Ísafold - 29.07.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.07.1885, Blaðsíða 3
127 pað þurfa að vera hylluskrár fyrir bókaverð- ina til þess finna þær eptir og höfunda- skrár og efnisskrár bæði fyrir bókaverði og almenning, er notar safnið. Rúmsins vegna ætla jeg ekki að sinni að fjölyrða meira hvorki um niðurröðun safnsins nje um fyr- irkomulag bókaskránna, heldur minna menn á ágœta ritgjörð um það efni eptir meistara Eirík Magnússon í ísafold IX, 18, bls. 71. Enn fremur skal jeg leyfa mjer að geta þess, að þeir, sem næst stendur aðsjá um að landsbókasafnið komist í gott horf, svo sem þeir, er við það eru að einhverju riðn- ir og alþingismenn, geta fengið að sjá hjá mjer bókaskrárform, eins og jeg hefi sjeð það haganlegast. (Meira). Ferðapistlar eptir XI. Milano 16. maí 1885. Leiðin liggur niður með Ticiuo, og er hún þar mjög vatnslítil, eins og stórgrýtt fjallagil. A ýmsu sjest hjer að maður er kominn í ítalskt land, bæði á nöfnum, er á húsunum standa og á helgra manna myndum og Maríubílætum,er standa í smákapellurn hjer og hvar við veginn ; hjer eru skrúfumynduð járnbrautargöng gegnum bergið, eins og norðan við St. Gott- hard og þegar maður er kominn niður úr þeim, er dalurinn orðinn breiðari, jurtalífið fegra og byggðin meiri. Dalbotninn er hjá Bellinzona orðinn allbreiður og marfiatur ; þar er hver blettúr ræktaður og sljettan eins og aldingarður, víngarðar, akrar og engi á víxl með trjágörðum á milli, er fag- urt að líta frá brautinni, sem liggur hátt uppi í snarbrattri skógi vaxinni fjallshlíð yfir sljettuna, bugðurnar og kvíslarnar í ánni; sljettur þessar upp af botninum á Lago Maggiore eru myndaðar af árburði ept- ir ísöldina; vötnin ítölsku undir suðurhlíð- um Alpafjallanna eru líkt löguð og eins mynduð eins og Skorradalsvatn í Borgar- firði, en loptslagið hefir hjer gert æði mun meira til að prýða landið með skógi og jurta- skrauti eptir að jöklar ísaldarinnar hurfu af landinu. Sumstaðar voru hlíðarnar milli trjánna gular af norrænni plöntu, kringlu- belg (anthyllis vulneraria); hefi jeg hvergi sjeð jafnmikið af þessari jurt nema hjá Vogsósum í Selvogi. 1 Chiasso komum við íkonungsríkiðltalíu; þar var farangurinn skoðaður til þess að sjá hvert enginn hefði með sjer tóbak, vindla eða aðrar tollaðar vörur og var oss síðan sleppt inn fyrir landamerkin. Nú fór fljótt að verða suðrænni jurta- gróðurinn, sígræn trje urðu fleiri og fleiri; landið er yndisfagurt, skógi vaxnir hálsar, vötn og borgir, byggð er í hverri hlíð, hús og rústir á hæðatoppunum. Nokkru fyrir sunnan endan á Comovatninu vorum við komnir niður á sljettlendi; var þá komið undir kvöld er við komum suður undir Mi- lano og var fagurt að sjá til norðurs mjalla- hvítan, sólroíinu fjallgarðinn, en í norð- austri dimmbláa hálsa og hæðir, er ganga suður úr fjöllunum. pað væri til lítils fyrir mig að ætla mjer að fara að lýsa Milano; eg skal að eins drepa á fá atrið. Milano er stór borg; hefir um 270,000 íbúa. það er fagur og vel byggður bær, íbúar eru mestu dugnaðar- menn í iðnaði og verzlun og bærinn er einn af hinum auðugustu á ítalíu. þar eru margar hallir merkar og fagrar, en af öllum byggingum er dómkirkjan nafnfrægust, enda er hún eitt af hinum mestu listasmíðum sem til er. Svo er sagt að 190 yfirsmiðir hafi unnið að kirkjusmíðinni hver fram af öðr- um í nærri 600 ár. Kirkjan er byggð úr mjallahvítum marmara og á henni ótal turnar og tindar, hún er eins og útskorið gimsteinaskrín úr fílabeini, öll eintómt víravirki írr marmara, hver einstakur hluti er smágjörðasta listaverk og þó er sam- ræmið svo mikið, að heildin verður stórkost- leg og áhrifamikil; kirkjan er öll sett rnyndastyttum að utan.