Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 2
130 Um ýsulóðarbrúkun og síðustu fiskisamþykktar- tilraun við Faxaflóa sunnanverðan. Eptir f>. Egilsson, Hinn 30. maí þ. á. hjelt sýslunefndin í Gull- br. og Kjósarsýslu fund með sjer, til þess að koma sjer saman um frumvarp til laga um ýsulóðarbrúkun hjer í veiðistöðunum umhverfis Faxaflóa sunnanverðan. Á fundi þessum voru einnig mættir 3 þar til kjörnir fulltrúar úr Reykjavik. Fundur þessi kom sjer saman um að samþykkja frumvarp í þessu máli, og er fyrsta grein frumvarps þessa svo hljóðandi: „Ysulóðarbrúkun skal algjörlega bönnum í Kjós- ar og Gullbringusýslu að undanskilinni Grinda- vík og Reykjavíkurbæ, á tímabilinu frá 1. sept. til 11. mai ár hvert. Enn fremur skal aldrei leggja ýsulóð á Böðvarsmið“; (síðan eru tak- mörk þess miðs nákvæmlega tiltekin). J>etta er nú aðalgrein frumvarpsins, og sem hlaut að ráða afdrifum þess á hjeraðsfundinum. Hjeraðsfundur var haldinn 14. þ. m. |>ar voru mættir tiltölulega mjög margir úr Hafna- Rosmhvalaness- og Strandar-hreppum, en miklu færri að tiltölu úr Garða- Bessastaða- og Sel- tjarnarneshreppum og úr Reykjavík. Afdrif frumvarpsins urðu þau, að það var fellt á hjer- aðsfundinum. Að eins 5 atkvæði vantaði til þess, að því hefði orðið líis auðið. En „fellur ei eik við fyrsta högg“, og margt gat verra að borið en það, þótt þetta frumvarp ekki næði að verða að lögum. Eins og sjá má af hinni til- vitnuðu fyrstu grein frumvarpsins, var svo til ætlað, að Hafnahreppur og allt svæðið frá Reykjanesi að Skaga yrði sömu lögum háð, hvað ýsulóðarbrúkunina snertir, eins og hrepp- arnir innan Skaga. Sýslunefndarfundurinn 30. maí var haldin fyrir opnum dyrum, og gafst mjer því, sem fleirum, tækifæri til að hlusta á umræðumar. f>ar kom fram uppástunga um, að afnema notkun ýsulóðar í öllum hreppum Gull- bringusýslu frá 1. sept.—11. maí ár hvert, þess vegna líka í Grindavíkurhreppi. Gegn þessu mælti fulltrúi ,Grindavíkurhrepps skörulega á fundinum; hann tók fram, að í slíkri brima- veiðistöð, sem í Grindavík, væri það opt mjög hagkvæmt, að geta skotizt út með lóð, þegar lítið er um gæftir, og að eins stutta stund gæfist næði til að sitja; enn fremur skýrði hann frá, hversu lítil ýsulóðarútgjörðin væri alls yfir í Grindavík. f>ar róa einnig að eins fá skip, því hjeraðið er lítið, og þangað sækja ekki skip úr öðrum veiðistöðum. Fulltrúinn úr Hafnahreppi hreyfði ekki eins skýrt mótmælum gegn lóðabanninu fyrir sinn hrepp; hann gat þess að vísu, að hann hefði ekki umboð frá sín- um hreppi til þess, að binda hann þessu banni, en hvernig svo sem honum fórust nú orð, þá er það víst, að honum tókst ekki eins vel; eins og Grindavíkurfulltrúanum, að sannfæra fund- armenn. f>ví varð ofan á, að frumvarp fund- arins náði einnig yfir Hafnahrepp, en undan- skildi Grindavíkurhrepp. En það atriði, að lóð- arbannið náði einnig til Hafnahrepps, varð því valdandi, að frumvarp sýslunefndarinnar var fellt á hjeraðsfundinum. J>að er ljóst, að ein veiðistaða getur verið annari ólík að náttúrunni til, og getur þaunig eitt veiðarfærið átt betur við í einni veiðistöð, en annari. þannig er Grindavík, Hafnir