Ísafold - 15.07.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.07.1885, Blaðsíða 2
118 England. Nú er Salisbury lávarður, oddviti Torymanna, seztur við stjómina. I ráðaneyti hans eru flestir skörungarnir frá ráðaneyti Beaconsfields; meðal þeirra Hicks Beach, fjármálaráðherra, höfundur breytingargreinarinnar, sem varð Gladstone að fótakefli; enn fremur Northcote, sem nú hefir þegið jarlsnafn, Stanley, og Car- narvon, Irlandsráðherra. Indlandsráðherra er Randolph Curchill, sprækasti ræðu- snillingur 1 liði Torýmanna. Hann er líka framhalds og frelsisvin í sumum greinum, já hálfgerður sósíahsti. Honum er opt jafnað við Disraeii á hans yngri áram. Hið nýja ráðaneyti er að svo stöddu bundið í báða skó, því hinir hafa aflann meiri á þinginu, og allt þá undir komið, hvernig fer við kosningarnar í haust eptir hinum nýju kosningarlögum. Flestir treysta, að til friðar og sátta dragi með Rússum, og kalla svo hezt fara, því Englendingar eigi um nóg að vera á Egiptalandi og þar mikla málarjetting af höndum að inna. Sagt er að hið nýja ráðaneyti hafi þegar stöðvað herinn á apturhaldinu, sem þeir Gladstone kvöddu á burt frá Dongola og öðrum stöðvum. Fyrir nokkru kviknaði svo til sprenging- ar í kolanámu, þar sem Chftonhall heitir, í grennd við Manchester, að 170 manna hlutu af líftjón. pýz kaland. Sambandsráðið hefir fall- izt á tillögur Bismarcks fyrir hönd Prússa- veldis, að banna Ernst hertoga af Cumber- landi ríkistöku í Brúnsvík. I júnimánuði hafa látizt tveir af fræg- ustu hershöfðingjum þjóðverja. Annar þeirra var Friedrich Carl, bróðurson Yil- hjálms keisara. Hann rjeð mest sókninni í orrustunum miklu við Longueville, Mars la Tour og Gravelotte 1870 (14., 16., 18. á- gúst), síðar umsátinni mn Metz og vann þá borg af Bazaine, eða herleiddi hann það- an til þýzkalands með 173,000 manna. Hinn var Manteuffel fríherra, landstjórinn í Elsass og Lothringen ; frægur af forustu fyrir herdeildum þjóðverja bæði 1866 og 1870—71. Frakkland. Friðargerðin við Sín- lendinga albúin.—Látinn er Courbet, flota- foringinn, sem vann Fútsjúvirkin í fyrra og gerði það flest, sem Sínlendingum varð helzt til óskunda, og ljet þá kenna á yfirburðum mótstöðumanna sinna. Italía. þegar stjórnin gerði út leið- angurinn til Rauðahafs, klappaði þingið lof í lófa við skýrslur Mancinis, ráðherra ut- anríkismálanna. Liðið hefir litla dáð mátt drýgja þar syðra, en fjöldi manna sýkzt og dáið af steikingshitanum og óholluðtu lopts- ins. Fyrir skömmu var Mancini veítt hörð atreið á þinginu og fyrir þeirri atyrðahríð varð hann að hörfa frá stjórninnL »Skamma stund skipast veður í lopti«—-, á þingum, lá oss við að segja. Spánn. Kólera geysar hjer enn, og dagskýrslurnar segja, að tala þeirra sem sem sýkjast komist jafnan á 13. hundrað, en tala hinna dauðu svari helmingi. Mann- dauðinn mestur í Murcia og Valencia. I Caschmir, á Indlandi, varð stórtjón af landskjálfta í miðjum júní. þar fórust 3081 maður, en 70,000 húsa hrundu niður Fjen- aðartjónið að því skapi. Selaskotamálið á Breiðafirði. Eptir Sveinbjörn Magnússon í Skáleyjum. Herra alþingism. Ásgeir Einarsson hefir í grein sinni um þetta mál í Suðra í vetur, óskað ept- ir að einhver sem kunnugur er á Breiðafirði, vildi láta álit sitt í ljósi málefni þessu til skýr- ingar, svo þingmenn væri ekki lengur í efa um> hvaö sannast er og hversu rjettast væri að leiða þetta mál til lykta. Dirfist jeg þvi að láta koma fyrir almenningssjónir álit mitt á málinu, urn leið og jeg hef til hliðsjónar hinar sundurleitu skoðanir, sem komið hafa fram í máli þessu, bæöi hjá þingi og þjóð, og sem mjer finnst að megi skipta í 3 flokka. Jeg sný þá fyrst máli mínu að þeim flokkn- um, sem vill eyða öllum sel á Breiðfirði; af hvaða ástæðum, skal síðar á minnzt, þótt mjer geti eigi betur fundizt en að þessi flokkur hafi ekki gefið vel gaum 50. