Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 3
107 niður undir ljelegri ábúð fátæklinga, en land- skuldarhækkun staðið verandi og komandi leiguliðum til kúgunar ? Akvörðunin hefði og verið í hæsta máta ósanngjörn og gjör- ræðisfull og gengið um of nærri eignarrjetti, þar sem hún skyldaði menn til að kaupa það, sem þeir alls ekkert atkvæði höfðu um, hversu dýrt skyldi vera, nje hvernig að lög- un, gerð og stærð. Bn að líkindum mundu landsdrottnar hafa gjört slík kiigunarlög þýðingarlaus með því að setja í byggingar- brjefin,að leiguliðar mættu engin hús byggja nje húsauka gjöra, sem þeir væri skyldir til að kaupa móti vilja sínum. En hjer er nú um fleira að tala en prívat- eignir. Hver mundi t. a. m. byggja prest- um út, þótt hús hrörnuðu um skör fram ? ji>egar komið hefði til að kaupa hús á opin- berum eignum, sem vera munu nálægt £ af öllurn fasteignum landsins, þá hefði nú lands- sjóðurinn fengið laglegan ómaga. Lands- stjórnin hefði auðvitað komizt í hin mestu vandræði, nema þingið hefði í hverjumfjár- lögum veitt stórfje til slíkra útgjalda. það mun engum éfa bundið, að allur þorri leigu- liða, sem nokkurt skin bera á þetta mál, mun -§gra þakklátur fyrir, að þetta ekki varð að lögum, enda er kúgun aldrei happasæll vegur til framfara eða manndáðar. Vjer ætlum, að skilyrðið fyrir nauðsvn- legum framförum í þessu efni sje fyrst og fremst vaxandi verkleg þekking, velmegun og menntun, aukin sjálfseign og æfiábúð. þ>að lítur annars út fyrir, að sveitin, sem þ. er úttektarmaður í, sje ríkari af forngripum en framförum, ef þar eru 100 ára gamlar úttektarbækur og 18—20 álna bæjardyr. Annarstaðar á landinu mun byggingum hafa þokað fram til bóta síðau 1784 og það mjög mikið. En líklega fær þingið í sumar ann- að þarfara að gjöra, en að fara að hræra í þessum kafla landbúnaðarlaganna til að koma á landskuldahækkun um land allt. Maí 1885. porkell Bjarnason. porlákur Guðmundsson. Ferðapistlar eptir vaid cVtáoto33oen. VI. Miinchen 11. maí 1885. Um morguninn 8. maí kom jeg til Mún- chen. það er mjög fagurbær, nafnkunnur fyrir listir og íþróttir, stórhýsi eru þar mörg og fögur; Ludvigs-gata og Maximilians- gata bera af öllum öðrum strætum þar og konungstorg af öðrum torgum, enda eru þar hallir á alla vegu, listaverk, myndastyttur og því um líkt. Isar rennur eptir bænum endilöngum, en eystri helmingur bæjarins er þó rniklu minni en hinn vestari; Isar er jökulvatnástærð við Fnjóská. Mjög fagurt er á brú þeirri, sem liggur yfir ána fyrir end- anum á Maximilians-götu, þar er fossfall nokkurt í ánni og sjezt þaðan niður dalinn ; skógar og fagrar hallir eru á báða vegu. Hjer er ekki rúm til að lýsa borginni, enda væri jeg illa til þess fær. Sá sem jeg fyrst heimsótti, var prófess- or Konráð Maurer, íslandsvinurinn mikli sem allir þekkja; var mjer af þeim hjónum tekið eins og jeg kæmi í föðurhús og var jeg þar optast meðan jeg dvaldi 1 Múnchen. þar var margt talað af góðum hug til Is- lands. Maurer hjálpaði oss Isendingum drengilega í stjórnarbaráttu vorri við Dani. Hann þekkir eins og allir vita allra manna bezt sögu Islands, lög og hætti alla. Varla er hægt að minnast á þann hlut, er Island snertir, sem hann ekki þekkir út í æsar. Frú Maurer ber sama hjartaþel til Islands eins og maður hennar og er eflaust allra út- lendra kvenna fróðust um Island. I Mún- chen kynntist jeg ýmsum náttúrufræðing- um; einn þeirra var Dr. Penck jarðfræð- ingur, ungur maður, en nafnkunnur fyrir rit sín. Hinn 10. maí fór jeg með Penck norðaustur fyrir Múnchen til jarðfræðis- skoðunar; í förinni var Dingler ágætur grasafræðingur, nokkrir jarðfræðingar, og stúdentar, svo vjer vorum 20 saman. Land er hjer flatt og fremur ófrjótt, þorp á stangli, móar, mýrar og skógar á víxl. Hjer er alstaðar smátt