og Rosmhvalaneshreppur utan Skaga, sem veiði- stöður, í mörgu tifliti ólíkar veiðistöðunum fyr- ir innan Skaga. Jeg skal nú ekki dæma um, hversu vel ýsulóðin á við veiðistöðurnar fyrir utan Skaga, og það er víst, að vel hefur opt aflazt í Grindavík og Höfnum áður en nokkur lóðaröngull var þar í sjó lagður; en hins ber og að gæta, að leggja ekki hapt á atvinnu- frelsi manna, nema svo sje, að frelsi einstak- lingsins auðsjáanlega miði til tjóns fyrir al- menning. í útverin (fyrir sunnan Skaga) sækja engin inntökuskip; íbúar hjeraðanna búa að sínum veiðistöðum sjálfir og hjer um bil ein- ir, nema hvað þeir kunna áð taka nokkura út- gjörðarmenn á sín eigin skip. J>að þarf því svo að segja engan ótta að bera fyrir því, að þessum veiðistöðum verði ofboðið, hvorki með ýsulóðarbrúkun nje öðru veiðarfæri; jeg skal heldur ekki dæma um, hvort Grindavik og Hafnir álítast arðsamari fiskiver ibúum sínum nú, síðan þeir fóru að brúka ýsulóð, en áður. meðan hún var þar óþekkt, en hitt má vist að mestu leyti fullyrða, að meðan Grindvíkingar, Hafnamenn og Rosmhvalaneshreppsmenn utan Skaga búa einir að sínum veiðistöðum, án þess að skipa í fiskileitir sínar mörgum tugum af inntökuskipum, svo lengi er ekki að óttast, að ýsulóðarbrúkun þeirra tálmi að nokkurum mun fiskigöngu; einnig munu mjög litlar líkur vera til þess, að fiskur opt staðnæmist fram undan þessum veiðistöðum til þess að hrygna, og eru því einnig litlar líkur til, að lóðarbrúkunin á þessum stöðvum dragi upp slík kynstur af ung- viðinu, eins og á sjer stað í inn-verunum (fyr- ir innan Skaga). Hjer við bætist enn, að auk þess sem svo tiltölulega fá skip reka fiskiveið- ar í útverunum, í samanburði við þann gria af skipum, sem fyrir innan Skaga ræðst á hvem blett, þar sem nokkur aflavon er, þá er einnig hvert skip í útverunum útbúið með margfalt skemri lóð, heldur enn tíðkast á skip- un innan Skaga, svo að þótt alskipa sje róið í útverunum, þá eru það þó aldrei slik kynstur af lóð, sem í sjó eru lögð, að menn geti álitið, að það hafi áhrif á fiskigönguna. Að því algjörlega slepptu, hvort Rosmhvala- neshreppsmenn utan Skaga, Hafnamenn og Grindvíkingar i raun og veru hafi hinn ímynd- aða hag af sinni ýsulóðarbrúkun, þá vtrðist mjer samt ekki vera ástæða til, að innveramennj skipti sjer af veiðiaðferð þelrra, meðan hún er ekki umfangsmeiri en hún nú er, því bæði mælir sumt með ýsulóðarbrúkun í útverunum, og svo, meðan þau eru ekki fjölskipaðri, en þau nú eru, virðast litlar eða engar líkur til, að veiðiaðferð þeirra hafi áhrif á fiskiveið- arnar innan Skaga. því finnst mjer allt mæla með því, að næsti sýslunefndarfundur búi til frumvarp um takmörkun á ýsulóðarbrúkun innan Skaga, en ekki jrá Reykjanesi. En þá kemur nú hið stóra mál, um afnám ýsulóðarbrúkunar í inn-verum (fyrir innan Skaga) á timabilinu frá J. sept. til 11. maí ár hvert. J>ess ber þegar að geta, að það er ekki ýsulóðin sjálf, sem ber að fordœma, því í sjálfu sjer getur hún verið gott og hentugt veið- arfærí, sje hún rjettilega brúkuð. En það er misbrúkun hennar, sem er svo skaðleg, að það er hrein og óumflýanleg nauðsyn, að fá henni afstýrt. Jeg