þær eru yfir 6000 að tölu ; þó sjest það fljótt að hinuin uppruna- lega storkostlega tilgangi hefir eigi orðið náð, grundvöllurinn er of stór fyrir hið efra smíði; en þó hefir listin viljað hylja van- mátt sinn með því að vefa yfir bygginguna fjölbreytta glitábreiðu af myndum og víra- virki. Gluggarnir eru fjarska stórir og gerð- ir úr mislitu gleri með alls konar rósum og myndurn. Jeg var þarvið messu í morgun; inni í kirkjunni er einkennilega hátíðleg rökkurdimma, sólarljósið fellur í mislitum, gulum og purpuralitum straumum inn á milli marmarasúlnanna; þegar inn er kom- ið heyrist ómur úr öllum áttum, það eru prestar í skrúða fyrir mörgum ölturum er þylja latínuþulur sínar, en raðir af kon- um og gamalmennum með talnabönd í höndum krjúpa og biðjast fyrir, aðrir koma inn hneigja sig, lesa faðir vor og fara svo strax út aptur, þar er eintómt ráp fram og aptur, hjer og hvar eru skriptastólar og ótal guðskistur, sem hver lætur skilding í er fram hja gengur. — Torgið við kirkjuna (piazza del duomo) er mjög fagurt og við það mörg önnur skrauthýsi; þó ber «Galloria Vittorib Emanuele« af öllum öðruni; það er geysi mikil höll og ganga stórkostlegir boga- gangar í kross gegn um hana, alsettir Ijórn- andi sölubúðum; eigi kvað nein önnur bygg- ing sömu tegundar í Europu vera jafn stór- kostleg. Mannlífið á götunum hjer er ekki mjög frábrugðið því sem annarstaðar er í stór- borgum, útlit manna og háttalag breytist meir er sunnar dregur, þó eru búningar nokkuð frábrugðnir, kvennfólkið gengur sjaldau með hatta eða annan höfuðbúning, en hafa slegið um höfuð svartri blæju úr kniplingum. Prestar sjást margir á götun- um í svörtum hempum með barðastóra, brenglaða flókahatta á höfði. Margir þeirra eru hlægilega skrítnir útlits og er ei furða þó íþróttamenn finni, hve einkennilegan svip þeir bera og gjöri opt myndir af þeim. þegar sunnar dregur verða klerkarnir fleiri, því fleiri sem þjóðinni líður ver; fátækt og vankunnátta alþýðu og prestamor fylgjast að í kaþólsku löndunum; þar eru klerkarn- ir eins og svartar pöddur í hræi. XI. Genua 18. raaí 188ó. Jeg fór frá Milano vestur til Turin og þaðan suður til Genua. Brautin liggur norðarlega um Pósljettuna til Novara og beygist svo til suðurs. Landið er marflatt og ákaflega frjósamt, enginn blettur órækt- aður, allt eius og aldingarður; útlit skóg- anna, trjánna og juttagróðans er nú orðið allt annað en fyrir norðan Alpafjöll, þar eru í 8kógunum jafnhá trje sömu tegundar, en hjer er innbyrðis staða trjánna miklu óreglu- legri og miklu fleiri tegundir; það eru eink- um píltegundir og poplar með silfurlitum blöðum um stofninn allan upp úr í gegn; undirskógur er víða mikill, alls konar búsk- ar og runnar og standa poplarnir strjálir, þráðbeinir upp úr. Um þessar sloðir er ræktað mjög mikið af hrísgrjónum, eru ó- tal skurðir milli ánna og lækjanna og vatn- inu veitt yfir akrana; sljetturnar eru því víða allar í flóði, standa að eins mjóar ræmur upp úr á takmörkum akranna, settar röðum af víðirtrjám. Hjá Magenta er reist- ur bautasteinn mikill til minningar um or- ustuna 4. júní 1859; milli Novara og Ma- genta rennur Ticiuo; er hún þar á stærð við Grímsá er hún fellur í Ilvítú fyrir ofan Hvítárvelli. jpegar komið er tíiluvert vest- ur fyrir Novara fer sljettan að mjókka og sjest blánafyrir fjallum á báða vegu,í norðri sjást Alpafjöll og í suðri hálsar og hæðir, erganga norður úr Appennínafjöllum ; frá bænum Chivasso liggur leiðin fram við Pó, sjást þá Alpafjöllin glöggt, mjallhvít í norðri, en fyrir sunnnn ána crn Appennína-hálsar.hæð- ir og bungur grænar af skógi, ökrurn og engjum; allt er ræktað upp á hálsatoppa og alstaðar eru hús og turnar á hverri hæð. Hjer er nú hásláttur; en [íklega er enn þá óvíða liægt að bera niður heima á Frótii,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.