Ísafold - 22.07.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.07.1885, Blaðsíða 4
m f Hsúfrú Guðrún Ingvarsdóttir f. 1803, d. 25. apríl 1884. Farðu vel í ljós úr myrkri liðin, Landi dauðans frá í sólheims skaut; Fyrir heimsstríð hreppt þú hefir friðinn Himinsælu fyrir jarðlífs þraut. Tár þjer fylgja gæzku sálin góða, Guðs þó spekin hafi ráðið bezt, Sem þig hjeðan hefir ellimóða Heimt til lands, þar enginn gamall sjest. J>ig* við kveðjum kærleiks ímynd hreina, Kvennaprýði, skærast dyggðablóm, sem aldrei þekktist fordild neina, J>ekktist aldrei sjálfselskunnar gróm. Eigi lýða lofi til að krýnast Ljúfust kærleiksverkin æfðir þú, Mark þitt var að vera, en ekki sýnast, Vera sönn og þínum guði trú. Farðu vel, er eptir æfi langa Eilíf miskunn guðs þig tók til sín, |>ar sem tár hvert þerrað er af vanga, f>ar sem skýlaus kærleikssólin skín. Farðu vel, þig börn og vinir blessa, Bending sje þitt dæmi jafnan oss, Svo vjer eptir æfi-útlegð þessa Einnig hljótum dýrðarinnar hnoss. 5. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli 111. smáletri kosia 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 slata frekasl in. öðru letri eía setning 1 kr. tjrir ^umlunj dálks-lenjdar. Borgun úti hönd- Óskila-hross. Neðannefnd hross hafa verið í geymslu í Laugamesi síðan að smalað var landið 10. þ. m. 1. Grátt mertryppi mark: stýft og biti fr. hcegra, heilrifað og biti fr. vinstra. 2. Leirljóst mertryppi mark: sí/lt og biti fr. hægra, tvístýft fr. vinstra. 3. Gráskjóttur foli með sama mark. pessara hrossa má vitja innan hálfsmán- aðar til Jóns bónda pórðarsonar á Laugar- nesi; en eptir þann tíma verða þau seld sem óskila-fjenaður. Bœjarfógetinn í Reykjavík h. 20. júlí 1885. E. Th. Jónassen. Manntalsþing fyrir Reykjavikurbœ verður haldið mánu- daginn 27. þ. m. á Bœjarþingsstofunni á hádegi. Bæjarfógetinn í Reykjavík h. 16. júlí 1885. E. Tli. Jónasscn. Næstliðinn II. júní andaðist heiðursbóndinn Jón Helgason frá Eskiholti í Borgarhreppi 67 ára, og er hann sanntalinn einn af fyrstu röð þeirrar stjett- ar; hann var tvíkvæntur, og lifði með fyrri konu sinni 26 ár, en hinni 21, sem enn lifir og blessar minningu hais með saknaðartárum. Húsfaðir var hann 47 ár, en hreppstjóri í 19. J»ið syrgendur! vitið hann fagnar yður síðar, f>ið hans stjettar- bræður, fylgið dæmi hans, og rækið skyldur yðar eins trúlega, ef það er gjört, þá hefir breytn hans náð sínum góða tilgangi. Fornaldarsögur Norðurlanda. Hjermeð auglýsist hinum heiðruðu lands-, mönnum, að jeg hefi afhent herra prentara og bóksala Sigurði Kristjánssyni í Reykjavík til eignar og umráða kaupendaskrá að Fornaldar- sögum Norðurlanda, og selt honum jafnframt allar útistandandi skuldir fyrir 1. bindi'þeirra,' ásamt upplagsleifunum. Hin tvö síðari bindi 1 sagnanna, sem enn eru óprentuð, koma því út á hans kostnað, en verða prentaðar í prent- smiðju minni eptir sem áður, með sama jrá- gangi og 1. dindi þeirra. Jeg bið því hjer með hina heiðruðu skipta- vini mína nær og fjær, að greiða til hr. Sig- urðar allt það, er þeir skulda mjer nú fyrir 1. bindi af Fornsögunum, og sömuleiðis það, er eg á útistandandi fyrir Flóamannasögu. Enn fremur bið jeg þá, er enn vildu skrifa sig fyrir sögum þessum, eða fá þær til útsölu o. s. frv., að snúa sjer framvegis í því efni að öllu leyti til hr. Sigurðar bóksala Kristjáns- sonar. Reykjavík 16. júlí 1885. Sigm. Guðmundsson. Samkvæmt ofanritaðri auglýsingu frá hr. prentara Sigm. Guðmundssyni annast jeg hjer eptir alla útgerð og útsölu á Fronaldarsögum