skal þá fyrst tala um ýsulóðarbrúkun í Garðssjónum. J>að er kunnugra en kunnugt, hvilík skipa- mergð sækir suður þangað með lóðir, og það er margra ára sorgleg reynsla fyrir því, hversu stopuil og hvikull aflinn er, þar sem farið er að þreyta lóðafiski dag eptir dag; það er alveg óbrigðul og margítrekuð reynsla fyrir því, að fiskurinn hörfar undan lóðunum, og flýr til djúpsins, þegar þessu ógrynni af lóðum er fleygt í sjóinn fyrir hann. Um veiðiaðferðina sjálfa, þar sem mörglóðaskip eru saman komin, hversu fiskileg hún sje, hversu siðum spillandi hún sje, þarf ekki hjer að tala; það er of kunnugt; það er skammt á að minnast: aðfarir manna á Mið- inu núna um siðastliðna helgi! Mælir slíkt fram með lóðabrúkun? Jeg get með sögusögn margra hinna áreiðanlegustu og skynsömustu af fiskimönnum vorum sannað, hversu fiskur hefur algjörlega horfið úr garðssjónum undan ýsulóðinni, þegar farið hefir verið að Jeggja hana þúsundum saman, einkum á vetrum og vetrarvertíðum. Og þó er brúkun lóðarinnar á haustum ef til vill enn skaðlegri, þvi það ung- viði, sem þrátt fyrir þorskanetagarðinn kann að hafa náð að klekjast út á grunnmiðum, og sem, ef rjett væri að farið, ætti að fá að halda lífi, vexti og viðgangi, til þess að geta komið aptur inn á þessi hin sömu grunnmið sem full- orðinn fiskur til þess að hrygna þar,—þetta ung- viði dregur lóðin aflt upp á haustin, fiskimann- inum til sárlítils gagns í svipinn, en ómetan- legs tjóns fyrir framtíðina. Mjer finnst fiski- veiðaaðferðin hjer vera líkust þvi, sem ef einn bóndi, sem ætti hóp af sauðfje, sigaði með hundum, brestum og alls kyns ólátum hinu fullorðna fje sínu burt upp i heiðar og öræfi, er hann ætti enga vissu fyrir að sjá þaðan nokkra kind aptur, en hramsaði lömbin nýbor- in og slátraði þeim, hyski sínu til viðurværis. —Mundi sá bóndi geta búizt við, að sjer auðn- ist að búa lengi að fjárstofni sínum?—Eins sýn- ist mjer, að menn reyni að hrekja fullorðna fiskinn burtu með netastöppunni, en dragi upp á lóðinni hinn sársmáa fisk, fingurstóran, naum- ast sjóðandi. Vjer fáum ekki nógsamlega gætt vor í þessu mikilsvarðandi máli; vjer þurfum að varðveita fiskiveiðar vorar, bæði gegn óviturlegri brúkun sjálfra vor, og fyrir yfirgangi útlendinga. Mjer er t. a. m. kunnugt, að skipherra einn útlenzk- ur hefir i hyggju að byrja veiði með ýsulóð hjer í Flóanum nú þegar í haust; ætlar hann þartil að hafa 5 eða 6 smábáta, en leggja skipinu við akkeri á meðan úti í Flóanum, rjett eins og hin- ir ameríksku flyðruveiðimenn gjöra fyrir Vest- urlandi, og eins og Rorðmenn og Færeyingar hafa gjört fyrir austau. Með lóðabrúkuninni eru Færeyingar og Norðmenn búnir að fara svo með suma firði fyrir austan, að inn á þá slæð- ist nú varla nokkur branda, þar sem áður var mesta fiskisæld alveg inn í fjarðarbotn. Og hvað gjöra landsmenn gegn þessu? J>að heyr- ist ekki, að þeir gjöri neitt, heldur sitjioghorfi á þessa útlenzku menn eyða auðsæld landsin6. Og hvað t. a. m. Færeyinga snertir, þá heyrir maður stundum sagt, að þeir sjeu samþegnar vorir, og megi því fiska hjer sem landsins eig-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.