Ísafold - 29.07.1885, Page 2

Ísafold - 29.07.1885, Page 2
samur og skyldurækinn og fullfær um að vinna fyrir sjer og sínum«. Sá, sem heldur húsmann eða þurrabúðar- mann í óleyfi, skal eigi einungis annast hann og fjölskyldu hans, verði hann sveitarþurfi, til næstu fardaga, heldur einnig ábyrgjast öll skyldugjöld hans og skyldugreiðslur til almennra þarfa.—þotta eru helztu afbrigð- in frá því sem nú er í lögum. Þjóðjarðasala. í frumvarpinu frá stjórninni var að eins farið fram á sölu tveggja þjóðjarða: Böggverstaða í Valla- hreppi fyrir 6500 kr.. og Asgerðarstaðasels í Skriðuhreppi fyrir 900 kr. Nefnd í málinu í neðri deild : J>ór. Böð- varsson, Jón Sigurðsson og Lárus Blöndal, hefir bætt 13 við, eptir bónarbrjefum frá ábúendum þeirra, er hún ræður til að selja þeim fyrir hjásett verð minnst, sem sje þessar 6 í Húnavatnssýslu; Hrísa 2500 kr., Brekku 3800, Akur 3000, Skinna- staði 2250, Húnstaði 2000, og Hæli 1950; þessar 4 í Skagafjarðarsýslu: Hafragil 2500, Skíðastaði 5000, Hafsteinsstaði 2800, Veðramót 500; ennfremur Svínadal í Leið- vallarhreppi 1350, og Gröf í sama breppi 1200, og Brekku í Rosmhvalaneshreppi 1400. Loks er viðaukatillaga um að bæta við í frumvarpið Rauðará við Reykjavík með afbýlinu Lækjarbakka fyrir 2400 kr. f Rjettur hreppsnefnda í fátækra- málum. Efri deild gerði sjer það til gamans í gær, að murka lífið úr því frum- varpi (sjá ísaf. 15. þ. m.). Hún fór að því líkast þvl, er köttur skemmtir sjer við að kreista líf úr mús. Hún felldi fyrst 1. greinina með 5 atkv. gegn 5, samþykkti síðan hinar greinamar allar, en beit svo af höfuðið, þ. e. fyrirsögnina, og sagðist þá álíta allt frumvarpið þar með fallið. Asgeir gamli var ekki við- staddur: kom ekki á fund fyr en þessi leikur var um garð genginn. Selaskot á Breiðafirði. Efri deild samþykkti nú með öllum þorra atkvæða að nema úr lögum friðun selsins á Breiða- firði (op. br. 22. marz 1855), en í neðri deild urðu 18 atkv. með að draga friðun- arlínu »af Klofningshyrnu mitt á milli Gassaskerja og Stagleyjar hálfa mílu suð- an frá Oddbjarnarskeri nyrðra í Bjarg- tanga«, þ. e. hafa selinn einungis friðað- ur fyrir innan þá línu. þessir 5 greiddu atkvæði á móti: Friðr. Stef., Holg. Clau- sen, Jón Ólafsson, Ól. Pálsson og Tr. Gunnarson. Tollmálið. Landvarningstollsfrumv. síra Arnljóts, og um afnám ábúðar- og lausa- fjárskatts, komst nauðulega upp í efri deild, með 12 atkv. gegn 9. |>essir níu voru : H, Kr. Fr., B. Sveinsson, Fr. Stefánsson, Gunnl. Briem, H. Clausen, Jón Sigurðsson, Tr. Gunnarsson, þórður Magnússon og Th. Thorsteinson. J>eim leizt ekki á þann mikla tekjumissi fyrir landsjóð, er frumv. mundi hafa í för með sjer, auk ójafnaðar og örðugs eptirlits með gjaldheimtunni. Vildu heldur, sumir að minnsta kosti, lækka ábiiðar- og lausafjárskattinn til helminga annaðhvort fyrir fullt og allt eða þó ekki væri nema fjárlagatímabilið 1886 og 1887. Málið er nú í nefnd í efri deild; því var vísað til nefndar í öðru máli, lagafrv. frá Jakobi Guðmundssyni, um aðflutningstoll af kaffi (5 a.), kaffirót (10 a.), og alls konar sykri (2 a.), og um afnám ábúðarskatts, lausa- fjárskatts og útflutningsgjalds af fiski og lýsi, að frátekinni síld. þessir eru í nefnd- inni: M. Stephensen, E. Asm., Sighv. Arn., Arni Thorsteinson, og Ben. Kristj- ánsson. Landskóli, lagaskóli. Ben. Krist- jánsson kom fram með í efri deild frum- varp um stofnun landsskóla, samhljóða því frá 1883. Nefnd var sett í málið, Ben. Kr., L. E. Sveinbjörnsson og E. Asmunds- son, og rjeðu þeir #eindregið« frá að fallast á frumvarpið, með því að orðið »landsskóli« innilykur, segja þeir, hugmynd um háskóla og þar er áherzlan lögð á vísindalega kennslu. Deildin aðhylltist þessa skoðun og felldi frumvarpið, en samþykkti aptur í þess stað nær í einu hljóði (A. Thorst. sat einn) frum- varp frá nefndinni um stofnun lagaskóla, sama efnis sem