann veit eða sjer að í sjó liggja þá daga, sem þau eiga að vera í landi. Brot gegn þessum ákvörðunum varða sektum frá 10—100 kr. 3. gr. Banna skal að draga upp þorskanet fyr en bjart er af degi, og eigi skal draga upp þorskanet síðar á degi en um sólarlag, að við- lögðum sektum 10—50 kr. fyrir hverja þá skips- höfn, sem uppvis verður að broti gegn ákvörð- un þessari. 4. gr. Öllum þeim, er til liskjar róa, skal bannað að varpa í sjó grjóti, sem til seglfestu hefir verið notað, nema br^na nauðsyn beri til. Brot móti þessu varða sektum frá 5—10 kr. 5. Fyrir innan Stakk við Hólmsberg skulu allir fiskimenn á svæði því, er samþykktin nær yfir, skyldugir að bera niður á fiskimiðum — eiiikanhga þar si'm liruun er fyrir í botni — hiogn úr öllum liski. t-v aflust á timabilinu frá 14. marz til 10. maí ár hvert, nema þau hrogn, sem höfð eru til manneldis. Skulu hrepps- nefndir í hverjum hreppi hafa eptirlit með því, að þessari ákvörðun sje fylgt. Brot gegu þess- ari grein varða sektum allt að 20 kr. fyrir hverja tunnu hrogna, sem söltuð er til útsölu á áðurgreindu tímabili. 6. gr. Allan þaim háf, sem aflast, skal skera niður og hirða lifrina eina. Hver sá, sem flyt- ur háf í land, skal greiða í sekt 10 a. fyrir hvern háf. 7. gr. I hreppum þeim, sem samþykkt þessi nær yfir, skal sýslumaður skipa tilsjónarmenn, svo marga sem þörf er á, til þess að gæta þess, að eigi sje brotið á móti samþykktum þessum. 8. gr. Eptir samþykkt þessari fellur helm- ingur sekta til tilsjónarmanna, en helmingur til sveitarsjóðs þess hrepps, sem næstur er því svæði, þar sem brotið er framið. 9. gr. Allir þeir, sem stunda fiskiveiðar, hvort heldur er um lengri eða skemmri tíma, þar sem fiskivciðasamþykkt þessi nær yfir, skulu vera háðir fyrirskipunum hennar. Samþykkt þessi nær yfir Kosmhvalanesshrepp fyrir innan Skaga, Vatnleysustrandar, (larða og Bessastaða hreppa Sundkunnáttuleysi. Margir rnunu hafa heyrt getið um aum- ingja þá í mannsmynd, sem kallaðir eru kretínar. Orðið þýðir skepnur, og er sann- nefni, því vesalingar þessir ern skepnum líkari en skynsemi gæddum verum, og þó aumari miklu en heilbrigðar skepnum. það er mest af þess konar fólki í afdölum í;Alpa- fjöllum (Sviss og Jtalíu), Pyreneafjöllum og víðar þar sem líkt hagar til, og mun ástand þess að vísu nokkuð loptslagi að kenna og þess háttar, einkum sólarleysi; en meðfram er það eignað frámunalegri ómennsku og sinnuleysi, sem gengur í erfðir mann fram af manni, kynslóð eptir kynslóð, þar til er úr þessu verður sá aumingjaskapur, að fólk- ið getur enga björg sjer veitt, hefir ekki rænu á að gæta brýnustu nauðþurfta sinna og deyr heldur drottni sínum en að rjetta hendi eða fæti sjer til bjargar eða viðreisnar. Svo er drottni fyrir að þakka að vísu, að ekki höfum vjer hjer á landi þessu voða- lega meini að segja yfir höfuð að tala. Vjer erum eigi tiltakanlcga annara eptirbátar að tápi og manndóm eða mannrænu að því er kemur til viðburða í þá átt, sem vjer erum vanir við frá fornu fari. En eigi að bregða eitthvað út af hinum forna ferli og kanna nýja stigu, þá er deyfðin og sljóleikinn stundum svo megn, að manni blöskrar og detta kretfnarnir í hug.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.