Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 1
{w.u 51 á miívikudajsmorjna. Verfl irjanjsins (55-60 arka^ 4kr.; erlendis 5 kr. Borjisi íjnr miíjan júl'n ISAFOLD. öppsöjn (sknfl.) bundin við áramóU- jild nema komin sje iil úij. tjrir 1, okt. Afjreidslustoía ; tsaíoldarprenlsm. I. sal. XII 27. Reykjavík. miðvikudaginn 24. júnimán. 1885. 105. Innlendar frjettir. 106. Útlendar frjettir. Húsagerð á sveitabæjum og úttektir jarða. 107. Ferðapistlar eptír þorv. Thoroddsen. 108. Auglýsingar. Alþingi verður sett I. júlí. Brauð nýlosnað : Auðkúla 22/6. 891. Forngripasafnið opið hvern ravd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag Id. 12 —2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Póstar fara norður og vestur 27. þ. m. Póstskipin fara bæði I. júlí. Sparísjóður Rvíkur opinn hvern mvd og Id. 4—5 pingvallafundur 27. júni. Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Júní Hiti (Cels.) 1 Lþmælir ánóttulumhád. fm. I em. Veðurátt. fm. M. 17. F. 18. F. i9. L. 20. S. 21. M. 22.1 + Þ. 23.I + + Í2 + 9 -t 1" + 9 + 10 + 10 + 7 29,6 | 29,6 29,6 29.5 29,S 29,2 28,9 29,2 29,5 29.5 29.5 29,3 29 29.3 Sa h b Nv h b Nv h b Nv h b Sa h d Na h b N h b em. 0 b Nv h b Nv h b 0 b S h d Nv h b N h b Alla vikuna hefir hann verið við norðanátt, opt- ast hægur ogbjartur, 21. gekk hann til landssuðurs (Sa) með regni; aðfaranótt h. 22. snjóaði í Esj- una og var hjer hvass fyrri part dags á vestan útnorðan, logn að kveldi. í dag 23, norðvest.m, hvass, dimmr; ýrði regn úr lopti stutta stund fyrri part dags. Reykjavík 24. júní 1885. Straudferðaskipið Laura kom hjer 22. þ. m. að morgni, norðan og vestan um land, rneð mesta fjölda ferðamanna, um 200, þar á meðal þingmenn flesta og þingvalla- fundarmenn. Hafði komizt viðstöðulaust, hvergi hitt fyrir hafís. Póstskipið Koniny kom hjer sama daga að kvöldi beina leið frá Khöfn. Með henni síra Matthías Jochumsson, úr ferð sinni til Lundúna og Khafnar ; porvaldur Thor- oddsen, náttúrufrseðingur, er ferðazt hefir í vetur og vor suður um þýzkaland, Sviss og Italíu ; stud. juris Hannes Havsteen o. fl. Amtsráðsfundur í Vesturaintinu var haldinn í Stykkishólmi 18. til 20. þ. m., af settum amtmanni M. Stephensen, S. E. Sverrisson sýslumanni, og Hjálmi Pjeturs- syni sýslunefndarmanni. Amtsráðið lagði það til, að þ. á. búnaðar- styrk úr landssjóði handa vesturamtinu, nálægt 2500 kr., verði öllum varið til kostn- aðar við búnaðarkennslustofnunina í Ólafs- dal, er amtsráðið fól forseta sínum að útvéga leyfi landshöfðingja til áð gerð yrði að reglulegum búnaðarskóla nú þegar á þessu ari, samkvæmt tillögum frá öllum sýslunefndum í vesturamtinu, nema Barða- strandarsýslu, er ekkert álitsskjal hafði sent, þó þannig, að skólinn verði ekki bund- inn við þá jörð, sem hann nú stendur á. Vill amtsráðið leggja þessum fyrirhugaða búnað- arskóla, auk landsjóðsstyrksins, sem áður er nefndur, vexti af búnaðarsjóði vestur- amtsins, búnaðarskólagjaldið og vexti af inn- stæðu búnaðarskólasjóðsins, samtals 3900 kr., og skyldi 2450 kr. þar af varið til með- gjafar með 14 kennslupiltum. Amtsráðið áleit ekki lagaheimild til að leggja pingvallafundarferðakostnað á sýslu- sjóði. Amtsráðið veitti kvennaskólanum í Rvík 150 kr. styrk úr jafnaðarsjóði vesturamtsins þetta ár. Eptir ósk þingmanna Snæfellinga og Barð- strendinga ályktaði amtsráðið að leggja með- mæli sín með því, að veittur verði styrkur eða lán úr landssjóði til framkvæmdar Æðar- ræktarfjelagsins á Breiðafirði og við