Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.06.1885, Blaðsíða 3
108 um allt í kring, þá verður ekki á móti því borið, að eðlilegra er að hugsa sjer, að höf- undurinn hafi hjer átt einmitt við þau sömu vötn, hin tvö litlu Álptavötn og hin mörgu Fiskivötn (þar á meðal eitt sem kallast »Stórisjór»), er til eru enn í dag; einungis er afstaða vatnanna ónákvæmlega drégin ; en slík ónákværoni, sem öldungis ér af sama bergi brotin sem hin í Njálu, er mjög skilj- anleg og kemur aptur og aptur fyrir, þegar menn fara að lýsa stöðum uppi í öræfum, þar sem þeir aldrei hafa komið og geta fyrir því alls eigi haft ljósa hugmynd hvorki um legu þeirra nje afstöðu. En nú vill svo vel til, að vjer þurfum eigi að fara að getum einum í þessu efni. Vitnisburður Árna Magnússonar um að Fiskivötn á hans tím- um voru þau sömu sem nú, tekur hjer af allan efa. I safni því til örnefnalýsingar Islands, sem til er eptir hann á lausum blöðum í AM.213 8vo, segir hann, að Fiski- vötn sje 100 að tölu eða rniklu fleiri, að þau liggi meira en þingmannaleið frá Skaptár- tungu, í norður eða öllu heldur í útnorður, og að þau liggi fyrir norðan Túná (Tungná); í vötnum þessum segir hann sje mikil sil- ungsveiði, helzt í nóvember; menn fóru jafnvel frá Landi í Rangárvallasýslu þangað til veiða. Að öðru leyti eru Fiskivötn greinilega sýnd með nokkurn veginn ná- kvæmri afstöðu og legu á uppdráttum Is- lands hinum eldri, svo langt aptur í tímann sem greinilegir uppdrættir voru gerðir; þannig eru þau sýnd á Islands uppdrætti mag. |>. porlákssonar 1670, sem gerður er eptir uppkasti G. biskups jporlákssonar; enn fremur eru þau allvel drégin á hinum stóra Islands uppdrætti Knoffs 1734, þar sem þau eru sýnd sem eitt stórt vatn með mörg- um smávötnum allt um kring, og eptir þessum uppdrætti eru þau sýnd á hinum prentuðti uppdráttum frá öldinni sem leið. jpegar nú uppdráttur S. M. Hólms er borinn saman við hina eldri uppdrætti, þá sjest svo ljóslega, að lítill efi getur á því leikið, að hann hafi tekið lögun Fiskivatn- anna eptir hinum eldri uppdráttum, þar sem aptur af annari hálfu ónákvæmni hans, að því er snertir legu vatnanna, ef til vill staf- ar af kynning hans við Njálu. Eg bið yður að taka línur þessar í blað yðar, 1 von um að þær geti aptrað því, að skoðanir hr. S. V. verði þegar teknar fyrir góða og gilda vöru, með því að þær geta ef til vill komið glundroða á örnefni landsins. Kaupmannahöfn 25. maí 1885. Virðingarfyllst Kr. Kálund. P Ferðapistlar eptir oxvaíd &faozoddi>cn. IV. Leipzig SÍ6. apríl 1885. f>jóðverjar drekka bjór manna mest og eru mjóg elskir að honum. |>egar maður kemur til jpýzkalands, sjest strax, að ölið er uppáhald allra stjetta. I Leipzig eins og í öðrum borgum hengja myndasmiðir ljós- myndir af mörgum mönnum saman, fjelög- um, stúdentahópum og þess konar, framan á hús sín til sýnis; þótti mjer það í fyrstu skrítið, að á því nær öllum myndunum sitja menn við bjórdrykkju, en þegar eg kynntist betur, sá ég, að það í sjálfu sjer er ekkert undarlegt, því bjórinn er þjóðdrykkur. Jafnt konur sem karlar drekka öl á öllum tímum dags, þó er það mjög sjalda að menn sjást drukknir. Olkrúsirnar eru optast út- skornar eða málaðar, stundum mestu lista- verk. Hver stúdentaflokkur hefir sinn ein- kennisbúning og sín merki; hver flokkur kemur saman á tilteknum veitingastað á kvöldin og er flokksmerkið þar málað á bjór- krúsalokin. Stúdentar hafa marga skrítna siði við óldrykkju og fylgja vissum reglum, er þeir drekka hver öðrum til, og má eigi út af brégða. Hver flokkur hefir vanalega há- tíðasal fyrir sig, þar standa löng borð til öldrykkju og á veggjunum hanga merki, stúdentasverð, hjálmar, flókabrynjur, mynd- ir o. fl. Einvígi eiga þeir sífellt sín á milii, þó orsakir sjeu optast litlar