hitt, að landsskólahugmynd- inni fráskilinni. Landshöfðingi barði í vænginn, eins og lög gera ráð fyrir, sam- kvæmt vilja stjórnarinnar, — kostnað og harðæri—, og M. Stephensen hálft um hálft líka; greiddi þó atkvæði með málinu. Af öðrum þeim konungkjörnu var Hallgrímur Sveinsson einkum málinu eindregið með- mæltur; sagði það kynlega aðferð af stjórn- inni, að bera fyrir sig í öðru orðinu eða öðru málinu, að þar hefði eigi lýst sjer neinn al- mennur áhugi frá þjóðarinnar hálfu, en virða svo að vettugi þennan sama almenna áhuga, þar sem hann kæmi fram, eins og í þessu máli. Um landsbókasafnið eptir Boga Tli. Melsted. II. Um fyrirkomulag landsbókasafnsins. Mjer þykir það leitt, að þurfa hjer á eptir að benda á sumt, sem í ólagi er; gjöri jeg það alls ekki af því að mjer þyki gaman að finna að, heldur af því að mig langar mjög til og þykir það brýn nauðsyn, að landsbókasafnið komist í gott horf. f>að er meiri vandi en margur ætlar að koma upp góðu bókasafni, því að ef eigi er að öllu rjett farið frá upphafi með niðurröð- un og fyrirkomulag á bókaskrám, þá fer svo, að eptir nokkur ár—örfá ár, ef safnið eykst mikið—verður að raða safninu að nýju og öll sú fyrirhöfn orðin ónýt, sem varið hefir verið til þess að raða því niður. þetta kemur af því, að menn eru að reyna að raða niður eptir vísindagreinum og svo bók- unum í hverri vísindagrein eptir stafrófsröð. A þennan hátt er látið vera autt rúm í bók- hyllunum hingað og þangað til þess að megi setja þar í rjetta stafrófsröð þær bækur, er safninu bætist; allt af þarf að vera að færa bækurnar til og það er ótrúlegur tími og vinna, sem gengur til þessa barnaskapar, því að eitthvað því líkt er það að raða bók- unum niður eptir slíkri aðferð, og er ómögu- legt að koma því við á stórum bókasöfnum, nema til sjeu ávallt nógu margar miljónir króna við hendina til að reisa hallir fyrir, og nógu margar hundrað þúsundir króna til þess að launa bókaverði til slíks; en hvaða bókasafn hefur það? A öllum stórum bóka- söfnum er nú hætt að raða niður eptir þess- ari aðferð, nema ef telja mætti landsbóka- safnið með þeim,—sem varla má enn þá,— en þó að það hafi bæði mjög óhentugt hús- næði1 og að eins fje til þess að launa svo sem einum hálfum bókaverði eða méð öðr- um orðum hálf bókavarðarlaun, þá hefir samt þótt vera rúm og tími til að hafa þessa makalausu niðurröðunaraðferð. En eins og von er, þegar á allt er litið, er ekki lands- bókasafnið allt enn þd komið upp í þessa óverksjeðu og margföldu niðurröðun, og hver veit hve nær því verður lokið. |>að getur vel verið, að þessi niðurröðun standi nú sem hæst, en svo er með þennan leik sem aðra,—og ekki sízt er leikurinn er svo lagaður, að hann verður ekki farsællega til lykta leikinn,—að »bezt er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer«. þ>ví betur sem fyr verður hætt þessari niðurröðun á landsbókasafninu og tekin upp hin eina rjetta, eða sú, að raða bókunum niður eptir rúmi eingöngu og ekki eptir neinu öðru. Nú fer á að gizka tíundi hluti af öllu því rúmi, sem landsbókasafninu er ætlað, til ó- nýtis, af því að bækur í stóru og smáu broti standa hver við hliðina á annari, og hyllurnar allar eru gjörðar svo stórar til þess að stóru bækurnar komist í þær, í stað þess að þær eiga að vera misstórar, sumar litlar fyrir bækur í litlu broti, sumar í með- allagi fyrir bækur í miðlungsbroti og fáein- ar stórar fyrir stærstu bækurnar, sem á- vallt eru fæstar. A þennan hátt ávinnst rnildð rúm, margar hyllur. Allar bækurnar eiga að standa þar sem þær eru settar í upphafi og aldrei þarf að raða þeim um. i) f>að mætli kann ske niðri i alþingishúsinu fá viðunanlegt rúin lyrir forngripasafnið og málverkin, en handa landsbókasafninu væri bezt að byggja hús, eins og meistari Eiríkur Magnússon hefir stung- ið upp á í þjóðólfi.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.