Norðurlanda. Jeg lofa hinum heiðruðu kaup- endum þeirra því, að útgáfu-frágangur allur á hinum tveim óprentuðu bindum af sögunum verði að öllu leyti hinn sami sem á bindi því, er hr. Sigm. hefir gefið út, og verðið hið sama fyrir örk hverja. Næsta bindi verður alprent- að í vetur, og síðasta bindi kemurút ári síðar, eins og áður hefir verið auglýst. Alla þá, er skulda hr. prentara Sigm. Guð- mundssyni fyrir Fornaldarsógurnar og Flóa- mannasögu, bið jeg hjer með svo vel gjöra að borga mjer það hið fyrsta. Reykjavík 16. júli 1885. _________Sigurður Kristjánsson. Sigurður Kristjánssou hefir til sölu: Enskt-íslenzkt orðasafn ...... 1,50 Islenzkt-enskt orðasafn ...... 1,50 Enska lestrarbók (með málfræði) 1,00 Ef orðasöfnin eru bæði keypt í einu, kosta þau 2,50; en sje Lestrarbókin keypt lika kostar allt- saman að eins 3 kr. Alþingistiðindín 1885. Aðal-útsölu þeirra og útsendingu fyrir land allt hefir á hendi Kristján bóksali þorgrímsson í Reykjavík. Menn þeir, er hjer greinir, hafa á liendi sölu tíðindanna og útbýtingu þeirra til hreppanna, hver í sinni sýslu: í Suður-Múlasýslu: Sigfús Magnússon bók- sali á Seyðisfirði og Jón Magnússon Kaup- maður á Eskifirði. - Norður-Múlasýslu: Sigfús Magnússon bók- sali á Seyðisfirði og Yaldimar Davíðsson faktor á Vopnafirði. - Norður-þingevjarsýslu : Kjartan Einarsson, prófastur á Húsavík. - Suður-|>ingeyjarsýslu: Kjartan Einarson, prófastur á Húsavík og Erb. Steinsson bók- sali á Akureyri. - Eyjafjarðarsýslu: Erb. Steinsson bóksali á Akureyri. - Skagaljarðarsýslu : Lárus Tómasson verzlun- armaður á Sauðárkróki. í Húnavatnssýslu: Andrjes Árnason faktor á Skagaströnd. - Strandasýslu: Ásgeir Einarsson alþingismað- ur á þingeyrum. - ísafjarðarsýslu: J>orvaldur læknir Jónsson á ísafirði. - Rarðastrandarsýslu: Einar Magnússon verzl- unarmaður á Vatneyri, og Sigurður Jensson prófastur í Elatey. - Halasýslu og Snæfellsnessýslu: Olafur Thorla- eius í Stykkishólmi. - Mýra- og Borgarfjarðarsýslu: Böðvar J>or- valdsson kaupmaður á Akranesi. - Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík : Kristján Ó. J>orgrímsson bóksali. - Árnessýslu og Rangárvallasýslu: Guðm. Gnð- mundsson bóksali á Eyrarbakka. - Skaptafellssýslu : alþingismennirnir. Með því jeg hefi í áformi, að breyta nokkuð lífs- stöðu minni, gjöri jeg hjer með heyrum kunnugt, að jeg hef til sölu ioo sauði, 60 ær og 60 lömb, IO til 15 hross. Allur þessi fjenaður er í góðu lagi, af því sem gjörist í þessu byggðarlagi, og mun jeg hafa fjenað þennan til staðins að heimili mínu mánudaginn næstan eptir Reykjarjettir í haust komandi, og selja hann með vægu verði mót pen- ingum út í hönd. Litlu-Sandvík 12. júli 1885. p. Guðmundsson. Síðan um fardaga hefir verið hjer í óskilum grá hryssa, gömul, marklaus, utan lítið ber óglöggt framan hægra. Síðan I. þ. m. grá hryssa fullorð- in, mörkuð: tvístýft framan hægra, stýft vinstra. Neðra-Hálsi 1 Kjós 13. júli 1885. pórður Guðmundsson. Til atliuguiiar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Bullner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langau tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knoppcr. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Iíirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.j N. B. Nielsen. N. E. Nörby. tFS” Nærsveitamenn eru beónir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastiginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Rrentsmiðja Isafoldar. '

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.