malargrjót undir, núið og rispað og smá leirlög hjer og hvar á milli; hefir sljetta þessi myndazt af jökulám á ís- öldinni og er alveg eins samsett eins og melar og sandar við jöklana á Islandi, hafa ár og jöklar borið grjót og möl austan og sunnan úr Alpafjöllum og má rekja feril steinanna og uppruna eptir samsetningu þeirra. Fyrst skoðuðum við fen og mýrar, síðan móa og heiðalönd ; jarðvegur er þunn- ur og illur til akuryrkju. það þótti mjer garnan, að jeg fann meðal jurtanna ótal kunningja heiman af Fróni, plöntur sömu tegundar og þar vaxa; sumar hafa kom- ið ofan úr Alpafjöllum niður á láglend- ið, sumar hafa haldizt á sama stað síðan um lok isaldarinnar. Við höllina Schleiss- heim snæddum við miðdegisverð; þar eru fagrir garðar og málverkasafn ; hjeldum svo áfram um heiðar og skóga og snerum síðan aptur þegar á daginn leið. Vjer fórum alla leið gangandi og konum seint um kvöldið til Múnchen, höfðum vaðið mýrar og fen og gengið meir en þingmannaleið, enda vorum við ekki nema 4 saman, er til Múnchen kom ; hinir voru allir orðnir aptur úr. I Múnchen kynntist jeg og Batzel pró- fessor, hann er nafnkunnur landfræðingur og hefir ferðazt um Mexico, Cuba, Banda- ríkin og fleiri lönd, stendur hann fyrir út- gáfu handbóka í almennri landafræði, sem þykja skara fram úr öllum þess konar bók- um. Eatzel var mjög þægilegur eins og allir þýzkir vfsindamenn, er jeg hefi kynnzt; gaf hann mjer meðmælingarbrjef til ýmsra náttúrufræðinga í Sviss og á Italíu. Maður er nefndur Hagenbeck; hann er auðugur og hefir sett sjer það mark og mið, að auka þekkingu manna á fjarlægum þjóð- um úr öðrum heimsálfum. Hann hefir ný- lega flutt til norðurálfu Singhalesa frá eynni Ceylon, áhöld þeirra, búninga og því um líkt og hefir til sýnis. Singhalesar eru af sömu ættkvísl og norðurálfubúar, greindir og allvel menntaðir. Jeg sá Singhalesa þessa í Múnchen ; sýndu þeir listir sínar og íþrótt- ir stóru húsi, er til þess var gjört; þeir voru um 30, konur og karlar, börn og gam- almenni; þéir eru gulmórauðir á hörundslit, fremur smáir vexti, fjörugir, greindarlegir, blíðlegir og barnslegir á svip. Flestir eru svo búnir, að þeir eru berir niður að mitti og í pilsi úr mislitum eða rósóttum dúkum. I fordyrinu var safn af alls konar áhöldum, goðamyndum, ritum og skrauti frá Ceylon ; í enda hússins voru reistir kofar úr bambus- viði þaktir pálmablöðum, þar sátu konur við hannyrðir, vefnað og flos, sem þar tíðk- ast. þar voru fjöldamargir fílar og zebú- uxar með fituklepp upp úr herðakambi. Fyrst komu 7 Singhalesar fram á skoðun- arsviðið og dönsuðu þjóðdansa; þeir voru prýddir silfurskrauti, sem hringlaði allt ept- ir hljóðfallinu í söngnum og dansinum, börðu sumir bumbu, en hinir sungu eða kváðu. Jeg varð alveghissa, þegar jegheyrði til þeirra: söngvar þeirra voru svo nauða- líkir íslenzkum rímnalögum.að furðu gegndi; þegar jeg ljet aptur augun og hlustaði.fannst mjer jeg heyra marga vera að kveða rímur í íslenzkri baðstofu; hver nóta var eins. Síðan komu fleiri og fleiri og sýndu ymsar listir og þjóðsiði; síðan hvernig fílar eru notaðir við vegagjörð og til áburðar; sein- ast helgigöngu Buddatrúarmanna. Gengu tveir prestar í gulum baðmullarsloppum á undan með krosslagðar hendur á brjósti, báðir voru þeir alvarlegir menn og höfðing- legir, skegglausir, með stuttklippt hár; síð- an kom risavaxinn ffll með gylltu skiíni með helgum dómum, síðan margir fílar í röð og milli þeirra dansmeyjar og söng- flokkar, er sungu alvarleg lög, börðu bumb- ur og bljesu í pípur; síðan kerrur er zebú- uxar gengu fyrir og aptast tveir dvergar. Zebú-uxarnir eru á Ceylon hafðir til að draga vagna, þeir eru rennilegir og hlaupa eins og beztu hestar. Singhalesar ganga

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.