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem hjer er tyrst og fremst ekki um neina almennings heill að ræða, og svo á hinn bóg- inni er ekki heldur um neitt smátt endurgjald að ræða, þegar bæta ætti liverjum ábúanda upp skaða þann, sem hann yrði fyrir, ef selnuru væri eytt. Svo menn nú fái dálitla hugmynd um end- urgjaldsupphæðina, sem yrði að koma einhvern- staðar frá, vil jeg taka hjer til dæmis einn hrepp, sem sje Elateyjarhrepp ; þar nemur ár- legur arður af selveiði yfir 2,000 kr. Nú eru víst 5—6 hreppar í kring um Breiðafjörð, sem hafa meiri eða minni selveiði. það er vitaskuld, að bjargræðisvegur þessi hefur kostnað í för með sjer. En jeg leyfi mjer að spyrja, hverjir eru þeir bjargræðisveg- ir, sem meiri eða minui kostnaður hvílir ekki á? þessu næst sný jeg mjer að þeim flokknum, sem vill að veiðilögin 1849 nái óbreytt til Breiðafjarðar, eins og til aunara hjeraða lands- ins. En það lítur út fyrir, að þessi flokkur viti ekki eða þá hafi gleymt því, að einraitt af því að lögin 1849 reyndust allsendis ónóg til að vemda eignarrjettinn, þá kom út opna brjefið 1855. Loks er þriðji flokkurinn, sem vill halda sem fastast í hið margnefnda opna brjef. Allir þessir 3 flokkar bera ástæður fram, máli sínu til styrkiugar. Hiu helzta ástæða fyrsta flokks er sú, að væri öllum sel á Breiðafirði eytt, inundi þorsk- ur ganga inn á allau fjörðiun og jafnvel inn á hina mörgu smáfirði, sem skerast alla vega inn úr Breiðafirði. Jeg skal nú ekki lengja línur þessar með því, að taka upp í þær hinar mörgu ástæður, sem komið hafa fram bæði í þingræðum og dagblöðum, á móti hugmynd þessari, hedur ein- ungis taka það skýrt fram, að þessi flokkur getur aldrei haldið hugmynd sinni fram sem vissu. það væri því óskynsamlegt að láta tæl- ast af ímyndan einni saman, til að eyða bjarg- arstofni þeim, sem styður að því, að viðhalda lífi fjölda manna, í staðinn fyrir óvissu eina. Lítum vjer yfir hina mörgu sellausu firði í kringum landið, hví er þar ekki stöðugur fiski- afli? Lítum yfir veiðistöður þær, sem eru á útkjálkum landsins og engum sel verður kennt um eyðingu þorskgöngunnar, hví er þar fiski- laust ár eptir ár? Ætli Breiðifjörður yrði fiski- sælli með öllum sínum eyjagrúa og grynning- um? Jeg held ekki. Og hvað væri svo unnið með því að eyða selnum? það, að með því væri eytt einum af hinum vissasta bjargarstofni Breiðafjarðar, sem ekkert kæmi í staðinn fyrir, og sem að öllu rjett íhuguðu, stendur engum öðrum bjargtæöisútvegum fyrir þrifum, heldur er að miklu leyti undirstaða annars bjargræð- isútvegs, sem talsvert er i varið : hákarlaveið- innar, með því að selspik er lifbeita fýrir há- karl. Annar flokkurinn vill afnema brjefið 1855, en láta veiðilögin 1849 ná jafnt til Breiða- fjarðar og annara hjeraða landsina, án þess að neitt komi í staðinn; en þessi hugmynd er ó- rjettlát. þess vegna færir þriðji flokkurinn fram þá ástæðu fyrir sínu máli, að reynslan hafi sýnt, að lögin 1849 liafi eigi verið einhlít til friðunar selalátrum, og því hafi komið út opna brjefið 1855 til tryggingar eignarrjettinum, sem mjög var brotið á móti á meðan að fyrnefnd lög sátu ein að völdum ; einkum hefur í þingræðum og utanþings eitt hjerað við Breiðafjörð sjer- staklega verið til nefnt, sem gjört hafi sig seka í broti á optnefndum lögum. Nú vill svo til, að einmitt frá sama hjeraðinu hljóma nú hæstu raddirnar um það, að afnema opna brjefið 1855. Jeg vil nú leyfa mjer að spyrja þingið, og þá af þjóðinni, sem kunna að meta rjett helgi eign- arrjettarins, hvers hann (eignarrjetturinn) megi vænta, skyldi það vera hiu síðustu úrslit máls- ins, að þingið næmi úr lögum opna brjefið 1855, áu þess að setja neitt í þess stað til trygging- ar eignarrjettinum? Mundi þá eigi verða seinni villan argari hinni fyrri ? Eptir minni skoðun ætti að friðlýsa látursel og útsel kring um land allt, þar sem vorkópa- og útselskópaveiði á sjer stað. Eða er nokk- ur samkvæmni í því, að vilja ófriðhelga þessar tvær arðsömu seltegundir, látursel og útsel, en friða alls konar fuglategundir, sem engan arð gefa af sjcr? Hvað opna bjetið 1855 snertir, þá þarf eng- um að vera svo fast í hendi með það, þó það yrði úr lögum numið; en í þess stað ætti þá að koma frumvarp það til laga, sem sainið var í efri deild á síðasta alþingi, af meiri liluta nefndarinnar, Ásgeiri Einarssyni og Stefáni sál. Eiríkssyni. Mundi það næg trygging fyrir eignarrjettinum, að skotbann næði eina mílu frá Sellátrum, því fyrst er það, að hið um-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.