eða engar. A Norður-f>ýzkalandi og í Baiern eru varla aðrir áfengir drykkir drukknir en ól; í Rín- fylkjunum og í öðrum vínlöndum er og drukkið töluvert af víni. Bjórtegundirnar eru svo margar, að eigi verður tölu á komið. I Leipzig er drukkin sjerstök öltegund, er heitir »gose«, en varla munu aðrir en Leipzig- bviar geta drukkið þenna drykk. Flösk- urnar eru einkennilega lagaðar.mjög bumbu- breiðar eins og kúla að neðan og ákaflega hálslangar; standa þær alltaf opnar, svo loptið geti verkað á drykkinn, ekki naá hreyfa þær nje hrista svo ekki korni »skjad- ak í munngátið«. Drykkur þessi er mjög óviðfeldinn á bragðið fyrir óvana og af hon- um sjóbragð, en Leipzig-búar sloka hann drjúgum og þykir hann allra drykkja bezt- ur. Á hverjum veitingastað eru sjerstök borð fyrir þá, er opt koma eða daglega (slíka menn kalla stúdentar í Höfn »stofna«); hafa þeir ýms rjettindi fram yfir aðra gesti. Sumstaðar hangir yfir »stofna«-borðinu stór sveðja, við hana tóuskott, í tóuskottinu bjalla og í henni strengur; þegar nú einhver »stofnanna« er Ijelega fyndinn, eða segir ótrú- lega skrítlu, er tekið i strenginn og bjöllunni hringt; verður hann þá að gefa þeim öllum bjór er við borðið sitja, svo þeir geti betur rent niður skrítlunni, þó römm sje á bragðið. Ymsa fleiri siði hafa menn við samdrykkju, sem hjer yrði of langt upp að telja. I Leip- zig er ótal veitinga og skemmtistaðir, og eru þeir allir fullir meðan á markaðinum stend- ur. Nafnfrægastur er »Auerhach's Keller«, það er afargamall vínkjallari, kunnur um allan heim af skáldriti Göthes, »Faust«. Segir sagan.að Faust hati riðið þaðan á vín- tunuu með fítonsanda og töfrum. Kjallari þessi er eins og bezta listasafn; þar eru til myndir á veggjunum eptir ágæta málara, er sýna ýmislegt úr skáldriti Göthes, þar eru myndir af Göthe, ýmislegt ritað með hans eigin hendi, gamlar bækur o. fl., er stendur í sambandi við þjóðsöguna um »Faust«. V. Halle 4. maí 1885. Meðan eg dvaldi í Leipzig var það aðal- starfi minn, að fást við steinarannsóknir með 8Jónauka. Bergtegundir þær, sem a íslandi finnast, eru optast svo, að steinasamband þeirra eigi sjest með berum augum. Fyrrum ljetu menn sjer nægja að rannsaka steinana á éfnafræðislegan hátt, án þess þó vel að komast að eðli samsetningarinnar; fyrir nokkru fóru menn að nota sjónauka til þess að skoða hina innri samsetningu bergteg- unda og gefst það mjög vel; til þess að skoða steininn verður að fægja hann uns komin er líknabelgsþunn flaga gagnsæ, má þá sjá krystalla þá í sjónauka, sem eigi sjást með berum augum og ákvéða hverrar tegundar þeir eru; þá eru sjerstakir ljósgeislar (pol- ariseraðir, flatsettir) látnir falla gegnum steinflöguna, koma þá fram einkennilegar litbreytingar og af má því ráða, undir hvert krystallakerfi steintegundin heyrir, svo má og undir sjónauka mæla krystallana og láta ýmsar sýrur og önnur efni verka á þá til þess menn sjeu vissir um hverrar tegundar þeir eru. Skoðun þessier opt örðug ogmarg- brotin, en hefir orðið til þess, að menn hafa sjeð og fundið margt viðvíkjandi myndun bergtegundanna, sem menn eigi vissu áður; hefir þetta haft mikil áhrif á jarðfræðina í heild sinni. 1 Leipzig er prófessor ^irkel, sem var á íslandi 1860, er hann nafnkunnur fyrir sjónauka-rannsóknir sínar; þar er og dr. Sauer, lands-jarðfræðingur fyrir konungs- ríkið Sachsen; eru báðir þessir menn einna fremstir i þessari mennt, og því fór eg til Leipzig til þess að læra af þeim, af því þessi rannsóknaraðferð er ekki kennd við háskólann í Kaupinannahöfn. 1 Leipzig eru margir jarðfræðingar nafnkunnir; þar er t. d. Richthofen fríherra, sem er frægnr fyrir ferðir sínar í Ghina, Californíu og vfð- ar og fyrir framúrskarandi rit í jarðfræði,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.