Stranda- flóa, »með því það er samhuga álit amts- ráðsins, að friðun og efling æðarvarps sje á- ríðandi velferðarmál fyrir íbúana í miklum hluta amtsins*. petta eru helztu rnálin, sem rædd voru á fundinum ; alls voru þau 24. Lagasynjun. Með konungsúrskurði 22. f. m. er synjað staðfestingar á lögunum frá síðasta alþingi um heimild til að taka útlend skip á leigu til fiskiveiða, og vill ráð- gjafinn ekki heldur taka til greina tillögu frá landshöfðÍDgja um að leggja nú fyrir alþingi nýtt frurnvarp um sama efni, en með nauðsynlegum takmörkunum. I ástæðunum fyrir synjuninni segir ráð- gjafinn meðal annars, að bannið gegn fiski- veiðum fyrir reikning útlendinga (að öllu eða nokkru leyti) í opnu brjefi 7. marz 1787 mundi hafa staðið óhaggað, þótt frumvarpið hefði orðið að lógum, og hins vegar sje ó- mögulegt, að beita banninu gegn fiskiveið- um útlendinga í landhelgi, ef leyft er að hafa útlend skip til fiskiveiða: »eptirlit á sjó (af herskipsins hálfu) verður einungis að miðast við flaggið, sem fiskiskipið hefir«. Hefði frumvarpið orðið að lögum, »mundu útlendir útgjörðarmenn, sem vilja hafa ein- hvern stað á fslandi að stöð fyrir fiskiveiðar sínar í landhelgi, eiga mjög hægt með að láta fyrirtæki sitt hafa yfirskin laganna með haganlegu samkomulagi við einhvern afl landsbúum, og búa þá svo um hnútana, að þeir sjálfir fengju mestan hlutann af afl- anum«. Tíðarfar. þetta vor hefir verið eitt- hvert hið harðasta, er dæmi eru til, víðast um land. Megnustu kuldar fram yfir far- daga og gjórsamlegt gróðurleysi; frostbylj- ir öðru hvoru, einkum fyrir norðan og á austfjörðum. þar, á austfjörðum, var viku eptir fardaga fullkomið jarðbann í öllum sjá- varsveitum frá því fyrir sunnan Mjóafjörð og norður fyrir Vopnafjörð, og það af göml- um gaddi; sást varla á dökkan díl. Mundu fáir trúa slíkum firrnum. Á vestfjörðum sumstaðar, t. d. á Snæfjallaströnd og víðar, voru tún undir fönn um sama leyti. Mundi eflaust hafa orðið kolfellir af fjenaði um meiri hluta lands, hefði almenningur ekki verið óvenjuvel undir veturinn búinn víðast, nema á suðurlandi, en þar kom vorbatinn fyr en annarstaðar og þó seint og síður en eigi vél. Aflaörögð. Ymist aflalausteða mjög aflalítið lengst af í vor hjer um bil kringum allt land. Hafi einhversstaðar lifnað við í svip, hefir það horfið óðara aptur. þó eru þilskipin undantekning frá þessu, að meiru eða minna leyti. Skipstrand. Norskt timburskip strand- aði snemma í þ. m. á innsiglingu áHvamms- fjörð frá Stykkishólmi; straumur bar það á sker í logni. Menn komust allir af. Verð- ur selt 6. júlí ásamt farminum, 900 tylftum af við. Æðarraíktarfjelag. Flestallir ábú- endur og eigendur æðarvarpsjarða í Barða- strandarsýslu, Strandasýslu, Dalasýslu og Snæfellsnessýslu hafa stofnað með sjer fje- lag árið sem leið í því skyni að efla æðar- rækt hjer á landi með öllu tiltækilegu móti, fyrst og frernst með rækilegri friðun, sem þegar er byrjað á (eyða hræfuglum, hætta að taka æðaregg o. s. frv.). Aðalstjórn fje- lagsins er 3 manna nefnd : formaður P. Fr. Eggerz, fjelagsstjórar S. E. Sverrisson sýslumaður og Hafliði Kyólfsson dbrmaður. Fjelagið ætlar að leita styrks eða láns úr landssjóði til framkvæmdanna, 10,000 kr., með meðmælum amtsráðs og sýslunefnda, sem áður er getið, og er Eiríkur prófastur Kúld, þingmaður Barðstrendinga, aðalrlutn- ingsmaður málsins. Mannalát. Ifinn 13. þ. m. andaðist síra Jon porðarson (Árnasonar, síóast prests

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.